Morgunblaðið - 25.10.1988, Síða 1
72 SIÐUR B
244. tbl. 76. árg. ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins
wfZMnoALii ,
fagjm'
IISTUVA WJí UIH*.
Filippseyjar:
Feiju með 431 manni
innanborðs saknað
Manila. Reuter.
Talstöðvarsamband rofiiaði við feiju, með 431 farþega innanborðs,
sem sendi neyðarkall í gær þegar fellibylurinn Ruby geisaði yfir
Filippseyjar á 185 kflómetra hraða á klukkustund, að sögn embættis-
manna. Þeir sögðu ennfremur qð tugir manna hefðu farist og 18.000
manns misstu heimili sin vegna fellibylsins. Að minnsta kosti 61 manns
var saknað.
Embættismenn sögðu að björgun-
arbátar hefðu verið sendir til að leita
að feijunni Dona Marilyn, sem er
3.000 tonn að stærð, eftir að skip-
stjóri hennar hefði tilkynnt í talstöð
að ferjan hefði lent í miklum sjó og
væri á leið í land. Feijan fór frá
Manila, höfuðborg Filippseyja, á
sunnudag og var ferðinni heitið til
eyjarinnarLeyte. Talsmaður eigenda
feijunnar sagði að talstöðvarsam-
band við feijuna hefði rofnað fyrir
klukkan sex í gærmorgun. Siglinga-
yfírvöld sögðu að feijan væri ef til
vill í vari við einhveija eyjuna.
Talið var ( gær að 54 hefðu farist
á Filippseyjum af völdum fellibyls-
ins. Talsmenn hersins sögðu að 35
farþegar langferðabifreiðar hefðu
týnt lífí þegar hún feyktist af trébrú
í Antique-héraði. Nítján manns
drukknuðu í þremur öðrum héruðum
Mindanao-eyjar áður en fellibylurinn
barst til Luzon-eyju, sem er fjöl-
mennasta eyjan, í gærkvöldi.
Atlantshafsbandalagið:
Tilraunir með nýja
tækni við kafbátaleit
Lundúnum. Daily Telegraph.
Leynilegar tílraunir fiira nú
fram á vegum Atlantshafebanda-
lagsins í skosku stöðuvatni og i
kjölfar þeirra gæti bandalagið
tekið njósnahnetti i notkun til að
leita að kafbátum i úthöfimum.
Bandariska vamarmálaráðuneyt-
ið fjármagnar tilraunirnar og tals-
menn Atlantshafebandalagsins
telja að þær getí tryggt yfirburði
NATO i hemaði gegn kafbátum.
Mikilvægt væri fyrir NATO að
geta fundið sovéska kafbáta með
skotflaugar strax og til átaka kæmi,
áður en þeir kæmust út á Atlants-
haf, og geta grandað þeim áður en
gerð væri árás á Vesturlönd. Leitar-
tilraunir fara nú fram í stöðuvatninu
Loch Linnhe, á vesturströnd Skot-
lands. Þar eru aðstæður ákjósanlegar
vegna dýptar vatnsins og nálægðar
við Faslane-kafbátastöð breska hers-
ins og bandarísku kjamorkukaf-
bátastöðina við Holy Loch. Tæknin
sem verið er að reyna gæti í framtið-
inni leyst hljóðsjána (sónarinn) af
hólmi.
Tilraunimar, sem hafa farið fram
í átján mánuði, munu leiða f ljós
hvort æskilegt sé að beita gervihnött-
um til að fylgjast með breytingum á
yfirborði sjávar og segja nákvæm-
lega til um á hvaða leið og á hvaða
dýpi kafbáturinn er og ákvarða
þyngd og gerð hans. Til þessa hefur
hljóðnemum, sem komið hefur verið
fyrir á botni Atlantshafsins, verið
beitt til að fylgjast með ferðum sov-
éskra kafbáta, svo sem um svæðið
milli íslands, Grænlands og Bret-
lands. Sovéskir kafbátar fara um
þetta svæði til vesturhluta Atlants-
hafsins. Þessir hljóðnemar eru fastir
við botninn og geta ekki fylgst með
jafn stóru svæði og gervihnettir.
Reuter
Á myndinni sjást Míkhaíl Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, og Helmut Kohl, kannslari Vestur-Þýska-
lands, koma til kvöldverðar í Kreml í gær. Fyrir firaman leiðtogana eru konur þeirra, Raisa Gorbatsjova
(til vinstri) og Hannelore Kohl. Fjögurra daga heimsókn Kohls í Moskvu hófet í gær.
Gorbatsjov og Kohl ræðast við í Moskvu:
Isinn hefur verið brot-
inn segir Sovétleiðtoginn
Deilt um sameiningu þýsku ríkjanna
Moskvu. Reuter.
MÍKHAÍL Gorbatsjov Sovétleið-
togi sagði að ísinn hefði verið
brotinn í viðræðum hans og
Helmuts Kohls, kanslara Vestur-
Reuter
„Litháar vilja
vera fijálsir“
Á sunnudag, á öðrum degi stofn-
fundar Þjóðfylkingarinnar í Lithá-
en, safnaðist margt fólk saman
fyrir utan ráðstefnuhúsið með
kröfuspjöld. Voru kröfumar af
ýmsum toga og meðal annars
þessar: „Losum okkur við her-
námsliðið"; „Litháar vilja vera
fijálsir"; „Armenar, Litháar
styðja ykkur"; „Við styðjum Lýð-
rseðislega einingarflokkinn" og
„Við styðjum aðskilnað Rússlands
og Sovétríkjanna" (!).
Sjá „Fallið firá kröfimni .
á bls. 29.
Þýskalands, sem hófiist í gær,
að sögn talsmanns kanslarans,
Friedhelms Osts. Að loknum
rúmlega tveggja tima fundi I gær
lýstu leiðtogarnir þvi yfir að þeir
myndu leitast við að koma á
meiri tengslum milli rflqanna og
nánara persónulegu sambandi
sín á milli, sagði talsmaðurinn
ennfiremur. Kohl hvatti einnig til
þess að þýsku ríkin yrðu samein-
uð að nýju en Gorbatsjov sagði
að Sovétmenn myndu ekki breyta
stefiiu sinni hvað varðar Berlfn
og Austur-Þýskaland. Viðræð-
umar standa í fjóra daga.
„Gorbatsjov sagði: „ísinn hefur
verið brotinn"," sagði Ost og bætti
við að leiðtogamir hefðu verið sam-
mála um að tengslum ríkjanna yrði
þannig háttað að þau útilokuðu
ekki önnur ríki til að skapa ekki
óánægju meðal bandamanna þeirra
í vamarbandalögunum, NATO og
Varsjárbandalaginu.
Kohl minntist meðal annars á
sameiningu þýsku ríkjanna, sem
vestur-þýsk stjómvöld stefna að en
Kremlveijar em algerlega mótfalln-
ir. „Við virðum landamærin eins og
þau em en þó viljum við að allir
Þjóðveijar — eins og allir Evrópubú-
ar — geti ákveðið eigin örlög og
lifað saman við frelsi," sagði Kohl
í veislu sem sovésk stjómvöld héldu.
„Þjóðveijar verða að geta unnið bug
á skiptingu landsins með friðsam-
legum hætti," sagði Kohl ennfrem-
ur. Gorbatsjov lagði hins vegar
áherslu á að stöðu Berlínar og
Austur-Þýskalands mætti ekki
breyta.
Samskipti Sovétmanna og Vest-
ur-Þjóðveija versnuðu stórlega þeg-
ar eldflaugum af gerðinni Pershing
2 var komið fyrir í Vestur-Þýska-
landi árið 1983 og síðar þegar Kohl
líkti Gorbatsjov við áróðursmeistara
nasista, Josef Göbbels. Verið er að
(jarlægja eldflaugamar eins og
kveðið er á um ( samningi stórveld-
anna og Gorbatsjov virðist hafa
ákveðið að leiða ummæli Kohls hjá
sér til að reyna að auka viðskipta-
tengsl ríkjanna.