Morgunblaðið - 25.10.1988, Page 28

Morgunblaðið - 25.10.1988, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1988 Fundur olíumálaráðherra OPEC: Nokkuð miðar í deil- um vegna olíukvóta Madrid. Reuter. ÍRANIR sögðust um helgina hafa lagt fram málamiðlunartil- lögu í deilunni við íraka um framleiðslukvóta á olíu. Voru þetta fyrstu merki samkomu- lagsvilja rikjanna á þriggja daga ráðstefiiu olíumálaráð- herra ríkja OPEC, samtaka oliuútflutningsríkja, sem lauk á laugardag. Við upphaf ráð- stefiiunnar sögðu fúlltrúar Kú- væts og Saudi-Arabíu að tækist ekki að fá öll 13 aðildarriki OPEC til að undirrita samkomu- lag um framleiðslukvóta til að minnka ofiframboð yrði ekkert Fjárlög EB: Framlög til land- búnaðar lækka um 200 milljarða Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins í Brussel. HENNING Christophersen sem fer með Qárlög innan fram- kvæmdastjórnar Evrópubanda- lagsins tilkynnti fyrir helgina að vegna breyttra markaðsað- stæðna og aðhaldsaðgerða yrði mögulegt að lækka áætluð út- gjöld vegna landbúnaðarstefnu EB um sem svarar tvö hundruð milljörðum íslenskra króna. Christophersen sagði að þessi lækkun byggðist á tveimur þáttum, annars vegar aðhaldsaðgerðum inn- an bandalagsins sjálfs sem yrði framhald á og hins vegar tíma- bundnum breytingum á ytri aðstæð- um. Þær væru fyrirsjáanlegar verð- hækkanir á heimsmörkuðum á komi og fræjum til olíuframleiðslu, s.s. sólblóma. Þessar verðhækkanir mætti tekja til uppskerubrests í Bandaríkjunum, Kína og Sovétríkj- unum. Sömuleiðis hefði batnandi staða dollarans áhrif til hækkana. Hagvöxtur innan EB hefur á þessu ári verið töluvert meiri en gert var ráð fyrir og hefur það skilað umtalsvert hærri tekjum af innflutningsgjöldum en reiknað hafði verið með. Reiknað er með þvf að á þessu ári sparist tveir millj- arðar ECU í framlögum vegna land- búnaðar og svipuð upphæð á næsta ári. Christophersen sagði að fjár- hagsstaða bandalagsins hefði aldrei verið hagstæðari, allt virtist benda til þess að á næsta ári næðist það markmið að halda útgjöldum til landbúnaðar innan við 60% af §ár- lögum bandalagsins. samkomulag undirritað. I tilboði Irana fólst að settur yrði sami kvóti á olíuútflutning ríkjanna en hingað til hefur verið miðað við heildarolíuframleiðslu. Frétt um þessa tillögu kom á laug- ardag eftir að fundi OPEC-ríkj- anna lauk. Næsti fundur hefur verið boðaður hinn 19. nóvember. Fundurinn þótti jákvæður en skil- aði ekki áþreifanlegum niðurstöð- um. Olíuverð lækkaði í gær á mörkuðum í Asíu vegna þess að ekki var samið um framleiðsluk- vóta. írakar hafa lengi neitað að sætta sig við þann kvóta sem þeim hefur verið úthlutaður og heimta að hann verði jafnhár þeim íranska. íranir hafa fengið hærri kvóta í krafti þess að þeir eru mun fjölmennari og hafa til skamms tíma framleitt og selt mun meira af olíu en írakar. Bæði ríkin þarfn- ast mikils fjár til að byggja upp eftir eyðileggingar Persaflóastrí- ðsins. Talið er líklegt að Saudi-Arabar og ef til vill fleiri olíuríki hafí í hyggju að auka gífurlega framboð sitt á olíu á heimsmarkaði takist ekki að semja um kvótaskiptingu er leiði til minni framleiðslu. Þetta yrði til að olíuverð hrapaði niður úr öllu valdi og álíta Saudi-Arabar að slfk útreið myndi kenna írökum og öðrum brotlegum aðildarríkjum þarfa lexíu. Á fundinum í Madrid gerðist það í fyrsta sinn síðan átök hófust milli ríkjanna 1980 að fulltrúar þeirra á OPEC-fundi ræddu saman milliliðalaust. Reuter Upp í tijátoppa Algengt var að íbúar við aust- legt tjón varð af völdum þess urströnd Nicaragua flýðu upp og mun nærri láta að 150 þús- í tijátoppa til þess að sleppa und manns hafi misst heimili lifandi frá flóðum sem fylgdu sín. Fellibylurinn gekk vestur fellibylnum Jóhönnu er hann yfir landið og var gefið nýtt gekk yfir landið um helgina. nafn, Miriam, þegar hann fór Vitað er um a.m.k. 50 manns ' út á Kyrrahaf. sem týndu lífí í óveðrinu. Gífúr- Grænland: Fjárlög samþykkt Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgfunblaðsins í Nuuk á Grœnlandi. Grænlenzka landsþingið hefúr samþykkt ný Qárlög fyrir næsta ár og samkvæmt þeim verða út- gjöld ríkissjóðs þrir milljarðar danskra króna, eða jafiivirði um 20 milljarðar íslenzkra. Gert er ráð fyrir að ríkissjóður verði rekinn hallalaus á næsta ári, að tekjur mæti útgjöldum. Engar skattahækkanir munu þó eiga sér setað. Af útgjöldum fara tveir milljarð- ar danskra króna til atvinnuveg- anna. í fyrsta sinn er gert ráð fyr- ir afborgunum og vöxtum af erlend- Um lánum, en sú upphæð nemur 236 milljónum danskra, eða jafn- virði 1,7 milljarða íslenzkra. Græn- lenzka heimastjómin tók erlend lán í fyrsta sinn á þessu ári sem einkum var varið til fjárfestinga í sjávarút- vegi. Fundur rómverskra skjala frá 1. öld eftir Krist: Siðmenntað fólk sem var sátt við tilveruna Vindolanda, Bretlandi. Reuter. BRESKIR fomleifafiræðingar hafia fúndið elstu, kunnu menjamar um ritað mál á Bretlandseyjum, bréf, sem rómverskir hermenn skrifúðu fyrir 1.900 árum á þessum úraga norðurhjara heimsveld- isins. Af þeim má ráða, að hermennimir og þeirra fólk hafi ver- ið vel haldin í mat og drykk, tekið mikinn þátt i félagslifinu og yfirleitt verið sátt við lífíð og tilveruna. Skærumar við fjandsam- lega þjóðflokka, sem fyrir vora í landinu, ollu þeim augljóslega litlum áhyggjum. Reuter Breski fomleifafræðingurinn Robin Birley í rústum rómverska virkisins í Vindolanda. Fundarstaðurinn er í Vindo- landa í Norðaustur-Engiandi, í gömlum virkisrústum, en þar rák- ust fomleifafræðingamir á heilt skjalasafn; bréf, tilskipanir frá hemum um flutning einstakra hermanna, ferðakostnaðarreikn- inga, reikningshald birgðastjóra, námsbækur og boðsbréf þar sem boðið var til veislu. Eiríkshaugi verður hlíft ENSKIR sagnfiræðingar og aðrir áhugamenn hafa komið þvi tíl leiðar, að haugi Eiriks blóðaxar, síðasta vikingakon- ungsins í Jórvík, verður hlíft en til hafði staðið að ijúfa hann vegna vegarframkvæmda. Var frá þessu sagt i Dnily Te- legraph um síðustu mánaða- mót. Á þessum slóðum liggur vegur- inn yfír Pennínafjöllin í ótal bugð- um og hafði samgönguráðuneytið áhuga á að fækka þeim nokkuð. Átti nýi vegurinn að liggja í gegn- um hauginn, sem sagt er, að Eiríkur hafí verið lagður í, og einnig yfír merkar minjar frá tímum Rómveija. Nú hefíir hins vegar verið hætt við þessar fyrir- ætlanir og fær því Eiríkur að hvíla áfram í friði. Eiríkur blóðöx var sonur Har- alds hárfagra Hálfdanarsonar svarta og tók við konungdómi í Noregi eftir föður sinn. Hann ríkti þó aðeins í eitt ár eftir lát hans en flýði þá úr landi undan Hákoni Aðaisteinsfóstra bróður sínum. Eiríkur og Gunnhildur kona hans settust þá að í Jórvík á Englandi þar sem hann gerðist landvamar- maður Aðalsteins Englandskon- ungs og fékk Norðimbraland til forráða. Frá Eiríki og Gunnhildi segir mikið í Egils sögu eins og kunn- ugt er og það var í Jórvík sem Egill leysti höfuð sitt með lof- kvæði um Eirík, Höfuðlausn, fyrsta íslenska eða norræna kvæðinu með endarím. í Egils sögu segir, að Eiríkur hafí fallið í vesturvíking en enskir sagnfræð- ingar segja, að hann hafí fallið í skærum í Stainmore, skammt frá Jórvík, árið 954. „Þetta eru elstu skjöl, sem við höfum fundið, og það má í raun kalla þau upphaf breskrar sögu,“ sagði dr. Timothy Potter, for- stöðumaður bresk-rómversku deildarinnar í Breska safninu. Auk skjalanna fundust í Vindo- landa þúsundir hversdagslegra muna, t.d. vopn og veijur, verk- færi, skór og fatnaður. Kvartað yfir slæmum vegum I einu bréfanna biður Octavius, líklega birgðastjórinn, um að fá peninga senda hið bráðasta og segir, að birgðaflutningar hafí tafíst vegna þess, að „viae malae sunt“, vegimir eru slæmir. „Sag- an sýnir okkur, að einhver mesta og besta gjöfin, sem Rómveijar gáfu öðmm Eviópuþjóðum, voru vegimir. Allar leiðir lágu til Róm- ar,“ sagði Robin Birley, forstöðu- maður Breska safnsins. „Hér er á ferðinni maður, sem var uppi skömmu eftir Krists burð og hvað segir hann? Götumar eru slæmar. Svei mér ef það hefur nokkuð breyst." Eitt bréfanna er skólastíll og hefur nemandinn augljóslega ekki kunnað lexíuna sína nógu vel því að hann fer ekki alveg rétt með ljóð eftir skáldið Virgil. Hefur það verið leiðrétt með annarri rithönd og trúlega kennarans sjálfs. í öðru bréfi er Sulpiciu Lepidinu, eiginkonu háttsetts embættis- manns, boðið til afmælisveislu og af bréfaskiptum hennar við aðra konu er ekki annað að sjá en þær uni hag sínum vel, engu er líkara en þær væru enn heima á Ítalíu. Kurteist fólk og menntað Fomleifafræðingamir hafa til þessa fundið bréf frá 600 einstök- um mönnur.i og þau sýna vel, að lestrar- og skriftarkunnátta og almenn menntun hafa verið á háu stigi meðal Rómveija. „Þetta hef- ur verið skelfílega kurteist fólk og skelfílega menntað," lét einn fomleifafræðinganna hafa eftir sér. „Bréfín sýna, að rómverski her- inn hefur farið vel með sitt fólk,“ segir dr. Alan Bowman, sérfræð- ingur í bresk-rómverskri sögu við Oxford-háskóla, en í þeim kemur einnig fram, að hermennimir unnu líka hörðum höndum við byggingarframkvæmdir, viðhald og heræfíngar. í Vindolanda fund- ust einnig upplýsingar um her- styrk Rómveija á þessum stað, þær fyrstu, sem fundist hafa á Vesturlöndum, og má af þeim sjá, að einstakir herflokkar höfðu að- setur vítt og breitt um Norður- England.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.