Morgunblaðið - 23.10.1988, Side 48

Morgunblaðið - 23.10.1988, Side 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1988 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Unglingafulltrúi Laus er til umsóknar staða unglingafulltrúa við félagsmálastofnun Kópavogs. Unglingafulltrúi hefur faglega umsjón með starfi útideildar og félagsmiðstöðvum ungl- inga, sinnir afbrotamálum unglinga og ann- ast ráðgjöf til unglinga og fjölskyldna þeirra. Háskólamenntun í félags-, sálar- eða upp- eldisfræði er áskilin. Umsóknarfrestur er til 26. október. Umsóknareyðublöð liggja frammi á félags- málastofnun Kópavogs, Digranesvegi 12. Nánari upplýsingar veitir unglingafulltrúi og undirritaður í síma 45700. Félagsmálastjóri. Bifreiðaskoðun íslands hf. Auglýsir eftir eftirtöldum starfsmönnum sem þurfa að geta hafið störf sem fyrst. 1. Fjármálastjóra. 2. Kerfisfræðingi. 3. Verkstjóra með bifvélavirkjamenntun. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist til stjórnarformanns fyrirtækisins, Björns Friðfinnssonar, iðnaðarráðuneytinu, fyrir 31. okt. nk. Nánari upplýsingar um störfin gefur Karl Ragnars frkvstj. á kvöldin í heimasíma 656433. 21. október 1988. SIGLINGAMÁLASTOFNUN RÍKISINS HRINGBRAUT 121, 107 REYKJAVfK, SÍMI 25844 Laus staða Staða skipaskoðunarmanns hjá Siglinga- málastofnun ríkisins í Reykjavík er laus til umsóknar. Allar nánari upplýsingar um starfið veitir Páll Guðmundsson hjá Siglingamálastofnun, sími 25844. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Siglingamála- stofnun ríkisins, Hringbraut 121, pósthólf 7200, fyrir 28. október 1988. Siglingamálastofnun ríkisins. Kópavogshæli Þroskaþjálfar Deildarþroskaþjálfari óskast á Kópavogs- hæli. Starfshlutfall og vinnutími samkomulag. Þroskaþjálfar óskast til starfa á deildir og vinnustofur Kópavogshælis. Starfshlutfall og vinnutími samkomulag. Hjúkrunarfræðingur Hjúkrunarfræðingur og þroskaþjálfi óskast á 70% næturvaktir. Um er að ræða yfirum- sjón staðarins. Starfsmenn Starfsmenn óskast í fullt starf í vaktavinnu á Kópavogshæli. Um er að ræða umönnun heimilismanna og heimilisstörf á deildum. Upplýsingar um ofangreind störf veita yfir- þroskaþjálfi eða hjúkrunarforstjóri í síma 41500. RÍKISSPÍTAIAR KÓPAVOGSHÆLI ♦ Ritari Listahátíð Reykjavíkur óskar að ráða ritara til starfa við undirbúning kvikmyndahátíðar 1989 og Listahátíðar 1990. Aðeins starfskraftur með áhuga á viðfangs- efninu, góða menntun og færni í ritvinnslu og öðrum skrifstofustörfum kemurtil greina. Umsóknir ásamt mynd og greinargóðum upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist auglýsingadeild Morgunblaðsins fyrir 30. okt. merktar: „Listahátíð - 3187“. 5EM STEIMST SteypuverksmiÓja SUÐURHRAUNI 2. 210 GARÐABÆ. Ö 651445 — 651444 Ertu duglegur? Vegna aukinna verkefna óskum við eftir að ráða duglega menn í eftirtaldar stöður í hús- einingaverksmiðju okkar, Garðabæ. 1. Á lager. 2. Við framleiðslu. Við bjóðum meðal annars: 1. Mötuneyti á staðnum. 2. Virkt starfsmannafélag. 3. Góðan starfsanda. Allar nánari upplýsingar gefur Jónas Th. Lilli- endahl í síma 651444 á milli kl. 12.00-15.00 mánudag. 24. október. IÐNSKÓLINN I REYKJAVIK íþróttakennari óskast til forfallakennslu í október og nóvember. Nánari upplýsingar í skrifstofu skólans sími 26240. Iðnskólinn í Reykjavík. Tollverðir Hjá tollgæslunni í Reykjavík eru lausar til umsóknar nokkrar stöður tollvarða. Umsækjendur skulu vera á aldrinum 20 til 30 ára og hafa lokið fjölbrautaskóla, mennta- skóla eða sérskóla er veiti sambærilega menntun. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknum skal skila á eyðublöðum sem fást hjá embættinu fyrir 1. nóvember nk. Allar frekari upplýsingar veitir starfsmanna- stjóri í síma 91-600447. Tollstjórinn í Reykjavík. Bifvélavirkjar Óskum að ráða sem fyrst bifvélavirkja á verk- stæði okkar við Skógarhlíð til viðgerðar á Scania-bifreiðum. Góð vinnuaðstaða. Upplýsingar veittar á verkstæðinu eða í síma 20720. InM h.f. Skógarhlíð 10. Hárgreiðslusveinn Óska eftir að ráða hárgreiðslusvein til starfa á stofuna. Upplýsingar í síma 24552 - 27667. Adam og Eva, Skóla vörðustíg 41. Landspítali Sjúkraþjálfari Sjúkraþjálfari óskast í fullt starf á Barnaein- ingu. Ráðningartími er frá 1. janúar 1989, til eins árs. Nánari upplýsingar gefur Unnur Guttorms- dóttir yfirsjúkraþjálfari í síma 601425. RÍKISSPÍTALAR LANDSPÍTALINN íslenska jámbtendifélagið hf. Icelandic Alloys Ltd. Grundartangi - Skilmennahreppur 301 Akranes lceland Efnafræðingur Staða efnafræðings á rannsóknastofu ís- lenska járnblendifélagsins er laus til umsókn- ar. Um er að ræða framleiðslu- og gæðaeftir- lit auk sérverkefna undir stjórn forstöðu- manns rannsókna. Nánari upplýsingar veitir dr. Jón Hálfdánar- son í síma 93-13344. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember nk. Umsókn fylgi greinagerð um nám og störf. íslenska járnblendifélagið hf. 301 Akranes. Skrifstofustörf Hjá Tollstjóraskrifstofunni í Reykjavík eru laus til umsóknar nokkur skrifstofustörf, m.a. við móttöku tollskjala, endurskoðun toll- skjala. o.fl. Æskil. menntun er stúdentspróf, eða sambærileg menntun. Umsóknum skal skila á Tollstjóraskrifstof- una, Tryggvagötu 19 fyrir 1 nóv. næstkom- andi. Nánari upplýsingar gefur starfsmannastjóri í síma 666447. Tollstjórinn í Reykjavík. Fjármálaumsýsla Bæjarsjóður Hafnarfjarðar óskar eftir að ráða yfirmann kostnaðareftirlits. í starfinu er m.a. fólgin yfirumsjón með bókhaldi bæjarsjóðs og stofnana hans. Gerð er krafa um háskóla- menntun á viðskiptasviði og/eða aðra stað- góða menntun og reynslu. Frekari upplýsingar veita bæjarritari og fjár- málastjóri. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf umsækjenda skulu berast á bæjarskrifstofurnar í Hafnarfirði eigi síðar en 28. október nk. Bæjarstjórinn íHafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.