Morgunblaðið - 05.11.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.11.1988, Blaðsíða 37
88ei aaaMHvöví .3 H'JOAqhaoua.i .gioajhviuohom MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988 T"37 Þ. (skólastjóra í Flensborg), Guð- mundar Inga (skálds) og Halldórs Kristjánssonar. Eins og smíðar og annar hagleikur var listrænn í höndum bræðranna, svo var. Júlíana listræn við vefnað, saumaskap og pijón ýmiskonar. Hún tálgaði einnig og skar út.“ Líkön þau, sem Júlíana gerði af kindum og hestum, urðu fræg og vinsæl leikföng hjá börnum, einkum hestalíkönin. Eg minnist þess, að við Egill, bróðursonur hennar, átt- um slík hestalíkön, sem hún hafði búið til. Ég minnist þess, hversu vænt mér þótti um minn hest, sem var grár, „fallegur á tagl og fax“, eins og stendur í vísunni, mikill stólpagripur, sannkallaður íslenzk- ur góðhestur. Mig minnir, að Egill hafi átt sinn hest fram á þennan dag, en minn er glataður, mun yngri systkini mín hafa séð fyrir því, en þá var ekki til siðs að moka leik- föngum í börn, hin yngri í systkina- hópnum tóku við af hinum eldri. Gripir Júlíönu þóttu svo merkilegir og þjóðlegir að á iðnsýningu í Reykjavík voru henni veitt verðlaun fyrir þá. Eins og Júlíana var Guðjón Hall- dórsson, bróðir hennar, hagleiks- maður frá bernsku. Honum lét vel að smíða úr málmi og gerði margan fagran smíðisgrip úr eir og öðrum málmtegundum, en járnsmíði varð lengstum hans ævistarf. Um það segir m.a. í Súgfirðingabók: „Þegar Guðjón settist að í Súgandafirði, voru vélbátamir að koma hver af öðrum, en enginn sem við þeim tók kunni neitt á vélar. En oft urðu bilanir á vélunum. Þá kom hinn ólærði smiður frá Hóli í Onundar- firði, sem aldrei hafði séð vélar áður, og tók að aðstoða menn og gera við bilaða hluti, taka sundur vélar og setja saman aftur, kveikja rör, sverfa, smíða nýja hluti. Allt var á iði í kringum hann. Hann keypti fljótlega ýmiskonar vélar og tæki til starfsins, svo að lítið sem ekkert þurfti að leita út úr plássinu með viðgerðir véla, nema um stór- viðgerðir væri að ræða. Þá varð að fara til ísafjarðar. Guðjón vann sýknt og heilagt og mátti raunar aldrei um fijálst höfuð stijúka vegna anna. Útgerðin treysti á starf hans og hæfileika. Ekki skal um það sagt, hvort sjó- menn hefðu viljað vera prestlausir eða Guðjónslausir, ef um það hefði verið að velja, en víst er það, að margan sunnudag um messu vann Guðjón með sjómönnum, til þess þeir gætu rennt á sjóinn á mánu- daginn." Margt var líkt með þeim feðgum, Guðjóni og Agli. Með þeim var alla tíð mjög kært, og á Agli sannaðist hið fornkveðna, að ekki fellur eplið langt frá eikinni. Að nokkru fetaði hann í fótspor hins hæfileikaríka föður síns. Hafði áhuga á vélum og vélsmiði og lærði til þeirra hluta. Þröngur efnahagur kom þó í veg fyrir langa skólagöngu á þessu sviði, en minna vélstjóraprófi lauk hann í Rvík 1937 og hinu meira 1946. Sem unglingur þráði hann að fara í meiriháttar vélfræðinám, en allsleysi kreppuáranna kom í veg fyrir að slíkt gæti orðið. Kornungur varð hann að fara á sjóinn til þess sjá sér farborða. Eftir að hann lauk vélstjóraprófum varð hann vélstjóri á fiskiskipum, aðallega frá Súg- andafirði. M.a. var hann á gömlu „Freyju“ með Gísla Guðmundssyni og Ólafi Friðbertssyni, kunnum sjó- sóknurum og aflamönnum. Arið 1958 hófu þeir bræðurnir Egill og Guðni að reka smiðju föður síns saman. Guðni er lærður renni- smiður. Voru þeir samverkamenn til 1966, en þá var Guðni kallaður til annarra starfa. Saman áttu þeir þó smiðjuna til 1975, en þá varð Egill að hætta starfi þar vegna heyrnarbilunar. Var smiðjan þá seld. Eftir það stundaði hann aðal- BÚÐARKASSAR í ÚRVALI Standast allir fullkomlega kröfur nýju reglu- gerðarinnar (Nr. 407-1988) um búðarkassa. Örugg og góð þjónusta. Verð frá kr. 32.110,-stgr Komdu við hjá okkur eða hringdu og fáðu frekari upplýsingar. Einar J. Skúlason hf. Grensásvegi 10, sími 68-69-33 lega fiskvinnu og sjóróðra á lítilli trillu, sem hann átti. Um tíma vann hann við Skipaskoðun ríkisins. Ásamt fleirum, hlaut hann viður- kenningu fyrir björgunarstarf, er bv. Júní strandaði í Önundarfirði 24. október 1963. Á jóladag, 25. desember 1944, gekk hann að eiga systur mína, Lovísu Ibsen. Hófu þau búskap sinn í húsi foreldra minna, Lovísu og Ibsens. Ungu hjónin stækkuðu og endurbættu húsið og fengu þar sér íbúð. Mér er það í minni, hversu foreldrar mínir fögnuðu þessum ráðahag. Þau höfðu þekkt Egil frá blautu barnsbeini, þekktu hann að öllu góðu og fögnuðu því að fá hann í fjölskylduna. Þau urðu held- ur ekki fyrir vonbrigðum, því Egill reyndist þeim ávalit sém bezti son- ur. Þetta varð þeim mikil uppbót fyrir það, að við hin systkinin, önn- ur en Lúlla og Finni, vorum fiogin úr hreiðrinu og víðsfjarri, en Krist- ján, bróðir okkar, festi seinna ráð sitt í Súgandafirði og ílentist þar. Nokkrum árum seinna reistu Egill og Lovísa sitt eigið hús á kambinum nálægt vélsmiðjunni. Eftir að faðir minn lézt, 26. október 1957, fluttu móðir mín ogGuðfinnur Jón (Finni), sem var andlega fatlaður, til þeirra í nýja húsið. Þar áttu hún og yngsti drengurinn hennar fatlaði, sem hún aldrei vildi skilja við sig, öruggt og gott athvarf þar til hún lézt 13. október 1974. Fyrir þann mikla kærleika og fómfýsi, sem þau Lov- ísa og Egill auðsýndu foreldrum okkar og Finna, viljum við systkin- in hér syðra þakka af alhug. Ég veit að mér er óhætt að bera fram þessar þakkir í nafni okkar allra, Helga á Akranesi, Arínar og Guð- mundar í Reykjavík, Halldórs í Keflavík og undirritaðs, sem býr í Hafnarfirði. Ekki má heldur gleyma hinu, að börn okkar heimsóttu þau iðulega að sumri til og sum þeirra dvöldu þar lengi sumars, sumar eftir sumar. Þetta verður aldrei fullþakkað. Þeim Lovísu og Agli varð ekki barna auðið. En þau eignuðust kjör- dóttur: Guðrúnu Sigríði Egilsdóttur, sem þau tóku miklu ástfóstri við og hún við þau. Guðrún er tvígift. Með fyrri manni sínum, Óskari Ármanni Karlssyni, verkstjóra, eignaðist hún tvo drengi: Egil Óskar, f. 2. apríl 1966, og Karl Steinar, f. 5. maí 1967. Seinni maður hennar er Bjarni Kjartans- son, skipstjóri, með honum á hún tvo syni: Kjartan Rafn, f. 2. febrúar 1972, og Lúðvík, f. 2. október 1980. Við fráfail Egils Guðjónssonar munu margir sakna vinar í stað. Egill var vinmargur, þrátt fyrir að hann væri nokkuð dulur. Hann flíkaði aldrei eigin tilfinningum og óvílgjarnari mann er vart hægt að finna. Hann barðist hetjulega við sjúkdóm sinn þótt hann yrði að lok- um að láta í minni pokann fyrir honum og lúta vilja almættisins. Hann kvartaði aldrei. En mætti manni með hlýju og uppörvandi brosi mitt í þjáningunni. Hann hafði það sammerkt við föður sinn að búa yfir léttri kímni og koma auga á hið skoplega í lífinu. Öllum leið vel í návist hans, ekki sízt börnum og ungmennum, því hann var með af- brigðum barngóður. Hvar sem hann fór var hann höfðinglegur á velli, beinvaxinn og samsvaraði sér vel. Göngulagið var fastmótað en iipurt og sýndi svo að ekki varð um villzt, að þar sem hann fór var á ferðinni viljasterkur skapfestumaður. Aldrei og í engu brást hann því, sem hon- um var trúað fyrir. Slíkur maður var Egill Guðjónsson. Hann er kært kvaddur, en hans er sárt saknað. Um leið og ég og mitt fólk sendum systur minni, Lovísu, okkar dýpstu samúðar- kveðjur, Guðrúnu, dóttur hennar og Égils, og Bjarna, tengdasynin- um, bamabörnunum, systkinum hins látna og hans fjölmenna frændliði biðjum við honum velfarn- aðar og óskum þess af alhug, að hann verði á guðsvegum héreftir sem hingað til. Þorgeir Ibsen SEM YUAR BUDDUNNI Seljum í dag, í verslun okkar Sætúni 8, nokkur lítið útlitsgölluð heimilistæki með mjög góðum afslætti. ATH! Verslun Sætúni 8 — opin í dag iaugardag frá kl. 10-13. Heimilistæki hf • Sætúni8 • SÍMI: 69 15 00 '■ sapuuttífUiH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.