Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1988 atvinna — atvinna — atvinna — atvinha — atvinna — atvinna Fáskrúðsfjörður Umboðsmann vantar til að annast dreifingu og innheimtu Morgunblaðsins. Upplýsingar í símum 91 -83033 og 97-51136. Skrifstofa Alþingis óskar að ráða starfsmann til að vinna fyrir nefndir þingsins. Háskólamenntun aeskileg. Framtíðarstarf. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember nk. Vaktavinna Okkur vantar mann í vaktstjórastarf í Extrusion- deild. Hann þarf að vera reglusamur og hafa frumkvæði. Æskilegur aldur milli 25 og 50 ár. Upplýsingar veittar hjá verkstjóra milli kl. 14 og 16 út næstu viku. Plastpvent hf. Fosshálsi 17-25. Rafvirki með þjónustulund og stjórnunarhæfileika óskast til að veita forstöðu verkstæði fyrir heimilistæki. Umsóknir berist auglýsingadeild Mbl. fyrir fimmtud. 27/10, merktar: „R - 6954". Yfirþjón vantar á visst veitingahús á höfuðborgar- svæðinu. Góð laun í boði fyrir réttan aðila. Lysthafendur leggi inn upplýsingar á auglýs- ingadeild Mbl., merktar: „Þ - 6955“ fýrir 27. okt. Framkvæmdastjóri iðnfyrirtækis Við höfum verið beðnir um að auglýsa eftir framkvæmdastjóra fyrir iðnfyrirtæki á lands- byggðinni. Starfsmenn fyrirtækisins, sem eru liðlega 20 talsins, stunda þróun, framleiðslu og mark- aðssetningu á tækjum til sjávarútvegs og fiskiðnaðar, bæði hérlendis og erlendis. Við leitum að manni helst með tæknimennt- un og reynslu í stjórnun. Starfið er mjög fjölbreytt og krefst víðsýni og atorku til að fást við margbreytileg verk- efni innan fyrirtækisins, og samstarfs við fyrirtæki hérlendis og erlendis. Góð laun og vinnuaðstaða í boði og veitt aðstoð við útveg- un húsnæðis. Skriflegar umsóknir, sem tilgreina menntun, starfsreynslu, aldur og aðrar upplýsingar, sendist til undirritaðs, merktar: „Framkvæmda- stjóri iðnfýrirtækis" fyrir 7. nóvem ber. Með allar umsóknir verður farið sem trúnað- armál. Nánari upplýsingar veitir Óskar Einarsson. ] rekstrartækni hf. Tækniþekking og tölvuþjónusta. Sidumúla 37, 108 Reykjavik, simi 685311 Byggingameistarar -verkstjórn Byggingadeild Hagvirkis hf. óskar að ráða reynda verkstjóra til umsjónar og stjórnunar- starfa á byggingarstöðum. Einnig er leitað eftir verkstjórum verkamanna. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi störf í hópi reyndra starfsfélaga. Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu Hagvirkis hf. Höfðabakka 9 (ekki í síma). Skriflegar umsóknir á þar til gerð eyðublöð verður farið með sem trúnaðarmál. s g HAGVIRKI HF VEBKTAKAR VERKHÖNNUN Atvinna óskast Samviskusöm 40 ára kona óskar eftir vel launaðri dagvinu. Margt kemur til greina. Upplýsingar í síma 91-75673 sunnudag og fh. mánudag. Deildarstjóri Rótgróið fyrirtæki í borginni m.a. á sviði bóka og ritfanga vill ráða deildarstjóra til starfa sem fyrst eða samkvæmt nánara sam- komulagi. Starfið tengist íslenskum og er- lendum bókum ásamt skyldum verkefnum. Leitað er að kröftugum og þjónustuliprum aðila sem hefur haldgóða þekkingu á verslunar- rekstri ásamt fræðilegri þekkingu á þeim vöru tegundum er heyra undir hans svið. Góð laun í boði fyrir réttan aðila. Um er að ræða mjög sjálfstætt og krefjandi framtíðarstarf. Við hvetjum alla þá er áhuga hafa að ræða málin í trúnaði á skrifstofu okkar þvi það eru nokkur veigamikil atriði sem við viljum ræða en er erfitt að orða í svona auglýsingu. QiðntTónsson RÁÐCJÖF & RÁÐN I NCARÞJÓN U STA TÚNGÖTU 5, 101 REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 SÍMI 621322 Bókari (600) Við leitum að bókara til starfa hjá einu þekkt- asta framleiðslufyriræki landsins. Hjá fyrir- tækinu ríkir bjartsýni og vinnugleði og starfs- andi er góður. Starfssvið bókara er m.a. að annast merk- ingu færslu fjárhagsbókahalds fyrirtækisins, annast afstemmingar, aðstoða fjármála- stjóra við gerð rekstrar- og greiðsluáætlana o.fl. Við leitum að bókara með góða þekkingu og reynslu af bókhaldsstörfum sem getur starfað sjálfstætt og skipulega og er tilbúinn að axla ábyrgð í starfi. Byrjunartími sam- komulag. Nánari upplýsingar veita Katrín S. Óladóttir og Siggerður Þorvaldsdóttir. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs á eyðublöð- um sem liggja frammi á skrifstofu okkar merktar „Bókari - 600" Hagvangurhf Grensásvegi 13 Reykjavík Sími 83Ó66 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Skrifstofustarf Ungt og vaxandi fyrirtæki í rafeindaiðnaði óskar eftir starfskrafti í u.þ.b. 70% starf. Starfssvið: Inn- og útflutningsskjöl ásamt almennum bókhalds- og skrifstofustörfum. Starfsreynsla eða menntun æskileg. Bíll til umráða er nauðsynlegur. Umsóknir skilist á auglýsingadeild Mbl. fyrir föstudaginn 28. október merktar: „Skrifstofa - 7526". Geðdeild Landspítala Hjúkrunarfræðingur Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa á göngudeild áfengissjúklinga. Um er að ræða fullt og/eða hlutastarf. Vinnutími er aðallega dagvaktir, kvöldvaktir eru á 2ja til 3ja vikna fresti og unnið 4. til 5. hverja helgi. Nánari upplýsingar veitir Þórunn S. Páls- dóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 38160. Starfsmenn Starfsmenn óskast nú þegar til starfa við ræstingar. Starfstími og starfshlutfall sam- komulagsatriði. Nánari upplýsingar veitir ræstingastjóri, Stefanía Önundardóttir, í síma 601535. RIKISSPITAIAR GEÐDEILD LANDSPÍTALANS Skattstofa Reykjanesumdæmis Á Skattstofu Reykjanesumdæmis eru lausar til umsóknar stöður við: Staðgreiðslu Starfið felst m.a. í útgáfu aukaskattkorta, leiðbeiningum til launamanna og launagreið- enda og afgreiðslu á erindum. Skatteftirlit Starfið felst aðalega í athugun á bókhaldi og eftirliti með söluskattskilum og öðrum skattskiium. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf óskast sendar skattstjóra Reykjanesumdæmis, Suðurgötu 14, Hafnar- firði, fyrir 8. nóvember nk. Nánari upplýsing- ar eru veittar í síma 51788. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi. Framleiðslustjóri Fyrirtækið er rótgróið framleiðslufyrirtæki í Reykjavík. Starfssvið er umsjón og eftirlit með fram- leiðslu innréttinga, skipulagning og áætlana- gerð vegna verkefna og efniskaupa, starfs- mannahald auk annars þess er til fellur innan starfssviðs framleiðslustjóra. Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu byggingatæknifræðingar eða með aðra þá menntun sem starfinu hæfir. Skilyrði er hald- góð þekking og reynsla af sambærilegu. Ahersla er lögð á útsjónarsemi, stjórnunar- hæfileika og sjálfstæði í vinnubrögðum. Umsóknarfrestur er til og með 1. nóvember nk. Ráðning verður eftir nánara samkomulagi. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9.00-15.00. Miieysmga- og radningaþionusta Lidsauki hf. Skólavorduslig la - 101 Reyk/avik -- Simi 62135!> - ............. ■ -i-t... wBxæmmma\nmmv rmmmmmmmmmmammm'mmmmmnmwv
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.