Morgunblaðið - 25.10.1988, Side 39

Morgunblaðið - 25.10.1988, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1988 39 Lifitiar yfir loðnu- veiðum NOKKUÐ hefiir lifiiað yfir loðnuveiðunum undanfarna daga. 30.020 tonn hafa veizt frá upphafi vertíðar, sem er nær tvöfalt meira en á sama tíma í fyrra. Tvö skip hafa siglt með aflann til Noregs og Færeyja, en hinu er landað hér heima. Á föstudag fóru Hilmir II SU með 550 tonn og Skarðsvík SH 660 til Siglu- fjarðar. Á laugardag fór Al- bert GK með 750 til Siglu- fjarðar og Súlan EA með 800 og Öm KE 750 til Krossa- ness. 5 skip tilkynntu samtals um 2.750 tonn á sunnudag. Háberg GK fór með 650 tonn til Grindavíkur, Hólmaborg SU til Eskifjarðar með 400 tonn og bilað, ísleifur VE fór til Færeyja með 680 tonn og Höfrungur AK 520 og Keflvíkingur KE 500 til Siglu- fjarðar og voru báðir með rifna nót. Síðdegis á mánudag höfðu 6 skip tilkynnt um 4.840 tonna afla. Guðrún Þorkelsdóttir SU fór til Eskifjarðar með 700 tonn, Sunnberg GK 640 til Grindavíkur, Börkur NK 1.150 til Neskaupstaðar, Hilmir SU 1.100 til Tromsö í Noregi og Albert GK 700 og Hilmir IISU 550 til Siglufjarð- ar. Veiðin hefur að mestur ver- ið norður og norðvestur af Kolbeinseyj arhrygg úti við miðlínu. Um helgina fékkst loðna reyndar sunnar og vest- ar. Þar var hún stærri og köst- in sömuleiðis, en á mánudag virtist veiðin þar dottin niður að nýju. Samningurinn undirritaður: Guðmundur Helgason, rekstrarstjóri, Jóhann Már Maríusson, aðstoðarframkvæmdastjóri, og Halldór Jónatans- son, framkvæmdastjóri Landsvirkjunar, og stjómarmenn stálfélagsins, Kristján Ágústsson, Haraldur Þór Ólason og Hörður Torfason. Stálfélagið semur við Landsvirlqim um orkukaup Rafmagnssamningur milli Landsvirkjunar og íslenska stálfé- lagsins var undirritaður í gær. Samningurinn gerir ráð fyrir þvi að íslenska stálfélagið hf. kaupi árlega af Landsvirkjun allt að 16 megawött og 14 miiyón kílówattstundir af ótryggðu rafinagni fyrir stálbræðslu þá sem félagið hyggst reisa við Markhellu í Hafiiarfirði. Gert er ráð fyr- ir því að afhending rafinagns til stálbræðslunnar fari fram á 132 kW spennu í aðveitustöð Landsvirkjunar.sem nú er í byggingu við Hamranes sunnan HafiiarQarðar og hefjist haustið 1989. Stefnt er að þvi, að hlutafé í íslenska stálfélaginu hf. verði 100 milljónir króna, að því er Kristján Ágústsson og Haraldur Þór Ola- son, stjómarmenn í stálfélaginu sögðu í samtali við Morgunblaðið. Helstu hluthafar í íslenska stál- félaginu hf. verða Ipasco Steel & Holding Limited í Bretlandi, með um 50% hlutaijár, A.Johnson & Co í Svíþjóð með 17.5% hlut og íslenskir aðilar munu eiga afgang- inn. í byijun verða keypt notuð tæki svo sem bræðsluofn og sísteypivél og að sögn þeirra Kristjáns og Haraldar er það einkum gert vegna þess að með þessu móti verður stofnkostnaður einungis þriðjungur á móti því sem hann yrði.ef ný tæki væru keypt. Hins- vegar verður settur upp nýr tæt- Minning: Prófessor Pálmi Möller tannlæknir Kveðja frá Reykjavík- urstúdentum 1943 Á liðnu voru hittust Reykjavíkur- stúdentar 1943 til að gleðjast sam- an í tilefni 45 ára stúdentsafmælis. í þeim fagnaði voru, að vanda, drukkin minni nærstaddra, fjær- staddra og svo þeirra, sem horfnir eru yfir landamæri lífs og dauða. í hópi ijærstaddra var Pálmi MöIIer tannlæknir en hann hefur, vegna búsetu erlendis, oft verið í þeim hópi, þegar við stúdentamir frá 1943 höfum hist. Fám vikum síðar var hann kominn í þriðja hópinn, hóp hinna horfnu. Pálmi Möller fæddist á Sauðár- króki 4. nóvember 1922, sonur hjónanna Jóhanns Georgs Möller verslunarstjóra þar og Þorbjargar Pálmadóttur Möller. Hann lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum í Reykjavík 1943 og efnaffæðiprófí frá læknadeild Háskóla Islands 1944, en hélt sfðan til Banda- ríkjanna og lauk prófí í tannlækn- ingum (cand. odont.) frá Tufts- háskólanum í Boston 1948. Að því námi loknu sneri hann heim, og stundaði hér tannlækningar næstu 10 ár, eða til 1958. Hugur Pálma stóð þó ekki til að bora og fylla göt í tönnum. í eðli sínu var hann vísinda- og fræðimað- ur, en á þeim tíma voru möguleikar til fræðaiðkana í hans fagi ták- markaðir hér á landi. Því sneri hann aftur til Bandaríkjanna, að þessu sinni til tannlæknaháskólans í Birmingham í Alabama-fylki, og lauk þaðan meistaraprófí árið 1962. Hann varð kennari þar við þann háskóla 1961, fyrst aðstoðarpróf- essor en frá 1970 prófessor, og var það til dauðadags. Jafnframt kennslustörfum fékkst Pálmi við vísinda- og fræðistörf, og ritaði margar greinar í erlend og innlend tímarit um tannlækning- ar og faraldursfræði tannskemmda, og voru flestar þessara greina byggðar á rannsóknum sem hann gerði hér á landi. Við rannsóknir á tannskemmdum íslenskra bama vaknaði hjá honum áhugi á varar- og gómskörðum. Hann hóf rann- sóknir á tíðni og erfðamynstri þessa fæðingargalla hjá íslendingum og varð sá árangur af þeim rannsókn- um, að 1971 varði hann doktorsrit- gerð sína, „Cleft Lip and Palate in Iceland", við háskóla íslands, fyrst- ur íslenskra tannlækna. Rit þetta var mjög vandað og telst nú grund- vallarrit um þessa fæðingargalla hér á landi og víða er til þess er vitnað í erlendum ritum um þessi efni. Hinn 12. júní 1945 kvæntist Pálmi Málfríði Óskarsdóttjr, Lárus- sonar skókaupmanns og Önnu Sig- uijónsdóttur og eignuðust þau þijá syni, Pálma, Óskar og Jóhann. Málfríður eða Dadda, eins og vinir og kunningjar kalla hana, starfaði með manni sínum að rannsóknum hans hér á landi, ferðaðist með honum og leitaði upp og skráði upplýsingar. Þau störfuðu mjög vel saman og átti Dadda sinn ríka þátt í þeim árangri, sem Pálmi náði í rannsóknum sínum. Pálmi var glæsilegur á velli, ríflega meðalmaður á hæð og bar sig vel. Hann var vel íþróttum búinn og á skólaárunum var hann f úrvals- liðum bæði í handknattleik og knattspymu. í eðli sínu var hann alvarlegur, en glaðvær á góðri stund með góðum vinum. Stundum jaðraði glaðværð hann við gálga- húmor, og má vera að það hafí verið viðbrögð hans við návist ætt- ardraugsins, sem smátt og smátt lagði að velli systkini hans, sum löngu fyrir aldur fram. Sá draugur sótti að Pálma þegar á ungum aldri, tókst aldrei að beygja hann, en braut hann um síðir. Enn eitt skarð er komið í hópinn, sem kvaddi Hinn almenna mennta- skóla í Reykjavík vorið 1943. Skarð Pálma verður ekki fyllt, fremur en hinna, sem á undan eru gengnir. Við þökkum honum góða samfylgd og vottum Döddu og sonum þeirra dýpstu samúð. Reykjavíkurstúdentar 1943 ari, sem breytir bílflökum f brota- jám, en slíkt tæki kostar um 70 milljónir króna. Fjárfestingarlán til stálverk- smiðjunnar verða alis um 210 milljónir króna og er gert ráð fyr- ir þvf að það komi frá SE- bankan- um og P.K. bankanum og frá Iðn- þróunarsjóði. Jafnframt verður Búnaðarbanki íslands viðskipta- banki félagsins og mun leggja til rekstrarlán. Samstarfsaðilinn Ip- asco Holding Limited leggur til tækniþekkingu og aðra aðstoð í upphafí og A.Johnson í Svíþjóð leggur fram sölusamning á allri framleiðslunni til að minnsta kosti 7 ára. íslenska stálfélagið ráðgerir að flylja inn notað stálgrindarhús, sem keypt er frá stálverksmiðju í Frakklandi. Húsið er um 2500 fermetrar og verður sett á það ný klæðning. Einnig verða reist starfsmannahús og skrifstofuhús- næði á lóð félagsins við Markhellu í Hafnarfírði. Áætlað er að bræðsla geti hafíst haustið 1989, þegar rafmagn er komið frá Landsvirkjun. Afkastageta verksmiðjunnar getur orðið allt að 60.000 tonn af stálhleifum á ári, en fyrstu árin verður miðað við 20.000 tonna framleiðslu. Vonast er til þess, að á íslandi falli til nægt brotajám til að standa undir þeirri fram- leiðslu. Stefnt er að því að losa landið við allt brotajám og bílflök á fyrstu tveimur til þremur starfsámm verksmiðjunnar. Því hefur verið samið við sorpeyðing- arstöð höfuðborgarinnar um að hún afhendi allt brotajám sem til fellur á svæðinu og unnið er að samningi við sorpeyðingu Suður- nesja. Síðan er ætlunin að leita samninga við önnur sveitarfélög. í stjóm íslenska stálfélagsins hf. em: Hjörtur Torfason formað- ur, Kristján Ágústsson, Haraldur Þór Ólason.Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson, Leifíir Hannesson, Bjöm Hallenius, Karl - Erik Öberg og Sören Collins. Ekið á dreng" og konu EKH) var á sjö ára pilt við versl- unina Nóatún í Nóatúni um ldukkan hálftvö á laugardag. Drengurinn slapp lítt meiddur en var fluttur til skoðunar á slysadeild. Hann hafði hlaupið milli kyrrstæðra bíla i veg fyrir annan sem ekið var um bifreiða- stæði við verslunina. Þá var ekið á konu á sextugs- aldri á gangbraut á mótum Lauga- vegar og Rauðarárstígs um klukkan hálfníu að kvöldi laugardagsins. Meiðsli konunnar vom ekki talin~s~ alvarleg en hún var flutt á slysa- deild. Nafii skólasyst- ur féll niður í viðtali við Þóranni Kvaran í sunnudagsblaði féll niður lína og þar með nafn einnar af átta skólasystr- um Þómnnar úr menntaskóla, svo sem sjá mátti af textanum. Sú skóla- systir hennar var Kristín Bjamadótt- ir, sem giftist skólabróður þeirra Helga Tómassyni, yfírlækni. Er Þór- unn og aðrir beðnir velvirðingar á þessu. Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö fráfall eigin- manns míns, fósturfööur og bróður, INGVARS B. GUÐNASONAR, LJósheimum 8. Valborg Guömundsdóttir, Eydfs Erna Ólsen, systklnl og aörlr vandamenn. Lokað eftir hádegi vegna jarðarfarar ÞORVALDAR ÁSGEIRS- SONAR. Pólaris hf., Hafnarstræti 20.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.