Morgunblaðið - 02.11.1988, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988
45
Óhagganlegir forystumenn
eftir Metúsalem
Þórisson
íslendingar þurfa aldeilis ekki að
skammast sín fyrir framgöngu
Halldórs Ásgrímssonar sjávarút-
vegsráðherra í hvalveiðimálinu. Er-
lendir kaupendur fiskafurða eru þó
óðum að guggna á því að kaupa
af íslendingum útflutningsafurðir
þeirra, fyrst Long John Silver í
Bandaríkjunum og nú síðast Teng-
elmann í Þýskalandi.
Stolt íslands
Dóri stendur sig með prýði í bar-
áttunni, eins og klettur úr hafinu,
og þó að íslenskir framleiðendur
tapi kannski nokkur hundruð millj-
ónum króna í þessari sjálfstæðis-
baráttu þá er það nú ekki mikið
miðað við það sem aðrar þjóðir eyða
í það að vetja sitt stolt. I rauninni
megum við vera fegin á meðan við
þurfum ekki að fóma mannslífum
í þessari baráttu. Að vísu tekst
okkar mönnum ekki alveg nógu vel
í áróðursstríðinu, en það er nú orð-
inn snar þáttur í öllum stríðsrekstri.
Ábatalaus vísindi
Heyrst hefur að aðstoðarmenn
hershöfðingjans Halldórs séu að
safna fé til að leggja í áróðurs-
herferð. Ekki mundi duga minna
en hundrað milljónir ef okkur á að
verða eitthvað ágengt í þessu stríði.
En hvað gera menn ekki fyrir þjóð-
arstoltið.
Best væri að fá auglýsingastof-
una sem sá um kosningaáróðurinn
fyrir Framsóknarflokkinn fyrir
síðustu kosningar til að annast
þetta. Miðað við fyrri árangur þá
ætti þeim að veitast auðvelt _að
sannfæra jarðarbúa um það að ís-
lendingar viti best hvað hvalnum
er fyrir bestu. Það mun líka veitast
auðvelt að skýra fyrir fólki að í
rauninni stundi íslendingar ekki
hvalveiðar, heldur vísindarannsókn-
ir á hvölum og auðvitað er ekki
hægt að rannsaka lifandi hvali, svo
að það verður að drepa þá. Allir
vita að vísindarannsóknir eru stund-
aðar á þann hátt að endurtaka verð-
ur í sífellu rannsóknir til að geta
borið saman niðurstöður. Þannig
verður því að sjálfsögðu að drepa
marga hvali í þágu vísindanna og
engin ástæða til annars en að selja
þá kjötið. Hér er þó alls ekki um
hvalveiðar í ábataskyni að ræða,
enda samþykktum við það í Alþjóða
hvalveiðiráðinu að stunda ekki svo-
leiðis veiðar til ársins 1990.
Það er nú sjálfsagt erfitt fyrir
venjulegt fólk að skilja þetta með
vísindaveiðamar, slíkt er ekki á
færi nema vísindamanna og sérlega
glöggra manna.
Halldór sannfærandi
Það er þó fleira en auglýsinga-
herferð sem getur orðið okkur til
hjálpar í þessu stríði. Auk þess að
vera mikill hershöfðingi þá er Hall-
dór Ásgrímsson með svo mikinn
sannfæringarkraft að íslenskir út-
flytjendur fá hann til að tala um
fyrir þeim kaupendum sem neita
að kaupa íslenskar vömr vegna
hvalveiðanna. Það má búast við því
að á næstunni verði mikið annríki
hjá Dóra þegar hann fer að vinna
í því að sannfæra hina ýmsu kaup-
endur um að halda áfram að versla
við okkur, jafnvel þótt allir hætti
að versla við þá sjálfa.
Friðelskandi þjóð
Það er mikið lán fyrir hveija þjóð
að eiga forystumenn sem em fastir
fyrir og láta ekki hagga sér þegar
þjóðir sem em miklu stærri em að
reyna að hafa áhrif á okkur. Hvað
em líka Kanar að skipta sér af
hvalveiðum okkar, nokkmm hvöl-
um. Vom þeir ekki í Víetnam hér
Áskriftarsiminn er 83033
um árið og drápu fólk í hrönnum
og auk þess em þeir úti um allan
heim með morðtól tilbúnir að drepa
ef þeim finnst ástæða til. Dóri
Ásgríms og félagar leyfa þeim
meira að segja að vera með tals-
vert af tólum hér uppi á Miðnes-
heiði svo ég veit ekki hvaða van-
þakklæti þetta er. Okkar menn
styðja þá með vígvélarnar með ráð-
um og dáð og svo megum við ekki
einu sinni drepa nokkra hvali, ekki
einu sinni í vísindaskyni, þá ætlar
allt vitlaust að verða. Hvað með það
þó Sambandið og einhveijir aðrir
græði nokkrar krónur á herstöð-
inni, það er nú það minnsta að við
fáum einhveija aura fyrir að hafa
þessar vígvélar héma, einkum og
„Það er nú sjálfsagt
erfítt fyrir venjulegt
fólk að skilja þetta með
vísindaveiðarnar, slíkt
er ekki á færi nema
vísindamanna og sér-
lega glöggra manna.“
sér í lagi vegna þess að við erum
friðelskandi þjóð og ekki frítt við
að við höfum samviskubit að vera
svona vopnaðir. Allir vita að vopn
eru nefnilega til þess að drepa með
fólk eða þá hræða úr því líftóruna.
Öfgafull samþykkt
Hvað sem öðru líður þá getum
við verið stolt af okkar mönnum,
þeir eru fastir fyrir og haggast
ekki eða skipta um skoðun hvað
sem á dynur. Við íslendingar látum
ekki öfgahópa í náttúruvemd hveiju
nafni sem þeir nefnast, knésetja
okkur með hótunum. Auðvitað em
þetta bara öfgar að vilja að farið
sé eftir samþykktum Alþjóða hval-
veiðiráðsins og eins með það að
vilja ekki að geislavirkum úrgangi
sé sökkt á hafsbotn og þess háttar.
Höfundur er félagi í Samtökum
græningja.
Metúsalem Þórisson
íslandsmótið í handbolta 1988 er hafið
Fyrsti heimaleikurá Hlíðarenda
íslands- og bikarmeistarar Vals hefja í dag titilvörn sína gegn léttleikandi
og skemmtilegu liði Breiðabliks.
Komið og sjáið nýtt meistaraflokkslið Vals, þá Sigurð Sveinsson, Einar
Þorvarðarson, Jakob Sigurðsson, Valdimar Grímsson, Geir Sveinsson,
Júlíus Jónasson, Jón Kristjánsson og allar hinar hetjurnar, sterkari en
nokkru sinni fyrr!
Hittumst heil á Hlíðarenda kl. 18.00.
ffl
Yernd hf.
»hummel^p
SPORTBÚÐIN
VOSSEN
/HIKUG4RDUR
MARKAÐUR VIÐSUND
STODTVO
AKO
Bókabúðin
Embla,
sími 76366.
Gisli
Jónsson
& Co.
POLAR
HKD VALS FLÝGUR MEÐ ARNAR
FLUGI
INNANLANDS.