Morgunblaðið - 02.11.1988, Side 51
r
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988
Þessir hringdu . .
Reykjanesbraut er að
verða ógreiðfær
Suðurnesjamaður hringdi:
„Reykjanesbraut var eins og
menn vita tekin í notkun árið
1965, fyrir 23 árum síðan. Sam-
kvæmt áætlun verktaka, þ.e. ís-
lenskra aðalverktaka, átti að
leggja nýtt steypt slitlag á veginn
10 árum síðar eða 1975. Nú eru
liðin 13 ár fram yfir þann tíma
en slitlagið hefur ekki verið end-
umýjað og var þó sú umferðarspá
sem miðað var við allt of lág. Það
eina sem gert hefur verið er að
Vegagerðin hefur fræsb- verstu
kaflana en það er einungis bráða-
birgðalausn. Umferð þungra bfla
hefur verið miklu meiri en gert
var ráð fyrir. Víða eru komnar
sprungur í slitlagið og þar er það
orðið næfur þunnt. Myndast hafa
í veginn djúpar dældir serh fyllast
af vatni í rigningum og hefur
þetta valdið mörgum slysum.
Verði ekki lagt nýtt slitlag áður
en langt líður verður Reykjanes-
brautin mjög ógreiðfær og alls
ekki hæf til að þola hin mikla
umferðarþunga sem þama er.
Suðumesjamenn hafa miklar
áhyggjur af þessu máli og vil ég
hvetja til þess að á því verði tekið
sem allra fyrst.“
Einkennilegt orðalag?
Eggert Jósefsson hringdi:
„Er það ekki dálítið einkenni-
legt orðalag að tala um að ein-
hver eigi svo eða svo mikið ólif-
að? Mér finnst orðið ólifað ekki
rökrétt. Réttara finnst mér að
segja að viðkomandi eigi eftir
þetta eða þetta langt lifað.“
Helgimynd
Eldri kona hringdi:
„Um aldamótin vom seldar hér
á landi fagrar helgimyndir af
Maríu með Jesúbamið. Á einni
slíkri mynd er móðirin að gefa
barninu að sjúga vinstra bijósið,
sem hún styður með hægri hendi,
og em bæði mæðginin gullhærð
og bláeygð. Móðirin er í rauðum
kirtli með löngum ermum. Hvít
slæða er yfir hárinu og yfir um
hálsinn. Yfir höfðum þeirra
beggja em geislabaugar. Mig
langar mikið til að sjá þessar
myndir aftur og ef einhver á þær
bið ég hann eða hana að hafa
samband við mig í síma 29385.
Gullarmband
Gullarmband tapaðist við Engi-
hjalla 11 hinn 28. október.
Finnandi er vinsamlegast beðinn
að hringja í síma 33237.
Vandaður kristalsborðbúnaður frá KOSTA BODA.
Hönnuður: Gunnel Sahlin.
10% kynningarafsláttur út þessa viku.
Notum íslensku í útvarpi
Til Velvakanda.
Í þættinum „Á dagskrá" í
Ríkisútvarpinu var verið að ræða
um flugvélar Flugleiða en þær vom
sagðar komnar til ára sinná. Þar
vom tilfærð ýmis ummæli sem við-
höfð hafa verið um flugvélarnar.
Annar umsjónarmannanna'tók svo
til orða að hann hefði það á tilfinn-
ingunni að umræddar vélar væm
„teipaðar" saman. Átti þetta að
sýna álit manna á traustleika vél-
anna.
Mér finnst að ekki sé hægt að
hafa slík ummæli eftir í íslensku
útvarpi vegna þess að þetta er ekki
íslenska. Það er lágmarks tillitssemi
við hlustendur að þeir sem koma
fram í fjölmiðlum noti íslenskan
orðaforða fyrir utan að nú er það
lagaskylda. Viti umsjónarmennimir
ekki betur þá má benda þeim á
ótal íslensk orð og orðasambönd
sem nota má í stað ensku sagnar-
innar „to tape“. Segja má til dæm-
is að vélamar séu límdar saman,
haldið saman með límbandi, hangi
saman á límbandi o. s. frv. þyrfti
á annað borð að fjölyrða eitthvað
um þetta.
Hallgrímur Helgason
TROPIC
VELVAKANDI
SVARAR I SÍMA
691282 KL 10-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
tíá MUUM
AUGLYSIR:
Áttu í erfiðleikum meðaðfá
á þig föt?
Við sérsaumum og vandinn
er leystur.
Herra- og dömujakkaföt úr
bestu fáanlegum
ullarefnum.
Góð og vönduð þjónusta
Veriðvelkominog pantið
tímanlega.
Opiðtil kl. 22.00 og
laugardagtil kl. 16.00.
Sérstakar tímapantanir
fyrirsunnudaga.
*
Avalltvel klædd(ur) í fötum
frá
Lilliendahl
KLÆÐSKÉRI
Garðastræti 2, s. 91-17525.
KOSTABODA
KRINGWN
KtSIHeNM. Sími 689122
Bankastræti
Sími 13122.