Morgunblaðið - 12.10.1988, Page 25

Morgunblaðið - 12.10.1988, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1988 25 Frá vef í málverk Bergljót Kjartansdóttir sýnir í FIM-salnum hafna rinnar íaður Tasiilaq, sýnir Halldóri Ás- og Arna Kolbeinssyni, ráðuneytis- aq landar rækju í HafinarSrði og þess að vera tekið um borð. 600.000 krónur í eyðslufé áhafnar Grænlenzku rækjutogaramir byijuðu að landa rælq'u hér, nánar til tekið á ísafirði, árið 1981 og síðar einnig í Hafnarfirði og Reykjavík. Rækjan fór svo áfram til Danmerkur í flestum tilfellum með íslenzkum skipafélögum, Sam- bandinu og Eimskip. Tímabundið leyfi hefur jafnan verið gefíð út vegna þessara landana, en þær stunda togaramir þegar þeir em að veiðum við Austur-Grænland, sem er fyrri hluta árs og síðan á haustin, hafí þeir ekki náð að ljúka kvóta sínum á fyrra tímabilinu. Þetta em 30 togarar og koma þeir, sem veiðamar stunda, tvisvar til þrisvar hingað til löndunar. Umtals- verðar tekjur falla í hlut íslendinga við hveija löndnum. Miðað við stærstu skipin, koma um 25.000 krónur beint til viðkomandi hafnar í formi hafnargjalda og sama upp- hæð til ríkisins í formi vita- og af- greiðslugjalda. Enginn beinn kostn- aður kemur þama á móti, því mann- virkin em öll fyrir hendi. Til við- bótar kemur oft á tíðum mikil þjón- usta, viðgerðir ýmis konar, tækja- kaup, kostur, olía og stundum veið- arfæri. Loks fær áhöfnin greiddar út nálægt 600.000 krónur við kom- una hingað og er þeim að jafnaði kappsamlega eytt í ýmsan vaming og skemmtanir. íslenzku skipafé- lögin hafa tekjur af því að flytja rækjuna áfram og varahluti heim og flugfélögin fá ýmsa flutninga einnig, meðal annars vegna áhafna- skipta. Togaramir nota hlera frá Jósafat Hinrikssyni, trollkúlur og bobbinga frá Plasteinangmn og Odda og netið í trollin er hnýtt í Hampiðjunni en þau em sett upp í Danmörku. Flest skipanna em með íslenzkar rafeindavogir. 100 milljónir á ári Fyrst í stað voru þessar landanir einskorðaðar við ísafjörð, en hafa nú í talsverðum mæli flutzt til Hafn- arfjarðar og Reykjavíkur. Umsvifin em því talsverð og Þorvaldur Jóns- son, skipamiðlari, er meðal annars að byggja stóra skemmu í Hafnar- fírði til að tryggja-þessa þjónustu enn frekar. Það er mikið í húfí, að meðaltali um 60 skipakomur á ári, sem hver um sig færir að minnsta kosti eina milljón króna inn í íslenzkt efnahagslíf, líklega meira, svo 100 milljónir á ári er ekki fjar- læg tala. „Eigtim að notfiaera okkur aðstöðuna“ ísfirðingar hafa lagt mikið upp úr þessari þjónustu síðan landanir hófust. Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri á ísafírði, segir að á sínum tíma hafí borizt sérstök ósk frá grænlenzkum og íslenzkum stjómvöldum þess efnis að fsfírð- ingar byggju sem bezt í haginn fyrir landanir grænlenzku togar- anna. Menn hefðu því lagt sig fram um að veita góða þjónustu enda skiptu þessar landanir bæinn miklu máli og færðu veruleg viðskipti inn í hann. „Grænlendingum er veru- legur hagur í því að landa hér,“ segir Haraldur. „Við eigum að not- færa okkur þá aðstöðu eins og aðr- ar þjóðir gera það og nýta hana í samningum um skiptingu loðnunn- ar, nýtingu rækjunnar á Dorhn- banka og mögulegar veiðiheimildir innan grænlenzku lögsögunnar. Af hvetju ættum við ekki að sækjast eftir þeim afla, sem aðrar þjóðir mega taka, en taka ekki vegna fjar- lægðar á miðin? Okkur vantar auk- inn afla til vinnslu og verkefni fyr- ir skipin. Þetta eru viðkvæm mál og á þeim margar hliðar. Því er nauðsynlegt að skoða þau ofan í kjölinn áður en eitthvað er aðhafzt, en ég tel ekki rétt að sleppa hend- inni af þeim möguleika að nota landanimar í mögulegum samning- um við Grænlendinga og aðrar þjóð- ir,“ segir Haraldur. Sjónarmiðin eru fleiri. Það þarf líka að gera greinarmun á því hvort verið er að tala um landanir á físki eða rækju og hvort um beina þjón- ustu er að ræða. Flestir viðmælend- ur Morgunblaðsins voru á þéirri skoðun, að rétt væri að hafa landan- ir leyfisbundnar en gefa þjónustu við erlend fískiskip fijálsa. Með því mætti auka tekjur hafnanna og ýmsa þjónustu fyrirtækja í landi án þess að mikið kæmi á móti. Landhelgin væri orðin 200 mílur og ætti það að duga til að hafa áhrif á nýtingu fiskistofnanna. Hvað um það, hér er um mikla hagsmuni að ræða á báða bóga. Mjög miklu máli skiptir að sam- komulag náist við Grænlendinga um nýtingu loðnunnar og rækjunn- ar. Það getur haft miklar tekjur í for með sér og ósamkomulag getur orðið okkur dýrt. Það þarf að meta það vandlega hvort er meira virði, tekjur vegna landana og þjónustu við erlend fískiskip eða möguleiki á mikilvægum samningum og jafn- framt hvort ekki er hægt að sam- eina hagsmunina að einhveiju leyti. Þá má ennfremur hugsa sér að með samningum, til dæmis um lejrfí til landana á rækju, gætu íslendingar fengið þá kvóta, sem til reiðu eru við Grænland, en ekki nýttir. BERGLJÓT Kjartansdóttir opn- ar í dag myndlistarsýningu í FÍM-salnum að Garðastræti 6. Á sýningunni eru 9 málverk, máluð með tempera og olíulitum, sería sem hefur austurlensk teppi að fyrirmyndum. Þetta er fyrsta einkasýning Bergljótar hérlendis, en undanfarin sjö ár hafa hún og Daninn Elmer haldið margar samsýningar m.a. í Nýlistasafninu 1983. Þau kalla myndif sínar „post-painting“ sem mætti þýða sem eftirmálun. Berg- ljót sagði, í samtali við Morgun- blaðið, að hugmyndin hefði verið að þróast þessi sjö ár. Upphaflega hefði vakað fyrir þeim að staldra við og endurskoða þá hluti sem við höfum daglega fyrir augum, en einnig hefði þetta verið uppreisn gegn hefðbundinni ímynd listar og listamanna. KAUPSAMNINGUR um kaup Árna Sigurðssonar og félaga á þrotabúi rækjuverksmiðju O. N. Olsen á ísafirði voru undirritaðir í gær. Kaupverð var 152 milfjón- ir króna, um 120 miljjónir greiddar með yfirtöku veð- skulda, þar af 60 milljón króna skuld við Landsbankann, og af- gangurinn með peningum. Jafii- framt hefur verið stofiiað hluta- félagið Bjartmar um rekstur rækjuverksmiðjunnar. Eigendur eru 14 einstaklingar og fyrirtæki og hlutafé, sem er 30 mil\jónir, verður greitt á næstu 15 mánuð- um. Stjóm Bjartmars hf heftir heimild tíl að auka hlutafé um 10 miRjónir. Að sögn Áraa Sig- urðssonar, sem verður fram- kvæmdastjóri framleiðslusviðs, er áætlað að hefja skelfisks- vinnslu í húsinu á laugardag. Starfsmenn verða fyrst um sinn 16-20 en gætu mest orðið um 40 ef rækju- og skelfiskslínur væru keyrðar samtímis að sögn Árna. Að sögn Árna Sigurðssonar verða helstu hluthafar, auk hans, Marbakki hf útflutningsfyrirtæki í Kópavogi, yélsmiðjan Mjölnir í Bol- ungarvík, Ásgeir Erling Gunnars- son, á ísafírði, sem verður fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs, og Bjöm Hermannsson á ísafirði. Með- al annarra hluthafa mun vera Vél- smiðjan Oddi á Akureyri, annar þeirra aðila sem krafðist gjaldþrota- skipta yfír O. N. Olsen. Byggðastofnun var síðust veð- kröfiihafa til að samþykkja kaup- samninginn en gerði það þó í gær með bréfí þar sem áréttaðar em í fjórum liðum þau atriði sem stofn- unin hafði út á samninginn að setja. Fyrst er nefnt að nýja fyrirtækið hafi ekki tryggt sér bankaviðskipti, þá er bent á að hvorki liggi nægi- lega skýrt fyrir hvemig hlutafé verði greitt né hver greiðslugeta hluthafa sé. Þá er tekið fram að ekki verði unnt að treysta á lánafyr- irgreiðslu Byggðastofnunar til að standa straum af hlutafjárkaupum og loks bent á að af 152 milljóna söluverði sé ekkert greitt út við undirritun kaupsamnings. „Ég skil ekki hvemig þetta bréf hefiir kom- ist í hendur Morgunblaðsins," sagði Ámi Sigurðsson þegar efni þess var borið undir hann. „Þetta er hið ótrú- legasta plagg frá forstjóra og lög- manni Byggðastofnunar, sem við ræddum við fyrsta veðkröfuhafa. „Miðað við listasögu aldarinnar var þetta framtak okkar mjög sak- laust og þróunin hefur síðan verið" í þá átt að færa myndlistina nær öðru því sem er að gerast í sam- félaginu. Öll list á sér einhveijar fyrirmyndir, við gengum aðeins beinna til verks og gerðum myndir sem öðluðust gildi sitt ekki síst vegna þess hve fyrirmyndin var auðþekkjanleg. Þetta var á .þeim tíma ögrun, sérstaklega við aðra listamenn, en fyrir okkur vakti að velq'a fólk til nýrrar vitundar um samhengið ( myndlist." Á sýningunni í FÍM-salnum em níu málverk sem mynda seríu og eru í sömu stærð og fyrirmyndimar sem eru austurlensk teppi. „Ég vinn mest í seríum núna“ sagði Berg- ljót. „Þetta eru ekki eftirmyndir, miklu heldur má segja að ég færi Þá var ekki annað að heyra en að þeir álitu gefíð og sjálfsagðan hlut að við tækjum við þessum rekstri.“ Um efni bréfsins sagði Árni að ekki hefði verið gengið formlega frá bankaviðskiptum. „En fyrst Lands- banki íslands treystir sér til að ávaxta 60 milljón króna inneign í þrotabúinu hjá okkur, þá tel ég að þeir muni gjaman vilja hafa okkur í viðskiptum," sagði Ámi. Hann sagði það rangt að ekkert lægi fyr- ir um hvenær hlutafé yrði greitt og hver greiðslugeta hluthafa væri. „Hver einasti hluthafi er borgunar- maður fyrir sínum hlut. Að fyrir- tækinu standa 14 einstaklingar og fyrirtæki, allt velstætt eignafólk," sagði Ámi. „Bústjóra hefur verið send nákvæm áætlun um hvemig hlutaféð verður greitt á næstu 15 mánuðum. Um það að ekki væri hægt að ganga að fyrirgreiðslu Byggða- stofnunar vísri um hlutafjárkaup EINS og skýrt var frá í Morgun- blaðinu í gær hefúr Tinna Gunn- laugsdóttir verið tilnefnd til fyrstu evrópsku kvikmyndaverð- launanna fyrir hlutverk sitt í mynd Hrafiis Gunnlaugssonar, I skugga hrafiisins. Tinna er ein af fjórum leikkonum sem hafa hlotið tilnefiiingu. Þá hefur Helgi Skúlason verið tilnefiidur til verðlauna fyrir bestan leik i aukahlutverki, auk Qögurra ann- arra leikara. Aðeins fjórar leikkonur em til- nefndar til verðlauna fyrir bestan leik I aðalhlutverki. Þær era, auk Tinnu, Carmen Maura frá Spáni, Omella Muti frá Ítalíu og Carol Scanlan frá írlandi. Þá var Helgi Skúlason einnig til- nefndur til verðlauna fyrir bestan leik í aukahlutverki, bæði fyrir leik hans í mynd Hrafns Gunnlaugsson- ar, í skugga hrafnsins, og fyrir leik í norsku myndinni Leiðsögumaður- MORGUNBLAÐIÐ/Þorkell Bergljót Kjartansdóttir fyrirmyndimar frá vef yfír í mál- verk.“ Sýningin verður opin frá degin- um í dag til 23. október frá kl. 14.00—19.00 daglegá. sagði Ámi að þessi liður ætti sér þá skýringu að fyrri eigendur Olsen fengið Iánsloforð frá stofnuninni til að endurfjármagna reksturinn. „Við vissum af þessu og ræddum við Guðmund Malmquist og Karl Jó- hannsson hvort okkur stæði hlið- stæð fyrirgreiðsla til boða vegna sama fyrirtækis, á sama stað, í sama rekstri og með, að stærstum hluta, sama starfsfólk. Við töldum það alls ekki sjálfgefið en létum vita að við mundum sækjast eftir fyrirgreiðslu." Ámi sagði rétt að ekkert hefði verið greitt við undir- ritun. Hins vegar væri fjármögnun kaupverðs umfram veðskuldir tryggð. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins verða 5 milljónir greiddar eftir 3 mánuði og 22 milljónir innan árs. Áætlaðar skuldir O. N. Olsen vora um 180 milljónir. Ekkert fæst þvi upp í um helming almennra krafna. ínn. Fjórir aðrir voru tilnefndir til verðlauna, þeir Curt Bois frá Vest- ur-Þýskalandi, Bjöm Granath frá Danmörku, Ray McBride frá írlandi og Wojtek Pszoniak frá Austurríki. Sérstök dómnefnd sker úr um hveijir hljóta fyrstu evrópsku kvik- myndaverðlaunin. Þá dómnefnd skipar þekkt fólk í evrópska kvik- myndaheiminum. Franska leikkon- an Isabelle Huppert er formaður nefndarinnar, en aðrir nefndarmenn era ítalski kvikmyndaleikstjórinn Liliana Cavani, þýski framleiðand- inn Bemd Eichinger, breski leikar- inn Ben Kingsley, sovéski leikstjór- inn og leikarinn Nikita Michalkov, gríska tónskáldið Mikis Theodorak- is og pólski leikstjórinn Krzysztof Zanussi. Laugardagskvöldið 26. nóvember næstkomandi kveður dómnefnd þessi upp úrskurð sinn og verður verðlaunaafhendingu sjónvarpað beint um alla Evrópu, þar á meðal til íslands. Q. N. Olsen heitir nú Bjartmar: Aætlað að hefla vinnslu að nýju á laugardaginn 14 einstaklingar og fyrirtæki keyptu þrotabúið Evrópsku kvikmyndaverðlaunin: Tinna ein flögurra sem voru tilnefndar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.