Morgunblaðið - 05.11.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.11.1988, Blaðsíða 39
J H(íA 'HMUOHOM ^TTOAflAI AOT ! A T ( MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988 39 Minning: Sigríður Þórðar- dóttirfrá Barðsnesi Fædd 14. nóvember 1899 Dáin 29. október 1988 \ Tengdamóðir, mín, Sigríður frá Barðsnesi, lést aðfaranótt laugar- dagsins 29. október sl. í sjújkrahús- inu í Neskaupstað, t,æpra 89 ára gömul og þrotin að kröftum. Langri vegferð er nú lokið og hún kvaddi þennan heim södd lífdaga. Konan mín minnist þess að hún sagði oft fyrr á árum, að hún ætti þá ósk að verða ekki svo gömul, að hún gæti ekki séð um sig sjálf og verða þannig upp á aðra komin. Sú ósk rættist ekki að öllu leyti, því hún náði háum aldri og dvaldist seinustu árin á elliheimilinu í Nes- kaupstað og undir lokin á sjúkra- húsinu. Þar naut hún hins besta atlætis og umhyggju starfsfólks. En ég trúi því að hún hafi verið góður dvalargestur og ekki valdið ■ öðrum byrði umfram það sem eðli- legt telst, enda hafði hún lengst af fótavist og hafði vilja til að sjá'um sín mál sjálf. Áberandi eðliskostir Sigríðar voru reglusemi og snyrtimennska. Hún var með afbrigðum hreinlát og natin, hlúði vel að því sem henn- ar var en mestu áreitislaus um ann- arra mál. Sigríður var einkar nettvaxin og kvik í hreyfingum og hafði verið fríðleikskona á yngri árum. Að henni stóðu rótgrónar skaftfellskar ættir til beggja hliða. Hún var fædd á Kálfafelli í Suðursveit, dóttir Þórðar Jonssonar bónda þar og konu hans, Guðrúnar Eyjólfsdóttur frá Reynivölium. Þórður bjó á föð- urleifð sinni, en þeir feðgar höfðu setið Kálfafell mann fram af manni. Á Kálfafelli var margbýlt fyrr á árum. Flestir munu ábúendur hafa orðið sex í kringum 1850, þegar Jón Þórðarson, afi Sigríðar, byggir nýbýlið Upphús efst S Kálfafellstorf- unni í landi föður síns. Þegar leið að aldamótum sameinuðust jarðar- partamir að nýju og ábúendum fækkaði í þijá. Mun svo lengst hafa verið. Þórði búnaðist vel í Upphús- um enda aðsjáll og hirðusamur og varð með stöndugri bændum. Gam- all maður sem ólst upp á Kálfafelli um aldamótin sagði eitt sinn við mig. „Já, hann Þórður í Upphúsum, hann átti góða hesta hann Þórður, en hann var skrambi hestsár.“ Þórður og Guðrún áttu tvær dætur, Sigríði og Ingunni, og var Ingunn eldri. Ingunn giftist Bene- dikt Þórðarsyni frá Hala og tóku þau við búi á Kálfafelli. Ingunn er látin fyrir nokkrum ámm. Sigríður ólst upp í föðurhúsum, en myndug hleypti hún heimdrag- anum og dvaldi um skeið í Vest- mannaeyjum hjá móðursystur sinni. Ferðin þangað var henni eftirminni- leg, því vötn reyndust illfær og var þá brugðið á það ráð að ríða yfir Breiðamerkuijökul. Tvísýnt þótti henni að teyma hrossin á barmi hyldjúpra jökulsprungna og heyra brestina djúpt í jöklinum. En heil komst hún til Víkur í Mýrdal og þaðan með bát til Eyja. Þessi för reyndist henni örlaga- rík, þvi í Eyjum kynntist hún Sveini Ámasyni frá Grænanesi í Norð- fírði, en hann var við sjóróðra í Eyjum. Eftir Eyjadvölina var hún um tíma í Reykjavík að nema kvenna- fræði, en 1923 giftast þau Sveinn og Sigríður og festa kaup á jörð- inni Barðsnesi við Norðfjörð og hefja þar búskap. A Barðsnesi fæðast þeim hjónum níu böm, en þau eru: Þorbergur og Þórður sem búa báðir í Neskaup- stað, Guðgeir, Ólafur, Ingólfur og Alda, búsett í Reykjavík, Guðrún í Kópavogi, Auður í Mosfellsbæ og Ingunn á Suðureyri. Öll giftust börn Sveins og Sigríðar nema Guðgeir og Þórður. Bamabömin urðu 22 og barnabamabörnin eru nú 10 talsins. Svein lést um aldur fram árið 1947, en Sigríður hélt áfram bú- skap ásamt bömum sínum til ársins 1955 að þau brugðu búi og fluttust yfír fjörðinn til Neskaupstaðar. Þá þótti ekki lengur stætt á Suðurbæj- um vegna fámennis, en byggð hafði verið að grisjast smámsaman og lögðust seinustu bæimir af um sama leyti. Búseta á Suðurbæjum var erfið og byggðist á samvinnu margra, því sveitin var einangmð þó ekki væri langt yfír fjörðinn að fara. Byggðin var ekki í vegasambandi og því fóru allir aðdrættir fram á sjó. Má nærri geta að stundum hafí gustað um lendinguna í norð- austanáttinni, enda oft ófært á milli dögum saman. Barðsnes er útvegsjörð þar sem sjófang bætti upp erfíðan land- búnað og þótti vildisjörð að gömlu mati. Nú er allt verðmætamat breytt í okkar þjóðfélagi og fysir líklega fáa að búa við þau skilyrði sem slíkar jarðir bjóða. Veit ég að tengdamóður minni þótti nokkur munur vera á landkostum Barðs- ness og sinna fögm bernskuslóða, en þar undi hún sér samt vel, hlut- verki sínu trú og ól upp til manns sín níu böm. Umhverfi mannsins er mótandi skóli og áreiðanlega hefur iðjagræn Suðursveitin undir hvassbrýndum §öllum, umkringd jökulgeim og óvæðum fljótum mótað sterkt lífsviðhorf Sigríðar. Frá stórbrotnu landi stafa magnþmngnir kraftar sem miðla í senn mildi og festu en fyrst og síðast þolgæði. Ég minnist þess líka þegar við ræddumst við, að oftar en ekki enduðu samræðurnar austur í Skaftafellssýslu I frásögnum af mönnum og málefnum fyrri tíma. Svo ofarlega vom æskustöðvamar í huga hennar. Búskapurinn á Barðsnesi með ómegð i húsi gaf lengst af ekki til- efni til ferðalaga, en á seinni ámm vitjaði hún frændfólks síns og alla tíð vom miklir kærleikar með þeim systmm. Mér er sem ég sjái þær systur þeysa eftir Steinasandi í stássklæð- um og í söðlum á gæðingum föður þeirra. Varla hefur Þórður í Upp- húsum verið hestsár við sínar fögm dætur. Þegar ég nú kveð tengdamóður mína eftir meira en 30 ára kynni, þá er mér það gleði að eiga af þeim kynnum einungis góðar minningar. Ég trúi því, að Sigríður frá Barðsnesi eigi góða heimkomu. Kristinn Kristinsson Nú er komið að því að kveðja elskulega ömmu mína sem hefur hlotið langþráða hvfldina. Amma var búin að tala um það í mörg ár að hún væri tilbúin að „fara yfir“ eins og hún orðaði það. Hún var trúuð kona og var viss um að þar biði hennar sá sem var henni kær- astur, Sveinn heitinn afi minn. Hann dó árið 1947. Amma mín sagði mér oft frá afa og lífinu á Barðsnesi þar sem hún átti heima öll sín búskaparár og eignaðist sín níu böm. Hún sagði mér líka frá lífí sínu á Kálfafelli í Suðursveit þar sem hún fæddist og ólst upp. Auðheyrt var á því sem hún sagði að hún hafði átt góð uppvaxtarár og átti góðar minning- ar þaðan. Afa hitti hún í Vestmannaeyjum þar sem hann var á vertíð. En hún var ekki tilbúin að gifta sig þá strax, fór í kvennaskóla í Reykjavík. En síðan trúlofuðust afi og amma og fóru í hringferð með Esjunni kringum landið og athuguðu hvar þau vildu búa. Þau keyptu jörðina Barðsnes í Norðfirði, þar sem þau ólu upp bamahópinn sinn. Á Barðs- nesi var margt um manninn, t.d. tóku þau að sér tvö böm til við- bótar sínum eigin auk þess sem ýmsir komu til lengri og skemmri dvalar á heimilinu. „Afí var alltaf að hugsa um þá sem hvergi áttu heima,“ sagði amma. Þetta var svo mikil ábót á annað sem amma hafði að gera. En afi var svo barnelskur maður og gaf sér tíma fyrir bömin við lestur sagna, spuna og söng. Bæði afí og amma sungu mikið og afí spilaði undir á orgelið. Þetta allt kemur upp í huga minn þegar ég hugsa um ömmu mína sem var mér svo mikils virði. Mér þótti svo gaman að frásögnum hennar og svo gott að koma til hennar. Ég man eftir því að friðurinn og róin í kring- um hana höfðu svo mikil áhrif á mig. Eftir að amma flutti frá Barðs- nesi og bjó á Hlíðargötunni kom ég oft við hjá henni á leiðinni heim úr skólanum. Þá þaut ég inn í garð, upp tröppumar, en byijaði þá að hugsa um að nú þyrfti ég að vera stillt, þvi að allt var svo kyrrt hjá ömmu. Amma opnaði fyrir mér og bauð mig velkómna, gaf mér mjólk og kleinu eða jólabrauð. Það var alltaf svo hlýlegt hjá henni. Róleg- heitin höfðu góð áhrif á mig. Ekk- ert truflaði. Amma kenndi mér að lesa eins og hinum barnabömunum sem bjuggu á Neskaupstað. Hún var ekki með neitt kjass eða kjams heldur fundum við fyrir elsku henn- ar í öllu viðmóti. Umhyggjunni fyr- ir því hvort við ættum hlýja sokka, vettlinga, húfur eða bara hvemig okkur liði. Mér fannst amma svo vel gefín, skynsöm og virðuleiki yfir henni. Einfaldleiki og nægju- semi einkenndu þessa konu. Aldrei sá maður bruðlað með nokkum hlut, hvort sem um var að ræða mat, föt, efni, gam eða bara plast- poka. Hveitiserkimir urðu að lökum og gamafgangar urðu fallegar rendur í sokka eða vettlinga á litla fætur eða hendur. Það var sannar- lega margt hægt að læra af ömmu. Það sé ég nú þegar ég á sjálf þijú böm. Ég var svo oft hjá henni á sumrin eftir að við fluttum suður, þá bað hún mig gjaman í góðu veðri að labba upp í fjall, tína í te, eða þá fara í beijamó og tína ber ofan á skyrið. Þarna lærði ég góða siði í mat og drykk sem ég hef nýtt mér síðan og rifjað upp þegar ég labba með Iitlu strákana mína í kringum bústaðinn okkar og segi þeim hvaða jurtir ég vilji hafa í grasateinu mínu. Eitt er víst að amma skilaði sínu ríkulega til okkar sem erum í blóma lífsins. Við getum vonandi notað þessa arfleifð í viðureign okkar við lífsgæðakapphlaupið sem hún tók svo sannarlega ekki þátt í. Nú er hún dáin og ég er að kveðja en eins og sjá má af því sem ég hef skrifað þá lifir minning hennar og menning vel með okkur sem fengum að kynn- ast henni. Margrét Elíasdóttir Þú Guð míns lífs, ég loka augum mínum í iíknarmildum fóðurörmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta ég halla mér að þínu fóðurhjarta. (M. Joch.) Tengdamóðir mín hefur kvatt tæplega 89 ára gömul. Sigríður Þórðardóttir var fædd að Kálfafelli í Suðursveit í Austur- Skaftafellssýslu 14. nóvember 1899. Hún var yngri dóttir hjónf- anna á efri bænum á Kálfafelli, Þórðar Jónssonar og Guðrúnar Eyj- ólfsdóttur, sem bæði voru ættuð úr Suðursveit. Ingunn, systir Sigríð- ar, var fjórum árum eldri. Ólust þær systur upp hjá góðum foreldrum við nokkur efni á þeirra tíma mæli- kvarða. Ingunn giftist Benedikt Þórðarsyni frá Hala í Suðursveit og bjuggu þau á Kálfafelli allan sinn búskap. Sigríður fór hins vegar um tvítugt til Vestmannaeyja, eins og títt var og þar kynntist hún manni sínum, Sveini Ámasyni, sem fæddur var í Grænanesi í Norð- fjarðarsveit en alinn upp í þorpinu á Nesi í Norðfírði sem nú heitir Neskaupstaður. Sveinn stundaði sjómennsku í Eyjum þegar þau , kynntust. Sjómaðurinn frá Norðfírði og sveitastúlkan úr Suðursveit komu sér saman um að búa á sjávaijörð þar sem bæði mátti stunda útgerð og búskap. Þau keyptu jörðina Barðsnes, sunnan Norðíjarðar, sem var ystur í röð fímm bæja sem nefndust Suð- urbæir. Þetta var árið 1923. Barðs- nes var að þeirrar tíðar mati kosta- jörð að mörgu leyti. Stutt var á miðin og var það ekki lffcill kostur á tímum árabátanna. Auk íbúðarhúss og gripahúsa fylgdu jörðinni tvö sjóhús. Komu sunnlenskir sjómenn hvert vor á vertíðir austur og leigðu aðstöðu þama yfír sumarið. íbúðir vom á efri hæð en fiskverkunaraðstaða niðri. Oft fiskaðist vel. Það kom fyrir að hægt var að þríhlaða ára- bátana yfír daginn. Sigríður eignað- ist t.d. saumavél, sem fékkst fyrir dagsafla í slíkri aflahrotu og skrif- aði hún vinkonu sinni til Vest- mannaeyja að nú ætti hún nýja saumavél og biði eftir að fæða sitt fyrsta bam. Síðan komu bömin hvert af öðru og urðu samtals níu. Em þau öll á lífi í dag og fylgja móður sinni síðasta spölinn. Þorbergur er elstur, húsasmiður og gerir út bát á sumrin frá Nes- kaupstað. Hann er kvæntur Ingi- björgu Símonardóttur og hafa þau komið upp fímm bömum. Þorður er næstur, húsasmíðameistari sem einnig gerir út sinn bát á sumrin frá Neskaupstað. Ámi Guðgeir er verkamaður í Reykjavík. Ólafyr er smiður í Reykjavík, kvæntur Ásdísi Aðalsteinsdóttur og eiga þau þijú böm. Guðrún húsfreyja og fulltrúi, býr í Kópavogi. Hún er gift Kristni Kristinssyni og eiga þau fímm böm. Alda er kennari og myndlistarkona í Reykjavík. Hún var gift Elíasi Kristjánssyni, sem nú er látinn. Eignuðust þau fjögur böm. Ingólfur Steinar, læknir í Reykjavík, kvænt- ur undirritaðri. Eigum við þijú böm. Auður húsfreyja og ritari í Mos- fellssveit er gift Víglundi Halldórs- syni og eiga þau tvö böm. Ingunn húsfreyja á Suðureyri við Súganda- fjörð. Sambýlismaður hennar er Bragi Skarphéðinsson. Ingunn, sem er yngst, á tvær dætur. Niðjahópur Sigríðar er nú kom- inn yfir 40. Það er ekki lítið afrek sem þessi fínlega tengdamóðir mín hefur unnið. Ég segi afrek og mun ég reyna að gera nánar grein fyrir því. Árið 1962 kynntist ég Sigríði er ég giftist yngsta syni hennar. Hún bjó þá að Hlíðargötu 16 í Neskaup- stað. Það hús hafði fjölskyldan keypt í félagi þegar Barðsnes fór í eyði síðastur allra Suðurbæja árið 1955. Sigríður hafði þá verið ekkja á Barðsnesi í átta ár og haldið hópn- um sínum saman. Ekki var hún stórvaxin tengda- móðir mín, hvatleg, grannvaxin kona. Sívinnandi var hún enda allt hreint í kringum hana. Hún tók mér vel, hafði útvegað síldarpils, hníf og disk og pantað pláss fyrir mig á sfldarplani. Hún var vön að taka ákvarðanir og stjóma og þar sem ég var frá Siglufirði var ekk- ert eðlilegra en að koma mér á síld. Þannig kom hún mér fyrir sjón- ir, lítil, stjómsöm og snyrtileg kona sem sannarlega hafði orðið að bjarga sér um dagana. Hún kvart- aði ekki undan erfiðleikunum en lærdómsríkt var að heyra hana segja frá lífinu á Suðurbæjum. Einkum er mér minnisstætt er hún lýsti því er þær voru að fæða böm- in útnesjakonumar. Það var ekki svo sjaldan því hún átti níu böm sjálf en konumar á næstu bæjúm mun fleiri. Suðurbæir vom ekki í vegasambandi og varð því að fara yfir Norðfjarðarflóa, yfírleitt á smá- bátum, til að ná I læknishjálp. Á Suðurbæjum var engin lending ör- ugg í hafátt og skömmu áður en Sigríður og Sveinn komu að Barðs- nesi höfðu fjórir menn farist þar í brimlendingu. í vetrarveðmm gat því verið mikil spuming hvort ætti að hætta lífi hjálparmanna eða stofna lífí kvenna og bama í hættu. Stundum bjargaði síminn málunum, eftir að hann kom, því læknir og ljósmóðir gátu þá gefíð ráð í gegn- um símann. Þær hjálpuðust þá að konumar, tóku á móti hver hjá annarri. Þetta tókst oftast . Þegar Sigríður var orðin ekkja árið 1947 er Sveinn dó 58 ára gam- all, vom elstu synimir komnir yfír tvítugt en fímm böm innan við fermingu, það yngsta 5 ára. Með hjálp elstu sonanna tókst að halda hópnum saman og áfram var hald- ið. Synimir sóttu sjóinn. Eitt sinn um haust kom óvenju vont veður og bræðumir komu ekki að. Hringt var til Neskaupstaðar og beðið um aðstoð en stærstu bátar treystu sér ekki út úr fírðinum vegna veðurs. Sigríður gekk um gólf alla nóttina. Ekkert fréttist, engar talstöðvar vom til í smábátum og útlitið var ekki gott. Daginn eftir er veður lægði sást til litla bátsins, þeir vom heilir á húfi, höfðu komist í var. Gleðin var mikil i bænum má geta nærri. Sigríður reyndi að koma bömum sínum til mennta eins og efni leyfðu. Ingunn systir hennar á Kálfafelli hjálpaði þar til með því að hafa sum bamanna hjá sér í unglingaskóla í Suðursveit. Elstu synimir vom hennar stoð og stytta. Án aðstoðar þeirra í allmörg ár hefði verið óhugsandi að halda hópnum saman. Dætumar lærðu fljótt af móður sinni að nota saumavélina því ekki var hlaupið út í búð eftir fatnaði. Þær systur em allar svo listrænar að eftirtektarvert er. Daginn sem Sigríður lést, þann 29. október, opnaði nafna hennar, dóttir Guðrúnar og Kristins, sýn- ingu á listvefnaði. Það var tilviljun og mikið hefði það glatt ömmu að geta verið viðstödd. Vonandi hefur hún verið með í anda. „Sjaldan fell- ur eplið langt frá eikinni" segir máltækið og eins og allt lék í hönd- um tengdamóður minnar em nú bæði myndlistarmenn og tónlistar- menn í niðjahópi hennar. Sveinn heitinn, maður hennar, var stundum kirkjuorganisti og kerindi söng. Síðustu árin dvaldi Sigríður á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaup- stað. Þar var afar vel um hana hugsað er hún var orðin hjálpar þurfí. Þegar Þórður, sonur hennar, heimsótti hana á sunnudögum og lék á orgel sjúkrahússins tók hún gjaman undir, söng gömlu góðu lögin. „Ég vitja þín æska um veg- lausan mar“ var eitt af hennar uppáhaldslögum. Það var greinilegt að hún átti glaðar og góðar mirin- ingar frá æsku sem yljuðu henni lífíð á enda. Ég vil þakka öllu því góða fólki sem annaðist hana, heimsótti og gladdi síðustu árin. Þorbergur og Þórður stóðu alla tíð þétt við hlið hennar og veit ég að þeim vildi hún þakka sérstaklega ef hún mætti mæla nú. Sigríður verður jarðsett við hlið eiginmanns síns, sem hún missti fyrir rúmum fjörutíu ámm. Þau vom bæði sterktrúuð og hljóta því að hittast í landinu fyrirheitna. Veit ég að það verða fagnaðarfund- ir. Sigurlaug Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.