Morgunblaðið - 02.11.1988, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988
Hugleiðingar eftír
stj órnarkreppu
eftir Sveinbjörn S.
Björnsson
Dagana er stjómarkreppa gekk
yfir virtust margir hafa misst sjón-
ar á því að þjóð okkar býr við alvar-
legan vanda er við höfum að öllum
líkindum aldrei skilið eða skilgreint.
Með grein þessari hyggst ég
hvorki skilgreina vandann né leysa,
því hann er flóknari en svo. Hug-
myndin er að koma með sjónarmið
sem gætu vakið umræður og leitt
til þess að við skiljum vandann bet-
ur á eftir, getum skilgreint hann
og fundið lausn er bæti þetta þjóð-
félag. Það líður engum vel til lang-
frama í þjóðfélagi með þau upp-
lausnareinkenni er víða má sjá hér.
Þjóðarbúskapurinn er
„búskapur" okkar allra
Mörgum yfirsést að þjóðarbú-
skapurinn er vandi okkar hvers og
eins. Þegar upp er staðið er það
fólkið í landinu sem bæði skapar
tekjumar og ráðstafar þeim. Ef
enginn væri búsettur á íslandi,
væru engar tekjur né gjöld. Það eru
einstaklingamir allir til samans sem
mynda þjóðartekjumar og ráðstafa
þeim. (Þó má segja að tekjur gætu
myndast þó enginn byggi hér, t.d.
ef fískveiðilögsagan væri leigð og
íslendingar byggju á jósku heiðun-
um.) Fyrirtækin í landinu eru að-
eins hluti af þjóðarheimilinu. En það
sem hefur alltaf verið pólitískt
þrætuepli, og sennilega verður allt-
af, er hvemig skipta á tekjunum
milli íbúanna. En það gengur ekki
til lengdar að þessi þræta leiði stöð-
ugt til þess að í heild ráðstafí þjóð-
in meiru en hún aflar.
Hver Qölskylda eyðir 157
þús. kr. af erlendum
gjaldeyri umfram tekjur
áári
Hvemig er þá staða þjóðarbú-
skaparins? Samkvæmt upplýsing-
um frá Þjóðhagsstofnun frá því í
júlí er reiknað með að svokallaður
viðskiptajöfnuður verði með halla
upp á 11,2 milljarða á þessu ári
miðað við núverandi verðlag. Þessi
tala gefur til kynna að við öll eyðum
meira en við öflum. Erfítt er að
skilja stærð þessarar tölu þegar hún
er reiknuð á okkur öll saman. Skipt-
um henni því niður á milli okkar,
miðum við heimilisbúskap, þ.e. vísi-
töluheimilið. Áætlum að 71.500
vísitölufjölskyldur séu búsettar á
íslandi, þ.e. 3,45 einstaklingar í
hverri fjölskyldu. Þá eyðir hver §öl-
skylda 157 þús. kr. á þessu ári á
núverandi verðlagi af gjaldeyri
umfram það sem þessi fjölskylda
aflar.
Áætlað er að allar fjölskyldur í
landinu eyði 97,85 milljörðum af
gjaldeyri á öllu árinu á núverandi
verðlagi. En ef þessu er aftur deilt,
eyðir hver fjölskylda einni milljón
og 368 þús. kr. á ári á núverandi
verðlagi. Hér er meðtalinn kostnað-
ur vegna skulda okkar erlendis.
Tekjur þessarar flölskyldu í erlend-
um gjaldeyri verða ein milljón tvö-
hundruð og ellefu þúsund krónur.
Niðurstaðan er að ráðstafað er
meiru af erlendum gjaldeyri í kaup
á vörum, þjónustu og í kostnað
vegna skulda erlendis en tekjur
okkar eru í erlendum gjaldeyri.
Munurinn nemur 157 þús. kr. á
hveija ljölskyldu í landinu.
Þetta hefur verið vandamál
íslensku þjóðarinnar í mörg ár, í
áratugi. Þegar meiru er eytt en
aflað er verða menn peningalausir.
Lausn á slíku vandamáli er að fá
peninga að láni þegar einhver vill
lána. Ef enginn vill lána í slíkri
stöðu verða menn gjaldþrota. Ef
menn fá lánað og eyða stöðugt
meira en þeir afla hækka skuldimar
og þar með vaxtakostnaðurinn, og
ávallt erfíðara verður að borga nið-
ur skuldimar. Þetta skiljum við öll
nú, eftir að það varð viðurkennt að
við eigum að borga til baka það sem
við fáum lánað.
Efhahagsmálin varða þig
persónulega
Fæstir íslendingar horfa á efna-
hagsvandamál þjóðarinnar sem mál
sem þá varðar persónulega. Margir
telja þau vera vandamál ríkisstjóm-
ar, atvinnurekenda, fjármagnseig-
enda. Við krefjumst þess sem okkur
ber. Hvað það er, fer eftir ýmsu.
T.d. er tekin viðmiðun af lífskjörum
fólks í nágrannalöndunum (eða í
öðrum landshlutum o.s.frv.).
Það er e.t.v. ekki undarlegt þótt
við sjáum efnahagsvandamál í
þessu ljósi, eins og umræðan er
meðal stjómmálamanna, frétta-
manna og forystumanna stéttarfé-
laga. Okkur er talin trú um að ein-
hveijir eigi að borga, t.d. ríkissjóð-
ur, atvinnurekendur, fjármagnseig-
endur eða einhveijir sem hentugt
er að benda á hveiju sinni. Það virð-
ist enginn hafa þor til að segja fólk-
inu að þegar upp er staðið eru það
allir landsmenn sem eyða umfram
telqur. Sannleikurinn er að „kaup-
geta“ okkar allra er fölsk. Hún er
byggð á lántökum erlendis. Það sem
eytt er umfram tekjur okkar í er-
lendum gjaldeyri er tekið að láni.
Við viljum ekki lækka kaup-
getuna. Við notum kjör hinna
lægstlaunuðu til að afsaka kröfur
okkar um aukinn kaupmátt. Á tylli-
dögum tölum við um að nauðsyn-
legt sé að hækka laun hinna lægst-
launuðu, en þegar að framkvæmd
kemur, eru það einmitt þeir sem
eftir sitja, á meðan aðrir bæta kjör
sín og síðan er bent á þennan sama
hóp þegar þjóðarreikningamir sýna
of mikla eyðslu og að nauðsynlegt
sé að minnka kaupgetu allra í þjóð-
félaginu. Þá er sagt, ekki má hrófla
við samningunum, sjáið laun hinna
lægstlaunuðu.
Það má spyija hveijir það eru í
þjóðfélaginu sem eiga að taka
ákvörðun um skiptingu þeirra tekna
sem eru til skiptanna. E.t.v. eru það
atvinnurekendur og verkalýðsfélög,
eða eru það stjómmálamennimir?
Það hefur hvarflað að manni að
stjómmálamenn okkar sjái ekki
þennan vanda, sem felst í falskri
kaupgetu, sem er byggð á erlendu
lánsfé.
Óþægilegar staðreyndir
Það er oft mjög erfítt að horfast
í augu við staðreyndir, sérstaklega
ef þær eru óþægilegar. Við sópum
vandamálunum undir teppi, teljum
okkur um leið trú um að þar með
sé vandamálið úr sögunni. Viljum
við ekki horfast í augu við sjálf
okkur?
Útlendingur, menntaður hag-
fræðingur, vann hér í þijú ár við
erlenda stofnun. Við brottför héðan
var hann spurður um skoðun sína
á Islandi, sérstaklega efnahagsmál-
um, eftir veru sína hér. Hann svar-
aði:
— Þið eruð um 245 þúsund íbúar
sem byggið þessa eyju. — Landið
er eldfjallaeyja, um 103 þús. km2.
Staðsetning: Norður-Atlantshaf að
mestu norðan 64. breiddargráðu.
Heimskautsbaugur snertir norður-
strönd landsins. Sumarhiti er lágur,
landið er illa fallið til landbúnaðar.
— U.þ.b. 1.000 sjómílna sigling er
til höfuðborgar ykkar frá mégin-
landi Evrópu. Fjarlægð ykkar er
enn meiri ef hún er skoðuð sem
kostnaður. T.d. kostar álíka mikið
að flytja 20 feta gám frá Svíþjóð
til Japans eins og sama gám frá
Svíþjóð til Reykjavíkur. — Náttúru-
auðlindir ykkar eru auðug fískimið
og orka. — Þið hafíð mjög einhæft
atvinnulíf, fiskveiðar og fiskvinnslu.
Mjög miklar sveiflur í afkomu ein-
kenna þennan atvinnuveg.
— Það sem greinir þennan at-
vinnuveg frá atvinnuvegum iðn-
væddu landanna í nágrenni ykkar
er hversu sveiflur í afkomu hafa
mikil áhrif á afkomu þjóðarbúskap-
arins. Kaupgeta almennings vex
mjög hratt þegar um uppsveiflu er
að ræða. Stór hópur launþega fær
hækkun í tekjum í takt við aukn-
ingu afla eða hækkun á afurðum.
Eftirspum þessa hóps veldur síðan
keðjuverkun út um þjóðfélagið.
Áhrifín eru meiri en stærð hópsins
segir til um þar sem meðaltekjur
þessa hóps eru mun hærri en tekjur
annarra hópa í þjóðfélaginu. Til
samanburðar má nefna iðnfyrirtæki
í nágrannalöndunum sem fær tvö-
falt hærra verð fyrir afurðir sínar
og eykur framleiðslu sína. Verður
nær engin hækkun á launakostnaði
fyrirtækisins. Við sömu aðstæður í
sjávarútvegi aukast launagreiðslur
nær því að sama skapi og fram-
leiðsluverðmætið. í iðnaðardæminu
fara auknar tekjur t.d. til að styrkja
fjárhag fyrirtækisins, eða til fjár-
festinga í nýjum fyrirtækjum. Hag-
vöxtur fyrirtækisins skilar sér mun
seinna til launþega.
— Þið hafið fómað innlendum
iðnaði, er var nær eingöngu fyrir
heimamarkað, fyrir samninga við
EFTA7EB. Erfítt er að sjá hvaða
ávinning þessir samningar hafa
fært þjóðarbúskap ykkar.
— Þar sem nú er orðinn mjög
lítill iðnaður fyrir heimamarkað, er
aukning í kaupgetu landsmanna
vegna aukinna tekna launþega í
sjávarútvegi, að sama skapi aukn-
ing í eftirspum eftir innfluttum
vömm og þar með eftirspum eftir
erlendum gjaldeyri. Sveiflumar
væru ekki eins miklar ef hér væri
meira framboð af innlendum vörum.
— Á samdráttarskeiði er mjög
erfítt að draga úr kaupgetu og
færa hana til fyrra horfs. Fólk hef-
ur vanist ákveðnum lífsvenjum, en
verðlag allt hefur færst upp vegna
meiri eftirspumar. En þegar á að
draga saman seglin eru launþegar
ekki í stakk búnir til að draga úr
kaupgetu sinni. Þannig myndast
viðskiptahalli sem er fjármagnaður
með erlendum lánum.
— Ykkar efnahagsumhverfí er
ekki einstakt. Finna má fólk sem
býr á landsvæði þar sem efnahags-
legt umhverfí er líkt ykkar, og má
þá helst nefna norðursvæðin, þ.e.
Norður-Noreg, Grænland, Ný-
fundnaland og Færeyjar. Þið hafið
e.t.v. betri og afkastameiri sjávar-
útveg en ekki í þeim mæli að þið
getið haldið uppi lífskjörum sem eru
sambærileg við t.d. meginland Evr-
ópu, Suður-Noreg, Danmörku eða
Kanada. Margt bendir til að þið
verðið að fá tilsenda peninga eins
og þessi svæði sem áður em nefnd.
Þið fáið peningana í formi Iána, en
hinir fá þá í formi styrkja og niður-
greiðslna.
— Viðurkennt er að íslendingar
em mjög stolt þjóð og ekki má
undir neinum kringumstæðum
bjóða þeim efnahagsaðstoð. En
samt má gera það óbeint, eins og
með því að láta þá fá að sjá um
framkvæmdir fyrir NATÓ á verði
sem þeir fá sjálfír að setja upp. Þið
byggið flugstöð og látið NATÓ
borga dýrasta hluta framkvæmd-
Sveinbjörn S. Björnsson
„Það er oft mjög erfítt
að horfast í augu við
staðreyndir, sérstak-
lega ef þær eru óþægi-
legar. Við sópum
vandamálunum undir
teppi, teljum okkur um
leið trú um að þar með
sé vandamálið úr sög-
unni. Viljum við ekki
horfast í augn við sjálf
okkur?“ (
anna á verðlagi sem þið setjið upþ
sjálfír, olíubirgðastöð o.fl. o.fl.
— Þið fáið lán erlendis sem eru
á kjörum sem ekki eru í neinu sam-
ræmi við skuldastöðu ykkar og við-
skiptahalla ár eftir ár.- Þið hafið
mjög færa menn sem borið er traust
til af frammámönnum í hinum al-
þjóðlega fjármálaheimi. Það er talið
mjög öruggt að lána íslendingum
m.a.:
a) Þeir borga á réttum gjalddög-
um, þó svo að þeir taki ný lán fyr-
ir afborgunum og vöxtum.
b) íslendingar eru gulltryggðir
þar sem þeirra skuldir verða borg-
aðar. Þá er ekki spurt hveijir munu
borga.
— Lítill agi er í íslensku þjóð-
félagi. Verkalýðsfélög eru óábyrg.
Auðvelt er fyrir hóp manna að
stöðva þjóðfélagið með ólöglegum
aðgerðum, því ekki er til staðar
agaður her til að ganga inn í störf
sem ekki eru unnin vegna ólöglegra
vinnustöðvana. Vinnulöggjöf ykkar
er mjög gölluð, sérstaklega ef litið
er á þessar sérstöku aðstæður ykk-
ar hér.
— íslenskir atvinnurekendur eru
í þeirri stöðu, sérstaklega þar sem
atvinnuvegimir eru svona einhæfír,
að geta gert óábyrga kjarasamn-
inga, því þeir vita að ef samið er
um laun sem þeir geta ekki borgað
þá mun ríkisvaldið leiðrétta stöðu
atvinnuveganna með gengisfell-
ingu. Með aukningu skulda fyrir-
tækja í erlendum gjaldeyri og vísi-
tölubindingu innlends fjármagns er
þessi leið ekki lengur jafn fysileg.
Sparifjáreigendur borga ekki leng-
ur hluta af kostnaði er á fyrirtækin
fellur við óraunhæfa kjarasamn-
inga. Skuldir fyrirtækjanna rým-
uðu á ámm áður við verðbólgu, sem
var m.a. afleiðing gengisfellinga.
— Við þann óstöðugleika sem
verið hefur hér, sérstaklega eftir
árið 1971, þá smátt og smátt miss-
ir fólk trú á stjómvöld, treystir
ekki að aðgerðir og ákvarðanir
standi lengi. Allt efnahagslegt um-
hverfi er mjög óstöðugt sem veldur
því að fólk virðist ekki treysta því
að það fái að kaupa vörur á verði
sem ákveðið er, því verður mikið
kaupæði hjá fóíki ef það sér t.d.
að tollar eða gjöld em lækkuð af
vömm, samanber bíla. Það treystir
ekki á að safna fyrir hlutunum og
kaupa síðar, jafnvel eftir að sparifé
er vísitölubundið auk hárra vaxta.
Fólkið virðist ekki treysta stjóm-
völdum, trúir jafnvel á að vísitölu-
binding á fjármagn verði tekin úr
sambandi ef kaupgeta þess dregst
of mikið saman. Sama er um fólkið
sem stjómar fyrirtækjunum, óstöð-
ugleikinn veldur því að heilbrigður
rekstur á erfítt með að dafna.
— Mjög dýrt er fyrir svo fáa íbúa
að halda öllu þessu landi í byggð.
Ef fólk fengi að vita hvað það kost-
aði væri að öllum líkindum rekin
allt önnur byggðastefna. Þau vinnu-
brögð sem viðhöfð em í byggðamál-
um em víða þekkt þar sem fjöldi
íbúa bak við hvert atkvæði er mis-
munandi eftir búsetu. Stjómmála-
menn keppast því um atkvæði í
fámennum byggðarlögum en skatt-
greiðendur fá aldrei að vita kostn-
aðinn við byggðastefnuna. Ef á
þessum málum væri tekið af raun-
sæi, er alls ekki gefið að færra fólk
byggi utan höfuðborgarsvæðisins,
en það væri ekki þessi tortryggni
milli fólks eftir landshlutum.
— Taldar em litlar líkur til að
fínna hæfan stjómmálaleiðtoga í
svo litlum hópi fólks sem íslenska
þjóðin er, til starfa í lýðræðisþjóð-
félagi, sem ykkar er. En það sem
stjómmálamenn ykkar gætu lært
af Margréti Thatcher, sem er ótví-
ræður stjómmálaleiðtogi, er hvem-
ig hún kann að skýra út fyrir þegn-
um sínum hvaða vandamál það em
sem þeir sameinaðir standa frammi
fyrir. Hún fær fólkið til að skilja
og það sameinast um hennar mark-
mið. Maður skyldi ætla að það
væri auðvelt fyrir stjómmálamenn
í svo litlu samfélagi sem ykkar er
að sameina fólkið um ákveðið mark-
mið, en af framansögðu em víst
litlar líkur til að sá maður finnist
í ykkar hópi. En þið skulið ekki
hætta að leita! En þið munuð e.t.v.
fá áður en langt um líður sameigin-
legt markmið, sem þið vonandi
munið öll skilja, það er að halda
efnahagslegu sjálfstæði ykkar.
— Þið væruð að öllum líkindum
í mjög slæmri stöðu í dag ef að
ykkur hefði ekki tekist að færa fisk-
veiðilögsögu ykkar út í 50 og síðar
í 200 sjómflur, sem ykkur tókst
vegna smæðar og vöntunar á sjó-
her. Hætt er við að hér væri mun
færra fólk en nú er eða sami fjöldi
með mun verri lífskjör, af því gefnu
að um engar frekari lántökur hefði
verið að ræða eða styrki.
Niðurlagsorð
Glöggt er gests augað, eins og
sagt er. Það getur verið erfítt fyrir
stoltan íslending að þurfa að hlusta
á útlending sem hefur sett sig inn
í mál hér. Við viljum helst ekki
annað heyra en að landið sé fagurt
og frítt og að við séum framúrskar-
andi gáfuð og dugleg. En okkur er
hollt að heyra skoðanir annarra, og
það getur hjálpað okkur til að
þekkja sjálf okkur og vandamál
okkar.
Ef við eigum að hafa nokkra von
um að geta leyst vandamálin, verð-
um við að sjá þau og skilja. Þá er
átt við alla landsmenn, launþega,
hvar í launastiganum sem þeir
standa, stjómmálamenn, atvinnu-
rekendur, verkalýðsleiðtoga og fjár-
magnseigendur, en þó alveg sér-
staklega kjósendur. Það verður að
koma umræðu um mál okkar á það
stig að við, fólk flest, skiljum hvað
um er að ræða. Okkur vantar vand-
aða og faglega fjölmiðlun um efna-
hagsmál, Ijölmiðil sem hefur á að
skipa sérfræðingi um efnahagsmál.
Stjómmálamenn, verkalýðsleið-
togar, atvinnurekendur komast upp
með fullyrðingar sem er með ólík-
indum rangar og misvísandi. Það
vantar sérhæfingu innan frétta-
mannastéttarinnar, það gæti verið
mjög arðbær fjárfesting fyrir þjóð-
félagsþegnana að fá vandaða og
faglega fjölmiðlun um efnahags-
mál.
Þessi orð má ekki skilja svo að
ekki hafí margt gott verið gert á
íjölmiðlasviðinu, heldur að það hef-
ur verið gert af vanefnum. Ymislegt
bendir til að umræðan verði að hefj-
ast í fjölmiðlunum.
Ef við íslendingar tökum okkur
saman og sjáum vandamálið, efast
enginn um að við getum unnið á
vandanum. E.t.v. verða það fjöl-
miðlarnir sem hjálpa okkur við að
koma auga á vandann.
Höfundur er frtunkvæmdastjóri
Ofnasmiðjunnar hf.