Morgunblaðið - 02.11.1988, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988
Fjárlagafrumvarpið 1989 lagt fram
Skattahækkanir um 2,5 milljarða króna:
Tekju- og eignaskattar
hækka um 1,5 milljarð
SKATTAR munu hækka um rúma
2,5 milljarða króna, eða um 4%,
miðað við verðlag þessa árs, sam-
kvæmt Qárlagafrumvarpinu.
Tekjur ríkissjóðs á næsta ári eiga
að vera 77,3 milljarðar króna
miðað við meðalverðlag næsta
árs, sem samsvarar rúmum 69
milljörðum á verðlagi þessa árs.
Tekjur ríkissjóðs á þessu ári eru
hins vegar áætlaðar 66,5 milljarð-
ar króna.
Beinir skattar, þ.e. tekju- og
eignaskattur einstaklinga og fyr-
irtækja, eiga að gefa 14 milljarða
króna, sem er hækkun um 1,5
milljarða, eða 19%, frá innheimtu
þessa árs, miðað við sömu verð-
lagsforsendur. Óbeinir skattar
eiga að gefa af sér 59,8 milljarða
króna, sem er hækkun um 1 millj-
arð, eða tæp 2% að raungildi.
„Aðrar tekjur“ eiga að gefa af
sér 3,5 milljarða króna, sem er
lítilsháttar töluleg hækkun, en
lækkun í raungildi.
Hér á eftir fara helstu atriðin í
tekjuöflunarhlið fjárlagafrumvarps-
ins:
► Tekjuskattur einstaklinga á að
skila um 9 milljörðum króna í ríkis-
sjóð, eða um 500 milljónum króna í
auknar tekjur. Fyrirhugað er að
hækka skatthlutfallið, en ekki er
ljóst hve mikið. Persónuafsláttur á
að hækka á móti þannig að skattar
hækki lítið sem ekkert á tekjur und-
ir 60-70.000 krónur á mánuði.
Bamabætur eiga einnig að hækka.
Til athugunar er að setja á nýtt
skattþrep á háar tekjur.
► Eignarskattar einstaklinga og
fyrirtækja munu hækka almennt úr
0,95% í 1%. Þá verður sett hærra
skattþrep á skuldlausa eign yfír
ákveðin mörk, til dæmis 12 milljónir
króna hjá hjónum, en það myndi ná
til 6-8.000 manns, samkvæmt áætl-
un fjármálaráðuneytisins. Þessi
hækkun eignaskatts á að skila um
200 milljónum króna.
► Skattar á vexti, eða íjármagns-
tekjur, eiga að skila um 150-200
milljónum króna. Hugmyndir um
slíkan skatt eru þó á frumstigi og
frumvarp yrði væntanlega ekki lagt
fram fyrr en nokkuð er liðið á næsta
ár.
► Leggja á 12% söluskatt á sölu
happdrættismiða og hliðstæða starf-
semi. Velta happdrætta er áætluð 4
milljarðar króna á næsta ári og sam-
kvæmt því myndi þessi liður skila
480 milljónum króna í ríkissjóð. í
greinargerð fj ármálaráðuneytisins
segir að þessi kostnaður myndi
líklega verða borinn af þeim sem
miðana kaupa. Fjármálaráðherra vill
þó halda þeim möguleika opnum að
í stað þess að skattleggja sum happ-
drætti verði happdrættisfé notað til
rekstrar á viðkomandi starfsemi til
að létta á opinberum sjóðum.
► Ýmsir óbeinir skattar eiga að
hækka, svo sem vörugjald, bensín-
gjald og innflutningsgjald á bílum.
Vörugjald á að skila 2,7-2,8 milljörð-
um króna eftir breytingar á því, en
skilar um 1,2 milljarði í ár.
Morgunblaðið/Þorkell
Ólafúr Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, á fréttamannafúndi þar
sem Qárlög ársins 1989 voru kynnt.
Olafttr Ragnar Grímsson flármálaráðherra:
Tekjuafgangur til að
greiða halla fyrri ára
„Fjárlagafrumvarpið fyrir
1989 er enginn gleðiboðskapur,"
sagði Ólafúr Ragnar Grímsson,
(jármálaráðherra, í upphafí
ftmdar þar sem hann kynnti
frumvarpið. Hann sagði að
tekjuafgangur ríkissjóðs upp á
nær 1,2 milljarða króna hamlaði
Dregið úr framkvæmdum
og launakostnaði ríkisins
ÚTGJÖLD ríkissjóðs eru skorin
niður um 1,7 milljarða króna frá
upphaflegri áætlun Fjárlaga- og
hagsýslustofnunar. Heildarút-
gjöld eru áformuð 76,1 milljarður
króna á verðlagi næsta árs.
Hér á eftir fer yfirlit yfir helstu
breytingar á útgjaldahlið fjárlaga-
frumvarpsins:
► Draga á úr framkvæmdum
ríkisins með því að ekki verði ráðist
í neinar nýjar framkvæmdir og dreg-
ið úr framkvæmdahraða þannig að
þeim verður dreift á 12 mánuði í
stað 20. Fjárfestingar ríkissjóðs eiga
að dragast saman um 7% að raun-
gildi og allar opinberar fjárfestingar
eiga að dragast saman um 3%. Sem
dæmi má nefna að fé til innréttinga
á húsnæði ráðuneyta, svo sem við
Sölvhólsgötu, og til framkvæmda
Ríkisspítala, svo sem við K-bygg-
ingu, er takmarkað. Fjárfestingar
Pósts og síma eru skornar niður í
200 milljónir króna, en þeir höfðu
lagt fram beiðni um 900 milljónir í
þann lið. Þá eru fjárfestingar
Ríkisútvarpsins, Áburðarverksmiðj-
unnar og fleiri fyrirtækja.
► Dregið verður úr launaútgjöld-
um um 2,5% á næsta ári, eða sem
svarar um 250-300 stöðugildum.
Þetta á að gera með því að draga
úr yfirvinnu og vinnu lausráðins
verkefnafólks og með því að ráða
ekki í stöður sem losna.
► Starfsemi ýmissa stofnana
verður tekin til athugunar og þær
lagðar niður, ellegar starfcemi þtirra
hagrætt eða flutt til annara. Dæmi
um slíkar stofnanir eru Skipaútgerð
ríkisins, Sala varnarliðseigna, lög-
og tollgæsla á Keflavíkurflugvelli,
og skiparekstur og vitaþjónusta á
vegum Vitastofnunar.
► Aðrar stofnanir, svo sem
Vinnueftirlit ríkisins, Rafmagn-
seftrilit ríkisins og Húsameistari
ríkisins, verða látnar selja þjónustu
sína í samræmi við tilkostnað.
► Lög um framhaldsskóla koma
ekki til framkvæmda á árinu 1989
að því að útgjöld og kostnað ríkisins
varðar og er reiknað með að það
muni spara um 200 milljónir króna.
► Spamaður í heilbrigðiskerfinu
verður stóraukinn með því að taka
upp tilvísunarkerfi upp að nýju,
þannig að menn leiti fyrst til heimil-
islækna, en fari ekki beint til sér-
fræðinga. Þá á að breyta skipulagi
og verðákvörðunum í lyfjasölu og
rekstri rannsóknarstofa hagrætt.
► Ýmis framlög verða óbreytt að
krónutölu á milli ára og lækka því
að raungildi. Þetta á meðal annars
um framlög til margra fram-
kvæmdasjóða og endurgreiðslu sölu-
skatts í sjávarútvegi og jöfnunar-
gjalds í iðnaði.
► Gera á strangari kröfur til um
kostnaðaráætlanir og -mat fram-
kvæmda til að efla ráðdeild ? rekstri
og framkvæmdum.
gegn þenslu og væri nauðsyn-
legur til að greiða niður skuld-
irnar vegpia hallareksturs und-
anfarinna ára. Auknir skattar
væru einkum sóttir til þeirra
sem hefðu miklar tekjur og við
niðurskurð á ríkisútgjöldum
hefði verið reynt að hlífa vel-
ferðarþjónustu og starfsemi á
sviði menningar-, félags- og
umhverfísmála.
Ólafur Ragnar sagði að mark-
mið fjárlaganna væri einkum að
draga úr verðbólgu, erlendri
skuldasöfnun og viðskiptahalla.
Þannig væru gjöld lögð á ýriisar
vörur til að draga úr innflutningi.
Hann sagði að fara þyrfti allt aftur
til ársins 1980 til að fínna frum-
varp með jafn miklum tekjuaf-
gangi. Tekjuafgangur væri lykilat-
riði í efnahagsstefnu ríkisstjórnar-
innar og því mjög mikilvægt að
hann stæði eftir endanlega af-
greiðslu Alþingis á frumvarpinu.
Fjármálaráðherra sagði brýnt
að hamla gegn sjálfvirkri aukningu
ríkisútgjalda, því hætta væri á að
sóun og óhagkvæmni festist í sessi
í kerfinu. Hann minntist meðal
annars á sparnað í heilbrigðiskerf-
inu og sagði að stefnt væri að
snúa við frá því allt of dýra sér-
fræðingakerfi sem þróast hefði hér
í heilsugæslu með því að taka upp
að nýju tilvísunarkerfi hjá heimilis-
læknum.
Fjármálaráðherra sagði að
skattar hækkuðu aðeins um tæp-
lega 1 milljarð króna frá fjárlögum
1988, eða um 1,25% að raungildi.
Hins vegar þyrfti einnig að vinna
upp halla upp á 3 milljarða króna
á fjárlögum þessa árs. Hann sagði
að nýir skattar kæmu einkum nið-
ur á þeim sem mestar tekjurnar
hefðu og tók sem dæmi fyrirhugað
nýtt þrep á eignaskatti, sem hann
sagði að myndi ná til um 4-6.000
manns, sem byggju í húsum eins
og sjá mætti til dæmis á Arnarnes-
Pálmi Jónsson alþingismaður um fjár lagafr um varpiö:
Skattar hækka um 50 þúsund
á flögurra manna fjölskyldu
„HLUTFALLSLEG aukning ríkisrekstrarins í ráðstöfimarfé þjóð-
arinnar er það sem kalla mætti kjarna þessa fjárlagafrumvarps
og það er út af fyrir sig engin nýlunda þegar vinstri menn eru
við stjórn," sagði Pálmi Jónsson alþingismaður og fulltrúi Sjálf-
stæðisflokks í fjárveitinganefnd Alþingis, þegar Morgunblaði leit-
aði álits hans á Qárlagafrumvarpinu í gær. Hann segir aukna
skattheimtu samkvæmt frumvarpinu nema 50 til 60 þúsundum
króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu og gagnrýnir harðlega
að ríkisútgjöld aukist að raungildi á sama tima og almennur sam-
dráttur er í þjóðfélaginu.
„Það einkennir helst þetta frum-
varp, að það er með tólf hundruð
milljóna króna tekjuafgangi,"
sagði Pálmi, „...sem er náð með
mjög aukinni skattheimtu sem að
raungildi er þrír og hálfur til fjór-
ir milljarðar króna, eða sem næst
50 til 60 þúsundum króna á hveija
fjögurra manna fjölskyldu. Þetta
er hækkun ríkistekna úr 26,2%
af landsframleiðslunni í fjárlögum
1988, í 28,1% í fjárlagafrumvaipi
fyrir næsta ár. Markmið ríkis-
stjómarinnar um að ríkisútgjöldin
vaxi ekki hefur ekki náðst, því
að þau vaxa að raungildi sam-
kvæmt þessu frumvarpi um 0,8%.
Ríkisstjómin hefur gefíð í skyn
að hún hyggist ná þessum auknu
skatttekjum af eignamönnum og
af hátekjumönnum, en ljóst er að
einkum er um almenna skattlagn-
ingu að ræða. Gert er ráð fyrir
hækkun á vörugjaldi, bensíngjaldi
og influtningsgjaldi af bílum.
Hækka á eignaskatta og talað
er um nýtt skattþrep. Einnig
tekjuskatta einstaklinga og í at-
hugun er að taka þar upp nýtt
skattþrep og áformað að orkufyr-
irtæki verði skattlögð með al-
mennum hætti og þar með tekinn
upp orkuskattur.
Áformað er að leggja 12% sölu-
skatt á happdrætti og hliðstæða
starfsemi, það er lottó. Það er
skattur á öryrkja og íþróttamenn.
Þrátt fyrir að raunútgjöld fjár-
lagafrumvarpsins aukist er niður-
skurður á ýmsum þýðingarmikl-
um verklegum framkvæmdum,
gjaman þannig að fjárfestingar-
liðir eru óbreyttir að krónutölu eða
fá óverulega hækkun. Á hinn bóg-
inn hækka einstakir aðrir liðir,
sem njóta að því er virðist sérs-
taks velvilja núverandi valdhafa,
svo sem aðalskrifstofa fjármála-
ráðuneytisins sem hækkar um
63% og Alþýðuleikhúsið hækkar
um 159%, sem er auðvitað smálið-
ur og allra góðra gjalda verður,
en þetta sýnir hve lítið samræmi
er í þessum málum. Á sama tíma
til dæmis hækka námskeið fyrir
fiskvinnslufólk aðeins um 11%.
Ekki skal kastað rýrð á að ná
jöfnuði í ríkisfjármálum og að
hallarekstri verði þar hætt, þó
hlýtur að verða að spyija hvort
það sé eðlilegt að ríkisreksturinn
taki til sín svo mikla fjármuni
þegar að kreppir hjá öllum al-
menningi og gert er ráð fyrir að
kaupmáttur launa dragist saman
um 7% á næsta ári og forsendur
fjárlagafrumvarpsins byggja á að
laun hækki aðeins um 8% til miðs
næsta árs og mun sú hækkun að
mestu vera þegar komin fram.“
Boðað er aukið réttlæti í
skattamálum, verður sú raunin?
„Þessi fullyrðing um aukið rétt-
læti í skattamálum er eins og
hvert annað slagorð. Eins og fyrir-
ætlanir ríkisstjórnarinnar eru
skýrðar út, fæ ég ekki séð að þær
samrýmist því markmiði."
Vaxtalækkun er boðuð, hvaða
áhrif hefur hún á hagkerfið?
„Vaxtastigið er nátengt verð-
bólgu og verðlagshækkunum og
ef raunvöxtum er ekki haidið, þá
er vissa fyrir því að sparnaður
muni dragast saman. Það er þó
óhjákvæmilegt að vextir lækki
með lækkandi verðlagi og minnk-
andi þenslu, en sú vaxtalækkun
sem þegar er orðin, var að miklu
leyti komin fram í september áður
en fyrrverandi ríkisstjóm fór frá.“
Ef sparnaður dregst saman, er
þá hægt að standa við þau mark-
mið að ríkissjóður taki engin er-
lend lán á næsta ári, eins og boð-
að er?
„Það er auðvitað engin vissa
fyrir því að það takist. Frumvarp
til lánsfjárlaga er ekki komið
fram, þar eru lántökur ríkisins að
mestu ákveðnar,“ sagði Pálmi
Jónsson að lokum.