Morgunblaðið - 25.10.1988, Side 30

Morgunblaðið - 25.10.1988, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1988 Loftárás ísraela í Bekaa-dalnum Jerúsalem. Beirút. Reuter. ÍSRAELAR héldu í gær uppi loft- árásum á æfíngabúðir þjóðernis- sinnaða Sósíalistaílokksins firá Sýrlandi (SNSP) í Bekaa-dalnum, um 2 km firá herstöðvum Sýr- lendinga. Þetta er önnur loftárás ísraela á Líbanon á fjórum dög- um. Þá handtóku Israelar sjö palestínska skæruliða í húsi í þorpinu Kfar Kila. Á miðvikudag í síðustu viku sprakk bílsprengja í Kfar Kila sem varð tilræðis- manninum, sem var liðsmaður Hizbollah-samtakanna, og átta ísraelskum hermönnum að bana. Talsmaður Sýrlendinga sagði að einn flokksfélagi hefði særst í loft- árásinni í gær og að einlyft hús þar sem flokkurinn hafði bækistöðvar sínar hefði verið jafnað við jörðu. Sjónarvottar sögðu að íbúar nær- liggjandi húsa hefðu flúið þegar sprengjubrotum og glerbrotum tók að rigna yfir heimili þeirra. Loftár- ásimar koma í kjölfar aukinnar ásóknar palestínskra og múslím- skra skæruliða inn á öryggisvæði sem ísraelar settu upp árið 1985 í þeim tilgangi að veija landnám sitt í norðurhluta Israels. ísraelar og bandamenn þeirra úr Suður-líbanska hemum (SLA) handtóku í gær sjö skæruliða úr Fatah-samtökunum í þorpinu Kfar Kila skammt frá norðurlandamær- um ísraels. í yfirlýsingu frá sam- tökunum sagði að skæruliðamir hefðu verið á leið inn í ísrael þar sem þeir áttu að taka gísla. Skæm- liðamir réðust til inngöngu í hús í þorpinu og ætluðu að leynast þar jrfír nótt. Eiganda hússins tókst að komast á brott og gera ísraelskum hermönnum viðvart. í gær ítrekuðu Jihad-skæmliða- samtökin hótun sína um að taka tvo bandaríska gísla af lífí ef Bandaríkin létu ekki af stuðningi við ísraela. „Það hefur slæmar af- leiðingar í för með sér fyrir gíslana ef Bandaríkjamenn halda áfram að styðja ísraela í árásum þeirra á þjóð vora,“ sagði í yfírlýsingu Ji- had-samtakanna. í gær kom fjögurra manna nefnd breskra þingmanna til Beirút til að ræða um örlög þriggja breskra gísla sem em í haldi í Líbanon. 17 vest- rænir gíslar em nú í haldi skæm- liðasamtaka í Líbanon sem em hlið- holl írönum. Bresk og írönsk stjóm- völd tóku upp stjómmálasamband í síðasta mánuði og þar með hafa vonir manna glæðst um að gíslam- ir hljóti frelsi. Ijórir háttsettir liðsmenn Hiz- bollah-skæmliðahreyfingarinnar em í Teheran í íran þar sem þeir ræða um lausn bandarískra gísla sem samtökin hafa í haldi, að sögn öryggisvarða múslíma í gær. Einn heimildarmaður hélt því fram að þeir hefðu verið í Teheran frá því í síðustu viku að vinna að lausn gíslamálsins. Annar heimildarmað- ur sagði að íranir hefðu boðið þeim til Teheran til að „kynna þeim drög að samningi sem stjómvöld em að gera við Bandaríkjamenn um lausn gíslanna". Heimildarmaðurinn sagði að samningurinn fæli í sér að skipt yrði á gíslum og vopnum. Bandaríkjastjóm vísaði alfarið á bug í síðustu viku tillögum alþjóð- legra vopnasala að þeir myndi selja írönum F-5 ormstuflugvélar í skipt- um fyrir bandaríska gísla. Reuter Vísundahlaup Úngir menn í þorpinu Chonburi í Tælandi keyra vísunda sina áfiram i kappreiðum á svonefiidri Vísundahátíðið, sem er árlegur viðburður þar í landi. Vegalengdin, sem vísundarnir eru látnir hlaupa, er 100 metrar. Að þessu sinni tóku á annað hundrað dýr þátt en úrslit fylgdu ekki i firétt af hátiðinni. Sendiboði Bandaríkj astj órnar: Ný tækifæri skapast í sam- skiptum austurs og vesturs Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins í Brussel. JOHN C. Whitehead, aðstoðarráð- herra sem fer með málefini Aust- ur-Evrópu i bandariska utanríkis- ráðuneytinu átti á föstudag fimd með Atlantshafsráðinu i Brussel. Á fúndinum gerði ráðherrann fastafulltrúum aðildarrikjanna grein fyrir heimsókn sinni til sex austantjaldslanda dagana á und- an. Hann sagði augljóst að umtals- verðar jákvæðar breytingar væru í aðsigi á þjóðfélögum Austur- * Israel: Sjónvarpskappræður taldar hafa lítil áhrif á kosningamar Arafat ánægður með fundinn með Hussein Jerúsalem. Reuter. FLESTAR benda til þess að Shimon Peres leiðtogi Verkamannaflokksins í ísraei hafi borið sigur úr býtum í kappræðum við Yitzhak Sham- ir, formann Likúdflokksins, á sunnudagskvöld. Á hinn bóginn er talið að kappræðuraar muni hafa lítil áhrif á val kjósenda á kjördag 1. nóvember. í dagblaðinu Maariv birtist skoð- anakönnun í gær sem gerð var með því að hringja í sjónvarpsáhorfend- ur að kappræðunum loknum. Sam- kvæmt henni töldu 48% að Peres hefði unnið en 41,5% sögðu Sham- ir hafa staðið sig betur. Einungis 8% aðspurðra sögðu að kappræð- umar myndu hafa áhrif á val þeirra á kjördag, 5% sögðust nú myndu kjósa Líkúdflokkinn en 3% höfðu snúist á sveif með Verkamanna- flokknum. í skoðanakönnun sem dagblaðið Yedioth Ahronoth birti var niðurstaðan sú að 51% þótti Peres hafa staðið sig betur en 33% voru á bandi Shamirs. Kappræðumar á sunnudag stóðu í 30 mínútur. Shamir réðst á and- stæðing sinn fyrir að hafa dregið Hussein Jórdaníukonung inn í kosningabaráttuna. „Slíkt á sér engin fordæmi," sagði Shamir. Hann var með þeim orðum að vísa til sjónvarpsviðtals þar sem Hus- sein sagðist styðja áætlun Peresar um frið í Miðausturlöndum. Peres svaraði með því að spyija hvort það væri „syndsamlegt að vinna araba- ríki á sitt band“. Peres vísaði einnig á bug ásök- unum Shamirs um að hann vildi semja við Frelsissamtök Palestínu, PLO. „Hussein hefur sama álit á Yasser Arafat og við — hann hefur flækt Palestínumálið og beitt sér fyrir hryðjuverkum í stað samn- ingaviðræðna." Fundur Husseins og Arafats Hussein, Arafat og Hosni Mu- barak, forseti Egyptalands hittust óvænt á laugardag í Aqaba á Rauðahafsströnd Jórdaníu og er litið á þann fund sem viðleitni til að auka líkumar á sigri Verka- mannaflokksins í kosningunum. Mubarak hefur unnið kappsamlega að því að fá Arafat og Hussein til að hittast. Kuldi hefur ríkt í sam- skiptum þeirra undanfama mánuði tt þeir séu sammála um grand- vallaratriði í tillögum um friðarráð- stefnu er fjalla skal um málefni Miðausturlanda. Hussein sagði fyr- ir nokkram dögum að hann væri fús til að taka aftur upp viðræður við PLO og jafnframt að hann myndi samþykkja að Jórdanía og PLO sendu sameiginlega sendi- nefnd á væntanlega friðarráð- stefnu ef Arafat óskaði þess. Á síðasta ári yfírgnæfði Persa- flóastríð írana og íraka önnur mál á vettvangi samtaka arabaríkja en áhrif Arafats hafa vaxið á þessu ári vegna þeirrar athygli sem int- ifada, uppreisn Palestínumanna á hemumdu svæðunum í ísrael, hefur vakið. Að fundinum loknum sagði Arafat að lagður hefði verið grand- völlur að bættum samskiptum Jórd- aníu og PLO. Verkamannaflokkurir.n er hlynntur því að ísraelski herinn yfírgefí hluta herteknu svæðanna og að efnt verði til alþjóðlegrar friðarráðstefnu á vegum Samein- uðu þjóðanna. Líkúdflokkurinn leggst gegn slíkri ráðstefnu og hefur uppi hugmyndir um að inn- lima Vesturbakkann og Gaza- svæðið. Evrópu. Á ferð sinni heimsótti Whitehead Rúmeníu, Austur-Þýskaland, Pól- land, Tékkóslóvakíu, Ungveijaland og Búlgaríu. Hann gerði stutta grein fyrir ástandinu í hveiju landi fyrir sig eins og það kom honum fyrir sjónir. í Rúmeníu, sagði ráðherrann að lítið færi fyrir endurbótum. Sam- skipti Rúmena við umheiminn færu versnandi og þjóðin væri að einangr- ast. Leiðtogar hennar sjá enga ástæðu til breytinga hvorki í efan- hagslegu né pólitísku tilliti. Eyðilegg- ing heilu byggðarlaganna á grand- velli opinberra áætlana væri skelfi- leg. Whitehead hitti leiðtoga Aust- ur-Þýskalands í Berlín. Hann sagði að þeir hefðu áhuga á að taka þátt í bættum samskiptum en væra þó mjög hikandi. „Berlínarmúrinn er órækur vitnisburður um þá þröskulda sem við verðum að yfirstíga," sagði Whitehead. „Hann verður að rífa. Okkur er öllum ljóst að fyrir höndum er mikið þolinmæðisverk.“ í Póllandi sagðist ráðherrann hafa fundið fyrir mikilli gangkvæmri tor- tryggni á milli hinna stríðandi fylk- inga en ljóst væri að fyrir hendi væri nægur vilji til að hefja viðræð- ur. „Það þarf að sýna biðlund," sagði Whitehead, „stuðla verður að lausn sem öll pólska þjóðin getur sætt sig við.“ í Tékkóslóvakíu var fullyrt að nýafstaðin mannaskipti væru líkleg til að auðvelda og flýta fyrir nauðsyn- legum breytingum. „Sjötíu ára af- mæli tékkneska lýðveldisins mun varða leiðina," sagði Whitehead. Leiðtogar Ungveijalands fullvissuðu Whitehead um að fyrirætlunum þeirra um endurbætur yrði ekki haggað. Samskipti Ungveijalands og Bandaríkjanna hafa verið góð og Whitehead sagði að þeir hefðu rætt ýmsar leiðir til að auka þau enn frek- ar. Síðasta landið sem Whitehead heimsótti var Búlgaría. Hann sagði um heimsókn sína þangað að Búlg- aría væri ekki lengur í kyrrstöðu sem fulltrúi „óbreytts ástands" í Austur- Evrópu. Umtalsverðar breytingar væru fyrirhugaðar I efnahagslífínu, breyta ætti ríkisfyrirtækjum í al- menningshlutafélög og jafnvel heim- ila erlenda fjárfestingu. Það væru hins vegar ekki sjáanlegar neinar breytingar á stjómmálasviðinu. Þó yrði að hafa það í huga að fijálsara efnahagslíf stuðlaði að auknu frelsi á öðrum sviðum. Aðspurður um við- horf hans til hugmynda um einskon- ar Marshall-aðstoð við Austur-Evr- ópu sagði Whitehead að ólíku væri saman að jafna Vestur-Evrópu í lok heimsstyijaldarinnar og austan- tjaldslöndunum um þessar mundir. Það væri hins vegar tilvalið fyrir þessi ríki að sækja um aðild að al- þjóðlegum samtökum á borð við GATT, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Alþjóðabankann. Þrír létust er hundurinn Cachi féll af svölum Buenos Aires. Reuter. REKJA má dauðsfall þriggja manna til þess að hundur féll af svölum á 13. hæð i miðborg Buen- os Aires á föstudagskvöld, að sögn sjónarvotta og lögreglu. Kjölturakkinn Cachi lenti á höfði Mörtu Espina, 75 ára gamallar konu, og létust hundurinn og konan samstundis. Þá varð 46 ára gömul kona að nafni Edith Sola fyrir strætisvagni þegar hún stóð úti á miðri götu að fylgjast með atburðin- um. Hún lést einnig samstundis. Þá fékk ónafngreindur maður hjartaáfall og lést hann í sjúkrabíl á leið til sjúkrahúss. Hann var vitni að atburðunum. Ekki er ljóst hvað olli því að Caehi féll af svölunum en dagblöð í Buenos Aires greindu frá því að nýlega hafði verið gert við svalir á húsi Montoya fjölskyldunnar sem átti kjölturakkann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.