Morgunblaðið - 25.10.1988, Side 48

Morgunblaðið - 25.10.1988, Side 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1988 Dáðist mest að rólyiidi og æðruleysi fólksins BARÁTTA verkalýðsfélaga gegn stjórnvöldum hefur öðru fremur einkennt fréttir austan úr Póllandi sumar og haust. Meðan á þessum erjum stóð dvöldust nokkrir íslendingar eystra vegna viðgerða og breyt- inga á togurum í pólskum skip- asmíðastöðvum. Þeirra á meðal voru hjónin Guðmundur Haf- steinsson og Hanna Guðmunds- dóttir sem dvöldust í borginni Snorra Sturlusyni var siglt til Póllands síðla vors og var Guð- mundur, sem er vélstjóri að mennt, sendur til eftirlits með verkinu í skipasmíðastöðinni Gryfia í Stett- ing, ásamt Omari Gunnarssyni. „Stetting er nálægt landamær- unum við Austur-Þýskaland, var á þýsku landsvæði fram að síðari heimsstyijöld en hefur nú að mestu glatað þeim einkennum vegna mik- illa landfiutninga innan Póllands eftir stríð. Við komumst að raun um að mjög fáir íbúanna áttu ætt- ir sínar að rekja til Stetting. Eftir stríðið áskotnuðust Pólveijum land- svæði sem áður tilheyrðu Þjóðveij- um, en aftur á móti fóru austur- héruð Póllands undir yfirráð Rússa, og margir fluttust þaðan vestur á bóginn. Okkur var tjáð að nú væri að vaxa úr grasi fýsta kynslóðm sem ekki myndi eftir því að hafa búið annars staðar,“ sagði Guð- mundur. Hrömun og skortur „Það verður ekki sagt um borg- ina að hún sé falleg," sagði Hanna. „Stetting kann að hafa verið það fyrir mörgum áratugum en ekki lengur. Fólk kyndir hús sín með brúnkolum sem valda mikilli meng- un, þannig að flest húsanna eru svört af sóti. Þá er augljóst hversu litlir peningar eru til til þess að halda hlutum við. Byggingar og gatnakerfið eru að drabbast niður. I hverfinu þar sem við bjuggum voru gangstéttir mjög breiðar, en aðeins ein röð af gangstéttarhellum eftir þeim miðjum. Víða mátti sjá múrhúðina vera að tærast utan af húsum vegna mengunar, án þess að neitt væri gert til að veijast hrömuninni." Fjölskyldan leigði kjallaríbúð hjá pólskum hjónum. Margir íbúar í Stetting hafa af því tekjur að leigja útlendingum húsnæði. Guðmundur og Hanna létu vel af vistinni og voru leigusalamir bæði vingjam- legir og hjálplegir. Islendingamir fengu fljótlega að kenna á viðvarandi skorti í Póll- andi sem birtist á flestum stigum. Kjöt var einfaldlega ekki á boðstól- um fyrir aðkomufólk. Sneisafull frystikista sem flutt var með skip- inu kom í góðar þarfir, þar til inni- haldi hennar var stolið undir lok dvalarinnar. Framboð af öðrum nauðsynjavörum var stopult, úrval- ið fábrotið og andstætt því sem gerðist í öðmm Austur-Evrópurílq- um vom jafnvei „gjaldeyrisverslan- imar“, þar sem kaupa má vömr fyrir erlenda mynt, nánast tómar. Æðruleysi í biðröðum „Biðraðimar em alls staðar. Jaftivel við stóra matvömmarkaði þarf fólk að bíða í biðröð eftir því að fá körfu tilþess að mega fara inn og versla. Eg komst fljótt upp á lag með að kaupa í matinn eftir að hafa keyrt Guðmund í vinnuna um hálf sjö leytið á morgnana. Þá þurfti maður ekki að bíða nema stundarfjórðung í biðröðinni, ann- arst gat biðin orðið klukkutími," sagði Hanna. „Það sem ég dáðist mest að í fari Pólveija er þessi dásamlega ró sem hvílir yfir fólki. Fólk bíður þegjandi og æðmlaust í röðinni. Stundum hafði maður raunar á til- finningunni að fólk myndaði bið- Stetting, þar sem skipi Granda hf., Snorra Sturlusyni, var breytt í frystitogara. Þau fóru utan ásamt sonum sínum tveim- ur i lok mai og sneru aftur til íslands fyrir rúmri viku. „Það er ekki laust við að maður sé feginn að vera kominn heim aftur. Eiginlega er ekkert sem maður saknar frá Póllandi,“ sögðu þau við blaðamann er hann sótti þau heim i vikunni. raðir bara af forvitni, án þess að hafa hugmynd um hvað væri við hinn endann. Úr því að röðin væri þama hlyti það að vera eftirsóknar- vert.“ Vömskortur kom ekki síst niður á vinnunni í skipasmíðastöðinni. Þar vom í heiðri höfð tækni og vinnubrögð sem þætti úrelt á Vest- urlöndum. Sagði Guðmundur að þeir rofar og tælq'abúnaður sem Pólveijar byggðu í skipið væm hin- ir sömu og sjá má í íslenskum tog- umm smíðuðum eystra á sjötta áratugnum. Þurftu sjálfír að útvega efiii Stór hluti af tíma íslendinganna fór í það að útvega efni og búnað frá Vesturlöndum sem Pólveijar gátu ekki látið í té. Smíðaeftii eins og ryðfritt stál, eða gerviefni til einangmnar vom ófáanleg í landinu. „Við vissum af reynslu annarra að það þýðir ekkert að þrýsta á Pólveija að útvega þá hluti. Skipasmíðastöðin hefur ein- faldlega ekki bolmagn til þess að flytja inn efni. Við lögðum því þegj- andi og hljóðalaust út fyrir þessum hlutum og drógum upphæðina síðan frá reikningnum fyrir verkið. En það var augljóst að forráða- mönnum stöðvarinnar þótti mjög sárt að geta ekki útvegað þá sjálf- ir,“ sagði Guðmundur. Vinnan við Snorra dróst á lang- inn fyrir margra hluta sakir, sér- staklega áttu Islendingamir í miklu stappi út af málningarvinnunni, þar sem handbragðið var ekki með besta móti. Málaramir fengu borg- að fyrir hvem lítra sem þeir bám á og kærðu sig koliótta þótt þeim væri skipað að fara yfir sama flöt- inn mörgum sinnum vegna hroð- virkni. Aðrir verkamenn voru álíka metnaðarfullir við sína vinnu. Að sögn Guðmundar var vinnu- brögðum í skipasmíðastöðinni í mörgu áfátt. Sérstaklega gerðu Pólveijar sér allt aðrar hugmyndir um hvað væri góður frágangur en íslendingar. „Þeim virtist standa fullkomlega á sama hvemig hlutur- inn liti út, ef hann þjónaði sínum tilgangi. Þetta birtist líka í hrika- legum sóðaskap á vinnustað og raunar á flestum opinbemm stöð- um. Líkt og íbúar sunnar í álfunni em Pólveijar mjög hirðusamir um eigið útlit. Ég sá aldrei verkamann fara skítugan heim úr vinnu." Guðmundur kvaðst þó fyllilega sáttur við árangurinn. Vel hefði tekist til um breytingamar á togar- anum og mættu forráðamenn Granda vera ánægðir með verkið. Pólveijar líkir íslendingfuni Eins og áður sagði var kjöti stol- ið úr fiystikistu sem íslendingamir geymdu í skýli á vinnusvæðinu. Þetta kom þó ekki að sök því Hanna og Guðmundur vora orðin ein eftir í Stetting og skammt til heimferð- ar. „Það var algengt að hlutir hyrfu úr skipunum, en það sem okkur þótti skrýtnast var að í flestum til- vikum vom þessir hlutir lítils virði. Rætt við Hönnu Guðmundsdótt- ur og Guðmund Hafsteinsson um dvöl þeirra í Póllandi Maður hefði ekki einu sinni hirt þá upp af götu. Þetta virtist á ein- hvem hátt greipt í þjóðarsálina, að hirða eitthvað ef það lá á glám- bekk, enda hafði einhver Pólvetji það á orði við okkur að þetta hefði fleytt þjóðinni í gegnum kúgun fyrri alda.“ Guðmundur kvað það hafa kom- ið sér mest á óvart hversu opinská- ir Pólveijar vom og reiðubúnir að ræða ástandið í landinu við að- komufójk. „Þeir em um margt líkir okkur íslendingum, léttlyndir og hafa mikið langlundargeð. Fólk var almennt óhrætt að ræða við okkur um ástandið í landinu. Það er mjög óánægt og ríkjandi skoðun virðist vera sú að nánast byltingarkenndar breytingar þurfí að verða í landinu." Stetting liggur í þjóðbraut milli Skandinavíu og Mið-Evrópu og nýta margir Sviar sér feijuferðir þar á milli á leið sinni í sumarfríið. Þeir Pólvetjar sem Hanna og Guð- mundur höfðu kynni af áttu í litlum vandræðum með að ferðast til Vesturlanda. Helst vom hömlur á ferðafrelsi þeirra sem áttu eigm fyrirtæki. Þeir máttu aðeins ferðast einu sinni á ári til útlanda og var liklegasta skýringin á því talin sú að þeir hefðu greiðastan aðgang að gjaldeyri, að sögn Guðmundar. „Afþreying er af skomum skammti í Stetting og fólk stundar kvikmyndahúsin af miklum krafti. Úrvalið er mjög gott og nýlegar vestrænar myndir í meirihluta. Við höfðum litla ánægju af bíó og sjón- varpi þar sem einn þulur les inn á myndir og lítið heyrist í ieikuram, tónlist eða áhrifahljóðum fyrir frá- sögn hans. Bókabúðir vom jafnan sneisafullar af fólki og virtist mikið lesið, um úrvalið og gæði bóka veit ég raunar ekki þar sem við skildum ekki málið," sagði Hanna. Hafa náð tökum á áfengisvanda „I Póllandi er ekki bjórmenning, þeir sem leggja sér þann rótsterka og bragðvonda bjór til munns sem í boði er teljast vera rónar eða vandræðamenn. Hverfiskrár em óþekkt fyrirbæri, fólk virðist halda sig á heimilum sínum og ganga snemma til náða enda hefst vinnu- dagurinn klukkan hálfsjö," sagði Guðmundur. Vodki er dmkkinn með mat fremur en léttvín eða bjór, enda er hann ódýr. Við keyptum aldrei þann vodka sem seldur er í matvömverslunum en í gjaldeyris- búðunum mátti fá flösku af góðum vodka fyrir innan við 90 krónur." Stjómvöld virðast hafa náð tök- um á áfengisvandanum sem Kreml- veijar hafa nú miklar áhyggjur af. Ég sá aldrei dmkkinn mann í skipa- smíðastöðinni, en hafði átt von á því að það væri daglegt brauð. Mér var sagt að fyrir fjóram ámm hefði verið gert stórátak í því að stemma stigu við drykkju á vinnustað og em menn nú tafarlaust reknir ef þeir sjást með víni í vinnunni. Hins vegar mátti stundum sjá dmkkna menn á götunum um þijú eða flög- urleytið á daginn. Það þætti heldur snemmt á Islandi, en Pólveijar ljúka flestir vinnu um klukkan tvö á daginn, og er það skýringin á þessum drykkjuvenjum." Síðla vors og í lok sumars kom til verkfalla í stórborgum í Pól- landi, en þessar deilur náðu ekki nema að litlu leyti til Stetting. Al- menningssamgöngur vom nær lamaðar, þó mátti sjá einn og einn sporvagn í akstri sem benti til þess að samstaða væri ekki næg meðal verkamanna. Vinna féll ekki niður í skipa- smíðastöðinni en verkamenn fóru sér hægt við vinnu. Afköst duttu niður í 4—5 daga og var þó ekki á seinaganginn bætandi að sögn Guðmundar. Verkfall var á stóm verkstæði við höfnina og lögreglu- þjónar vöktuðu skipasmíðastöðina sem stendur úti á hólma í ánni Otra. Herinn í við- bragðsstöðu Ég sat heima og hlustaði á frétt- ir í BBC, þegar tilkynnt var að skipasmíðastöðin Giyfia hefði verið umkringd lögreglumönnum. Það setti auðvitað að mér mikinn ugg, því við vissum að ef til verkfalla kæmi gæti Guðmundur lokast inni í stöðinni. Þetta reyndust síðar ýkjur, það vom að vísu um sex lögregluþjónar sem hringsóluðu í kringum stöðina, en annað ekki,“ sagði Hanna. Við urðum hinsvegar áþreifan- lega vör við að herinn var í við- bragðsstöðu. í næsta nágrenni við húsið þar sem við bjuggum var stór herstöð og þegar hitna tók í kolunum vom skriðdrekamir hafðir til taks í götunni. Þá var algengt að sjá herbíla á ferli víðsvegar um borgina." Hanna varð fyrir þeirri reynslu að vera elt af lögreglu eftir að hafa ekið Guðmundi til vinnu einn morguninn. „Ég var á leiðinni frá skipasmíðastöðinni, alveg granda- iaus, þegar skyndilega birtist lög- reglubíll og ég var stöðvuð. Lög- regluþjónamir hljóta að hafa elt mig frá stöðinni, þvi þeir vissu hvaðan ég var að koma.“ Héldu að ég væri fréttamaður „Þeir byija strax að spyija mig út í ferðir mínar en. yfirheyrslan gekk heldur brösulega þar sem ég skildi ekki málið og þeir töluðu ekkert nema pólsku. Þá gripu þeir til handbókar þar sem skráðar vom staðlaðar spumingar á ensku, en þegar svörin mín pössuðu ekki við þau sem skrifuð vom í bókina kom babb í bátinn. Það tók því langan tíma fyrir mig að skýra ferðir mínar. Allan tímann beið vömbíll fullur af hermönnum átekta á veginum. Svo virtist sem þá gmnaði að ég væri fréttamaður og þegar þeir höfðu fullvissað sig um að svo væri ekki hurfu lögregluþjónamir á braut," sagði Hanna. Bíllinn sem við vomm með var á þýskum númemm og við áttuðum okkur á því eftir þennan atburð að allir útlendir bílar vom horfnir af götunurtl. Ferðamenn og aðrir vom búnir að koma sér burt af ótta við að eitthvað myndi gerast." Versnandi efiiahagnr Þeir Pólveijar sem íslendingam- ir höfðu samskipti við vom óragir við að ræða ástandið og sjónvarpið birti á hveijum degi fréttir af vinnudeilunum. Þær bám þess þó merki að stjómin vildi sem minnst gera úr ástandinu að sögn Guð- mundar og Hönnu. „Við höfðum að sjálfsögðu allar okkar fréttir úr dönskum og sænskum útvarps- stöðvum eða BBC. Við vomm ekki dómbær á fréttaflutning pólskra fjölmiðla en þeir gáfu fréttum af þessum atburðum miklu meira rúm en maður hafði búist við.“ Efnahagsástandið fór hríðversn- andi þann tíma sem íslendingamir dvöldust i Stetting. Verðbólguna mátti mæla í hækkandi gengi doll- arans á svarta gjaldeyrismarkaðin- um, sem greiddi 1300 zlotíj fyrir dollara í byijun sumars en rúm tvöþúsund zlotíj í haust. Almennt virtust Pólveijar þó hafa nægt fé handa á milli, fremur skorti vömr eða þjónustu til að kaupa fyrir peningana, að sögn Guðmundar og Hönnu. Veðráttan lék ekki við íslending- ana í Stetting í sumar, fremur en landa þeirra á Fróni. Ekki sló það á heimþrána. Þegar tók að hilla undir verklok í haust var hún orðin öllu yfirsterkari. „Við höfðum ráð- gert að ferðast um Pólland í sum- ar, sem hefði örugglega aukið á þekkingu manns og skilning á þjóð- inni, en því miður vannst ekki tími til þess. Það er mjög erfitt að dvelj- ast svona lengi í ókunnu landi fjárri heimili og ættingjum. Við vomm farin að hlakka mjög til að komast heim og maður kvaddi Pólland með litlum söknuði. Þetta var merkileg lífsreynsla, en ósköp var maður feginn að koma heim,“ sögðu Guð- mundur Hafsteinsson og Hanna Guðmundsdóttir. BS Morgunblaðið/Ámi Sæberg Guðmundur Hafsteinsson, Hafsteinn Guðmundsson, Hanna Guðmundsdóttir og Einar Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.