Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1988 39 „Þannig var, að sumarið 1973 falaðist Brian Clough, sem þá var framkvæmdastjóri hjá Derby County, eftir því við West Ham að fá mig keyptan og bauð 100.000 sterlingspund í mig sem var mikil upphæð í þá daga. Derby varð meistari 1972 og svo aftur 1975. Þegar þetta gerðist var ég orðinn 32 ára gamall, og sá fyrir endann á knattspymuferli mínum. Ég var samningsbundinn hjá West Ham og átti eitt ár eftir af samningi mínum við félagið. Ron Greenwood vildi ekki gefa eftir og neitaði því að ég yrði seldur því West Ham hefði enn not fyrir mig. Ég verð að viðurkenna að ég var alls ekki ánægður með þessa niðurstöðu mála. Ég hafði mikinn áhuga á að fara til Derby og eiga þar síðustu ár mín sem knattspymumaður sem um leið hefði gefið mér tækifæri til þess að leika í Evrópukeppni með Derby, en þeir áttu stórgóðu liði á að skipa á þessum árum.“ Það var svo í mars árið eftir sem Bobby Moore yfirgaf West Ham. Hann varð fyrir slæmum hnémeiðsl- um í leik með West Ham í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í bytjun janúar það ár. Hann var því frá keppni í tæpar átta vikur. Á þessum tíma lék West Ham níu leiki og sigraði í átta af þeim, og þegar Moore var tilbúinn í slaginn að nýju ákvað félagið að hann mætti fara frá því án nokkura skilyrða, eftir 17 ára glæstan feril. Lék gegn West Ham á Wembley „Það vom nokkur félög sem vildu fá mig til liðs við sig þegar að ég fór frá West Ham óg eitt þeirra var - 2. deildarlið Fulham. Ástæða þess, að ég valdi Fulham var að félagið var staðsett í Lundúnum og ég þurfti ekki að flytjast með fjölskyld- una mína á nýjar slóðir. Þá lék Fulham ekki ólíka knattspymu og West Ham; léttleikandi sóknar- knattspymu auk þess sem hjá liðinu lék fyrrum félagi minn úr enska landsliðinu Alan Mullery, þá ný- kominn þangað frá Tottenham. Þau tvö ár sem ég var hjá Ful- ham gekk okkur ekki alltof vel í deildakeppninni, en þess í stað mun betur í bikarkeppninni, og í maí 1975 komumst við alla leið í úrslit- in og lékum þar gegn West Ham af öllum liðum fyrir mig. Það var nokkuð einkennileg reynsla fyrir mig að leika gegn þeim í bláa og vínrauða búningnum þennan dag á Wembley. Okkur gekk ekki vel í leiknum. Við töpuðum 0:2 í leikn- um, sem verður minnisstæður vegna marka „spörfuglsins" Alans Taylor og mistaka markvarðar okk- ar, Peters Mellor, í báðum mörkun- um sem við fengum á okkur. En þrátt fyrir tapið var þetta skemmti- leg stund og ógleymanleg fyrir mig.“ Fyrsti landsleikurinn í Chile Einstæður landsleikjaferill Bobby Moore með enska landsliðinu hófst í Chile árið' 1962. Leikið var gegn heimamönnum í æfingaleik fyrir heimsmeistarakeppnina í knatt- spymu sem var haldin þar í landi það sama ár. „Þessi fyrsti leikur minn er mér ekkert sérstaklega minnisstæður. Ég hafði þá nýlega verið valinn í enska landsliðshópinn og var valinn í þennan leik til reynslu, en ég lék ekkert á heimsmeistaramótinu þetta ár. Við sigruðum í þessum leik 4:0 og gerði Jimmy Greaves þijú mörk í leiknum. Ári síðar tók Sir Alf Ramsey við enska landslið- inu og þá fékk ég fast sæti í liðinu hjá honum. Hann gerði mig að fyrir- liða árið 1964 og tók ég við fyrir- liðastöðunni af Jimmy Armfield, sem hafði gegnt henni með sóma árin á undan. Þeirri stöðu hélt ég allt þar til 1973.“ SJÁ NÆSTU SÍÐU Bkðberar óskast Símar 35408 og 83033 AUSTURBÆR Hverfisgata 4-62 Lindargata 39-63 Austurgerði o.fl. Byggðarendi Laugarásvegur 39-75 HtorgtmMiiMft HEKLA HF Laugavegi 170 172 Simi 695500 GOODYEAR ULTRA GRIP 2 Engin tilfinning er eins notaleg og að finna að maður hefur fulla stjórn á bilnum sinum l vetrar- færðinni. Goodyear Ultra Grip 2 vetrarbarðarnir eru hann- aðir með ákjósanlega eig- inleika til að veita gott hemlunarviðnám og spyrnu, hvort sem er I snjó, hálku eða bleytu, og þeir endast vetur eftir vetur. Öll smáatriði varðandi framleiðslu hjólbarðans — svo sem efni, bygging og mynstur, — hafa verið þaulhugsuð og þraut- reynd til að ná fram há- marks öryggi, mýkt og endingu. í vetur vel ég öryggið — Ég nota hina rómuðu Good- year tækni. EG KEMST HEIM A GOOD&YEAR Þá er gott að vita að bíll- inn hefur staðfast grip á veginum, og þá stendur manni líka á sama um veðurspána. STRIK/SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.