Morgunblaðið - 23.10.1988, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1988
A
A DROTTINSWGI
Umsjón:
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Séra Kristján Valur Ingólfsson
Þorbjörg Daníelsdóttir
Prestsetrið í Hrísey er eitt ófríðasta húsið á
eynni. Finnst mér. En það hefúr einu sinni
verið með þeim Mðustu og verður það
kannski aftur þótt baráttan yrði hörð ef efht
yrði til fegurðarsamkeppni húsanna. Ég sá
eiginlega ekki hvað prestsetrið var lotlegt
fyrr en ég kom aftan að því eitt kvöldið eftir
gönguferð um angandi lyngmóana. Mig
grunaði ekki að þessi þreytulegi baksvipur
væri baksvipur hússins, sem ég bjó í sjálf.
Það sýnir að það á að umgangast hús eins
og fólk. Ekki koma aftan að þeim, ekki fara
á bak við þau. Þetta hús hefúr góða sál og
það er gott að vera þar inni. Það er opið
fyrir birtunni, tekur á móti sólinni bæði daga
og nætur um hásumarið. Horfir út á sjóinn
og nýtur frelsis þeirra, sem búa við
flæðarmálið. Hér hafa verið beðnar margar
bænir, talað við guð bæði dimma daga og
bjarta. Ekki að það sé eina húsið í Hrísey,
þar sem talað er við guð, talað við Jesúm og
heilagan anda. Þótt ég viti það ekki með vissu
held ég að það sé í öllum húsunum.
Séra Hulda Hrönn M. Helga-
dóttir er hér prestur. í júlímán-
uði skiptum við um prestaköll,
hún sat í Þykkvabæ, en ég, Auð-
ur Eir, þjónaði Hrísey og Ár-
skógsströnd. Það er góð leið til
að auka kynni milli prestakalla.
Við séra Jakob Ágúst Hjálmars-
son á ísafirði höfum áður skipt
um prestaköll um tíma. Þetta eru
mikil tækifæri til að kynnast því
trúfasta dugnaðarfólki, sem star-
far í kirkjunni, annast bygging-
amar, stjómar safnaðarstarfinu
með prestinum og syngur í
kirkjukórunum. Organisti
Hríseyjarprestakalls er Guð-
mundur Þorsteinsson. Hann býr
á Akureyri en lætur sig ekki
muna um að koma til Hríseyjar
og á Árskógsströnd til að halda
uppi kirkjusöng. Og þegar ég
hafði verið á æfingum og mess-
um í báðum kirkjunum skildi ég
það mæta vel. Stemmningin og
starfsgleðin er heillandi og gefur
áreiðanlega meira en hún krefst.
Formaður sóknamefndarinnar í
Hrísey er Valdís Þorsteinsdóttir
og í Stærri-Árskógssókn er Sig-
urður J. Stefánsson sóknamefnd-
arformaður.
Þegar ég kom til Hríseyjar
vissi ég að ég myndi strax fara
að hugsa um það hvort það væri
hægt að vinna jafn mikið og
gert er, jafn langa og marga
vinnudaga. Ég fór í heimsókn í
frystihúsið og sá hvað allt er þar
vel um gengið, skínandi hreint
og bjart, hvað kaffistofan er fal-
leg með viðargólfi og málverkum
á veggjum. Og útsýnið enn fal-
legra. Það er undursamlegt ævin-
týri að ganga um Hrísey, um
móana, meðal fuglanna, um
steinlagðar göturnar milli fal-
legra húsanna. Inni í þeim öllum
býr fólk, sem guð elskar og ann-
ast sérhveija stund daga og
nátta. Við tölum æ meir um
umhyggju guðs á öllum sviðum
mannsins og tilka.ll guðs til allra
þátta mannlífsins. Þegar siglt er
að eynni gnæfír kirkjan yfír
byggðina og þangað kemur fólk
til að sækja sér styrk. Og þau,
sem koma sjaldan, njóta líka
styrks hennar, einfaldlega vegna
þess að hún er þama, eitt hú-
sanna, þar sem talað er við guð.
Talað um fólkið í Hrísey, áhyggj-
ur þess og gleði. Og guð hefur
sjálfur sagt að hann heyri bænir.
Eg fór út í bæ til að spyija þijá
Hríseyinga um mannlífíð, vinn-
una og kirkjuna.
Fólk þreytist á
einhæfri vinnu
p'
- segir Elsa Jónsdóttir
Það er gott að búa í Hrísey.
Mér finnst notalegt að geta verið
í nánu sambandi við náttúruna
eins og héma. Á stærri stöðum
hverfur fólk frekar í fjöldann held
ég. Við hjónin fluttum héðan um
tíma en gátum ekki hugsað okkur
annað en að koma aftur. Ég vildi
reyndar að hér væri fjölbreyttari
vinna. Þá væri hér fleira fólk og
það væri kannski betra ef við
værum heldur fleiri. Maður sér
eftir hveijum sem fer. Fólk verður
þreytt á að vinna alltaf í físki.
En er eins um allt landið. Fólk
þreytist á einhæfri vinnu. Fé-
lagslífið var meira hér áður en
sjónvarpið kom. En félögin starfa
alltaf þótt það sé ekki eins, ung-
mennafélagið, kvenfélagið og
fleiri félög. En þetta fer að breyt-
ast. Eg held að fólk verði bráðum
fullsatt á að horfa á sjónvarpið
og vilji fara að hittast meira aftur.
Við krefjumst of
mikilla lífsgæða
- segir Svandís Gunnarsdóttir
Fólk virðist vera farið að gera
sér grein fyrir því að lífið er meira
en leit að lífsgæðum og að í kapp-
hlaupinu vilja gleymast önnur og
kannski mikilvægari verðmæti.
Orð eru til alls fyrst og þegar
þetta er komið inn í umræðuna
má vonandi fara að vænta ein-
hverra breytinga. Við gerum allt
of miklar kröfur til lífsgæða. Við
fþurfum að vinna mikið til að
hafa einungis í okkur og á og þar
af leiðandi enn meira til að upp-
fylla allar „gerfiþarfirnar". Vegna
þeirra verður vinnutíminn allt of
langur, líka á smástöðum eins og
þessum, þar sem allir þekkjast og
skilyrði til góðra, gefandi sam-
skipta ættu að vera einna best.
I predikunarstólnum eiga prest-
amir einmitt að taka á þessum
málum. Þeir eiga að tala um þann
veruleika sem við hrærumst í
hversdags, og réttmæt ádeila er
bara til góðs. Það skiptir miklu
máli um hvað presturinn talar í
stólnum og ræðan hefur veruleg
áhrif á hvort ég fer í kirkju eða
ekki. En það er líka gaman að
hlusta á góðan söng. Þessir hefð-
bundnu sálmar sem venjulega eru
sungnir við kirkjulegar athafnir
eru fallegir, en veraldlegir söng-
textar mættu gjarnan vera í
bland. Það væri til góðs að bijóta
upp hið hefðbundna messuform
að einhveiju leyti svo guðsþjón-
ustan höfðaði meira til fólksins
og fleiri sýndu áhuga á að koma
í kirkju.
Eins og er virðist fólk lítið sem
ekkert hafa þangað að sækja. En
í kirkjunni er friður og ró sem
getur veitt fólki einhveija þá vel-
líðan sem það leitar að og það er
í raun markmiðið með þessu öllu
saman, að okkur líði sem best.
Áður hittist fólk
til að syngja
- segir Albert Þorvaldsson
Biblíulestur vikunnar
Sunnudagur: Orðskv. 1. 7-8 Upphaf þekkingarinnar
Mánudagur: Orðskv. 4. 23 Uppsprettur lífsins
Þriðjudagur: Orðskv. 15. 1 Mjúklegt andsvar
Miðvikudagur: Orðskv. 16. 1-3 Fel drottni verk þín
Fimmtudagur: Orðskv. 25. 17-22 Vinir og óvinir
Föstudagur: Orðskv. 28. 1-3 Ráðleysi og öryggi
Laugardagur: Orðskv. 31. 10-31 Hver hlýtur hana?
Ég er búinn að syngja í kirkju-
kómum í rúm 30 ár og hef haft
mikla gleði af því. Mágkona mín,
Elínborg Þorsteinsdóttir, var lengi
organisti hér. Henni gekk afskap-
lega vel að ná fólkinu saman. Hún
var líka menntuð í organleik, lærð
hjá Páli ísólfssyni. Við æfðum
alltaf einu sinni í viku og fórum
strax á haustin að æfa jólasál-
mana. Hér var líka mikið sönglíf
þegar Hreinn Pálsson var hér. Ég
var svo heppinn að fá að vera
með í því. Hann var mikill söng-
maður og músíkmaður. Ég hef
alltaf haft gaman af söng og við
systkinin sungum öll. Fólk hittist
til að syngja áður en fjölmiðlarnir
urðu svona margir. Ég held að
fólk missi áhugann á því að koma
saman og syngja þegar það hefur
þessi tæki hjá sér allan daginn
og hlustar á músík í þeim.
Ég er fæddur og uppalinn hér
í Hrísey. Mér hefur alltaf líkað
vel hérna og aldrei fundist ég ein-
angraður. Fyrst var það fjögurra
tonna trilla sem við fórum með á
milli. Það var ekki lengur nógu
gott, sérstaklega í svartasta
skammdeginu. En ég man ekki
eftir að nokkurn tíma hafi orðið
nokkur slys. Þetta er allt annað
eftir að við fengum svona góðan
bát eins og við höfum núna. Það
er ekki lengur nokkur munur á
að vera hér og á fasta landinu.