Morgunblaðið - 02.11.1988, Síða 1

Morgunblaðið - 02.11.1988, Síða 1
64 SÍÐUR B Sovétríkin: 80 handteknir í borginni Mínsk Táragasi beitt gegn þúsundum manna Moskvu. Reuter. SVEITIR sovéskra lögreglumanna beittu táragasi gegn þúsundum manna sem safnast höfðu saman í borginni Mínsk í Hvíta-Rússlandi á sunnudag. Talsmaður Minnisvarðahreyfíngarinnar en svo nefinast samtök sem berjast fyrir því að fórnarlömb ógnarstjórnar Jósefs Stalíns, fyrrum Sovétleiðtoga, fái uppreisn æru, skýrði frá þessu í viðtali við Reuíers-fréttastofuna í gær. Talsmaðurinn, Karína Músa- eljan, sagði að 80 manns hefðu verið handteknir en hinir ýmsu hóp- ar sem beijast fyrir auknum lýðréttindum í Hvíta-Rússlandi boðuðu til mótmælanna. Heimildarmaður Reuters sagði að á meðal þeirra sem þátt tóku í mótmælunum hefðu verið félagar í nýstofnaðri Þjóðfylkingu Hvíta- Rússlands en sambærileg samtök hafa á undanfömum mánuðum hlotið viðurkenningu stjórnvalda í Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Dmítrí Leonov, sem er félagi í Minn- isvarðahreyfingunni, sagði yfirvöld í Mínsk í fyrstu hafa gefið munn- legt leyfi fyrir fundahöldunum. Tveimur dögum síðar hefði leyfið á hinn bóginn verið afturkallað á þeim forsendum að ekki væri hefð fyrir slíkum fjöldafundum í borginni. Kvað hann fundarmenn engu að síður hafa safnast saman nærri kirkjugarði einum í úthverfi Mínsk á sunnudag og hefðu lögreglusveit- ir beitt táragasi til að dreifa mann- fjöldanum. Ótiltekinn fjöldi fólks hefði þá afráðið að boða til fundar í Kúrapatí-skógi í nokkurra kíló- metra íjarlægð. Lögreglan hefði lokað svæðinu af og beitt táragasi gegn fólki sem safnast hefði saman á akri einum í nágrenninu. Nýverið fundust fjöldagrafir í Kúrapatí- skógi og reyndust þær geyma jarð- neskar leifar fólks sem sveitir ör- yggislögreglu myrtu í valdatíð Stalíns. Að sögn Karínu Músaeljan tóku á milli 10.000 til 30.000 manns þátt í mótmælunum í Mínsk. A sama tíma og lögregla lét til skarar skríða í Mínsk sóttu um 600 félag- ar í Minnisvarðahreyfingunni úti- fund í Moskvu, sem stjórnvöld höfðu lagt blessun sína yfir. ísraelskir hermenn standa vörð við bifreið sem varð fyrir sprengjuárás í Jerúsalem í gær. Þrír ísraelar særðust í árásinni. Á innfelldu myndinni greiðir Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels og leiðtogi Likud-flokksins, atkvæði i þingkosning- unum en Shamir lýsti yfir því í gærkvöldi að hann gæti myndað nýja meirihlutastjórn í ísrael. Reuter Hægri flokkar og heittrúarmenn auka fylgi sitt í þingkosningunum í ísrael: Shamir kveðst seta mynd meirihlntastj óm að nvia Jerúsalem. Reuter. Afganistan: Sovéskar eldflaugar í skotstöðu Washington. Reuter. TALSMAÐUR bandaríska utan- ríkisráðuneytisins sakaði Sovét- menn í gær um að hafa komið upp eldflaugum af gerðinni „Scud“ í Afganistan. Kvað hann stjórnar- herinn í Afganistan geta beitt eld- flaugum þessum til árása á stöðv- ar afganskra frelsissveita í Pakist- an og hét sfjórnvöldum í síðar- nefhda landinu fúllum stuðningi Bandaríkjamanna. Talsmaðurinn, Charles Redman, sagði ekki hversu margar eldflaug- araar væru en kvað þær vera í skot- stöðu. Á mánudag skýrði Redman frá því að herþotur frá Sovétríkjun- um hefðu verið sendar til árása á stöðvar afganskra skæruliða auk þess sem leppstjóm Sovétmanna í Afganistan hefði nýlega borist 30 háþróaðar orustuþotur frá Sovétríkj- unum. Talsmaður sovéska utanríkis- ráðuneytisins viðurkenndi á mánu- dag að stjórnarhemum í Afganistan hefði verið send ný og fullkomin vopn til að vega á móti vopnasend- ingum Bandaríkjamanna til skæru- liða. Charles Redman sagði upplýs- ingar þessar vekja upp efasemdir um að Sovétmenn vildu í raun stuðla að pólitískri lausn ófriðarins í Afganist- an. HVORUGUR stjórnarflokkanna í ísrael nær hreinum meirihluta á þingi ef marka má spá israelska ríkissjónvarpsins um úrslit þing- kosninganna, sem birt var í gær- kvöldi skömmu eftir að kjörstöð- um var lokað klukkan 20 að íslenskum tíma. Yitzhak Shamir, leiðtogi Likud-flokksins og for- sætisráðherra Israels lýsti því hins vegar yfir seint í gærkvöldi að hann gæti myndað nýja meiri- hlutastjórn með stuðningi ann- arra hægri flokka og samtaka heittrúarmanna, sem spáð er auknu fylgi. Stjórnarflokkunum, Likud-flokknum og Verkamanna- flokki Shimons Peresar, utanrík- isráðherra, var báðum spáð fylg- istapi. Endanleg úrslit kosning- anna verða ekki kunn fyrr en eftir þijá daga. Embættismenn sögðu kosninga- þátttökuna hina mestu frá árinu 1949 er fyrst var kosið til þings í Israel. Stjórnmálaskýrendur höfðu látið það álit í ljós að mikil kosninga- þátttaka kæmi hægri mönnum til góða. Þá höfðu sérfræðingar einnig sagt að árás Palestínumanna á stræt- isvagn í Jeríkó á sunnudag, sem kostaði ísraelska móður og þijú börn hennar lífið, myndi að líkindum leiða til fylgisaukningar, hægri manna. Samkvæmt tölvuspá sjónvarpsins, sem byggð var á svörum almennings á 46 kjörstöðum í landinu, vinna flestallir flokkar heittrúarmanna og hægri manna, að frátöldum Likud- flokknum, á í kosningunum. Þannig mun nýr flokkur öfgafullra hægri manna, Moledet (Fóstuijörðin) fá tvo menn kjöma en samtök þessi hafa það á stefnuskrá sinni að flytja alla araba frá ísrael. Verkamannaflokk- urinn mun, samkvæmt spánni, tapa tveimur þingsætum og fá 39 menn kjöma en Likud-flokkurinn 40 menn og þannig tapa þremur þingsætum frá í síðustu kosningum. Yitzhak Mondai, einn ráðherra Likud-flokksins í fráfarandi ríkis- stjóm, lýsti yfir því í gærkvöldi að flokkur hans gæti myndað nýja meirihlutastjóm ásamt öðmm flokk- um hægri manna og samtökum heit- trúarmanna. Flokkar þessir hefðu samtals 62 sæti en 120 menn sitja á ísraelsþingi. Shimon Peres vildi sem minnst segja um tölvuspána og kvað of snemmt að segja til um úr- slitin. 2,9 miljónir manna vom á kjör- skrá þar af 347.000 arabar og drús- ar. Rúmlega 1,7 milljón Palestínu- manna á herteknu svæðunum hafði hins vegar ekki kosningarétt en meginmál kosninganna var hvemig bregðast bæri við uppreisn þeirra, sem staðið hefur í tíu mánuði. Leið- togar Palestínumanna höfðu hvatt til tveggja daga verkfalls en ísraelsk- ir hermenn lokuðu vesturbakka Jórd- anár og Gaza-svæðinu og komu á útgöngubanni. ísraelskar herþotur gerðu í gærmorgun árásir á stöðvar Palestínuskæruliða í Líbanon og féllu að minnsta kosti fjórir. Þá særðust þrír ísraelar er sprengja sprakk í austurhluta Jerúsalemborgar. Sjá einnig frétt á bls. 24. Noregur: Þungt vatn selt áfram til Indlands Osló. Reuter. YFIRVÖLD í Noregi staðfestu í gær að 15 tonn af þungu vatni, sem norska fyrirtækið Norsk Hydro seldi vestur-þýsku fyrir- tæki, Rohstoff-Einfúhr, árið 1983, hefðu verið seld áfram til Ind- lands. Þungt vatn má nota til að fram- leiða kjamorkusprengjur en sam- kvæmt alþjóðareglum er óheimilt að selja Indveijum meira en eitt tonn af þungu vatni. Að sögn Tors Axels Busch, aðstoð- arríkissaksóknara Noregs, var þunga vatnið flutt frá Noregi til Basel í Sviss en þaðan var það flutt til Bombay á Indlandi. Kvað hann norsk yfirvöld einnig hafa sannanir fyrir því að 6,7 tonn af þungu vatni frá Sovétríkjunum hefðu verið fiutt til Indlands með sömu flugvél,- Reuter Kohl ogMitterrand heiðraðir ÞEIR Francois Mitterrand Frakklandsforseti (t.v.) og Helmut Kohl, kansl- ari Vestur-Þýskalands, veittu í gær viðtöku verðlaunum sem kennd em við Karlamagnús konung Franka og keisara Hins heilaga rómverska keisaradæmis, sem safnaðist til feðra sinna snemma á níundu öld. Verð- laun þessi em veitt á ári hveiju og em viðurkenning til handa þeim sem þykja hafa stuðlað að aukinni einingu meðal Evrópuþjóða. Kurt Me- langré (t.h.), sem á sæti á þingi Evrópubandalagsins, afhenti leiðtogunum verðlaunin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.