Morgunblaðið - 02.11.1988, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
„Kæri Gunnlaugur. Getur þú
vinsamlegast sagt mér hvem-
ig stjömukortið mitt á eftir
að líta út á næstu mánuðum?
Ég veit að Plútó hefur verið
sterkur í kortinu í langan tíma,
en er nú „á förum" mér til
mikillar ánægju. Ég er fædd
16.11.67 kl. 1 eftir miðnætti
(í Rvík). Með kæm þakklæti.
Sporðdreki."
Svar:
Plútó
Ég verð nú að segja að ég
skil það vel sem þú segir um
Plútó. Ég hafði hann sterkan
í tvö ár, eða 1986 og 1987.
Þetta var þroskandi tímabil,
ár hreinsunar og uppgjörs við
neikvæða þætti úr fortíðinni.
Það leiddi síðan til ákveðinnar
frelsunar, eða þess að ég er í
dag laus við margt sem háði
mér áður. Ég hefði því ekki
viljað vera án Plútós. Hins
vegar er það nú gott að vera
laus við hann, í bili a.m.k.
Áhrif hans em þyngjandi,
enda beinist athyglin að þvf
að losa sig við neikvæða þætti
persónuleikans. Orka hans
kallar einnig á hlédrægni og
.Jfr/issa lokun á umhverfíð.
Venus
Það sem helst vekur athygli
við afstöður næstu mánaða er
staða Júpíters á Miðhimni,
ferð þriggja pláneta inn í 5.
hús og síðan margar afstöður
á Venus. Það má því segja að
þjóðfélagið, félagslíf og ást
verði þeir þættir sem koma til
með að skipta þig hvað mestu
máli á næstu mánuðum.
-'■* Ný vinna
Júpíter í 10. húsi, frá og með
apríl 1989 og fram á haust,
gefur til kynna þörf fyrir að
víkka þjóðfélagslegan sjón-
deildarhring þinn. Það gæti
táknað vinnu sem tengist
ferðalögum, eða áhuga á nýrri
vinnu og um leið tilboð sem
stuðla að aukinni þekkingu á
lífínu og tilvemnni.
Tilfinningalegt
endurmat
Satúmus verður í spennuaf-
stöðu við Venus í janúar 1989.
Það táknar að um endurmat
á tilfínningalegri og félags-
^élegri stöðu þinni verður að
ræða. Þú gætir t.d. fundið til
einmanakenndar og um leið
þarfar til að bæta tilfínninga-
lega stöðu þína. Satúmus á
Venus getur einnig þýtt að
þér verði falin félagsleg
ábyrgð sem þér finnst frekar
þung í fyrstu.
Lifandi félagslíf
Með vorinu og reyndar aftur
um veturinn 1989—90 verður
Júpíter í afstöðu við Venus.
Það táknað að um þenslu verð-
ur að ræða á félagslega svið-
inu. Það er td. ekki ólíklegt
að þú kynnist nýju fólki og
almennt að mikið verði um að
_ „vera.
Börn ogsköpun
5. húsið hefur með böm, ást
og sköpun að gera. Margar
plánetur í 5. húsi gætu táknað
þörf fyrir að eiga bam, en
einnig að þú finnir hjá þér
hvöt til að tjá sjálfa þig á
persónulegri og meira skap-
andi hátt en áður.
Ást
Þegar á heildina er litið er
greinilegt að mikið verður um
. að vera á félagslega sviðinu á
næstu mánuðum. Það er einn-
ig líklegt að ástin komi til með
að blómstra. Ég tel að þú
munir koma til með að þrosk-
ast töluvert á næsta ári, fé-
lagslega, tilfínningalega og
hvað varðar skapandí tján-
ingu. Þú ættir einnig að verða
töluvert opnari og mýkri i allri
■ —^.ningu þvi Venus er ólíkur
Plútó.
GARPUR
AR/tSíN HEfUfZ GER.T TEELU
SfUÍP/LL/l 06 LITlP Fy/e/E
FOPMLEGHEIF... f
-/ Hi/EfS VE6UA Í/OPU9
/ PlÐ AB SKJÓTA H OKKU/Z P
- (ERVEeiÐAÐBEÓBA OKKOR
V VEIKO/WH /HEBpy/AÐ ?
HKEKTA OWJRAEIAF
.7 <W.
V
pAKKA pÉR, TEELA \
HÖFUÐS/HABUR, EAlSm\
ÓENDI/VIAOUfí. J&UpE’öes L
fö/JUNGS SKAL EG I' I
^FJALLA UA1 þETTA
fTzr
T
A
r'k
J/ÉTA, \ ÞuÓP JÓUNUADALS ,
ÉG ) Ö/ÐST AFSOKUSJAFZ.A
Blb ' J 'AfíAS/NFH. HER/SA ■ l//£>
' / HÓLDU/U AE> MR HAF/
\C\ HHCUL'AS PH/NS OG BVLT-
Y~W/NGaPMeNN UEFUÐAÐ )
V UERKH
GRETTIR
( ElTT ER C50TT \ v. VIE3 SV/EFKJSS'fC/. . . / o g 00 O 1 » / AIAÐUf? pARF ERK\ \ V, AD HAFA FytZlR J C^HENN o
s o JW PAVT6 ' 5-ZI
BRENDA STARR
I VATNSMYRINNI
1
/ þAÐ HL3ÓTA ACU/E/ZA
' þÚSUND/R Ar/AýFLUGUM]
ípESSU FLUGNA-
(Se-jz/
—-as—tsz.—m
FERDINAND
/ / / / 1 X \ ///; U
SMAFOLK
CAN /OU TELL
ME ABOUT IT?/
Sálfræðiaðstoð 1 kr.
Læknirinn er við. Það er
víst að versna.
Viltu segja mér frá því?
WELL, I HOPE YOU
WON'T THINK! THI5
15 5ILLY, BUT...
•c-
Ég vona að þér fínnist
þetta ekki kjánalegt,
en...
I HAVE THIS FEAR
OF BEINé ALONE..
rní poctbg
lgEjj]
Ég er svo hræddur víð að
vera einn.
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Austurríkismenn spiluðu
harðan og áhættusaman brids i
úrslitaleiknum við Bandaríkin á
ÓL. Kannski skiljanleg stefna á
móti sigursælustu spilurum
heims — Hamman, .Wolff,
Meckstroth og Rodwell — en
ekki gekk hún upp í þetta sinn.
Trekk í trekk sátu þeir í súp-
unni í tiltölulega meinlausum
spilum.
Norður gefur; NS á hættu:
Norður
♦ ÁK ■
VÁ1085
♦ K86
♦ ÁKDG
Vestur Austur
♦ DG763 ... *85
VG VK9763
♦ ÁDG52 f97
♦ 83 +7652
Suður
♦ 10942
VD42
♦ 1043
♦ 1094
Opinn salur:
Vestur Norður Austur Suður
Terraneo Hamman Kadlec Wolff
— 1 lauf Pass 1 hjarta
1 spaði 2 grönd Pass 3 grönd
4 tíglar Pass Pass Dobl
Pass Pass Pass
Útspil: laufás.
í lokaða salnum spilaði Aust-
urríkismaðurinn Kubac 3 grönd
í norður og fékk út spaða. Hann
spilaði hjarta á drottningu og
tígli á kóng og tók sína níu
slagi: 600 í NS.
Að öllum líkindum hefði nið-
urstaðan orðið sú sama í opna
salnum ef Terraneo hefði kosið
að passa 3 grönd. Hamman hafði
sýnt 23-24 punkta og jafna
skiptingu, svo Terraneo taldi
geimið vinnast örugglega og
ákvað að fóma.
Hamman spilaði þrisvar laufi,
Terraneo trompaði og lagði nið-
ur tropásinn og spilaði drottn-
ingunni. Hamman átti þann
slag, spilaði aftur Iaufi og Wolff
trompaði með tíunni. Nú var
fátt um fína drætti og Terraneo
endaði 5 niður, sem gaf NS
1100 og Bandaríkjamönnum 11
IMPa.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
í v-þýzku deildakeppninni í ár
kom þessi staða upp í skák al-
þjóðlega meistarans Bischoff
(Bayem Miinchen), sem hafði
hvítt og átti leik, og Beckemeyer
(Bochum).
17. Rxe4! - dxe4, 18. Dxe4
(Svartur fær nú ekki varist báðum
hótunum hvíts, sem eru 19. Bc4+
og 19. Dxg6) 18. - b5, 19. Dxg6
— Hf7, 20. Hh8+! og svartur
gafst upp, því eftir 20. - Kxh8,
21. Dxf7 á hann ekkert svar við
hótuninni 22. Hhl+.