Morgunblaðið - 02.11.1988, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988
fúsugestur sem náði sambandi við
fyrsta tillit. En Ragnar Kjartansson
var einnig heimsborgari og hafði
fingur á púlsi samtíðar sinnar,
menntaður maður og víðsýnn með
fjölbreytt áhugasvið, — og bar raf-
magnaða persónu.
Tvær sögur af sannfæringar-
krafti: Myndhöggvarafélagið í
Reykjavík var blankt og naut reynd-
ar engra styrkja. Stjóm þess hafði
árangurslaust reynt að koma því inn
á föst fjárlög, og stóð þetta pen-
ingaleysi öllum framkvæmdum fyr-
ir þrifum, svosem á Korpúlfsstöð-
um. Það var því ákveðið að sækja
fast á menntamálaráðherra. Nú er
að taka upp budduna, sagði Ragnar
og hreiðraði um sig í hægindastól
í ráðuneytinu. Ráðherrann sló á
léttari strengi og góð er blessuð
tíðin, tún kallaus undan vetri, búfé
vel haldið og manneskjan við sæmi-
lega heilsu, — en því miður eru
engir peningar til sem stendur.
Ragnar hvessti augun á ráðherrann
og sagði ískalt: Ef við fáum ekki
þessa hungurlús til að byggja upp
menninguna í landinu, þá erum við
öll farin, farin burt fyrir fullt og
fast og menningin með, — barði svo
bylmingshögg í borðið svo pappírar
flugu í allar áttir. En þar með var
Myndhöggvarafélagið líka komið
inn á íjárlög ríkisins! Nokkrum
árum seinna var kassinn tómur,
ekki króna til að greiða reikninga.
Nú förum við og tökum lán, sagði
Ragnar. Er við komum í Lands-
bankann var okkur tjáð af móttöku-
stjóranum að í dag tækju aðstoðar-
bankastjórarnir á móti bónbjargar-
mönnum. Ragnar sagðist ekki ræða
við undirtyllur um stórvægileg mál-
efni, og var okkur þá vísað til stofu.
Eftir örskotsbið birtist bankastjór-
inn, dálítið móður eins og líf lægi
við, og spurði: Hvað heitið þið herr-
ar mínir og hvað er hægt að lið-
sinna ykkur? Ég sagði honum eins
og var og nefndi upphæðina. Hvað
þá, smápeningar, sagði bankastjór-
inn móðgaður, ég ætla bara að láta
ykkur vita að ég tala ekki við hvern
sem er. Þá reis Ragnar Kjartansson
upp í öllu sínu veldi, kafijóður af
reiði, og gnæfði yfir manninn: Og
við (með þunga áherzlu á við), við
tölum heldur ekki við hvem sem
er! Andskoti eruð þið skemmtilegir
strákar, sagði bankastjórinn og
brosti með öllum kjaftinum, — og
sendi eftir kaffinu.
Svona streyma minningarnar
fram hver af annarri og trúlega
hefur sitthvað skolazt til, því líf
mannsins er ekki eins og skjala-
bunki sem hægt er að fletta upp í
til að tryggja sannleiksgildið. En
tilfinningin fyrir persónunni situr
eftir þegar allt annað er horfið, og
hún er skýr og klár eins og logandi
kyndill, eða tónn úr hljómkviðu sem
var leikin ýmist strítt með sveiflum
upp og niður, en þó oftar mjúkt og
blítt frá hjartanu.
Að lokum þessi endahnútur: Fyr-
ir langa löngu sat ég á tali við aldna
heiðurskonu sem var vel ern en
nokkuð farin að tapa heym. Hún
sagðist ekki líta til baka: Æskan
var erfíð og unglingsárin litlu
skárri, en þegar ég fór að búa, ung
kona, þá birti ofurlítið til í baslinu
og ég gat látið eftir mér að syngja
með fuglunum. En nú er eins og
öll músík renni í einn farveg og ég
heyri innra með mér aðeins einn
hljóm, og hann er djúpur og dálítið
klökkur eins og ég sjálf. Hvaða
hljómur er þetta, var spurt. Æ, það
er bara niðurinn í skilvindunni,
sagði blessuð gamla konan, og sá
fyrir sér bunumar tvær úr pípunum,
aðra breiða og glæra, hina mjóa
og gullna, undanrennuna og ijóm-
ann.
Og megi sá gullni mjói strengur
sem aðskilur líf og dauða hljóma
hið innra, — nú þegar höfðingi er
fallinn frá.
Níels Hafstein
Ragnar Kjartansson fæddist á
Staðastað á Snæfellsnesi 17. ágúst
1923. 16 ára gamall hleypti hann
heimdraganum og lærði leirkera-
smíði hjá Guðmundi í Miðdal, stund-
aði auk þess listnám í Handíða-
skólanum hjá Ásmundi Sveinssyni.
Síðar sigldi hann til náms í högg-
myndagerð í Svíþjóð.
Á þessum gmnni stóð listsköpun
hans, að því viðbættu sem eðli hvers
listamanns leggur honum til, skynj-
un hans á umhverfí, sögu og tíðar-
anda, viðhorfi til lands og lýðs.
Ragnar tók við merki höggmynda-
listarinnar úr höndum frumheija
hennar, Einars Jónssonar, Ásmund-
ar og Siguijóns og skilaði því til
yngstu myndhöggvaranna. Ætli
þeir hafi ekki flestir lært hjá hon-
um? Örugglega fylgdist hann
grannt með þeim, því hann sótti
flestar sýningar. Hann barðist fyrir
hag listgreinarinnar á öllum
vígstöðvum, beitti sér fyrir stofnun
myndhöggvarafélagsins og sat í
stjórn þess, kenndi í myndlistarskól-
anum og sat í stjóm þeirra, en
mest og bezt vann hann listinni
gagn með myndum sínum. Mynd-
efnið sækir hann víða, en hann ólst
upp í sveit og við sjó, og sú reynsla
verður honum uppspretta. Hann
mótar sjómenn við vinnu sína, böm
að leik, erfiðisfólk að starfí, en eink-
um og sér í lagi hesta. Fáir ef nokk-
ur hefur léð hestum jafnmikinn
þokka á mynd og Ragnar. Hreyf-
ingarnar eru eðlilegar og hraðar,
faxið rís í golunni og maður heyrir
hófatökin! Samt virðast allar mynd-
ir hans einfaldar að gerð, hann er
sparsamur á línur, sumar em hijúf-
ar og grófar, en allar em þær gædd-
ar reisn og krafti. Hann leiðir mann
beint að kvikunni, skynjun hans er
aldrei sveipuð umbúðum. Það er
„sannleikurinn sem situr í fyrir-
rúmi. Raunsæið verður að verða
skýrt og afgerandi" sagði hann
sjálfur. Þetta getur fólk um allt
land séð af eigin raun, því myndir
Ragnars, minnismerki eða lág-
myndir, em bæjarprýði í mörgum
byggðum.
Portrett gerði Ragnar færri en
efni stóðu til, því mörg portrett
hans em afburðavel unnin.
Ragnar stofnaði Glit hf. árið
1958 og öðmm fremur markaði
hann þá stefnu, sem fyrirtækið
hefur fylgt. Hann mótaði sjálfur og
hannaði ýmsa muni, sem athygli
vöktu heima og erlendis, og hann
ráð til starfa mjög færa listamenn,
sem síðar hafa haslað sér völl.
Hann bar fyrir bijósti hag íslenzks
listiðnaðar, og fylgdist grannt með
starfsemi Glits eftir að hann lét af
störfum þar og sneri sér alfarið að
höggmyndagerð. í þessu sem öðm
var hann stórhuga og setti markið
hátt.
Ragnar Kjartansson var stór
maður vexti, þrekinn og mikilúðleg-
ur, með mikið gráyijótt alskegg.
Hann var einstaklega góður heim
að sækja, veitti þá vel og var hrók-
ur alls fagnaðar. Hann var hollráð-
ur og óvílsamur, úrræðagóður með
afbrigðum við hvað sem var að. eiga.
Það var gott að eiga hann að. Eg
sendi fjölskyldu hans samúðar-
kveðjur.
Orri Vigfússon
Ragnar Kjartansson lést aðfara-
nótt 26. október sl. eftir langvinn
veikindi. Hann hafði dvalið á sjúkra-
húsum mest allt sl. ár og var okkur
sem vom honum nákomin orðið
ljóst, að hveiju stefndi.
Með Ragnari er horfinn af sjónar-
sviðinu svipmikill samtíðarmaður.
Hann var einn þeirra, sem var mikil-
virkur þátttakandi í listsköpun okk-
ar íslendinga á undanfömum ámm.
Verk hans má sjá á mörgum lista-
söfnum og víða um land em lág-
myndir og styttur, sem hann gerði.
Mörg þessara listaverka em í opin-
berri eigu. Eins og þeir sjá sem
ferðast um landið var Ragnar mjög
eftirsóttur myndhöggvari. Lista-
verk hans má víða um landið sjá
t.d. í Reykjavík, Njarðvík,
Grindavík, Laugarvatni, Gunnars-
holti, Stokkseyri, Staðastað, Stóm-
Giljá, Sauðárkróki, Akureyri, Eið-
um, Hellissandi, ísafirði og víðar.
Ekki efast ég um að þessi verk
muni um langan tíma eiga eftir að
verða verðugir minnisvarðar um
Ragnar Kjartansson.
Ragnar var fæddur á Staðastað
á Snæfellsnesi 17. ágúst 1923.
Hann var sonur séra Kjartans
Kjartanssonar sóknarprests og
síðari konu hans, Ingveldar Ólafs-
dóttur frá Sogni í Ölfusi. Hann ólst
upp á hinum fagra sögustað Staða-
stað og átti mjög ánægjulegar end-
urminningar um æskuár sín í Stað-
arsveitinni. Mér sagði kona sem
dvaldi á Staðastað, að oft þegar
gestur var nýfarinn úr hlaði hefði
Ragnar verið búinn að teikna mynd
af honum. Þegar á þeim ámm var
farið að veita eftirtekt listhæfileik-
um þessa unga drengs.
Ragnar fór fermingarárið sitt á
Laugarvatnsskóla og dvaldi þar tvo
námsvetur. Að því loknu hóf hann
nám í leirkerasmíði hjá þeim kunna
listamanni Guðmundi Einarssyni
frá Miðdal. Hann var einnig við nám
í Handíðaskólanum og hjá Ásmundi
Sveinssyni myndhöggvara í Mynd-
listarskólanum. Á ámnum 1951-52
dvaldi hann við listanám og störf í
Uppsala í Svíþjóð.
Ragnar stofnaði Funa Keramik
árið 1947 ásamt fleiri listamönnum
og starfaði við það verkstæði næstu
10 árin. Á þessu tímabili, þegar
innflutningur hófst á erlendum list-
munum og samdráttur varð á sölu
íslenskra listmuna á ámnum
1953-56 stundaði Ragnar sjó-
mennsku á ýmsum togurum um
þriggja ára skeið. Listamannsstarf-
ið heillaði hann samt frá sjómanns-
störfum og hvarf _ hann aftur ti!
sinna fyrri starfa. Árið 1958 stofn-
aði hann ásamt fleirum Glit
Keramik. Hann var forstöðumaður
þess fyrirtækis í nokkur ár. Jafn-
framt þessum störfum var hann
formaður stjómar Myndlistaskólans
og skólastjóri í nokkur ár. Hann
gegndi ýmsum fleiri störfum fyrir
myndlistarmenn, m.a. sat harin í
stjóm Myndhöggvarafélags í
Reykjavík frá stofnun þess. Þá
hafði hann einnig umsjón með ýms-
um sýningum myndhöggvara. Sjálf-
ur hélt Ragnar einkasýningar bæði
hér á landi og erlendis. Hin síðari
ár starfaði Ragnar mest við högg-
myndalist og vom verk hans mjög
eftirsótt.
Ragnar kvæntist vorið 1945
Katrínu Guðmundsdóttur frá
Skaftafelli. Hún var þá bankaritari
í Útvegsbanka íslands og er nú
deildarstjóri í sama banka. Þau
hjónin hafa búið á Ljósvallagötu
32 þar sem foreldrar Katrínar vom
einnig búsett. Heimili þeirra var
mjög fallegt og listrænt. Oft fannst
gestum eins og þeir væm staddir á
listasafni, þegar þeir komu á heim-
ili þeirra. Þeim fögm listaverkum
sem þar prýða heimilið er ákaflega
smekklega fyrir komið. Þeim sem
komu á þetta heimili urðu þessi
listaverk mjög minnisstæð, ásamt
gestrisni og góðu viðmóti þeirra
hjóna. Ragnar og Katrín eignuðust
fjögur böm: Kjartan leikara og leik-
ritaskáld, sem kvæntur er Guðrúnu
Ásmundsdóttur leikkonu. Þau eiga
einn son, sem ber nafn afa síns.
Guðmund Öm prest, sem er kvænt-
ur Jónínu Lám Einarsdóttur banka-
ritara og myndlistarkonu. Þau eiga
þijá syni. Hörð kennara, sem
kvæntur er Jónínu Marteinsdóttur
kennara. Þau eiga þijú böm. Ingu
Sigríði myndhöggvara, gift Stephan
Klaar hljómlistarmanni. Þau búa í
Kempten í Þýskalandi og eiga tvær
dætur.
Ragnar virtist við fyrstu kynni
ekki fljóttekinn maður og nokkuð
þungbúinn. Við nánari kynni kom
fljótlega í ljós að svo var ekki. í
hópi kunningja og vina var hann
hrókur alls fagnaðar. Hann var
fljótur að grípa gítarinn og taka
lagið og koma vinahópnum í gott
skap. I samræðum var hann hinn
skemmtilegasti og margfróður um
hin ótrúlegustu efni. Hann kunni
mjög góð skil á bókmenntum og
listasögu og átti mikið bókasafn um
listaverk, sérstaklega höggmynda-
list, sem á síðari ámm var hans
mesta áhugamál. Það var mjög
ánægjulegt að hitta Ragnar á kveld-
in þegar hann var einn að vinna á
verkstæði sínu. Þá gaf hann sér
góðan tíma að sýna manni þau verk,
sem hann var að vinna að og segja
frá ýmsum atriðum í sambandi við
þau. Oft hafði ég það á tilfinning-
unni, þegar ég hafði verið í slíkum
heimsóknum hjá honum, að ég hefði
verið á listanámskeiði.
Á síðari ámm átti Ragnar oft
við mikið heilsuleysi að stríða.
Áhugi hans á höggmyndalistinni
hélst þó til hinstu stundar. Þegar
hann var orðinn fársjúkur gerði
hann þá ráðstöfun, að Inga Sigríður
dóttir hans kæmi heim frá Þýska-
landi, til að ljúka við verk, sem
hann átti ólokið við er hann veikt-
ist. Hann fylgdist af miklum áhuga
með frágangi verksins af sjúkrabeði
sínum.
Ég og fjölskylda mín þökkum
Ragnari svila mínum fyrir þá sam-
fylgd, sem við áttum með honum.
Distu og fjölskyldunni sendum við
okkar inniíegustu samúðarkveðjur.
Ragnar Olafsson
í dag fer fram frá Dómkirkjunni
í Reykjavík útför Ragnars Kjartans-
sonar, myndhöggvara og heiðurs-
félaga Myndhöggvarafélagsins í
Reykjavík.
Ragnar var löngu þjóðkunnur
listamaður. Hann hóf listnám sitt
hér heima undir handleiðslu Guð-
mundar Einarssonar frá Miðdal og
síðar Ásmundar Sveinssonar,
myndhöggvara. Hann stundaði
einnig listnám við Valand listaskól-
ann í Gautaborg og hafði vinnu-
stofu í Uppsölum um tveggja ára
skeið.
Listferil sinn hóf Ragnar sem
leirkerasmiður, var einn stofnenda
Funa keramik og síðar Glits hf.
árið 1958, þar sem hann var for-
stöðumaður til ársins 1967. Frá
þeim tíma helgaði hann sig högg-
myndalistinni og var stórvirkur á
því sviði. Hann hélt fjölda sýninga
hér heima og erlendis. Hann var
framkvæmdastjóri og þátttakandi í
útisýningunum á Skólavörðuholti á
árunum 1967-72, sem voru mikil-
vægt framlag í þróun höggmynda-
listar á íslandi.
Ragnar vann ötullega að því að
efla samstöðu myndlistarmanna og
var einn aðalhvatamaður að stofnun
Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík
1972 og átti stærstan þátt í því að
félagið fékk vinnuaðstoðu á Korp-
úlfsstöðum. Ragnar sýndi þar mik-
inn stórhug og framsýni og með
ómældu sjálfboðastarfi hans og
annarra hefur þar skapast góð
starfsaðstaða sem hefur og mun
reynast myndhöggvurum ómetan-
leg.
I virðingar- og þakklætisskyni
fyrir ósérhlífín störf í þágu mynd-
listar og Myndhöggvarafélagsins
var hann gerður að fyrsta heiðurs-
félaga þess í apríl sl.
Ragnar var stór maður, stórbrot-
in persóna og eftir hann liggja
mörg stærstu listaverk landsins,
s.s. „Auðhumla“ á Akureyri, „Bárð-
ur Snæfellsás" á Snæfellsnesi og
„Björgun" á Siglufirði sem er minn-
isvarði um drukknaða sjómenn, en
líf í sjávarþorpum var honum alla
tíð hugleikið yrkisefni, enda var oft
leitað til hans frá slíkum stöðum
um gerð útiverka. Sökum þess hve
verk hans eru umfangsmikil og
dreifð, verður þeim seint safnað
saman undir annað þak en himin-
hvolfið.
Ragnar kenndi um langt árabil
við Myndlistaskólann í Reykjavík,
þar sem hann var lengi skólastjóri,
og einnig við Myndlista- og
handíðaskóla íslands. Kynni mín
af Ragnari hófust er ég var svo
lánsöm að gerast nemandi hans. í
kennslunni var Ragnar einstakur,
gaf mikið af sjálfum sér og var
óspar á hvatningu og stuðning við
„ÞAÐ er ekki rétt sem formaður
Sambands sveitarfélaga á Suður-
nesjum, Bjarni Andrésson, sagði
í skýrslu stjórnar á aðalfundi SSS
síðastliðinn föstudag að ríkið
hefði stöðvað allar greiðslur til
Sjúkrahúss Keflavikurlæknis-
héraðs vegna gamals skuldahala
sem verið er að vinna í að leysa,“
sagði Karl Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri Sjúkrahússins i
samtali við fréttaritara. Ummæli
Bjarna komu fram í frétt í blað-
inu síðastliðinn sunnudag.
21
nemendur sína og reyndist hann
mörgum ungum myndlistarmannin-
um ómetanleg stoð og stytta eftir
að skólanum sleppti. Heilsan var
honum fjötur um fót seinustu árin
en hugurinn var alltaf frár eins og
„stóðið" hans sem var sett upp á
ný við Miklubraut rúmri viku fyrir
andlát hans.
Myndhöggvarafélagið vottar
Katrínu konu hans og bömum
þeirra innilega samúð. Góður vinur
og félagi er kvaddur með virðingu
og þökk.
Fh. Myndhöggvarafélags-
ins í Reykjavík.
Ragpihildur Stefánsdóttir.
Kveðja frá Myndlista-
skólanum í Reykjavík
I dag er til moldar borinn vinur
okkar og samstarfsmaður, Ragnar
Kjartansson.
Ragnar hóf feril sinn við Mynd-
listaskólann í Reykjavík árið 1948.
Ragnar var þá nýkominn frá
námi í Sviþjóð og hóf frekara nám
í höggmyndalist hjá Ásmundi
Sveinssyni.
Ragnar átti sæti í skólafélaginu
frá stofnun þess 1950. Hann varð
formaður félagsins frá árinu 1952
og sat síðan lengst af í stjóm,
síðustu árin sem varaformaður.
Ragnar gegndi einnig skólastjóm
um árabil.
Áhrifa Ragnars gætti víða í skól-
anum. Hann kenndi fyrst módel-
teikningu og kom þar inn með nýj-
ar aðferðir og viðhorf. Áherslurnar
vom aðrar en verið hafði. Hann kom
sem ferskur andblær inn í kennsl-
una. Seinna tók hann við kennslu
í höggmyndadeild af Ásmundi
Sveinssyni og var aðalkennari þar
í fjölmörg ár. Á seinni árum kenndi
hann þar af og til, þar til fyrir fjór-
um ámm.
Ragnar kenndi einnig leirmótun
í barnadeildum, sem þá var nýlunda
hérlendis.
Undir handleiðslu hans unnu
börn stórar leir- og mósaíkmyndir
fyrir Reykjavíkurborg, m.a. í Álfta-
mýrarskóla og upptökuheimilinu við
Dalbraut.
Ragnar var afar jákvæður gagn-
vart ungu fólki, sem vildi leggja út
á listabrautina. Hann var ávallt til-
búinn að miðla öðmm af þekkingu
sinni og opna augu nemenda sinna
fyrir myndlist almennt.
Ragnar var mikill hvatamaður
að útisýningum á Skólavörðuholti.
Fyrsta sýningin var sett upp á veg-
um skólans 1967.
Seinna vom sýningamar settar
upp í tengslum við Listahátíð þar
til Myndhöggvarafélagið tók við
framkvæmd þeirra eftir 1972.
Ragnar var virkur myndlistar-
maður og em verk hans á opin-
bemm vettvangi víða um land.
Nú er Ragnar fallinn frá löngu
fyrir aldur fram og er skarð fyrir
skildi, þegar hans nýtur ekki lengur
við.
Við minnumst hans með hlýju
og þökk fyrir samstarfið.
Stjóm Myndlistaskólans í
Reykjavík sendir eftirlifandi eigin-
konu hans, Kristínu Guðmunds-
dóttur, og fjölskyldu samúðarkveðj-
ur.
Stjórn Myndlistaskólans
í Reykjavík.
„Ég skil ekki hvernig þessi full-
yrðing er komin í skýrslu formanns-
ins því ríkið hefur greitt allar lög-
boðnar greiðslur til okkar og starfs-
fólkið fær sín laun greidd á réttum
tíma nú um mánaðarmótin," sagði
Karl. Að sögn Bjarna Andréssonar
hefur þama orðið leiðinlegur mis-
skilningur. „Það var hald manna í
stjórn SSS að ráðuneytið væri búið
að gefa út greiðslustöðvun þar sem
fjárhagsstaðan væri orðin erfið, en
sem betur fer er þetta misskilning-
ur,“ sagði Bjarni. Kr.Ben.
Sjúkrahúsið í Keflavík:
Ríkið hefur ekki
stöðvað sreiðslur
Grindavik.