Morgunblaðið - 02.11.1988, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988
29-
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
HaraldurSveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
ÁrniJörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
ÁgústlngiJónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið.
Morgunblaðið
75 ára
Morgunblaðið á 75 ára
afmæli í dag. Fyrsta
tölublað þess kom út hinn
2. nóvember 1913. Nú þegar
þrír aldarfjórðungar eru. að
baki, er staða Morgunblaðs-
ins meðal íslenzkra fjölmiðla
sterk, forysta þess á blaða-
markaðnum ótvíræð og
framtíðarhorfur góðar.
Máttur Morgunblaðsins
byggir á leiðsögn þeirra
manna, sem í upphafi mörk-
uðu því farveg og góðu og
traustu starfsliði, sem jafn-
an hefur valizt að blaðinu.
Morgunblaðið hefur á 75
árum haslað sér völl sem
óháður fjölmiðill, sem legg-
ur sjálfstætt mat á stöðu
þjóðmála, eins og Hallgrím-
ur Geirsson, stjórnarfor-
maður Árvakurs hf., komst
að orði í hófi, sem stjórn
Árvakurs hf., útgáfufélags
Morgunblaðsins, hélt fyrir
starfsmenn blaðsins sl.
laugardag. Blaðið hefur í
engu hvikað frá stuðningi
við þau borgaralegu lífsvið-
horf, sem í upphafi mótuðu
stefnu þess og skrif.
Á undanförnum árum og
áratugum hefur mikið starf
verið unnið við tæknilega
uppbyggingu Morgunblaðs-
ins, sem er nú búið full-
komnasta tækjabúnaði, sem
völ er á við framleiðslu dag-
blaðs. Fyrir fjórum árum tók
prentsmiðja Morgunblaðs-
ins til starfa í nýbyggingu,
sem er fyrsti áfangi í bygg-
ingu nýs Morgunblaðshúss.
Á undanförnum misserum,
hefur Gunnar Hansson,
arkitekt Morgunblaðsins,
unnið að hönnun aðaláfanga
þeirrar byggingar, sem rísa
mun á næstu árum.
Starfslið Morgunblaðsins
hefur unnið markvisst að
umbótum á útgáfu blaðsins,
sem er nú fjölbreyttari en
nokkru sinni fyrr. Það starf
hefur m.a. skilað sér í veru-
legri útbreiðsluaukningu á
síðustu árum.
í tilefni af 75 ára afmæli
blaðsins tók stjórn Árvakurs
hf. ákvörðun um að afhenda
starfsmannafélagi blaðsins
3 milljónir króna að gjöf í
sumarhúsasjóð. Jafnframt
afhentu forráðamenn Ár-
vakurs hf. samtökum fatl-
aðra eina milljón króna að
gjöf í gær til byggingar
íþróttahúss fatlaðra. Fyrr á
þessu ári var frá því skýrt,
að Morgunblaðið mundi
efna til ljóðasamkeppni í til-
efni afmælisins. Verðlaun
voru afhent í gær og birtast
ljóðin hér á miðsíðu blaðsins
í dag. Um leið og Morgun-
blaðið óskar verðlaunahöf-
unum til hamingju með úr-
slitin þakkar það öllum þátt-
takendum þann áhuga, sem
þeir sýndu og vísar til grein-
argerðar dómnefndarinnar
um þátttöku og niðurstöðu
samkeppninnar.
Þegar litið er fram á veg
til næsta aldarfjórðungs í
sögu Morgunblaðsins er
Ijóst, að verkefnin eru
óþijótandi. Á næstunni
munu lesendur blaðsins sjá
nokkrar af þeim umbótum,
sem stöðugt er unnið að á
vegum blaðsins í þágu les-
enda þess. Því starfi verður
haldið áfram.
Fjölmiðlastarfsemi er
fjölbreyttari en nokkru sinni
fyrr. En um leið hefur aldr-
ei verið meiri þörf á ábyrg-
um fjölmiðli, sem veitir öðr-
um fjölmiðlum og umhverfi
sínu aðhald og leggur
áherzlu á heiðarleg, hófsöm
og vönduð vinnubrögð. Að
því marki vill Morgunblaðið
keppa.
Islenzka þjóðin hefur náð
langt í framfarasókn sinni
á þeim 75 árum, sem Morg-
unblaðið hefur komið út.
Framundan eru víðsjárverð-
ir tímar. Á miklu veltur, að
við stöndum dyggan vörð
um tungu okkar og menn-
ingararfleifð. Morgunblaðið
telur fá, ef nokkur, verkefni
mikilvægari á næstu árum
og áratugum. Morgunblaðið
þakkar lesendum og öðrum
viðskiptavinum samfylgd í
þessi 75 ár og væntir þess,
að þau samskipti aukist á
ókomnum árum.
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988
Morgunblaðið/Bjarni
Dómnefhdin ásamt verðlaunahöfiinum, frá vinstri: Matthías Johannessen, Rannveig Agústsdóttir, Hansína R. Ingólfsdóttir, Jónas Þorbjarn-
arson, Kristján Karlsson og Þóra Jónsdóttir
Dómnefiid um verðlaunaljóðin í samkeppni Morgunblaðsins:
Ekki ómerk sýnishom af
nútímaskáldskap á Islantli
,;Ég vona að þessi samkeppni verði ljóðlist
á Islandi til framdráttar," sagði Haraldur
Sveinsson, framkvæmdasljóri Arvakurs hf.,
þegar hann afhenti þeim Jónasi Þorbjarnar-
syni og Hansínu R. Ingólfsdóttur verðlaun í
samkeppni Morgunblaðsins um ljóð. Dóm-
nefiid skipuð þeim Rannveigu G. Agústs-
dóttur, framkvæmdastjóra Rithöfundasam-
bands íslands, Þóru Jónsdóttur, skáldkonu,
Kristjáni Karlssyni, skáldi, og Matthíasi
Johannessen, ritstjóra og skáldi, hafði ákveð-
ið að mæla með Ijóðunum „Þú sem býrð
handan árinnar“ eftir Jónas og „Til Siggu“
eftir Hansínu til verðlauna og skilaði inn
eftirfarandi greinargerð:
„Alls bárust 431 kvæði í samkeppnina. Þó
að óvíst sé hve mikla yfirsýn safn eins og þetta
kunni að veita um íslenzka ljóðagerð í dag er
eftirtektarvert, hve fjölbreytni ljóðanna er mikil.
Nefndin hefur á engan hátt viljað gera upp
á milli stíltegunda, heldur leitazt við að velja til
verðlaunanna þau tvö ljóð, sem hún áleit „bezt
að þeim komin" fyrir almennt skáldskapargildi.
Varla þarf að fara mörgum orðum um það hve
fráleitt væri að reyna að skilgreina þetta sjónar-
mið hér sem einhvers konar reglu enda þótt
nefndin sé sammála um að það sé hið eina sjónar-
mið, sem komi til greina þegar svona stendur á.
Nefndin hefur ákveðið að mæla með þessum
ljóðum til verðlauna: ÞÚ SEM BÝRÐ HANDAN
ÁRINNAR, merkt kjörorðinu: Handan árinnar
og reyndist höfundur vera Jónas Þorbjarnarson,
og TIL SIGGU, merkt kjörorðinu: Hvítt blóm,
og reyndist höfundur vera Hansína R. Ingólfs-
dóttir.
Einkenni þessara kvæða beggja er ljóðræn
tilfinning og áreynslulaus stíll. I ljóðinu Þú sem
býrð handan árinnar er tilgerðarlaus myndræn
nákvæmni sem ekki skeikar. Til Siggu einkenn-
ist aftur á móti af látlausri framsetningu og
margræðni sem gefur kvæðinu dýpt og fyllingu,
sem e.t.v. blasir ekki við þegar í stað.
Hvort um sig eru þessi ljóð ágæt dæmi.um
það bezta, sem nefndinni barst í hendur og ekki
ómerk sýnishom af nútímaskáldskap á íslandi."
Gjoffra
starfs-
mönnum
í hófi, sem haldið var sl. laugar-
dag í tilefni afmælis Morgunblaðs-
ins, var afhent gjöf til blaðsins frá
starfsmönnum. Er það listaverk
eftir Sigurð Steinþórsson gull-
smíðameistara og heitir „Máttur
Morgunblaðsins". María Guðna-
dóttir, formaður Starfsmannafélags
Morgunblaðsins og Myndamóta af-
henti Haraldi Sveinssyni fram-
kvæmdastjóra Árvakurs hf. gjöfina.
Morgunblaðið gaf milljón til byggingar íþróttahuss fatlaðra:
Nauðsyn að sem flestir
styðji þetta þjóðþrifastarf
- sagði Haraldur Sveinsson, framkvæmdastjóri Árvakurs
í TILEFNI 75 ára afmælis Morg-
unblaðsins í dag hefur útgáfufé-
lag þess, Árvakur hf., gefið eina
milljón króna til styrktar bygg-
ingu íþróttahúss fatlaðra. Millj-
ónin var afhent forsvarsmönnum
íþróttafélaga fatlaðra í gær.
Haraldur Sveinsson, fram-
kvæmdastjóri Árvakurs, sagði við
það tækifæri að íþróttastarf fatl-
aðra væri þjóðþrifastarf, sem nauð-
synlegt væri að sem flestir styrktu.
„I tilefni þess að Morgunblaðið er
nú 75 ára datt okkur í hug að
styrkja einhverja, sem fást við verð-
ug verkefni. íþróttahús fatlaðra
varð fyrir valinu og óskar stjóm
Árvakurs þeim allra heilla við bygg-
inguna og íþróttamönnunum til
hamingju með árangurinn á
Ólympíumóti fatlaðra fyrir
skömmu," sagði Haraldur.
Arnór Pétursson, formaður
byggingarnefndar íþróttahúss fatl-
aðra, þakkaði höfðinglega gjöf og
færði Morgunblaðinu þakkarskjal
frá byggingamefnd. Ólafur Jens-
son, formaður íþróttasambands
fatlaðra, þakkaði einnig fyrir og
tilkynnti að sambandið ætlaði að
færa Morgunblaðinu veggspjald,
sem væri táknrænt fyrir stuðning
við íþróttamál fatlaðra.
Sigurgeir Þorgrímsson, formaður
Morgunblaðið/Júlíus
Haraldur Sveinsson afhendir Arnóri Péturssyni, formanni bygging-
arnefndar íþróttahúss fatlaðra, einnar milljónar króna ávísun. Fyrir
aftan Arnór stendur Ólafur Jensson, formaður íþróttasambands
fatlaðra, og við hlið hans situr Sigurgeir Þorgrímsson, formaður
íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík og nágrenni.
Iþróttafélags fatlaðra í Reykjavík
og nágrenni, sagði að svo sannar-
lega munaði um þessa gjöf Morgun-
blaðsins. „Það hefur ekkert verið
unnið við húsbygginguna í fjögur
ár og við vorum orðnir nokkuð von-
lausir um framvindu mála,“ sagði
Sigurgeir. „Árangur fatlaðra
íþróttamanna í Seoul hefur vakið
athygli á byggingunni og vonandi
getum við sem fyrst hafið þar starf-
semi, sem kemur öllum fötluðum.
íþróttamönnum, hvar á landinu sem
þeir búa, til góða.“
HANSÍNA R. INGÓLFSDÓTTIR
TIL SIGGU
Ég sé unga konu með mógullið hár
og framtíð í grábláum augum.
Ég get ekki sofið.
Ég sé unga konu í hvítum kjól
undir bláum himni
leiðandi ungan mann.
Ég get ekki sofið.
Ég sé unga konu með ungan
glókoll í vagni.
Ég get ekki sofið.
Við sitjum í garði með nýjum
hríslum og börnum að leik,
tvær ungar konur.
Við áttum eftir að segja
hvor annarri svo margt.
Það rignir.
JÓNAS ÞORBJARNARSON
ÞÚ SEM BÝRÐ
HANDAN ÁRINNAR
Þú sem býrð handan árinnar,
ég vil hitta þig í ágúst
í víðáttunni langt ofar byggð,
þar sem dagurinn er allir litir,
nóttin bara stjörnur.
Þar er málsvæði heiðagæsa;
við eigum ekki að tala,
en ég ætla að benda þér á fjöllin heima
og þú verður að trúa
þó að baksvipur þeirra sé þér ókunnur.
Hansína R. Ingólfsdóttir:
Ég vissi ekki aö
Ijóðiö væri
í samkeppninni
Hansina R. Ingólfsdóttir er frá Krossgerði í Berufirði og ólst þar
upp til fermingaraldurs, dóttir hjónanna Ingólfs Arnasonar bónda
og Hrefiiu Sigurðardóttur. Hansina er 7. í röðinni af tíu systkinum
og fór eftir fermingu í Héraðsskólann á Eiðum. EPtir það lá leið
hennar til Reykjavíkur í Myndlista- og handíðaskólann. Meðan á
þvi námi stóð giftist hún eiginmanni sinum, Magnúsi Ólasyni,
endurhæfingalækni, og eiga þau eina dóttur sem nú er í
menntaskóla.
„Ég var í kennaradeild Mynd-
listaskólans,“ sagði Hansína í spjalli
við Morgunblaðið að lokinni verð-
launaafhendingunni. „Eftir að við
höfðum lokið okkar námi hér afréð-
um við að fara til Gautaborgar í
framhaldsnám og þaðan komum við
fyrir þremur árum. í Gautaborg
lagði ég stund á listasögu og kenni
hana nú við Fjölbrautaskólann í
Breiðholti."
Um það hvort hún hafi skrifað
mikið segir Hansína: „Ég hef ekki
skrifað mikið en lengi ort fyrir
skúffuna. Ég held ég hafi fyrst
búið til vísu þegar ég var tíu ára.
Annars hefur tjáning mín í skrifum
eiginlega mest verið í bréfaformi,
til vina og kunningja. Sérstaklega
meðan ég var erlendis.“
— En hefurðu lagt einhveija
stund á myndlistina?
„Ég hef ekki haldið neinar sýn-
ingar. Það fór míkil orka í að sinna
dóttur minni, því ég var svo mikið
ein með hana meðan maðurinn minn
var í sínu erfiða námi. Þegar heim
var komið eftir Svíþjóðardvölina tók
lífsbaráttan við og ég fór að kenna
og það er alltaf meiri vinna en
maður býst við. En ég hef málað.
Það má eiginlega segja að ég hafi
ort fyrir skúffuna og málað fyrir
hillurnar."
— Ertu með ljóðabók í bígerð?
„Ég hef oft hugleitt að skrifa,
en ekki ljóðabók. Hinsvegar hefur
enn ekkert orðið úr því. Kannski
verða þessi verðlaun mér hvatning
til að setjast niður við skriftir. Það
hefur sérstaklega hvarflað að mér
að skrifa bók eftir að ég kom heim
úr námi, því hér er svo margt til
að Skrifa um.“
Ljóðið Til Siggu segir Hansína
vera óð til æskunnar, sem varð
henni mikið umhugsunarefni þegar
vinkona hennar dó, eftir langa bar-
áttu við sjúkdóm. „Mér fannst eins
og við hefðum átt að kynnast miklu
betur og mér fannst ég svolítið svik-
in þegar hún dó,“ segir hún.
— Hvernig varð þér við þegar
þér voru tilkynnt úrslitin í keppn-
inni?
„Það kom mér ánægjulega og
algerlega á óvart. Ég vissi ekki einu
sinni að ég ætti ljóð í keppninni,
vegna þess að það var maðurinn
minn sem sendi það inn. Að vísu
hafði hann sagst ætla að gera það,
en ég tók það ekkert alvarlega.
En þetta veitir mér mikla gleði.
Sigga átti tvo unga syni og nú get ~
ég lagt hluta af verðlaununum inn
á þeirra reikning. Svo get ég giatt
sjálfa mig á því að hugsa um hvað
mig iangar til að gera við afgang-
inn.“
Jónas Þorbjarnarson:
Mig dreymdi Laxness
nóttina áður en
ég heyrði úrslitin
Jónas Þorbjarnarson er fæddur og uppalinn á Akureyri, ættaður
úr Skagafirði. Hann er sonur Þorbjörns Kristinssonar, fyrrverandi
kennara, og Áslaugar Jónasdóttur, verkakonu. Jónas, sem á þrjár
eldri systur, flutti til Reykjavíkur fyrir tíu árum, stundaði
menntaskólanám sitt á Akureyri og í Reykjavík og lærði síðan
sjúkraþjálfún. Hann lauk BS-prófi í þeirri grein árið 1985. „Síðan
starfaði ég við sjúkraþjálfun i eitt ár, en hef nú algerlega lagt það
á hilluna," segir Jónas, „því fyrir mér vakir að verða rithöfúndur.“
Síðastliðið eitt og hálft ár hefur
Jónas eingöngu unnið við skriftir.
„Ég hef nýlokið við skáldsögu sem
heitir því háskalega nafni „Stráka-
saga“. Ég hef reyndar bara sýnt
hana tveimur vinum mínum, en
ætli ég fari ekki að huga að útgef-
anda núna í nóvember eða desem-
ber, til að reyna að fá hana útgefna
um næstu jól.
Síðan er maður að safna ljóðum
í ljóðabók, en allt óvíst hvenær það
verður,“ segir Jónas, en eitt ljóð
eftir hann hefur birst í Morgun-
blaðinu og þrjú í Tímariti Máls og
menningar. Auk þess munu birtast
eftir hann tólf ljóð í næsta hefti af
Ljóðormi.
Jónas stundar einnig nám í heim-
spekideild Háskóla íslands. „Ég hef
lengi haft áhuga á heimspeki vegna
þess að mín skoðun er að hún geti
hjálpað manni til að verða fijór í
hugsun. En heimspekin er númer
tvö hjá mér.“
Eiginkona Jónasar er Ingibjörg
Svala Þórsdóttir, 'nemi í málaradeild
Myndlista- og handíðaskólans. Þau
dvöldu í Mexíkó veturinn 1986-
1987 og aftur síðastliðið sumar. „Þú
sem býrð handan árinnar" varð til
þar. „Það var á Beethoven-tónleik-
um,“ segir Jónas. „Lítil kona var
að spila konsert eftir Beethoven og
eitthvað fór að gerast í höfðinu á
mér. Daginn eftir má segja að þetta
hafi runnið upp úr mér; náttúru-
mynd. Kannski vegna þess að áður
en við fórum til Mexíkó höfðum við
verið landverðir á Hveravöllum í
þijú sumur. Konan mín hvatti mig
til að senda ljóðið inn, og eftir að
ég skrifaði það ákvað ég að nota
það í skáldsöguna mína og þar er
það nú.“
— Hvemig varð þér við þegar
þú heyrðir úrslitin?
„Ég varð hissa, en það er samt
svo skrýtið að þegar ég heyrði
hringinguna, hugsaði ég; þetta er
Morgunblaðið. Mig hafði dreymt
Laxness nóttina áður, en hugsaði
ekkert út í það fyrr en við hringing-
una.“
— Hvað á svo að gera við verð-
launin?
„Kannski get ég notað þau til
að komast til útlanda að skrifa
næsta sumar.“