Morgunblaðið - 23.10.1988, Side 59

Morgunblaðið - 23.10.1988, Side 59
59 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1988 Morgunblaðið/Keli Friðrik Weisshappel garðinn. Ég skoðaði einnig staðinn þar sem Jesús er talinn hafa verið krossfestur og staðinn þar sem hann er talinn hafa fæðst. Yfir þess- um áætlaða fæðingarstað hans eru tvær kirkjur ólíkra trúarbragða sambyggðar. Munkar og prestar þessara beggja trúa rífast bókstaf- lega um að fá að þrífa þennan helga stað. Ég var svo heppinn að dvelj- ast hjá leiðsögumanni þann tíma sem ég dvaldist í Jerúsalem og sýndi hann mér það markverðasta. M.a. Jeríkóborg sem er elsta borg í heimi og Dauðahafið sem er lægsti staður undir sjávarmáli á jörðinni. Hvert fórstu svo frá Jerúsal- em? Þá fór ég á samyrkjubú rétt fyr- ir utan Jerúsalem. Hvað er samyrkjubú? Samyrkjubú eru lítil þorp mis- munandi að stærð. Á búinu sem ég var á var rekin sælgætisverksmiðja, hótel og þar voru bómullarakrar. Samyrkjubúin lúta stjóm hinna ýmsu nefnda. Fólk fær vinnuföt, mat, húsnæði og allar helstu nauð- sjmjar en vinnur á móti átta tíma vinnudag alla daga nema laugar- daga. Eini frídagurinn í ísrael er frá sólsetri á föstudegi til sólseturs á laugardagskvöldi. Strangtrúaðir gyðingar mega ekkert aðhafast á þessum eina frídegi nema eitthvað lífsnauðsynlegt komi upp. Sjálf- boðaliðar eins og við vorum kölluð á samyrlq'ubúinu ganga inní ýmis störf. Við unnum kannski í eld- húsinu í þijá daga, í þvottahúsinu, í ijósinu eða á hótelinu. Það búa alltaf tveir saman á herbergi og tvisvar í viku fengum við hrein lök og ef við reyktum fengum við þrjá pakka af sígarettum á viku. * Voru þetta ekki mikil við- brigði? Jú miðað við öll þægindin hér heima, t.d. því að geta horft á videó hvenær sem maður vildi. Þessi vistaskipti voru alveg stórkostleg breyting. Vakna til þess að fá að borða á réttum tíma á morgnana. Muna að fá sér vel að borða á kvöld- in því ekki gat maður gengið í ísskápinn eins og hér heima. Ég kynntist mörgu þama. Lærði til dæmis að búa til súkkulaði. í hvert skipti sem ég fæ mér fyllt súkkul- aði minnist ég sælgætisverksmiðj- unnar sem ég vann f á tímabili. Ég er snillingur í því að búa um rúm. Ég vann á hótelinu í einn mánuð mest við það að skipta og búa um rúm. Hvað dvaldistu lengi á sam- yrkjubúinu? Ég var þar í rúma þijá mánuði. Þaðan lá leiðin til Tel Aviv og í gegnum vinkonu herbergisfélaga míns á samyrkjubúinu komst ég í kynni við ljósmyndara sem spurði mig hvort hann mætti taka af mér myndir. Það varð úr að hann tók af mér myndir sem birtust í víð- lesnu tímariti þar í landi. Síðan leið og beið en út frá þessari myndatöku fékk ég önnur tækifæri sama eðlis þar sem ég var að auglýsa innlend- an tískufatnað. Það hjálpaði mér að vera ljóshærður með hár niðrá herðar meðan allir aðrir f kringum mig voru dökkhærðir. Ég vann út frá þessu við ýmis fyrirsætustörf. T.d. í tískusýningum og myndatök- um fyrir ýmiss konar kjmningu á fatnaði. Þetta gerði mér kleift að leigja herbergi í Tel Aviv og tekj- umar dugðu til að borga húsaleigu og fyrir mat og öðrum nauðsjmjum. Á þessu tímabili kynntist ég stúlku og hennar vinahóp. Ég umgekkst hana og hennar vini það sem eftir var af dvöl minni. Þau kepptust m.a. við að kenna mér hebresku. Náðirðu tökum á hebresku? Verandi þama í heilt ár leiddi til þess að málið síaðist smám saman inní mig. Mér tókst að gera mig skiljanlegan. Ég get skilið hana og tjáð mig ef ég vanda mig. Þetta gleymist fljótt því hér heima em ekki tækifæri til að viðhalda mál- inu. Þessi fyrirsætubransi bauð uppá ansi fjömgt líf. Ég tek undir það sem oft er sagt að þetta er harður bransi. Stanslaust smjaður og alltaf verið að leika einhvern annan en maður er fyrir framan einhvem sem getur hjálpað manni eitthvað. Þegar þetta er komið á það sig að maður þurfti að vera í partíum útum allan bæ og smjaðra fyrir fólki sem mann langaði ekkert til að þekkja þá fór ég að hugsa mig um. Ég vaknaði einn'morgun- inn og ákvað að snúa blaðinu við. Hætta þessu innantóma lífí. Fór til hárskera og lét broddaklippa mig. Hætti að reykja og stunda næturlíf- ið. Borðaði eingöngu hollan mat og sökkti mér í lestur bóka. Kynnti mér sögu gyðinga og las m.a. um helförina og neitaði að trúa því að jafn hrikaleg útrýming á lífí hefði getað átt sér stað. Éinn daginn varð mér ljóst að þetta hafði átt sér stað. Ég var staddur í strætis- vagni og við hliðina á mér stóð eldri kona. Strætisvagninn nam staðar á einni stoppistöðinni og þegar hann fór af stað aftur rykktist hann við og við það missir konan jafnvægi og grípur í stöng. Þá dróst skyrtan sem hún var í upp handlegginn. Ég leit á hana og beint fyrir fram- an augun á mér sá ég greipt í hand- legginn á henni fangamerki úr út- rýmingarbúðum nasista. Á þennan áhrífamikla átt gerði ég mér grein fyrir því að þetta hafði raunveru- lega átt sér stað. Þú hættir þá alveg í fyrirsætu- starfinu? Já nema það að ég tók að mér tvö verkefíii það sem eftir var af dvölinni. Ég starfaði sem þjónn fyr- ir fyrirtæki sem sá um veitingar í samkvæmum. Einnig starfaði ég sem sölumaður hjá auglýsingafyrir- tæki. Tíminn leið og áður en ég vissi var ævintýrið á enda og ég sneri heim eftir árs dvöl í ísrael. Hvernig var að koma heim? Algjört menningarsjokk. Mér fannst allt gjörbrejitt. Komnar tvær nýjar útvarpsstöðvar og ný sjón- varpsstöð. Systir mín búin að eign- ast bam, kaupa hús og stofna fyrir- tæki. Fjölskylda mín búin að flytja. Ég byijaði á því að loka mig inni í viku. Lesa blöðin og læra á afrugl- arann. En þetta kom allt saman. Ég kom heim frekar klæðalítill og það var ansi kostnaðarsamt og tók tíma að koma sér upp sæmilegum fataskáp aftur. Ég sá hlutina í nýju ljósi. Ég þroskaðist þama úti og sá lífið frá fleiri sjónarhomum en áð- ur. M.a. lærði ég að það ert þú sjálf- ur sem skiptir máli. Persónuleikinn og lærði að meta fólk fyrir það hvað það er. Hvernig líður þér í dag? Ég rejmi að vera bjartsýnn jákvæður. Það sem mér fínnst le^B* inlegast í dag er það hvað efnis- hyggjan er að ná sterkum tökum á fólki. Of mikið lífsgæðakapphlaup. Ertu með einhver sérstök áhugamál? Já ég fer oft í leikhús. Ég hlusta mikið á allar tegundir tónlistar. Einnig syndi ég töluvert og les bækur. Ertu með einhver áform um framtíðina? Ég er nýbúinn að sækja um skóki í USA þar sem ég myndi laSHP* sjúkranudd. Ég bíð spenntur eftir svari. Ef ég fæ jákvætt svar mundi ég fara á næsta ári út og vera eitt og hálft ár í skólanum. Annars lít ég björtum augum til framtíðarinn- ar. Er sáttur við sjálfan mig og líður vel. AGB Við erum nú engir galdramenn í því, enda óskaplega fátæk. En reksturinn er svo ódýr áð það er algjörlega óhugsandi en þetta rúlli nokkum tíma jrfír. Þær fjármögn- unarleiðir sem við höfum eru þijár. Fyrir það fyrsta seljum við klukku- tímann á tvö þúsund krónur, sem er mjög ódýrt. Unglingamir og venjulegir einstaklingar utan úr bæ, borga ekki neitt, ég hef engan áhuga á að reyta peninga af því fólki. Aftur á móti vorkenni ég fé- lagasamtökum ekkert að borga fyr- ir sinn tíma. Það er líka þeim í hag, eftir því sem stöðin styrkist betur með bæði góðu efni og ein- hveijum peningum, þá bæta þau útvarpið sitt og þá er náttúrulega hlustað meira á þau. í öðru lagi erum við með ein- hvem vísi að auglýsingadeild og hún gengur alveg þokkalega. Það er mjög gaman af því að mörgum auglýsendum er nákvæmlega sama hversu margir hlusta á stöðina, þeir vilja bara borga. Ég hitti iðu- lega fólk sem kemur til okkar og spjrr hvort það geti ekki hjálpað okkur um einhverja peninga. Þá verður maður nú yfírleitt bara orð- laus. Þriðja fjármögnunarleiðin er stuðningsáskrift, þá borgar fólk bara eins mikið og það kærir sig um á mánuði. Þrátt fyrir að peningaleg umsvif séu ekki neitt ægilega mikil, þá ríkir góður andi í kringum alla fjáröflun til stöðvarinnar og menn eru yfír- leitt fúsir tii að leggja okkur lið. Hveraig er að vera útvarps- sijóri og hvað felst í því starfi? Minn verkahringur er að sjá um að allt gangi nokkum veginn hnökralaust fyrir sig. Að allir fái sinn stað í dagskránni og séu ánægðir með hann og að leiðbeina öllum þeim sem koma þama nýir 19 Þarna fá menn að opinbera sína skoðun á hlutunum, sama hvar þeir standa. Það sem gerirþetta langsamlega mest spennandi að mínu matí, er að málfrelsi fólks er ekki á nokkurn háttheft öðruvísi en að það má náttúrulega ekkiauglýsa brennivín eða vera með klám JÓN HELGI ÞÓRARINSSON 99 Ég var einn afþeim semgáfu sigfram og ég dreifmig með í túrinn. Tókmeðmér GarGeld bangsa sem ég hefalltafmeð sem nokkurs konar lukkuhlut. FRIÐRIK WEISSHAPPEL 99 inn um hvemig þeir eigi að gera hlutina. Félagasamtök, sem hafa áhuga á aðild, fá mig stundum S heimsókn til að útskýra um hvað Rótin snýst. Ég þarf að hafa stöðugan hausverk út af fjáröflun, tala við stjóm Rótar hf. svona einu sinni í viku til að leggja fyrir ýmis mál, ég fer og hitti allskonar fólk og mæti í viðtal hjá Mogganum. Þetta em milljón hlutir sem gera þarf og ef ég má gefa þér heilræði þá skaltu aldrei gerast útvarpsstjóri, þetta er of umfangsmikið og tryllt starf til að nokkur endist í því. Engu að síður kann ég vel við það. Þú hefúr verið að smíða dag- skrá sjálfúr og m.a. lesið upp íslendingasögurnar. Eiga þær sérstakt erindi til útvarpshlust- enda? Mér fínnst nú bara þjóðþrifamál að fólk heyri þær og held að tals- verður fjöldi hlusti á þessa lestra og fylgist með þeim. Og tilfellið er, að ef maður heyrir sögu lesna ein- hvers staðar, dettur inn í einn lest- ur og finnst hann spennandi, þá eru allar líkur á að maður taki sig til og lesi söguna. Ég vona að þetta kveiki áhuga einhverra á fslend- ingasögunum. Þetta eru albestu bókmenntir sem þú lest og kveð- skanurínn stórkostlegur. Er eitthvað sérstakt i deigl- unni í dagskrárgerð? Það er svona sitt af hveiju. Til dæmis tókum við upp sakamálaleik- rit um daginn, sem heitir „Morðið í Plymouth-hraðlestinni". Ég skrif- aði það upp úr smásögu eftir Ag- öthu Cristie, hóaði svo í leikfélagið mitt og við tókum þetta upp á tveimur nóttum. Þrítugasta október nk. verða fímmtíu ár frá því að hinu sögu- fræga leikriti „Innrásin frá Mars“ var útvarpað á CBS í Ameríkunni. Ég er með upprunalegu útgáfuna á segulbandi og ætla að útvarpa því þennan dag. Sennilega er ég þó að bijóta einhver lög því það má víst ekki útvarpa svona beint á ensku. Ég held þó að þetta hljóti að sleppa fyrir hom, því að leikritið hefur talsvert sögulegt gildi og er mjög athyglisvert. Þú talar um leikfélagið þitt, ertu sem sagt leikari? Ég er með ólæknandi dellu og það má segja að leiklistin sé mitt ópíum. í starfí þar sem maður þeyt- ist um eins og hvirfilvindur allan daginn og veit oft ekki í hvom fót- inn á að stíga, verður maður að hafa eitthvað svona í bakhendinni til að firra sig frekari útvarps- áhyggjum. Leiklistin virðist vera ' rétta leiðin fyrir mig til að varpa af mér stressinu um stund. Ég er búinn að vera í áhugaleik- félögum í sjö ár. Á Akureyri var ég í litlum leikhóp og á sumrin viðloð- andi útileikhús, var m.a. með í upp- setningu fyrsta kamivalsins sem haldið var á Akureyri. í fyrravetur tók ég þátt í hugleik sem var sýnd- ur á Galdraloftinu, fór svo á leiklist- amámskeið út til Danmerkur í sum- ar og var þar hjá einum albesta leikara Finna, Asko Sarkola. Nú er ég aðili að leikhúsi sem var stofnað af nokkmm þátttakend- um á námskeiðinu. Við köllum það Veðurleikhúsið og höfum aðstöðu í Hlaðvarpanum. Segðu mér svolitið meira um sjálfan þig, hvernig náungi ertu? Ég veit það ekki... Það tekur mig ömgglega mörg ár að komast að því. Þó má segja að ég sé tiltölu- lega mikill prófessor og dálítið utan við mig á stundum. Ég er mjög rólegur, komst að því ungur að ef maður getur ekki tekið öllum hlut- um rólega og með æðmleysi, þá tekst manni aldrei að ljúka neinu af. Ég hef mikla ást á leiklistinni, les mikið af bókum, ekki síst ljóða- bókum, og hlusta á heilmikið af tónlist. Svo hef ég nú lúmskt gam- an af að elda mat. Mér finnst skemmtilegt að hlusta á flesta tón- list og þá sérstaklega að fara á tónleika með alls kyns framsæknum tónlistarmönnum í bflskúrsrokklíf- inu, ég stunda það grimmt. 22. október ætla ég að vera með Rótar- rokk svokallað og þangað fæ ég vonandi flestar þær bflskúrshljóm- sveitir sem ég hef frétt af. Það verður byijað klukkan níu um kvöldið og haldið áfram fram á nótt, eins lengi og menn endast. Þetta verður sent út í beinni útsend- ingu frá Risinu. Skrifar þú eitthvað sjálfúr? Ég hef skrifað ljóð síðan ég var svona tvítugur og er mjög spenntur _ fyrir því að skrifa leikrit. Ég er líka búinn að lesa tugi ef ekki hundruð af leikritahandritum og skrifaði þetta sakamálaleikrit sem ég gat um áður. Mér finnst þetta form mjög heillandi. Hefúrðu lagt einhver drög að komandi árum? Ég ætla að reyna að komast í einhvem leiklistarskóla næsta vetur og ef það tekst þá hætti ég sem útvarpsstjóri og einbeiti mér að leik- listinni. Eg er svona að grafast fyr- ir um skóla þessa dagana og þá sérstaklega i Danmörku, Kalifomi^^ og f Austur-Þýskalandi. Býstu við að verða eitthvað viðloðandi útvarp í framtiðinni? Ábyggilega, ég verð örugglega tilkippilegur ef einhver góð hug- mjmd kemur upp. Ef maður hefur áhuga á einhveijum viðfangsefnum og nægan tíma til að geta vandað sig við þau, þá er hægt að gera ~ ótrúlegustu hluti. S.Á.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.