Morgunblaðið - 02.11.1988, Síða 20

Morgunblaðið - 02.11.1988, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988 Minning: Ragnar Kjartansson myndhöggvari Fæddur 17. ágiist 1923 Dáinn 26. október 1988 Það var sl. vor sem Ragnar Kjart- ansson, tengdafaðir minn, bað mig að sinna smá erindi fyrir sig. Hann lá fársjúkur í Borgarspítal- anum og það var ekki mikið sem við, Qölskyldan hans, gátum gert fyrir hann, svo þessi beiðni gladdi mig mikið. „Ég ætla að biðja þig,“ sagði hann og brosti kíminn, „að fara með bréf fyrir mig niður á Biskupsstofu í Suðurgötu." „Já, já,“ sagði ég að bragði og rejmdi að láta hann ekki sjá hvað ég var hissa, gerði reyndar mitt besta til að hemja neðri kjálkann sem hafði vissa tilhneigingu á þess- ari stundu til að síga í opinmynnta undrun sem mundi gefa Ragnari tækifæri til að stríða mér, en slíkt tækifæri lét hann sér sjaldan úr hendi sleppa. Því þó fársjúkur væri var alltaf grunnt í stríðnisglampann í augnkrókunum. „Auðvitað fer ég niður á Biskups- stofu fyrir þig með bréf,“ sagði ég hressilega. „Get ég ekki tekið annað fyrir þig til Guðs almáttugs, fyrst þú ert farinn að standa í bréfaskrift- um við æðri máttarvöld." „Nei, nei,“ sagði Ragnar, „þar þarft þú ekki að vera neinn bréf- beri fýrir mig. En mig langar að senda nokkrar ljóðaþýðingar niður á Biskupsstofu, ég er að vona að þeir gefi þær út í Kirkjuritinu. Gjörðu svo vel,“ sagði hann svo og rétti mér bréf, „lestu sjálf, ég sé að þú ert orðin úteyg af forvitni." Bréfið sem hann rétti mér var óvenju yndislegt. Það var frá dóttur hans, Ingu Siggu, sem búsett er í Þýskalandi. Hún skrifaði foður sínum að hún hefði þýtt þessi ljóð, ekki með það fyrir augum að fá þau prentuð og gefín út, „heldur rétt fyrir sjálfa mig“, segir hún. „Og sérstaklega þegar ég rekst á bók eins og þessa, sem er eftir lútersk- an prest sem heitir Jörg Zink. Hann hefur skrifað margar bækur sem koma sér vel hversdagslega hjá venjulegu trúuðu og leitandi fólki. Hann skrifar hér um þögnina. Ég þýddi þessi ljóð fyrir þig pabbi minn, af því þú gafst mér svo vermandi hvatningu með því að verða svo hrifínn af ljóðinu sem ég sendi þér um bænina — en það ljóð þýddi ég eingöngu af þörf, sem stafar líklega af því að ég bið alltaf á íslensku." Hann átti það tilað vera ólíkinda- tól hann Ragnar. Í sinni miklu ein- semd sem ailtaf fylgir fólki sem á í langri og erfíðri baráttu við sjúk- dóm, vissi ég, að hann notaði hverja stund ef hann gat setið uppi til áð mála og teikna myndir sem urðu okkur ^ölskyldu hans alltaf jafn kært undrunarefni fyrir hve falleg- ar og lifandi þær voru — en að hann stæði í einlægum og hvetjandi bréfaviðskiptum við dóttur sína um „bænina" og trúna, það var eitthvað sem mér hafði aldrei dottið í hug. — En auðvitað átti mér að hafa dottið það f hug. Því öil sú hlýja sem streymdi frá þessum stóra fyr- irferðarmikla og mér liggur við að segja hijúfa manni, gat ekki verið annarrar ættar en frá skapara hans. Það er gott að hugsa til dýr- mætra stunda þegar góður vinur er kvaddur. Hann gaf mér eitt sinn mynd af mörgum ijúpum sem kúrðu sig saman margar í hóp milli þúfna. LÍkt og þær væru að leita öryggis hver hjá annarri. Mér þótti mjög vænt um þessa mynd — ekki aðeins af því hve falleg hún er, eins og allt sem hann málaði, heldur Ííka vegna þess að það var eitthvað við þessa fugla sem minnti mig á hann sjálfan, þó aldrei hefði ég kjark til að nefna það við hann. En stundum fannst mér Ragnar vera hræddur við lífíð og kröfumar sem það gerði til hans, rétt eins og ijúpumar á myndinni minni. Hafí það hugboð mitt verið rétt, því stórkostlegar var að sjá hve óttalaus hann var við dauðann. Hann gat talað fijálst og með húmor um að það væri óþarfi fyrir okkur að vera svona áhyggju- full á svipinn yfír sjúkrabeði sínum, hann væri að deyja og það minnsta sem við gætum gert fyrir sig væri að verða svolítið toginleit þegar við kæmum við jarðarförina sína, en fram að því frábiði hann sér allan vælugang. Og auðvitað varð okkur þá á að skella upp úr mitt í öllum alvarlegheitunum og það átti nú við vininn. Hann hafði síst á móti því að fá viðbrögð við glannalegar at- hugasemdir sínar. Svo átti hann til að snúa skyndilega við blaðinu og segja setningar sem gáfu manni örlitla innsýn í djúpt gjafmilt og ríkt sálarlíf hans. Stundum fínnst mér allt mann- kynið skiptast í örlátar og naumar manneskjur. Örlæti þykir mér ein- hver besti eiginleiki sem manneskja getur þegið af Guði sínum. Fólk sem er örlátt á fé sitt og eignir til ann- arra hvort sem innistæðan er lág eða há er alltaf fólk sem er örlátt á tilfínningar sínar og hæfíleika. Ragnar hefði ekki getað verið sá iistamaður sem hann var ef hann hefði ekki einmitt búið yfír þessu hjartans örlæti til alls og allra. Þess vegna eru það fleiri en ég sem munu eiga hlýjar minningar um hann og geyma þær með sér. Ein minning er mér hugstæð nú — það var fyrir nokkrum árum ég hafði vérið mjög veik og var satt að segja ekki sérlega glæsileg á að líta. Horuð og kinnfískasogin með veikindagráma á andlitinu. Ég var í heimsókn á Ljósvallagötunni hjá þeim Dystu og Ragnari. Ég sá út- undan mér að Ragnar horfði alvar- legur og rannsakandi á mig, og mér þótti það óþægilegt, því Ragn- ar sýndi manni alltaf þann áhuga að taka eftir hvort peysan sem ver- ið værj í væri einmitt liturinn sem klæddi mann eða nýja klippingin væri sú rétta. Og nú vissi ég að hann mundi segja eitthvað um nærveru mína og útlit og ég vissi líka að hann yrði hreinskilinn því það var hann alltaf, hann kunni ekki annað. Og ég kveið fyrir að fá hreinskilinn dóm tengdaföður míns að þessu sinni. Þá sagði hann allt í einu hlýlega: „Veistu, ef þú hefðir ekki alltaf þessa hýru í aug- unum, þá mætti segja að þú litir mjög illa út.“ Að lokum vil ég vfkja aftur að ljóðaþýðingunum sem ég var send með á BiskUpsstofu. „Hún dóttir mín,“ sagði hann, „er að kenna mér að meta þögnina, hún skilur mig, hún veit hvað það er fyrir óhemju eins og mig að vera svona mikið einn. — Hún segir að þögnin — það að vera hljóður — sé ekki endilega að þegja, en það þýði að sleppa öllu skvaldri og segja aðeins það sem maður hefur áður heyrt innra með sér. — Þetta er gott hjá stelp- unni. — Skilaðu þessu til þeirra á Biskupsstofu." Guðrún Ásmundsdóttir Ég kynntist Ragnari fyrir um það bil tuttugu og fímm árum — sá vinskapur entist þar til hann dó fyrir nokkrum dögum. Allt þetta tímabil er fullt af góðum og skemmcilegum minningum þegar ég hugsa til Ragnars. Hann var bæði hugmyndaríkur og áræðinn, en um Ieið lítillátur, alltaf tilbúinn að skoða alla hluti hvort sem þeir voru frá grónum listamönnum eða nemendum í Iist. Hann átti alltaf til jákvætt orð fyrir hvem sem var og í þessi ár sem við þekktumst heyrði ég hann aldrei hallmæla nokkrum manni eða listaverki. Sjálfur var Ragnar einn af okkar bestu myndhöggvurum og þetta áræði og jákvæð hugsun hans birt- ist vel í myndum hans, t.d. í Auð- humlu á Akureyri, Ungur nemur gamall temur, á Hellissandi að ógleymdum Bárði Snæfeilsás á Hellnum þar sem fer saman hans eðlilega skynjun á umhverfí og frá- bær efnisnotkun en að auki þessir eiginleikar til að vinna með fólki — geisla frá sér orku sem allir fengu smá skammt af — Bárður Snæfells- ás er að mínum dómi besta minnis- merki um Ragnar og hans persónu sem til er. Auðvitað á þessi persónuleiki ótal nemendur í gegnum tíðina og ég held að allir dái hann fyrir bvað hann var jákvæður og fíjálslyndur. Fyrst þegar ég kynntist bonum kenndi hann í Myndlistaskólanum í Reykjavík og seinna í Myndlista- og bandíðaskóla íslands. Það var sama hvaða stefna var uppi, alltaf var Ragnar jafn jákvæður og ýtti undir hvaða hugmynd sem var — enda hafa nemendur hans dáð hann í gegnum tíðina. Það sem meira er — hann fylgdi þeim eftir, útvegaði þeim vinnu við list ef komið var úr framhaldsnámi erlendis. Og nú síðustu ár þegar Ragnar var orðinn mjög veikur og einhver leit inn til hans, þá var það ævinlega spum- ingin bjá honum: Hvemig gengur henni? Er hann kominn frá Þýska- landi? Hvað fer hann að gera? Hann spurði alltaf framtíðarspuminga um þá ungu sem hann trúði á. Það era þúsund hlutir sem ég gæti talið upp sem Ragnar hefur gert í lífinu og list sinni. Svo sem stofnun Myndhöggvarafélags Reykjavíkur, útisýningamar á Skólavörðuholti, hann gaf verð- mætt safn mynda til Nýlistasafns- ins — átti hugmyndina um Korp- úlfsstaði þar sem vinnustofur og aðstaða Myndhöggvarafélagsins er í dag. Þessi þáttur í starfí Ragnars er og verður ómetanlegur fyrir íslenskt listalíf í nútíð og framtíð. Það er afar erfítt að lýsa vini sínum sem maður er búinn að þekkja í 25 ár því myndimar og minningamar eru svo margar og allar þessar ótal myndir mynda eina heild sem hægt er að setja í eina setningu — hann var drengur góður. Svo votta ég konu hans og böm- um mína dýpstu samúð._ Jón Gunnar Árnason Hann ólst upp vestur á Snæfells- nesi, þar sem náttúran er sögð dul- magnaðri en annars staðar á landinu og mannlíf og kristnihald með sérstöku sniði, ef marka skal ævisögu Áma Þórarinssonar eftir Þórberg eða skáldsögu Halldórs Laxness um kristnihald undir Jökli, en faðir Ragnars Kjartanssonar myndlistarmanns var einmitt prest- ur vestur á Staðastað og sagður ekki ólíkur Jóni prímusi í umgengni og hjálpsemi við sóknarböm sín. Og yfír þessu mannlífi hjá vondu fólki og góðu, þar sem enn lifðu kynngimagnaðar sögur frá fyrri tíð, var hvolfbogi jökulsins, ef til vill þungbúinn á stundum, en bjartur og fagur þegar heiðskírt var, hvít bogalína sem var táknmynd himins- ins. Drengurinn sem horfði til hafs eða jökuls varð snemma fyrir áhrif- um af hvoratveggja, sjónum og feg- urðinni, fegurð jökuls og fegurð himins. En hann varð líka fyrir áhrifum af lífí fólksins, hvers- dagslífí þess og atvinnuháttum. Hann sá bvemig það vann og lærði handtök þess á sjó og landi, reri ungur til fískjar með þeim sem þekktu sjóinn, borfði ungur á hesta- stóð þjóta hjá. Það varð að mynd. Listamaður borfði til hafs og jökuls. Drengurinn frá Snæfellsnesi, Ragnar Kjartansson, átti eftir að verða einn af helstu listamönnum þessarar þjóðar. Hann kom ungur til Reykjavíkur með boglínur Snæ- fellsjökuls, hijúfleika sjávardranga og bversdagslíf íslenskrar alþýðu í blóðinu. Hann hóf nám í leirkera- smíði hjá Guðmundi Einarssyni frá Miðdal, en síðan rak hann sjálfur leirkeravinnustofu um árabil og varð fljótlega landsþekktur, nefnd- ur Ragnar í Glit eftir verkstæðinu sem hann rak, en það er enn til, svo sem kunnugt er, þótt aðrir menn hafí rekið það mörg undan- farin ár. Metnaður Ragnars var að lyfta íslenskri leirkerasmíð á hærra stig, gera hana að list, en áður hafði megináherslan verið lögð á notagildi. Hann gerði einnig tilraun- ir með íslensk efni til notkunar við leirlist. Má óhikað telja starfsemi Ragnars í leirkerasmíði merkan þátt í íslenskri listasögu. En Ragn- ar undi ekki við leirkerasmíði til frambúðar. Hugur hans stefndi annað. Hann gerðist myndhöggv- ari. Þá kom í ljós hve háður hann var lífsstríði íslenskrar alþýðu í list sinni. Fáir listamenn hafa lagt sig meira eftir þvi að túlka alþýðuna. í lífí og starfí. Myndir hans (skúlptúr- ar) era nú til um allt Iand, myndir af atvinnulífí þjóðarinnar og þó sér- staklega sjómennsku hennar, mað- ur í sjóklæðum nýkominn að landi, menn með fiskinet á milli sín, menn í sjávarháska o.s.frv. Eftirminnileg er mynd af bömum sem leiðast í halarófu. Hestar á stökki fyrir neð- an gamla kennaraskólann hafa mörg undanfarin ár glatt augu þeirra Reykvíkinga sem um Hring- braut fara. Þá gerði Ragnar nokkr- ar lágmyndir og auk þess lagði hann töluvert fyrir sig að móta myndir af mönnum (portrett). Jafn- framt þessu tók Ragnar mikinn þátt í félagsstarfí myndhöggvara, vann ötullega að því að búa þeim vinnuskilyrði að Korpúlfsstöðum meðan þeir gerðu sér vonir um frambúðarhúsnæði þar, var mál- svari þeirra í fjölmiðlum, sífellt reiðubúinn að meðtaka nýjar stefn- ur í listinni og studdi mjög við bak- ið á ungum listamönnum, var þeim félagi og vinur, skemmtinn og frá- söguglaður í góðra vina hópi, greip þá oft gítar ef gleðskapur var á heimili hans og fékk gestina til að taka lagið, en skemmtilegast var þegar Katrín kona hans hóf upp sína ágætu söngrödd. Eigum við hjónin og dóttir okkar margar ánægjulegar minningar um góðar stundir með Ragnari og Dystu eins og hún er kölluð. Katrín Guðmundsdóttir og Ragn- ar Kjartansson vissu ekki, þegar þau vora að draga sig saman forð- um, að þau vora náskyld. Og mik- ill skyldleiki hefíir löngum þótt vafasamur hjónum, en Ragnar gat ekki hugsað sér að sleppa stúlk- unni, enda hún fönguleg, og héldu bæði staðfastlega við sín áform. Er ekki að orðlengja það, að böm þeirra urðu öll hin mannvænleg- ustu. Þau era Kjartan Ragnarsson leikritahöfundur, Guðmundur Öm prestur, Hörður kennari að mennt, Inga Sigríður myndlistarkona, bú- sett í Þýskalandi. í sjúkdómsstríði síðustu ára gat Ragnár æ minna sinnt aðalvið- fangsefni sínu, en tókst þó að ljúka stóram verkefnum sem hann hafði lengi unnið að. Myndir Ragnars úr atvinnulífinu vora með hijúf- leikablæ sem viðfangsefninu hæfði, en Ragnar átti það einnig til að grípa vatnslitapensla og málaði þá einkar fínlegar og fagrar myndir. Það urðu síðustu handtök hans í listinni, ef honum gafst skamm- vinnt hlé í veikindum. Mikill skaði er það, að ekki skyldi vera gefín út bók um Ragnar með- an hann lifði, því hann kunni frá mörgu að segja og var gagnkunn- ugur störfum íslenskra listamanna, var um hríð skólastjóri Myndlistar- skólans við Freyjugötu og kennari í íjöldamörg ár. Vonandi líður ekki á löngu áður en stjóm Listasafns alþýðu sýnir minningu hans verð- skuldaðan sóma, svo mjög sem hann beindi list sinni að lífi og störf- um alþýðu þessa lands. Fyrir nokkram dögum sá ég Ragnar í síðasta sinn, þegar við hjónin heimsóttum hann á Borg- arspítalann. Það var af honum dregið, en þó gat hann enn spaugað við okkur eins_ og hann hafði svo oft gert áður. Út um gluggann sem rúmið hans stóð nálægt gat hann séð út á Álftanes til Bessastaða. Við höfðum gran um Snæfellsjökul lengra í burtu. Kona mín spurði Ragnar hvort hann sæi jökulinn. En það var móða í vestri. Ragnar sá ekki til jökuls. Nú trúum við því að móðunni hafí verið svipt burt og fegurðin blasi við. Jón Óskar Það er vormorgunn á Staðastað á Snæfellsnesi, ungur drengur stendur í dyragættinni á verkstæði föður síns, séra Kjartans Kjartans- sonar, sem er annálaður völundur og þúsund þjala smiður. Hann er að borfa á viðgerð á fíngerðu úr- verki. Sólin skín skáhallt inn um gluggann, brotnar á borðbrúninni og breikkar geisla sinn út á gisið trégólfíð. Allt í einu andvarpar maðurinn og skimar eftir örlitlu stykki sem hefur fallið í rykið. Drengurinn hörfar úr dyranum og hallar hurðinni hljóðlega á eftir sér, hann veit að nú mun hefjast leit sem mun jafnvel standa fram á kvöld. Velkominn í ríki mitt, sagði Ragnar Kjartansson og sveiflaði vinstri hendi út um opinn gluggann þegar hann sveigði bílinn af norður- leið vestur á Nesið, og hægði ferð- ina svo vörabíllinn sem flutti minn- ismerki um drakknaða sjómenn á Hellissandi hvarf fyrir næsta leiti. Og síðan upphófst mikil veisla með kjamyrtum sögum af mannlífí und- ir Jökli, og þar stigu fram ljóslif- andi séra Ámi Þórarinsson, Bárður Snæfellsás, Þórður refabani á Dag- verðará, séra Rögnvaldur Finn- bogason, fomkappar, draugar og álfar út úr hól. Og með fylgdi haf- sjór af lausavísum og ömefnum, og ættrakning langt aftur í aldir, gott ef ekki inn í goðafræðina. Sögumaðurinn ljómaði f framan, djúp tilfinning í röddinni, augun skær, og dillandi hlátur ómaði út um gluggann svo kindur og hross hrakku í kút og litu skelkuð upp úr grængresinu við veginn. Suður af Eldborg ókum við snögglega úr sól inn í fossandi regn. Þegar við renndum upp að hliðinu á lystigarðinum á Hellissandi var ekki hundi út sigandi, vörabíllinn stóð upp við stöpulinn, en móttöku- nefndin og kvenfélagið skýldi sér undir stórum báti, sem var skorðað- ur á hliðinni, og reyndi að veija tertumar og smurða brauðið, þessar frægu Hnallþórar úr kristnihaldi undir Jökli. En allir vora reyfír og glaðir og hamingjusamir að hafa loksins fengið listaverk í plássið, en ekki síður að fá meistarann sjálf- an á vettvang og leyfa honum að knúsa sig og kreista. Síðan fengum við gott út í kaffið. Ragnar Kjartansson var líkt og stiginn fram úr sögu landsins, þjóð- sögunni, hetjusögunni: Mikið voru þetta nú stórkostlegir kallar, sagði hann oft, dimmraddaðir, djarfír, úfnir og skeggjaðir, stoltir og óbug- andi. Alþýðan var hans fólk, erfíð- iðsmaðurinn til sjávar og sveita, og sjálfur var hann eins og ranninn inn í landið, alls staðar velkominn au-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.