Morgunblaðið - 23.10.1988, Side 24

Morgunblaðið - 23.10.1988, Side 24
24 MORGUNBLABIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1988 E g var ung og köld og ævintýraþráin sterk Þegar við erum sestar lítur Inga út um gluggann og segir: „Hér úti á Austurvelli var skautasvell á vetuma. Þá var girðing umhverfis völlinn og umsjónarmaður við hliðið sem hleypti krökkunum út og inn. Við krakkamir fómm ýmist á skauta á Tjömina eða Austurvöll." Inga fæddist uppi á lofti á Klapp- arstíg 5 í Reykjavík 1. ágúst árið 1925. Þetta var bakhús á lóð Timb- urverslunarinnar Völundar, en þar starfaði faðir hennar, Guðjón Guð- jónsson trésmiður. „Nú er búið að rífa öll þessi hús og mér leið illa þegar ég sá það,“ segir hún. Lékum okkur í Öskjuhlídinni „Við bjuggum ekki lengi þama og fluttum á Bergþómgötuna. Þar vomm við þangað til við fluttum í nýtt hús sem pabbi byggði við Eiríks- götuna. Ég man eiginlega ekkert eftir mér fyrr en um það leyti. Þá var ég átta eða níu ára gömul. Eiríksgatan var langt út úr bæn- um í þá daga. Nokkur hús vora komin á Barónsstíg og miðhúsið við Eiríksgötuna auk Fæðingarheimilis- ins.“ — Var skemmtilegt að vera bam í Reykjavík á þessum áram? og ég held að þá hafi verið gott fyrir böm að alast upp í Reykjavík. Lítið var um hættur og við fengum að fara hvert sem við vildum. Þá vora fáir bílar á götunum og fólk fór mest fótgangándi eða á hjóli ef það þurfti að fara eitthvað. Stundum tók maður strætisvagn þegar maður þurfti að fara eitthvað lengra. Við krakkamir lékum okkur mikið uppi í Öskjuhlíð. Þá voru þar ennþá jámbrautarvagnamir sem fluttu gijót sem notað var til uppfyllingar í höfnina. Okkur fannst þó nokkuð ferðalag að fara upp í Öskjuhlíð, en þar gátum við tínt ber á haustin og rennt okkur á skíðum á vetuma." Inga gekk í Austurbæjarskólann og líkaði vel þar. Þegar hún lítur til baka finnst henni þetta hafa verið góður skóli og fullkominn að mörgu leyti. í skólanum var sundlaug sem notuð var við sundkennslu, sérstakir matreiðslutímar, handavinnutímar og teiknitímar og aðstaða öll mjög góð. Tók við heimilinu Inga talar hlýlega um æsku sína og minnist meðal annars á sumar- dvölina hjá ömmu sinni, Ingibjörgu Sigurðardóttur í Svæði í Svarfaðard- al. Þar fannst henni gaman að vera og eins á Skáldalæk hjá frændfólki hennar. En skugga bar á líf fjölskyldunnar þegar Inga var á þrettánda ári. Þá lést móðir hennar, Guðlaug Brynj- ólfsdóttir, frá sex bömum. Inga tók fljótlega við heimilinu og hugsaði um það fyrir föður sinn og fimm systkini. Hún er hugsi þegar ég spyr hvort þetta hafi ekki verið erfitt fyrir hana. „Ég held að þetta hafi verið svo- lítið erfitt," svarar hún með hægð. Síðan bætir hún við: „Núna mundi ég ekki fara fram á það við svo unga stúlku að taka við stóra heimili. En þetta blessaðist allt saman og eftir því sem ég best man þótti mér . bara gaman að stússa við heimilið. Þegar við systkinin ræðum um þessi ár núna erum við ánægð með hvað við voram öll dugleg og hvað okkur tókst að koma okkur áfram. Heimil- ið tvístraðist ekki, við héldum hópinn og hjálpuðumst að.“ Spjallað við Ingu Patton * „Eg man fyrst efltir mér á Borginni þegar ég var lítil stúlka og kom á jólaball hjá Trésmíðafélagi Reykjavíkur,“ segir Inga þegar við hittumst á Hótel Borg er hún var stödd hér á landi fyrir skömmu. Til- gangur fundarins var að spjalla um bernsku hennar og unglingsár í Reykjavík og fullorðinsárin í Banda- ríkjunum. Ingibjörg Kristjana Guð jónsdóttir Patton, eins og hún heitir fullu nafni, er ein Qölmargra íslenskra kvenna sem giftust ungar bandarískum hermönnum og fluttust til Bandaríkjanna á stríðsárunum. Hún er fínleg kona, glaðleg, og vel til höfð og talar með örlitlum hreim. En þrátt fyrir að hafa búið í Banda- ríkjunum í yfír fjörutíu ár talar hún ótrúlega góða íslensku. Morgunblaðið/RAX Inga á fornum slóðum i Fógetagarðinum í Reykjavík. Þrátt fyrir annríki við heimilis- störfin gaf Inga sér tíma til að læra meira. Hún settist á skólabekk í kvöldskóla hjá KFUM og var þar í tvo vetur. Þar lærði hún meðal ann- ars handavinnu, tungumál og fleira. „Þetta var mjög góður skóli. Hann var sniðinn fyrir fólk sem vann á daginn en notaði kvöldin til að mennta sig frekar. Þama var því fólk á öllum aldri. Ég á góðar minn- ingar úr þessum skóla og á þessum tveimur áram fékk ég meðal annars góða undirstöðumenntun í dönsku, þýsku og ensku þótt ég hafi týnt bæði dönsku og þýsku niður eftir að ég flutti til Bandaríkjanna." Inga fór seinna í Húsmæðraskól- ann á Sólvallagötu í Reykjavík og var þar einn vetur. „Mér fannst mjög gaman í hús- mæðraskólanum. Við lærðum að elda og sauma bamafatnað því kon- unni var ekki ætlað annað en að gifta sig og eiga böm. Þetta nám var því góður undirbúningur undir lífíð fyrir stúlkur í gamla daga. Allt snerist í kringum húsbóndann og hvemig best væri hægt að þóknast honum. Ég hef svolítið gaman af að rifja þetta upp núna,“ segir Inga og- hlær.„í þá daga hefði stúlka verið talin undarleg ef hún hefði ekki sagt að hún ætlaði að giftast og eignast böm og heimili eins fljótt og hún gæti.“ — Finnst þér margt hafa breyst í þessum efnum? „Já, það má nú segja. Þá voru karlmenn í öllum skrifstofustörfum en kannski sá maður einstaka kven- mann afgreiða í kvennabúðunum. Þá vora kvennabúðir og karlabúðir aðskildar. Ég man vel eftir þessum karlabúðum. Til dæmis Haraldar- búð. En það var sko karlmannabúð og ég kom aldrei inn í hana. Þetta var svolítið skrítið þegar maður hugsar til baka. Það hefur svo sann- arlega margt breyst.“ — Hvað finnst þér um borgina sjálfa? Finnst þér hún hafa breyst mikið? „Þegar ég var bam fannst mér bærinn svo stór og langt á milli staða. Nú finnst mér aftur á móti vegalengdimar stuttar og miðbær- inn lítill og þröngur. Þegar ég var að koma niður í bæ núna áðan byrj- aði bílaröðin efst uppi á Laugavegi og endaði hér í miðbænum. Ég þekki mig ekki lengur í Reykjavík og rata ekki nema rétt í miðbænum. Og varla það, því mörg hús_ hafa verið byggð og önnur rifín. A þeim sex áram sem_ liðin era frá því ég kom síðast til íslands hefur mjög margt breyst. Gróðurinn hefur vaxið mjög mikjð og heilu íbúðahverfín hafa ris- ið. Ég trúði varla hvað borgin hefur stækkað á þessum stutta tíma.“ Hítti mannsefitiið úti á götu Lengst af hefur Inga þó búið í Bandaríkjunum. Einn örlagaríkan vetrardag var hún á göngu í Reykjavík. Þá vatt sér að henni ungur bandarískur hermaður og tók hana tali. Þetta var John Patton. Hann var um það bil að ljúka her- skyldu hér á landi, en eftir að hann kynntist Ingu fór hann fram á að dvöl hans yrði framlengd þangað til þau væra búin að gifta sig. Allt gekk þetta fljótt fyrir sig og þann 4. maí giftu þau sig í lítilli her- mannakapellu í Reykjavík. Um miðj- an ágúst flutti Inga til Banda- ríkjanna, nánar til tekið til Amarillo í Texas. Nú hafa þau verið gift í 43 ár. „Mér finnst eins og þetta hafi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.