Morgunblaðið - 25.10.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.10.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1988 23 þeirra sem vilja Ástralíu „hvíta". Þó eru hinir í meirihluta sem sjá þessi málefni í víðara samhengi og tala um tvískinnunginn í afstöðu yfír- valda sem hafa flutt inn þúsundir manna víða að úr heiminum sem hafa ýmsa menntun og mikla starfs- reynslu. En þegar til kemur viður- kennir þjóðin ekki nám þeirra og reynslu og setur þetta fólk til hliðar, stundum mest vegna þess að það talar ekki ensku eins og innfæddir. Þetta gefur í skyn að aðeins þýði fyrir fólk frá Bretlandi og Banda- ríkjunum að koma og eiga von á að geta gengið að vinnu án þess að þurfa fyrst að setjast á skólabekk eða taka próf í sínu fagi. Fólk frá löndum eins og Asíulöndum gæti í mörgum tilvikum skilað mjög góðu starfi þar sem meira reynir á þá fleti sem fólk raunverulega kann þó það tali enskuna ekki vel. Enda er erfitt fyrir það fólk að læra hana eins og liggur í augum uppi. Og þetta fólk er tilbúið^ að vinna störf sem hinn almenni Ástrali lítur ekki við. Nýjar tekjulindir Nýlega var í sjónvarpinu frétt um það að áströlsk yfirvöld ætluðu að leggja skatt á alla þá sem hefðu yfir fleiri en tveim salemum að ráða. Þar undir hefðu auðvitað öll hótel flokk- ast og þeir staðir sem bjóða upp á slíka þjónustu en það er ekki allstað- ar. Oft er erfitt að komast á salemi í miðbænum og ekki næstum allir veitingastaðir gefa gestum sínum kost á að létta af sér í sínum húsa- kynnum. Þeir benda bara á næsta almenningssalemi sem getur verið lengra í burtu en stundum er heppi- legt. Ég hef oft hugsað hvað íslend- ingar hljóta að vera örlátir í þessum efnum því ég veit ekki um neitt kaffi- hús sem ekki hafði salemi fyrir sína viðskiptavini. Kannski að þeir áströlsku hafi fundið þetta á sér með skattinn? Búið að leyfa alkóhól á íslandi Það koma ekki margar fréttir um ísland í ljölmiðlum hér. En fréttin um að búið væri að leyfa bjór á ís- landi þótti þó nógu merkileg til að um það væri fjallað tvisvar eða oftar í útvarpi og talað um þá staðreynd að um langan tíma hafi íslendingar getað drukkið sig dauðadrukkna af sterkum vínum en verið harðbannað að drekka bjór o.s.frv. Sumir þeirra sem hlustuðu tóku þetta þó öðmvísi. í skóla þeim sem sonur minn er, æpti einn nemandi yfir bekkinn: Það er búið að leyfa alkóhól á íslandi! að menn þora ekki lengur að horfast í augu við þær. Þess vegna er haldið uppi gjaldeyrisútsölu árið um kring og mikil verðmæti streyma út úr landinu umfram það sem inn kemur á hveijum degi. Ef íslenska þjóðarbúið væri fyrir- tæki sem rekið væri í réttarfarsríki þá væri líklegast búið að fangelsa flesta aðalpaurana í efnahagsstjóm- kerfinu fyrír óábyrga og skaðlega stjómun, nema ef hægt væri að sýna fram á að þeir væm ekki heilbrigðir á geðsmunum. Óll þau fimm atriði sem hér hefur verið fjallað um em jú homsteinar í efnahagsstefnu Borgaraflokksins. Það er mikið og erfitt starf framund- an að koma íslenskum efnahagsmál- um úr því lakasta sem þekkist meðal Afríkuþjóða sem aðhafast ekkert til að koma efnahagsmálum sínum á réttan kjöl. Kostir Gullvemdar Sjóvá leynasérekki En með samanburði við eldri tryggingar koma þeirþó enn betur í Ijós Lítum fyrst á Fjölskyldutrygginguna sem er grunntryggingin t Gullvernd. Hún hefur sannarlega ýmislegt umfram gömlu heimilistrygginguna: Tjónsbætur eru miðaðar við kaup á nýjum munum; tryggingarverðmæti innbúsins fylgir mánaðarlegum hækkunum framfærsluvísitölu; gildissviðið er sett upp t skilmálum með ótvíræðum hætti; bætur vegna skammhlaups, skemmdarverka, brots og hrutis eru nýir liðir; sömuleiðis útfararkostnaður, greiðslukorta- trygging og farangurstrygging; ábyrgðartrygging er endurbætt, bótasvið vegna kæli- ogfrysti- tækja er víkkað út og þannig má áfram telja. Fasteignatrygging í Gullvernd Sjóvá er aukin og endurbætt húseigendatrygging. Nýjungar eru til dæmis: Úrfellis- og asahlákutrygging, brot- og hrunstrygging, snjóþungatrygging, frost- sprungutrygging og hreinlætis- tækjatrygging. Síðatt má bæta við ýmsum sérþáttum svo sem loftneti, garðskála eða mót- tökudiski fyrir gervihnatta- sendingar. Og nú er spurt: Til hvers öll þessi aukna vernd? Svar: Gleymum aldrei að tryggingar, - hversu einfaldar sem þær eru, snúast þegar á reynir fremur um bcetur fyrir tjón en iðgjöld og afslætti. Leitið nánari upplýsinga um aðra þætti Gullverndar, iðgjöld og greiðslukjör í síma 692500. Sjóvátryggitigarfélag íslands hf, Suðurlandshraut 4, stmi 91-692500. Höfimdur er hagfræðingur og formaður efhahagsnefhdar Borg- araflokksins. Icela nd Review Gjafaáskrift að lceland Review treystir sambandið við vini og viðskiptamenn í útlöndum.- —---------------Upplýsingar og móttaka gjafaáskrifta í síma 84966, Höfðabakka 9, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.