Morgunblaðið - 25.10.1988, Side 43

Morgunblaðið - 25.10.1988, Side 43
43 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1988 Viðtalskafli endurbirtur f MORGUNBLABINU sl. sunnu- dag birtist viðtal við Valgerði Gísladóttur og Guðlaug Gunnars- son, kristinboða. Þau mistök urðu við birtingu greinarinnar, að niðurlagið féll niður. Birtist síðasti kafli viðtalsins í heild hér á eftir: Við ætlum okkur ekki að ná fram neinni stökkbreytingu í þessum efn- um frekar en í sjálfu kristniboðs- starfinu. Við förum ekki til að umbreyta þjóðum. En við förum til að boða kristna trú og við förum til að kenna fólkinu það sem við kunnum og vitum að verður til hjálpar í daglegu lífi. Við förum heldur ekki til að heimta að fólkið afleggi siði og venjur. Það gerir sér sjálft grein fyrir því sem beinlínis er í andstöðu við þann sem verður kristinn og sér og finnur að trúin færir honum ýmislegt sem hann naut ekki áður. En er bara ekki miklu auðveldara að fá sér vinnu hér heima? Þau hjónin eru sammála um svarið: — Nei, okkur finnst Guð hafa kallað okkur til þessara starfa og eftir að hafa kynnst aðstæðum þessa fólks síðustu árin erum við enn ákveðnari í að fara aftur. Þetta hefur verið mjög þroskandi og gef- andi starf og við fínnum svo ákveð- inn tilgang með þessum störfum — ekki síst þegar við sjáum hvaða árangur það hefur borið. Við höfum fengið að miðla trú okkar og þeirri blessun sem hún hefur gefíð okkur og það vonum við að geti einnig gerst meðal Voito-manna. Auðvitað söknum við fjölskyldu og náinna vina sem við sjáum ekki næstu fjögur árin, en við eigum einnig góða vini úti í Eþíópíu og norsku kristinboðamir, sem við er- um í nánu samstarfí við, eru allir eins og hluti af fjölskyldunni. Það má kannski segja að eins konar heimþrá grípi um sig við sérstök tækifæri, á jólum eða afmælis- dögum í fjölskyldunni og öðrum stórhátíðum en sambandið milli landanna hefur farið batnandi með ári hveiju og nú er ekkert tiltöku- mál að hringja til íslands sem fyrir fáum árum var nánast útilokað. Og þegar þetta birtist eru þau hjónin trúlega farin til starfa þar suður frá. A vegum Sambands ísl. kristniboðsfélaga starfa nú einnig tvenn hjón í Kenýa, Hrönn Sigurð- ardóttir og Ragnar Gunnarsson og Valdís Magnúsdóttir og Kjartan Jónsson. Um þessar mundir em einnig kristniboðar í námi til undir- búningsstarfa ytra á vegum SÍK. Upplogið forsíðuefini Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Skuggastræti („Street Smart“). Sýnd í Regnboganum. Bandarisk. Leikstjóri: Jerry Schatzberg. Handrit: David Freeman. Framleiðendur: Yor- am Globus og Menahem Golan. Kvikmyndataka: Adam Holend- er. Helstu hlutverk: Christop- her Reeve, Kathy Baker, Mimi Rogers, Jay Patterson, Andre Gregory og Morgan Freeman. „Dagur í lífi melludólgs" er góð hugmynd að grein í New York tímarit eða það fínnst a.m.k. rit- stjóra Jonathans Fishers (Chri- stopher Reeve) þegar Fisher ber hana upp. En Fisher kemst fljótt að því að melludólgar eru ekki þessir menn sem breiða yfírleitt úr sér á forsíðum tímarita og nær ekki sambandi við neinn. Skila- fresturinn er að renna út. Hvað getur Jonathan gert? Farið til rit- stjórans og skýrt málið? Nei, þá missir hann þetta litla tak sem hann hefur á vinnunni. Skálda grein um melludólg? Jonathan hefur alltaf haft meiri áhuga á frama sínum en Siðanefnd blaða- mannafélagsins og líst betur á þann kostinn. Hann er einn af þessum sem fínnst allt (lagi að svindla ef eng- inn kemst að því. Greinin hans slær í gegn og hann verður aðal- maðurinn í bænum. En brátt vill ritstjórinn fara að hitta þennan melludólg og ákveðinn saksóknari er líka kominn í málið því hann þykist vita hver melludólgur Jon- athans er og það sem verra er, melludólgurinn sá vill hittá Jonat- han. Skuggastræti („Street Smart“), sem sýnd er í Regn- boganum, fjallar um þessa miklu og á endanum lífshættulegu klemmu sem Jonathan kemur sér í þegar hann ákveður að velja auðveldu leiðina í blaðamenns- kunni og skálda. Það sem byijar sem tiltölulega saklaust svindl („Ég bjóst aldrei við að þetta færi á forsíðuna") endar í morðum og meiðingum. Leikstjórinn, Jerry Schatzenberg, heldur þétt utan um efnið og víkur sjaldan af leið en fjallar um það með ágætu og mjög svo jarðtengdu handriti David Freeman á snaggaralegan, fyndinn, spennandi og athyglis- verðan hátt. Það er nokkuð af ofbeldi í myndinni en Schatzen- berg fer óvenju vel með það og misnotar það aldrei. Freeman starfaði sjálfur í tíma- ritablaðamennsku í New York eins og aðalpersónan hans og byggir því á eigin reynslu. Hann fjallar um stöðu Jonathans af inn- sæi og þekkingu og kann skemmtilega á götumálið en mik- ið af myndinni gerist um nætur- bil á 42. tröð. Melludólgurinn, sem allir halda að Jonathan eigi við í greininni sinni, er virkilegur skíthæll (frábærlega leikinn af Morgan Freeman, svalur og grimmur) og ákærður fyrir morð en myndin gerir mikið úr þeirri spumingu hvort blaðamaðurinn eigi að vinna með réttvísinni í slíku tilfelli eða halda öllum upp- lýsingum sínum leyndum eins og starfsheiðurinn bíður. Það flækir auðvitað málið að Jonathan hefur ekkert undir höndunum um dólg- inn og dólgur veit það. Christopher Reeve er talsvert góður í hlutverki hins klemmda Jonathans sem kemst að því um síðir að það er ekki þess virði að deyja fyrir forsíðugrein. Aðrir leikarar standa sig með mikilli prýði í skemmtilegum og vönduð- um aukahlutverkum; Mimi Rogers leikur kæmstu Jonathans, Kathy Baker er mella sem vingast við hann, Jay Patterson leikur stífan saksóknara og Andre Gregory er óborganlegur í hlutverki ritstjóra Jonathans. Cannon þeirra Golans og Glo- busar framleiðir myndina sem greinilega er gerð af litlum efnum en miklum áhuga. Sagan segir að Reeves hafi kreist hana útúr þeim með því skilyrði að hann léki í Superman IV fyrir þá í stað- inn. Hún er vel fómarinnar virði. Símar 35408 og 83033 AUSTURBÆR Hverfisgata 4-62 Lindargata 39-63 Austurgerði o.fl. Byggðarendi Laugarásvegur 39-75 INGERSOLL-RAND Loíthamiar 18 ■ 45 kg. Spiengiholuborar 37 kg. Loítþjöppur 30 L/S(65 cím) og 60 L/S(125 cím) fulHEKLAHF I Laugavegl 170-172 Síml 695B00

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.