Morgunblaðið - 05.11.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.11.1988, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988 4 Kristján Jóhanns son syngur Don Carlos í Dallas Góðar viðtökur á frumsýningu KRISTJÁN Jóhannson syngur nú aðalhlutverkið í óperu Verdis „Don Carlos" í uppfærslu Dall- as-óperunnar. Frumsýnt var fimmtudaginn 3. nóvember og að sögn Kristjáns fögnuðu áhorf- endur ákaft að lokinni sýningu. Stjómandi sýningarinnar er Nic- ola Rescigno, óperustjóri Dallas- óperunnar, leikstjóri er Lotfi Mansouri, óperustjóri bæði í San Fransico og Toronto í Kanada. Aðal sópranhlutverkið syngur Susanne Dunn, sem Kristján segir eina skær- ustu stjömu í bandaríku óperulífi í dag og aðal bassahlutverkið er sungið af Poul Rishka. „Þetta er sýning í hæsta klassa", sagði Kristj- án „og frumsýningin var mikill sig- ur fyrir mig. Áhorfendur risu úr sætum og hrópuðu bravo og fagn- aðarlátum ætlaði aldrei að linna.“ Ópemhúsið í Dallas, Music Hall, tekur 3.600 manns í sæti, en Kristj- án sagði sér hafa þótt vænst um blómakörfu sem honum barst frá íslendingafélaginu í Texas. Strax eftir síðustu sýningu á „Don Carlos" flýgur Kristján til Nice í Frakklandi, þar sem hann syngur aðal tenórhlutverkið í ópem Puccinis „Dóttir vestursins". Þaðan fer hann til Palermo á Sikiley og syngur í lítt þekktri ópem eftir ítalska tónskáldið Catalani, sem heitir „La Vally“. Að lokum sagðist Kristján ný- verið hafa fengið upphringingu frá Þrándheimi, þar sem vígja á nýtt ópemhús í janúar 1990 með upp- færslu á „Tosca" eftir Puccini í leik- stjóm Sveins Einarssonar. Kristján sagði ekki ljóst hvort hann gæti verið með í þeirri uppfærslu þar sem Krístján Jóhannsson hann yrði hjá skosku ópemnni í Glasgow á þessum tíma, en hann væri að athuga möguleika á því að syngja með á vígsluhátíðinni. VEÐURHORFUR Í DAG, S. NÓVEMBER YFIRLIT í GÆR: Skammt norðaustur af Jan Mayen er 983ja mb lægð á leið norð-norðaustur en lægöardrag á Grænlandssundi þokast suðaustur. Víðattumikil 985 mb lægð milli Labradors og Suður-Grænlands hreyfist norðaustur. ( nótt verður víða 2ja til 6 stiga frost, en á morgun mun veður smám saman hlýna á ný, fyrst vestanlands. SPÁ: Á morgun þykknar upp vestanlands með vaxandi suðaustan- átt. Kaldi eða stinningskaldi og rigning eða slydda síðdegis. Vest- læg og síðar suðvestlæg átt og þurrt austanlands. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á SUNNUDAG: Vestan- og suðvestanátt um mest allt land. Skúrir víða um land, sést þó á Austur- og Suðausturlandi. Hiti á bilinu 2 til 6 stig. HORFUR Á MÁNUDAG: Suðlægt átt og sæmilega hlýtt. Rigning eða súld um sunnan- og vestanvert landið, en þurrt að mestu fyr- ir norðan. y, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / ■» ■* * * * * * Snjókoma * * * ■J 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius \J Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur [T Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hltl veður Akureyri 3 hálfskýjaö Reykjavik 3 úrk. f gr. Bargen S alskýjað Helslnki 2 alskýjaó Kaupmannah. 6 akýjaft Narsaarsauaq +3 ilrfc. f gr. Nuuk +3 skýjað Oeló 0 þoka Stokkhólmur 4 léttskýjað Mrshðfn S rigning Algarve 20 skúr Amstardam 4 heiðskfrt Barcelona 17 súld Chicago 12 skúr Feneyjar vantar Frankfurt 4 heiðskfrt Glasgow 7 mlstur Hamborg S léttskýjað Las Palmas vantar London 24 léttskýjað Los Angelos 16 þokumóða Luxemborg 3 heiðskfrt Madnd 16 skýjað Malaga 22 mlstur Mallorca 22 skýjað Montreal 1 skýjað New York ð alskýjað Parfs 6 helðskfrt Róm vantar San Diego 15 þokumóða Winnipeg 3 alskýjað Teljum engan hafa einkarétt á myndlyklunum - segir Indriði G. Þorsteinsson, sljórnarformaður fsfílm „MYNDLYKLARNIR eru í almannaeigu, og við ætlum okkur að láta reyna á það hvort almannaeign verður stjórnað af einhverri miðjutölvu í eigu ákveðins fyrirtækis, og hvort almenningur tek- ur það í mál,“ segir Indriði G. Þorsteinsson, síjórnarformaður Isfilm, en næsta haust mun Stöð 3, sem svo er kölluð og er í eigu Isfilm, he§a útsendingar á sjónvarpsefni. „Myndlyklamir vom seldir með þeim skýringum frá seljanda, að sumir þeirra gætu tekið 10 rásir og aðrir 20. Ég fæ ekki séð hvem- ig menn ætla koma í veg fyrir að einstaklingar geti notað þessi tæki sín til að horfa á þá dagskrá sem þeir kjósa. Við lítum ekki svo á að neinn hafi einkarétt á þessum myndlyklum, og við munum því láta reyna á þetta þegar þar að kemur,“ segir Indriði G. Þorsteins- son. Heilbrigðisráðuneytið: fl 4(i Innflutningur og notkun PCB bönnuð i Heilbrigðisráðherra hefur bannað innflutning og notkun á eit- urefiiinu PCB með reglugerð, sem öðlast mun gildi 1. desember næstkomandi. Ákvæði reglugerðarinnar eiga þó ekki við ef magn efiiisins í efiiablöndum, vamingi eða tækjum er undir 0,2%. Þá má Vinnueftirlitið veita undanþágur frá banninu. PCB hefur víða verið notað, meðal annars í rafþéttum. Aðeins má veita undanþágu frá banninu, ef önnur efni geta ekki komið í stað PCB-efna í viðkom- andi búnaði. I innflutningsleyfí skal einnig taka fram til hverra nota efnin eru ætluð. í bráðabirgðaákvæði reglugerð- arinnar er mælt fyrir um að aðeins megi farga PCB-efnum með leyfi Hollustuvemdar ríkisins, þar til sett hafí verið reglugerð um förgun eiturefna og annarra hættulegra efna. Umferðarslys við Hvolsvöll: Þrjú flutt á sjúkra- hús í Reykjavík PILTUR og tvær stúlkur slösuðust í hörðum árekstri Subaru- bifreiðar og dráttarvélar á Suðurlandsvegi, skammt austan við Hvolsvöll, um klukkan 19.30 á fimmtudagskvöld. Þau voru flutt á Borgarspítalann í Reykjavík en voru ekki talin í lífshættu. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar á Hvolsvelli komu öku- tækin úr gagnstæðum áttum og er talið að dráttarvélin hafi verið ljóslaus og á öfugum vegarhelm- ingi. Ókumaður dráttarvélarinnar slapp ómeiddur. Tvær stúlkur og piltur úr Subaru-bílnum voru flutt með hraði til Reykjavíkur. PilturJ inn, farþegi úr framsæti, var talinn mest slasaður, brotinn á höndurtt og með áverka á höfði en ekki sagður í lífshættu. Hann, eins og stúlkan sem ók bílnum, notaði bílbelti. Subaru-bíllinn er mikið skemmdur. Olís: ; h i Ræði þetta mál ekki meira í Qölmiðlum - segir Oli Kr. Sigurðsson „ALLT sem ég vil segja um þetta mál stendur í greinargerð sljóm- ar OLÍS, sem afhent var á blaðamannafúndinum á miðvikudag- inn. Það er búið að hrekja allt þetta mál eins og hægt er og meira er ekki um það að segja,“ sagði Óli Kr. Sigurðsson for- sljóri Olís þegar hann var spurður hvort satt væri að Þórður S. Gunnarsson fyrrum stjórnarformaður Olís hefði sýnt honum bréf Landsbankans til Þórðar þann 21. október. „Ef maðurinn fékk þetta bréf í hendur 21. október af hveiju ka.ll- aði hann þá ekki saman stjómar- fund? Annars neita ég að ræða um annað í þessu máli en þá greinar- gerð sem lögð hefur verið fram, og stjórn fyrirtækisins stendur öll á bakvið. Ég þarf nú að snúa mér að því að koma ró á í mínu fyrir-1 tæki og ég verð að fá frið til þess. Ég ræði þetta mál ekki meira í fjölmiðlum," sagði Óli Kr. Sigurðs- son.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.