Morgunblaðið - 05.11.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.11.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988 Reuter Helgimyndum hins sovéska kommúnisma hefúr farið heldur fækk- andi á síðari árum en enn þykir þó hlýða að halda Lenín hátt á loft. Hér er verið að leggja síðustu hönd á mynd af honum fyrir hersýn- inguna á Rauða torginu á mánudag. * Atta ríki gætu hafa smíðað kjamorkuvopn án öryggiseftirlits London. Reuter. ÁTTA ríki hið fæsta kunna að hafa búið til kjarnorkuvopn án þess að hafa sætt öryggiseftirliti Alþjóða kjarnorkumálasto&iun- arinnar, IAEA, að því er breska dagblaðið Guardian sagði í gær. Blaðið vitnaði í þann hluta árs- skýrslu IAEA fyrir 1987, sem vera átti trúnaðarmál, en þar kom fram í máli forstöðumanna stofnunarinn- ar, að ríkin átta hefðu nægilegt efni til að búa til þúsundir kjamaodda. Víetnam, Norður-Kórea og Kól- umbía hafa alla burði til kjamorku- vopnasmíði, en ekkert rílganna þriggja hefur skuldbundið sig til að leyfa eftirlitsmönnum LAEA að skoða kjamorkumannvirki, að sögn Guardian. Og blaðið heldur áfram: „F'imm ríki leyfa skoðun á sumum stöðum, en eru þar fyrir utan með eftirlits- lausa starfsemi, þar sem farið getur fram framleiðsla á lq'amorku til margs konar beinna nota.“ Þessi ríki eru Argentína, Indland, Pakist- an, ísrael og Suður-Afríka. Öryggiseftirlit IAEA miðar að því að koma í veg fyrir, að kjamorku- vopn komist í hendur annarra en gömlu kjamorkuveldanna fimm, Bandaríkjanna, Sovétríkjanna, Kína, Bretlands og Frakklands. Guardian sagðist einnig hafa það úr fyrmefndum trúnaðarhluta árs- skýrslunnar, að IAEA stæði framrni fyrir alvarlegum erfiðleikum í eftir- litsstarfinu, jafnvel að því er varð- aði aðildarríkin. Blaðið sagði, að Hans Meyer, tals- maður IAEA, hefði neitað að láta hafa nokkuð eftir sér um efnisatriði skýrslunnar. „IAEA er ekki lög- Fundur leiðtoga V-Þýskalands og Frakklands: Kohl vill bæta tengsl við Austur-Evrópuríki Framvegis verður reynt að samræma stefiiu Vestur- Þjóðverja og Frakka gagnvart Sovétríkjunum Bonn. Reuter. HELMUT Kohl, kanslari Vestur-Þýskaiands, og Francois Mitter- rand, forseti Frakklands, luku tveggja daga viðræðufundi sínum í gær og skýrði Kohl forsetanum þar frá ferð sinni til Moskvu í siðustu viku. A fréttamannafúndi sagði kanslarinn að Vestur-Evrópumenn vildu bæta tengsl sín við Austantjaldsríkin en neitaði að svara spurn- ingum varðandi þá ósk Sovétmanna að verða gestgjafar alþjóðlegr- ar mannréttindaráðstefúu í Moskvu 1991. gæslustofnun, heldur þjónustu- stofnun, sem ætlað er að veita aðild- arlöndunum áreiðanlegar upplýs- ingar um, hvort einstök ríki efna þau loforð, sem þau hafa gefið,“ hafði blaðið eftir Meyer. Friedhelm Ost, talsmaður vest- ur-þýsku stjómarinnar, sagði á fímmtudag að leiðtogamir tveir væntu þess að stefna ríkja þeirra gagnvart Sovétríkjunum yrði fram- vegis samræmd eftir föngum. Emb- ættismenn í Bonn sögðu að gefin yrði út sameiginleg stefnuyfírlýsing Evrópubandalagsríkja að loknum fundi þeirra á grísku eyjunni Rhó- dos í næsta mánuði. Kohl lét hjá líða að svara spum- ingum fréttamanna um áðumefnda mannréttindaráðstefnu og yfírlýs- ingu hans í Moskvu þess efnis að Sovétmenn hygðust láta lausa alla pólitíska fanga í landinu fyrir ára- mót. Sovéskir embættismenn hafa sagt að ekki séu meira en tveir tugir slíkra fanga í öllu landinu en vestrænir stjómmálaskýrendur telja þá allt að 300. Bandaríkjastjórn er mótfallin því að Sovétmönnum verði falið að halda mannréttindaráðstefnu og álíta að þeir muni nýta sér hana til áróðurs. Bretar og Kanadamenn hafa tekið í sama streng en Frakk- ar og Vestur-Þjóðverjar hafa sagt að þeir myndu geta fallist á hug- mynd Sovétmanna að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, þ.e. að allir pólitískir fangar í Sovétríkjunum verði látnir lausir, hætt verði að tmfla útsendingar vestrænna út- varpsstöðva til landsins og Sovét- borgurum verði veitt frelsi til að ferðast til annarra landa. Stjórnar- erindrekar töldu að þar sem Kohl neitaði að svara spumingum um þessi mál megi ætla að hann hafí orðið fyrir þrýstingi af hálfu Banda- ríkjamanna. Er spumingu var beint til Mitter- rands um mannréttindaráðstefnuna eyddi Kohl henni og sagði að franski forsetinn ætti eftir að fara í heim- sókn til Sovétríkjanna en hann er væntanlegur þangað í desember. Sovétmenn íresta brottflutningi hersíns frá Afganistan: Litið á ákvörðunina sem pólitísk skilaboð Moskvu. Reuter. SOVÉSKIR embættismenn sögðu 1 gær, að ákvörðunina um að fresta um sinn brottflutningi sovésks herliðs frá Afganistan mætti rekja tíl óánægju með áframhaldandi hernaðaraðstoð vestrænna ríkja við skæruiiða í landinu. „Við getum ekki lengur setið og horft í gaupnir okkar meðan við erum hafðir að fíflum," sagði sovéskur stjómmálaskýrandi um þá yfírlýsingu Alexanders Bes- smertnykh, fyrsta aðstoðarut- anríkisráðherra, að brottflutningi sovéska herliðsins frá Afganistan yrði hætt í nokkum tíma. Gaf Bessmertnykh einnig í skyn, að brottflutningurinn hæflst ekki aft- ur nema verulega yrði dregið úr hemaðaraðstoð Vesturlanda við skæruliða. Samkvæmt Genfarsamningn- um, sem undirritaður var í apríl sl., skyldu Sovétmenn heija brott- flutning herliðsins, 105.000 manns, í maí sl. og átti helmingur- inn að vera farinn um miðjan ágúst. Síðari lota brottfutningsins átti að byija í þessum mánuði og herinn allur að vera farinn í febrú- ar. í samningaviðræðunum lögðu Bandaríkjamenn áherslu á, að þeir myndu stöðva allar hergagnasend- ingar til skæruliða hættu Sovét- menn alveg stuðningi sínum við Kabúlstjómina en því hafnaði Sov- étstjómin. Svaraði hún því til, að hún hefði haft samstarfssamning við afgönsk stjómvöld í 67 ár og styddi lögmæta stjóm. „Við töldum samt, að um það væri óformlegur samningur að fara hægt í sakimar og vinna að pólitískri lausn,“ sagði sovéskur embættismaður en hjá Bessmert- nykh kom það fram, að frá því f apríl hefðu skæruliðar ráðist 550 sinnum á sovéska hermenn og stór- aukið eldflaugaárásir á borgir og bæi. í sfðasta mánuði sendu Sovét- menn Kabúlstjórninni skamm- drægar Scud SS-l-eldflaugar til vamar gegn skæruliðum og sov- éskar herflugvélar hafa ráðist á bækistöðvar þeirra. Erlendir stjómmálaskýrendur í Moskvu telja þó útilokað, að Sovétmenn ætli nú eftir átta ára árangurs- laust stríð að reyna að knýja fram hemaðarlegan sigur á skæmliðum. „Ráðamennimir vita hvað er í húfi og hvaða álitshnekki þeir biðu á alþjóðavettvangi og heimafyrir einnig hættu þeir við brottflutning- inn,“ sagði vestrænn stjómarerind- Reuter Sovéskir hermenn f sjöunda himni á leið heim frá Afganist- an en myndin var tekin í ágúst. reki. „Ég tel, að þeir séu að reyna að koma á framfæri pólitískum skiiaboðum fremur en að breyta hemaðarstöðunni." „Fólk vill ekki vinna nema með vöndinn yfir sér,“ segir Gorbatsjov Moskvu. Reuter. Biðraðirnar fyrir utan verslanir í Moskvu hafa verið óvenju lang- ar síðustu daga enda er hátíð fyrir höndum, sjálft byltingaraf- mælið, sem er næstkomandi mánudag. Samt er kurr í fólki og marg- ir halda því fram, að skorturinn hafi aukist um allan helming síðan Míkhaíl Gorbatsjov kom til valda. „Ég man ekki eftir ástandinu jafn slæmu," sagði kona nokkur. „í verslunum í okkar hverfi er ekk- ert að fá. Ekkert kjöt, engar pyls- ur, engan ost, kaffi, súkkulaði eða annað sælgæti. Ástandið er eitthvað betra í miðborginni og biðraðimar og þröngin eftir því.“ Sovéskir fjölmiðlar gerðu skort- inum góð skil í gær, föstudag, og birtu meðal annars ræðu eftir Gorb- atsjov þar sem hann krafðist rót- tækra aðgerða til auka framboð á matvælum. „Vera má, að við verðum að ýta öðmm málum til hliðar, málum, sem em einnig mikilvæg, vegna þess, að matvælaskortinn verðum við að leysa hvað sem það kostar," sagði Gorbatsjov á fundi með háttsettum mönnum í flokki og ríkisstjóm. „Vandamálin eru mörg en eitt er mikilvægast, það er matvælafram- leiðslan." Ýmsum þótti kenna örvæntingar í ræðu Gorbatsjovs enda gerir hann sér grein fyrir þvi, að almenningur er orðinn langeygur eftir einhveij- um árangri af umbótastefnu hans síðustu þijú árin. „Ég óttast, að verði ekki róttæk hugarfarsbreyt- ing hjá þeim, sem vinna við land- búnaðinn og matvælaframleiðsluna, verði allt okkar erfiði til einskis,“ sagði hann ennfremur. I ræðu sinni sagði Gorbatsjov, að forystan gerðist æ þreyttari á þeirri rótgrónu tilhneigingu að ljúga til um ástandið, halda framleiðsl- unni eftir eða taka einfaldlega ekk- ert mark á fyrirskipunum og áætl- unum. „Enn einu sinni verðum við vitni að því, að fólk vill helst ekki vinna nema með vöndinn yfír sér. Við verðum að uppræta þetta skammarlega hugarfar," sagði Gorbatsjov en varaði jafnframt við, að menn hlýddu fyrirskipunum í blindni og hugsunarlaust. Reuter Helmut Kohl (t.h.), kanslari Vestur-Þýskalands, haUar sér að Fran- cois Mitterrand Frakklandsforseta á blaðamannafúndi leiðtoganna í Bonn í gær. Byltingarafmæli í skugga skortsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.