Morgunblaðið - 25.10.1988, Síða 45

Morgunblaðið - 25.10.1988, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1988 Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Þeir sem komnir eru til vits og ára muna áreiðanlega margir eft- ir afbragðsgóðum fiskibollum, bestu fískibollum I heimi, hjá mömmu eða ömmu, farsið búið til með gamla laginu, fiskurinn marghakkaður í handsnúinni hakkavél og saman við hann sett sitt lítið af hveiju eftir tilfinningu. Það var ekkert vigtað eða mælt í þessar bollur og uppskrift ekki handbær þegar til átti að taka. Því bera tilraunir ekki alveg tilætlaðan árangur, að ná sér- stæðu bragði og áferð sem enn er munað eftir áratugum síðar. Kannast einhver við þessa iýs- ingu? En þó við getum ekki búið til allra bestu fiskibollur í heimi er ekki ástæða til að sniðganga þann ágæta mat, heldur búa til fiskfars heima enda taka flestir það fram- yfir það aðkeypta. í vikulegu Heimilishomi eru uppskriftir að fiskfarsi sem von- andi koma einhveijum að notum. Norskt fiskfars 1 kg ýsu- eða þorskflak, 2 tsk. salt, 2 msk. kartöflumjöl, 6-7 dl. mjólk, V4 tsk. múskat. Fiskurinn er hakkaður 1-2 sinnum með salti og kartöflu- mjöli. Sett í blandara eða hrært með hrærivél, mjólkinni bætt smám saman í og hrært vel á milli. Úr farsinu em gerðar boll- ur, soðnar eða steiktar, auk físk- búðings. Soðnar bollur: Farsið tekið með matskeið og sett í sjóðandi saltað vatn, látið sjóða í 10 mín. Steiktar bollur: Bollumar sömuleiðis teknar með matskeið, settar út í heitt smjör á pönnu, aðeins þrýst niður til að gera þær flatari, brúnaðar við vægan straum báðum megin. Fiskbúðingur: Fiskfarsið sett í smurt form sem sett er í vatn í potti í ca. 1 klst. Einnig er hægt að baka hann í ofni í vatnsbaði eða án, í ca. 1 klst. við 125°C. Þess má geta að ef búinn er til stór skammtur af fískbúðingi er hægt að frysta hluta hans eft- ir suðu, síðan er hann skorinn í sneiðar og brúnaður á pönnu. Það verður allt annar matur og því óhætt að segja að hægt sé að slá tvær flugur í einu höggi sem get- ur komið sér vel á síðustu og verstu annatímum. Danskt fiskifars 500 g ýsu- eða þorskflak, 2 egg, 4 msk. bráðið smjör eða smjörlíki, 5 dl ijómabland (mjólk og ijómi til helminga) eða kaffíijómi, IV2 msk. kartöflumjöl, salt og pipar. Fiskurinn hakkaður 2-3 sinnum í hakkavél, saman við er hrært eggjum sem áður eru þeytt, kældu bræddu smjöri, ijómablandi og þurrefnum. Það er sjálfsagt að nota hrærivélina við verkið. Úr farsinu er hægt að gera bollur eða fiskbúðing, eins og lýst er hér að framan. íslenskt fiskfars í bók Helgu Sigurðardóttur, Matur og drykkur, eru eftirfar- andi uppskriftir orðréttan Fiskdeig I. 400 g beinlaus fiskur, 2 tsk. salt, 2 msk. hveiti eða heilhveiti, '/6 tsk. pipar, (1-2 laukar) 3- 4 dl mjólk eða fisksoð. Fiskdeig II. 600 g beinlaus fiskur, 2-3 tsk. salt, 2V2 msk. heilhveiti eða hveiti, 1 msk. kartöflumjöl, V6 tsk. pipar, 1-2 egg, 4- 5 dl mjólk eða fisksoð. 1. Fiskurinn er hreinsaður, flakaður og skorinn úr roðinu. 2. Saxaður 2-7 sinnum í kvöm (söxunarvél), eftir því hve fínt fiskdeigið á að vera, eða skorinn smátt og hrærður í hrærivél. Gott er að saxa fiskinn með saltinu því það gerir hann seigan og sam- felldan. Laukurinn er einnig sax- aður með. 3. Hveiti, mjöli og kryddi bland- að í og þynnt út með vökvanum smátt og smátt. Hrært vel. Deigið verður því betra sem það er meira hrært. Egg eru þeytt i sundur áður en þeim er blandað í deigið. 4. Deigið látið bíða um stund (10 mín.) og reynt hvort það er mátulega þykkt og kryddað með því að sjóða eða steikja eina iitla bollu og bragða á henni. Fiskdeig í soðnar bollur þarf að vera þykk- ara en í þær steiktu. Svo segir í Helgu-bók. Ef til vill leynist uppskrift að „bestu fiskibollum í heimi" á ein- hveiju heimilinu — mikið væri það vel þegið ef slíkri uppskrift væri komið á framfæri við undirritaða sem gæti þá birt hana í Heimilis- hominu. Með kveðju, Bergljót. Heímalagað fiskfars Klapp, klapp LAUGARDAGINN 1. október hólt bandaríska hljómsveitin Pere Ubu tónleika í Tunglinu, þó skemmtilegustu sem ég hef sóð hérlendis lengi. Bæði Pere Ubu og S/H Draumur, sem hituðu upp fyrir þá, stóðu sig mjög vel. Djöflarokksveitin Ham átti að koma fram þetta kvöld, en því miður varð ekki af því, þar eð David Thomas, forsprakki Pere Ubu, stóð fast á samningsákvæði er lagði blátt bánn við upphitunarsveitum sem flyttu árásargjarna tónlist. Þetta er leiðindamál sem tæpast Ljósmynd/BS er neinum að kenna nema skipu- leggjendum tónleikanna, — þeir áttu að lesa samninginn betur. S/H Draumur kom nú fram í fyrsta og næstsíðasta sinn í langan tíma. Væntanleg er frá þeim tólf- tomma og einir kynningartónleikaj^ — og síðan hætta þeir að líkindurfi, félagarnir. Það verður mikill missir að Draumnum, bestu íslensku rokksveitinni. — Þetta kvöld voru þeir ögn ónákvæmir, en bættu það upp og meira en það með ótrú- legri spilagleði og hrífandi ákafa; sprengdu sólir í svo til hverjú lagi og vörpuðu halastjörnum fram í sal í uppklappinu, hinu gamal- kunna Mónakó. Helst mátti finna að því hversu stutt þeir voru á sviðinu: tæpast méira en hálftíma^ Pere Ubu mátti hafa sig alla við" að bæta frammistöðu Draumsins, en tókst það þó í nokkrum lögum. David Thomas, fitubollan með smjörhnífsröddina, var uppistaðan og sálin í sveitinni, sem flutti kraftmikið, seiðandi rokk af miklum ákafa og list. Allir stóðu sig mjög vel, en sérstaklega þótti mér samt gaman aö fylgjast með samleik trommaranna tveggja. í stuttu máli sagt: stórskemmtilegt. Gott hjá ykkur, strákar! Haldið endilega áfram á þessari braut. Baldur A. Kristinsson Ljósmynd/BS Klassísk tólf laga plata Ljósmynd/BS Síðan skein sól er rétt nýlokin við fyrstu breiðskffu sína sem væntanleg er 1 enda næsta mðn- aðar. Sveitin vann þá plötu f Hljóðrita f samvinnu við breskan upptökustjóra, Tony Clarke. Rokksíðuútsendari hitti á sveit- ina á síðasta degi hennar í hljóð- veri til að forvitnast um plötuna. Nú er upptökum lokið; var þetta erfitt? Þetta er búið að vera strembið, já. Hefur allt gengið upp? Já, það má segja það. Við höfum leyft okkur að prófa hitt og þetta; leikið okkur svolítið með grunna og leyft okkur að taka þá upp á mismunandi hátt, en það á eftir að skila sér. Hefur tónlistin tekið breyting- um í upptökunum? Tónlistin er vitanlega mýkri en á tónleikum, en hún hefur ekki breyst í grundvallaratriðum. Við höfum að vísu leyft okkur aö fara í ýmsar áttir, enda eru fleiri tæki- færi til þess í hljóðveri. Hvað tókuð þið mikið upp? Við tókum upp fjórtán grunna, en fullunnum tólf lög, þetta verður klassísk tólf laga plata, eins og Svavar Gests myndi segja. Hvernig hefur verið að vinna með Tony? Það hefur gengið mjög vel. Það er gaman að vinna meö manni sem hefur þetta mikla reynslu og mað- ur fær þaö aldrei á tilfinninguna að maður sé fyrir eins og hjá mörg- um íslenskum upptökustjórum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.