Morgunblaðið - 25.10.1988, Síða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1988
fclk f
fréttum
ALEXANDRE VASSILIEV
„Vil hafa líf mitt eins og það er“
Alexandre Vassiliev er 29 ára
gamall rússneskur búninga-
hönnuður. Hann kemur úr yfirstétt,
faðir hans er þekktur leikmynda-
hönnuður við Bolshoi í Moskvu og
móðir hans þekkt leikkona. Alex-
andre yfirgaf ættjörð sína fyrir sjö
árum, á tímum Brezhnevs og hefur
síðan haft aðsetur I Parísarborg.
Hann er prófessor í sögu tískuhönn-
unar við Parísarháskóla, en er á
stöðugu fiakki um heiminn og
þekktur víða fyrir list sína.
Alexandre var fenginn til þess
að sjá um búninga óperunnar „Æv-
intýri Hoffmans" sem nú er verið
að sýna í Þjóðleikhúsinu. Þetta er
ekki f fyrsta skipti sem hann hann-
ar fyrir íslendinga, árið 1985 vann
hann búninga fyrir „Villihunang".
„Fólk í fréttum" hitti hann til þess
að forvitnast nánar um þennan
unga rússneska listamann.
—Til að byija með, af hverju yfír-
gafst þú Rússland?
Ég vildi fara til Evrópu því þar
hef ég svo marga möguleika sem
ég hafði ekki í Rússlandi. Ég get
starfað við kvikmyndir, ballet,
óperu, eða við leikrit, en ég myndi
aðeins starfa við leikhús þar. Ég
vil starfa um allan heim við það sem
ég óska mér, og gera það sem ég
vil, svo einfalt er það.
—En er ekki erfítt að vera á
sífelldu flakki?
Það var mjög erfitt í fyrstu. Ég
er útlendingur alisstaðar, á ekkert
föðurland lengur, en þetta venst.
Þó að ég færi aftur til Rússlands
myndi sjálfsagt ekki allt koma
kunnuglega fyrir sjónir, vonandi
ekki, það hafa orðið svo miklar
breytingar þar. En þetta eru örlög
mín. Nú ferðast ég um allan heim-
inn, sé um sjö sýningar á ári, og
vinn mjög mikið.
—Hvemig líst þér annars á þær
breytingar sem orðið hafa í Sov-
étríkjunum?
Mjög vel, ég sé í dagblöðunum
að þeir eru famir að bera sig meira
saman við Vesturheim, og skrifa
opinberlega til dæmis um að þeir
eigi við vandamál að stríða í land-
búnaði, og þetta er mjög jákvæð
þróun, því að áður höfðu þeir helst
áhyggjur af vanda bænda í Hol-
landi eða eitthveiju slíku. Fyrir
í heilar tuttugu
mínútur þurftu
farþegar í vél
frá New York
til Nizza að
bíða eftir flug-
taki meðan að
Stefanía stóð í
stappi við flug-
freyjumar með
fá sæti. Hún
átti bókað
pláss meðal reykingarmanna en
hafði fengið sæti þar sem ekki er
leyfílegt að reykja. Það var ekki
fyrr en flugmaðurinn kom fram að
málið leystist, og einn farþeginn
eftirlét henni sæti sitt svo að hún
gæti reykt að vild.
Mick Jagger og
fyrrverandi
kona hans
Bianca, hafa
átt fundi sam-
an upp á
síðkastið.
Ástæðan er
sögð áhyggjur
af 16 ára dótt-
ur þeirra, Jade
sem lifir hinu
ljúfa lífi þó ung sé og hefur víst
farið heldur hátt og heldur hratt inn
á þær brautir. Hún sést alloft og
næturlangt með dóttur Iru von
Furstenberg ásamt botnfallinu í
versta hverfi New York borgar og
þar segja þau ekki ákjósanlegan
félagskap að finna fyrir dótturina.
Alexandre Vassiliev.
skömmu kom til dæmis móður mín
í heimsókn og sá ég hana þá í
fyrsta sinn frá því að ég fór. En
mér finnst slæmt að í landi þar sem
em jafn miklar náttúruauðlindir,
olía, gull og skógar, skuli vera
pappírsskortur og að þeir þurfi að
kaupa pappír frá útlöndum. En
steftia Gorbatsjovs hefur leitt ótrú-
lega margt gott af sér, einkafram-
takið er komið til sögunnar og
landamærin hafa verið opnuð meira
en áður. Og kannski er einna mikil-
vægust sú staðreynd að fólki er nú
sagður sannleikurinn, til dæmis um
kúgun á tímum fyrri leiðtoga.
—Hvað heldur þú að fólkinu sem
býr þar fínnist um stefnu Gorbat-
sjovs?
Ég held að þjóðin taki breyting-
unum með blöndnu geði og að það
taki ein tíu ár að læra tökin. Menn
em án vafa fegnir stefnu Gor-
batsjovs en fólk er jafnframt hrætt,
því að það em önnur öfl sem ekki
fylgja Gorbatsjov að máli. Líttu á
síðustu 70 ár. Hvað hefur gerst
eftir byltinguna? Sérhveijum leið-
toga hafa fylgt einhveijar breyting-
ar. En ég held að fólk sé hrætt við
frelsið, og viiji fara varlega. Hvað
gerist þegar Gorbatsjov hættir?
Getur fólk treyst því að að það
verði ekki fangelsað fyrir eitthvað
sem er að verða sjálfssagt og eðli-
legt I dag, eins og til dæmis það
að eiga eignir, eða bara það að
fylgja stefnu Gorbatsjovs?
Það er margt sem enn má bæta
í þessu risalandi. Hvað gátu íslend-
ingar ekki gert á 40 ámm, og sjáðu
til, við sem höfðum 70 ár? Eg veit
að þjóð ykkar er fámenn. Og hvað
áttuð þið, fisk og sauðfé? Nú eiga
menn hér bókstaflega allt. Hér er
lág glæpatíðni, fólk býr í fallegum
húsum, á fallega bíla, fer til útlanda
á hveiju ári, þið eigið mörg böm,
ykkur skortir ekki fæðuúrval, og
til dæmis hef ég hvergi í heiminum
séð eins mörg fómarlömb tískunnar
og hér í Reykjavík. Auðvitað veit
ég að hér em líka vandmál við
stjóm landsmála, en líttu samt á
möguleikana.
—Þráir þú aldrei ættland þitt?
Ég færi þangað með mikilli
ánægju sem gestur og sem lista-
maður, eða til þess að heimsækja
foreldra mína, en ég vil ekki vera
þar alla ævi. Ég held ekki að ég
ætti að gera það af þeirri einföldu
ástæðu að í Evrópu og annarsstað-
ar í heiminum bý ég við listrænt
frelsi, og ég vel það fram yfír ann-
að. Sjáðu til, ég elska Rússland, ég
er rússneskur listamaður, ég elska
rússneska menningu og listir, allt
sem ég geri er rússneskt en þessa
stundina vil ég hafa líf mitt eins
og það er.
Álexandre er farinn héðan til
Parísar. Þaðan heldur hann til
Ameríku, þá til Tyrklands, Svíþjóð-
ar og loks Japans. Sýning teikninga
á búningum í „Ævintýri Hoffmans"
er þessa dagana í Gallerí Borg.
SKIÐAFERfilR VETRAMNS:
Austurríki - Sviss
Nú bjóðum við 2ja vikna ferðirtil paradísarskíða-
manna Ischgl í Austurríki og Samnaun í Sviss, sem
bjóða upp á sameiginlegan skíðapassa fyrir
Silvretta skíðasvæðið.
Gisting á góðum hótelum eða í íbúðum.
Brottfarardagar: Óll nÚtíma þægindi.
4. febrúar, 10 daga páskaferð til Ischgl
og Crans-Montana 18.-27. mars.
Leitið upplýsinga.
FERÐASKRIFSTOFA
18. febrúarog
4. mars
Verð frá
kr. 52.500,-
GUÐIUIUNDARiONASSONAR HF.
Borgartúni 34, sími 83222.
COSPER
-Slepptu strax, það er kvenmaður að koma.
ALP0VA
ELDHUS
alvegframtilpia
'urrv l Vindaloo
úðay l Svínakjöt vindalc
bhajias 1 Rogansjosu
;teikt I Larnb
neti b 1 með hnetum
Korma
Gosht
Kjöt í karry
Tandoori
HLAÐBORÐ
með fjölmörgutn
girnilegum
karrúréttum
kl 1830-22.00.
tandoon
ÓÐINSVf
Ih^restaurani
iRnrðapantanir, si^-