Morgunblaðið - 12.10.1988, Síða 24

Morgunblaðið - 12.10.1988, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. (lausasölu 70 kr. eintakið. Wörner um flókna heimsmynd Iíslenskum stjómmálaum- ræðum ber æ minna á því að lögð sé áhersla á grundvall- aratriði. Umræðumar snúast að mestu leyti um lausnir á skammtímavanda. Oftast er reynt að gera lítið úr megin- skoðunum og þeim viðhorfum sem ættu að valda því að menn skipi sér í ólíka flokka, spum- ingum eins og þeim hvort held- ur beri að leggja áherslu á framtak einstaklinga eða ríkis- forsjá. Stjómmálamennimir sjálfír forðast gjaman að draga slíkar meginlínur, fyrir- greiðslustarfsemi setur þeim mun meiri svip á störf þeirra og stefnu. Að minna á einfalt atriði eins og það, að þeir safna skuldum sem lifa um efni fram, á ekki upp á pallborðið þegar stjómmálamenn ætla að leysa allan vanda með því að færa fé úr einum vasa í annan með handafli. Hugmyndafræðileg átök skiptu heiminum í tvo hluta eftir síðari heimsstyijöldina. Þessi skipting hefur verið að riðlast á undanfömum árum. Mörkin em ekki alls staðar jafn skýr og áður. Manfred Wömer, nýr framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalags- ins, víkur að þessu í Morgun- blaðsviðtali á sunnudag þegar hann bendir á að bandalagið hafí náð miklum árangri og bætir við: „Þær breytingar sem em á döfínni í Austur- Evrópu em vitnisburður þar um. Okkar gildismat hefur borið sigur. Samfélög okkar hafa skilað betri árangri en þau sem lúta kommúnískri for- ystu, efnahagslíf okkar er af- kastameira og veitir betri lífskjör.“ Og annars staðar í samtalinu minnir hann á þá staðreynd, að vestræn sam- félög og efnahagslíf hafí skilað mun betri árangri á sviði tækni, iðnaðar, efnahags og velferðar en kommúnisminn. „Kommúnisminn hefur glatað aðdráttarafli sínu, hann höfðar ekki lengur til þjóða heimsins. Það er þetta sem hefur orðið sovéskum stjómvöldum tilefni til breyttrar stefnu og endur- bóta. Eg vona að þeim takist að gera það sem þau boða. Sá árangur sem náðst hefur verð- ur ekki tryggður til frambúðar nema Atlantshafsbandalagið haldi einingu sinni og leggi áherslu á nauðsynlegar vamir.. Þetta er forsenda þess að vinna megi að enn frekari slök- un í heiminum." Færa má rök að því að það sé að ýmsu leyti auðveldara að lifa í veröld þar sem skilin eru skörp og menn þurfa ekki að velkjast í neinum vafa, þeg- ar þeir taka afstöðu til þess hvað þeir styðja og hverju þeir em andvígir. Staða heimsmála er að þessu leyti flóknari held- ur en á tímum kalda stríðsins. Það hefði þótt mikil bíræfni fyrir þijátíu árum eða svo af framkvæmdastjóra Atlants- hafsbandalagsins að lýsa yfír því, að gildismat lýðræðisríkja, virðing fyrir mannréttindum og efnahagsstarfsemi byggð á markaðsbúskap hefði sigrað kommúnismann. Nú þykja slík ummæli sjálfsögð og rétt af því að hvarvetna í ríkjum kommúnismans eru menn að færa sig frá þeim kennisetn- ingum sem ráðið hafa mestu um miðstýringu og ofstjóm. Þessi hugarfarsbreyting skap- ar nýja og flókna stöðu á al- þjóðavettvangi og að ýmsu leyti er vandasamara að vinna úr henni en þegar línur voru skýrari. Mestu skiptir að missa ekki sjónar á meginatriðum við lausn stundarvanda. Þegar árið 1967 mótaði Atlantshafs- bandalagið þá stefnu að öflug- ar vamir aðildarríkja þess og viðleitni til að minnka spenn- una í samskiptum austurs og vesturs útiloki ekki hvort ann- að heldur séu hvort öðm til stuðnings og fyllingar. Þessari stefnu er enn fylgt. Hún hefur skilað góðum árangri og á enn fullan rétt á sér eða eins og Manfred Wömer segir rétti- lega í Morgunblaðsviðtalinu: „Við verðum að láta stað- reyndir um Sovétríkin ráða afstöðu okkar en ekki fyrirætl- anir ráðamanna þeirra. Á með- an herstyrkur Sovétríkjanna minnkar getum við ekki dregið úr okkar herafla. Öryggi sitt byggja menn ek'ki á góðum eða vondum fyrirætlunum ein- staklinga, mennimir breytast og fyrirætlanir að sama skapi. Við skulum vona að breytingar verði í Sovétríkjunum og á afstöðu þeirra, það hlýtur að lokum að koma í Ijós við samn- ingaborðið. Við bíðum eftir því.“ AF INNLENDUM VETTVANGI HJORTUR GISLASON Eiga landanir erlendra fískiskipa hér að vera frjálsar? Deilt um hag’smuni landsins o g heildai Á FUNDI Hafnasambands sveitarfélaga fyrir skömmu var sam- þykkt tillaga þess efnis, að gefa bæri landanir erlendra fískiskipa í íslenzkum höfnum fíjálsar. Var það rökstutt með umtalsverðum tekjum, sem hafnirnar og viðkomandi sveitarféiög hefðu af þess- um löndunum í formi ýmissa gjalda og þjónustu. Sjávarútvegsráð- herra, Halldór Ásgrímsson, er á öndverðum meiði. Hann telur að við eigum að nota heimildir til löndunar til samninga við Grænlend- inga um nýtingu sameiginlegra fiskistofiia svo sem loðnu og rækju, en vegna veiða þessara tegunda beggja hafa orðið nokkrir árekstrar. Sjónarmiðin virðast nokkuð ólík. Annars vegar er hugs- að um auknar tekjur til ákveðinna staða á landinu, hins vegar heildarhagsmuni, sem erfitt er að meta til fjár. Eigum við að skerða möguiegar tekjur af þjónustu við erlend fískiskip með þá von í huga, að samningar náist í áralangri deilu? Náist samningar ekki, hefur öðrum hagsmunum verið fórnað til lítils, náist samning- ar hins vegar hlýtur það að koma öllum til góða. Að hafa áhríf á nýtingu fískstofiianna Ein þeirra leiða, sem íslendingar hafa farið til þess að hafa áhrif á nýtingu fiskistofna og rækju á haf- svæðinu í kringum okkur, stofna, sem eru sameiginlegir með öðrum þjóðum og veiðast bæði innan og utan lögsögu okkar, er sú að heim- ila ekki nema með undanþágum, landanir erlendra fiskiskipa og eða þjónustu við þau í íslenzkum höfn- um. Lög þar að lútandi voru sett árið 1922 og hafa væntanlega þá verið liður í því að hafa áhrif á nýtingu miðanna umhverfis Iandið. Nú telja stjómvöld, að Grænlend- ingar og Evrópubandalagið tefli að minnsta kosti á tæpasta vað hvað varðar nýtingu rækju, karfa og fleiri stofna. Með því að gefa land- anir fijálsar sé sú hætta fyrir hendi að veiðar á þessum tegundum og fleirum aukist. Afli, sem útlending- ar teldu sig ekki geta skilað nægi- lega ferskum í land í Þýzkalandi til dæmis, yrði þá tekinn og honum landað hér. Þegar sá möguleiki væri ekki fyrir hendi, nýttu menn ekki aflakvótann. Þó fiskurinn komi hér til vinnslu og nokkur umsvif verði vegna þess og ýmis konar þjónustu við skipin, vegi það ekki upp á móti hættunni á mögulegri ofveiði á fiskistofnunum. Auknar tekjur hafiianna Fyrir hafnir landsins, fiskmark- aði og fiskvinnslu lítur dæmið kannski öðru vísi út. Nokkur aukn- ing umsvifa við hafnimar með til- komu landana erlendra fiskiskipa, færir þeim og viðkomandi sveitarfé- lögum auknar tekjur og um leið aukið ráðstöfunarfé, meiri fiskur inn á fiskmarkaðina færir þeim meira fé og meira af fiski til vinnslu hlýtur að vera akkur svo fremi sem vinnslan er ekki rekin með tapi. Jón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sjólastöðvarinnar í Hafnarfirði, segir að sér sé kunnugt um áhuga þýzkra útgerða á löndun hér, þar sem með því móti geti þær betur nýtt veiðiheimildir sínar innan grænlenzku lögsögunnar. „Heimildir eiga að vera leyfisbundnar“ Sjávarútvegsráðherra telur að heimildir til landana erlendra fiski- skipa hér eigi að vera háðar leyfum og vera samningsatriði milli íslands annars vegar og hvers þess lands sem á í hlut hins vegar. Hafa ber í huga, að ekki hefur náðst sam- komulag við Grænlendinga, Færey- inga og EB um nýtingu loðnunnar, sem íslendingar og Norðmenn hafa talið sína eigin og taka Færeyingar um 65.000 tonn árlega úr þeim stofni, með samningum við Græn- lendinga og EB, sem skammta sér ákveðið magn árlega. Talsverðir árekstrar hafa orðið á Dorhn-banka milli íslenzkra rækju- skipa og danskra varðskipa vegna ágreinings um veiðar við línuna. í raun telja bæði íslendingar og þeir aðrir, sem veiða á þessum slóðum, að réttast væri að línan yrði ekki látin gilda, heldur afla skipt á svæð- inu í einhveiju hlutfalli við afla fyrri ára til dæmis. Með því móti yrði auðveldara fyrir alla aðila að stunda veiðamar. Taka verður tillit til þess að bæði þessi mál, línuna á Dorhn- banka og loðnuskiptinguna, þarf að leysa og því verður að vega og meta hvort rétt sé að nota möguleg- ar landanir hér sem skiptimynt í slíkum samningum og hvort samn- ingsstaða veikist eða ekki, verði landanir gefnar ftjálsar. Ennfremur verða menn að meta það og vega hvort hagsmunir þeir, sem um er að ræða í landi, vega það þungt að „skiptimyntinni" verði fómað svo og möguleikunum til að hafa áhrif á nýtingu sameiginlegra fiski- stofna. Er það þess virði fyrir hafn- imar, þjónustufyrirtækin og fisk- markaðina að fá strax inn meiri afla og umsvif með þessum hætti, ef það getur þýtt ofveiði á sameigin- legum fískistofnum og þá um leið minnkandi afla okkar íslendinga síðar meir? Lögunum beitt á japanskatogara Þegar lögin um bann við löndun- um og þjónustu við erlend fiskiskip í íslenzkum höfnum voru sett árið 1922, voru erlendir togarar og önn- ur fískiskip nánast upp í íslenzku kálgörðunum og sóknin mikil. Til að draga úr veiði útlendinganna var því brugðið á það ráð að banna þeim að landa aflanum hér og sækja þjónustu í land, nema í neyðartilvik- um. Eftir þessum lögum var að mestu farið fram yfír stríð en upp úr því fór að bera talsvert á því að erlendir togarar komu til hafnar eftir þjónustu af ýmsu tagi og var svo alveg til ársins 1983, þegar Japanir fóru að venja komur sínar Ole Basse Mortensen, útgerðarn grímssyni, sjávarútvegsráðherra, stjóra, rækjuverksmiðju skipsins. Grænlenzki rækjutogarinn Tasiil kosturinn, jógúrt og fleira, bíður hingað. Líklega hefur mönnum ekki þótt ástæða til að fara stíft eftir gildandi lögum, þar sem landhelgin hafði verið færð út og við réðum nú yfir miðunum umhverfis landið. Með tilkomu Japana, breyttist sá hugsunargangur aftur, fyrst og fremst þar sem þeir voru að veiðum við Grænland samkvæmt heimild- um þaðan. Þar veiddu þeir fiski- stofna, sem voru sameiginlegir okk- ur og taldir í hættu vegna ofveiði. Því var ákveðið að hafa áhrif á þessar veiðar með því að fram- fylgja gömlu lögunum og neita Jap- önum um þjónustu. Það hafði hins vegar lítil áhrif á þessar veiðar. í stað þess að sækja þjónustuna hing- að, fóru Japanir með móðurskip á miðin, sem gátu veitt þeim flesta þá þjónustu, sem þeir áður sóttu hingað. Meðal manna eru því skipt- ar skoðanir um það hvort skynsam- legt hafi verið að byggja Japönum út úr íslenzkum höfnum og hafna um leið talsverðum tekjum fyrir vita- og hafnargjöld auk þjónustu og fleiri þátta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.