Morgunblaðið - 25.10.1988, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1988
55
Sigrún Eðvaldsdóttir (t.v.) og Selma Guðmundsdóttir eftir tónleikana í Miinchen.
Steypu-
hrærivélar
BEGA útiljós
Bjartari framtíð
SELMA GUÐMUNDSDÓTTIR OG SIGRÚN EÐVALDSDÓTTIR
Þær gera garðinn frægan
ær Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðlu-
leikari og Selma Guðmunds-
dóttir, píanóleikari voru nýlega á
tónleikaferðalagi í V-Þýskalandi.
Fyrstu tónleikar þeirra voru haldnir
í Hamborg, því næst komu þær
fram í Munchen og að lokum í
Numberg. Ferðaáætlun þeirra var
ströng, en þær komu fram þrjú
kvöld í röð.
Aðdragandi tónleikanna í Ham-
borg var sá að þær Sigrún og Selma
léku á tónleikum í Helsinki fyrir
tveimur árum en þar kom Sigrún
fram fyrir íslands hönd á tónlistar-
hátíðinni „Ungir norrænir einleikar-
ar“. Að leik þeirra loknum bauð
fulltrúi Norður þýska útvarpsins
þeim að halda tónleika í hljómleika-
sal útvarpsins í Hamborg. Þeir tón-
leikar fóru fram í Hamborg 28.
september síðastliðinn og tókust
mjög vel. Tónleikunum verður út-
varpað í Þýskalandi á næstunni.
Forsvarsmenn tónleikanna í
Munchen og Númberg voru aðrir
aðilar, en þeir óskuðu eftir tónleik-
unum eftir að Sigrún vann til verð-
launa í tónlistarkeppni, sem kennd
er við Leopold Mozart í Augsburg
í V-Þýskalandi á síðastliðnu ári.
Fyrri tónleikarnir voru haldnir í
Theater in der Leopoldstrasse í
Múnchen, en þeir slðari í hinni
glæsilegu St. Sebald kirkju f Núm-
berg. A tónleikunum voru leikin
verk eftir Mozart, Ysaye, Sigurð
Garðarsson (,,Poem“) og Debussy.
Fjölmargir áheyrendur vom á báð-
um tónleikunum og var flytjendum
vel fagnað að leik loknum. Akveðið
hefur verið að gefa hluta af síðari
tónleikunum út á plötu í Þýskalandi
nú í vetur.
Selma Guðmundsdóttir hefur að
undanfömu dvalist í París og hélt
hún síðan einleikstónleika þar í Al-
þjóðlegu tónlistarmiðstöðinni 11.
október síðastliðinn. A annað
hundrað áheyrendur sóttu tónleik-
ana og var Selmu mjög vel fagnað.
Sigrún Eðvaldsdóttir starfar nú í
Miami í Florida, bæði sem einleik-
ari og sem félagi I strengjakvart-
ett, en hún lauk í vor námi við einn
virtasta tónlistarskóla Banda-
ríkjanna, Curtis Institute of Music
í Philadelphia. Hún kemur fram við
upphaf tónlistarkeppninannar
„Ungir norrænir einleikarar" sem
haldin er í Reykjavík nú þessa dag-
ana. Þá ætlar hún og Selma einnig
að halda tónleika á Akureyri á veg-
um tónlistarfélagsins þar.
Það sem gerir byggingu að
listaverki er lýsingin og
þar er Bega i fyrsta sæti.
ÁRVÍK
ÁRMÚLI 1 -REYKJAVlK-SlMI 687222 -TELEFAX 687295
MICHAEL JACKSON
Sendi apann
sem svaramann
Það er ekki að undra þótt brúð-
kaupsgestir rækju upp stór
augu þegar apinn hans Michaels
Jacksons mætti sem svaramaður
í brúðkaup vinar Michaels og
framkvæmdastjóra, Bobs Dunns.
Stórpopparinn Michael hafði því
miður ekki komist sjálfur og sendi
apann í sinn stað. John Shneider
og unnusta hans litu eftir apanum,
en ströng gæsla reyndist óþörf:
„Hann er skemmtilegur náungi og
kom mjög vel fram. Hinsvegar
hafði hann á móti því_ að vera í
jakkanum" segir John. A myndinni
má sjá hjúin með apann hans Mic-
haels, glæsilegan á velli, í smók-
ingjakka, með bindi og sólgler-
augu.
Duni
UIV1BOOIE3
Allt
í röð og reglu
- án þess að vaska upp!
Komdu kaffistofunni á hreint.
Duni kaffibarinn sparar þér bæði
tíma og fyrirhöfn.
Getur staðið á
borði eða hangið / Hö^ur(tostk)
uppá vegg.
En það besta er:
Ekkert uppvask. / oafT1ta,s kr.
kr.
kr.
^»™/e000stUr
s°luskðttur kr
2.560,-
838,-
FAINIIMIR HF
Bíldshöfða 14 s: 67 25 11
RENOLD
kedjur
tannhjól
og girar
Æ
Á
/a
/A
jgsf
pgyNS^
þjÓA'
USTA
PEKKIN6
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8
SÍMI 84670