Morgunblaðið - 05.11.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.11.1988, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988 s © „ Hver se.tt) i upppvattQAyéiir\ia,?,/ ERUM VIÐ Á VILLIGÖTUM? Auðgildi ofar manngildi? TU Velvakuda. Það er ekki ofsögum sagt aí I hraeaninni I lalenakum atjómmálum II dag. Hver kannast ekki við vinsæl- I asta orðatiltseki Steingrims Her- [ mannssonar og Framaóknarflokks- | inK Manngildi ofar auðgildi. I Steingrimur hefur verið öspar 6 | þetta orðatiltseki sitt í öllum við- [ tölum og þykir honum sjálfsagt að rótt aé með farið. Líklega tniir hann . þv! að einmitt þannig aé stefna Lþeirra framsóknarmanna i fram- kvsemd. En er það svo? Er það að setja manngildi ofar auðgildi að taka sjálfsögð mannréttindi af fólki með þvi að afnema samningarétt- inn? Eða það að skattpina svo al- menning að hann varia skrimtir? Hvað með l&nskjaravisitöluna sem er að aliga húsbyggendur, sum- ir svipta sig jafnvel lifi af þvt að þeir sjá ekki fram úr þvi að brauð- fseða sj&lfa sig og Qölskyldu sina. Meinar Steingrimur kannski að manngildi ofar auðgildi þýði að mannsandinn geti þá svifið ofar a-'ðgildinu að manninum látnum? Já, ég bara spyr, þvi ég skil ekki hvemig þetta orðatiltæki þeirra framsóknarmanna er i framkvæmd. Eitt er vist. Þessi manngildisstefna Framsóknarflokksins er allt önnur en sú sem Flokkur manpsins fer eftir. Þar er manngildið haft í fyrirrúmi, ekki bara i orði heldur einnig i verld. Halldóra Pálsdóttir Kæri Velvakandi Eg vil þakka fyrir grein sem birt- ist í Velvakanda fyrir skömmu en sérstaklega var það fyrirsögnin sem vakti mig til umhugsunar. Fyrir- sögnin _var: Auðgildi ofar mann- gildi? Eg er óvön að tjá mig á prenti og hefur það því dregist nokkuð hjá mér að skrifa þetta en vonandi kemur það ekki að sök. Það sem ég var að hugsa er hversu röng viðhorf geta afvegaleitt einstaklinga og jafnvel heilar þjóð- ir. Við Isiendingar höfum það nokk- uð gott í samanburði við aðrar þjóð- ir en fyrir bragðið erum við ef til vill farin að setja auðgildi ofar manngildi. Getur slfkt viðhorf leitt til góðs? I Biblíunni stendur að maður skuli elska og virða náunga sinn. Þetta höfum við oft heyrt en leggj- um við okkur nógu mikið fram um að fara eftir því? Erum við ekki á villigötum og komin langt frá hinum upprunalega Kristindómi. Ættum við ekki að leggja áherslu á að fram- fylgja boðum Krists í einu og öllu og gera þær að kjarna lífs okkar? Ég held að margur ætti að líta í eigin barm og sjá hvort ekki sé hægt að gera betur. Tilbeiðsla á gullkálfum, í hvaða mynd sem hún er, verður ætíð til óheilla og leiðir til bölvunar. Dóra Þetta er að lagast. Hættur Ertu enn að reyna að að tala um sig sem Gorm reykja í leyni? gamla. HÖGNI HREKKVlSI 8-/í r* t>yRi I 0 HANM ETe ANÆGPUR /MEÐ 5KrRTEINIE> þ>lTT. " Góð grein um Israel Kæri Velvakandi. Ég vil byrja á því að þakka Andr- ési Magnússyni blaðamanni fyrir afar góða grein í Morgunblaðinu fyrir stuttu um Israel og vandamál- in þar, eins og þau komu honum fyrir augu. Greinin bar vott hlut-, Spurt og svarað Þátturinn Spurt og svarað mun heíja göngu sína í Velvak- anda innan skamms. Lesendur geta hringt í síma 691282 frá kl. 10 til 12 frá mánudegi til föstudags og borið fram spum- ingar sem reynt verður eftir föngum að afla svara við. Fullt nafn, heimilisfang og nafnnúmer verður að fylgja öll- um spumingum þó spyijandi óski nafnleyndar. leysis og hógværðar, jafnframt lýs- ingu sinni og eigin reynslu í ferða- lagi í þessu umtalaða landi. Það er alltaf trúverðugra að hlusta eða lesa eftir þá menn sem tala og skrifa af eigin raun, a hvaða sviði sem það kann að vera. Ég kannaðist við margt í grein Andrésar, þar sem ég hefi verið fyrir stuttu síðan, á sömu slóðum. Ég hefi einnig haft tækifæri í nokkur ár að gista hjá kristinni Palestíufjölskyldu í Jerúsalem, þeg- ar ég hefi ferðast til ísraels. Mestur hluti Palestínumanna óttast hryðju- verkasamtök PLO, og af ótta við hefndir vinstrisinnaðra og öfga- fenginna múhameðstrúarmanna (sbr. myndin „Sverð Múhameðs“ í sjónvarpinu) þá hlýða þeir skipun- um, t.d. að loka verslunum, hóta hóteleigendum, senda börn og kon- ur til óeirða á götum og annað þessu líkt. Því miður hefur fréttaflutningur hér á Vesturlöndum oft verið of einskorðaður við aðfarir ísraelskra hermanna vegna uppþota og óeirða. Það hefur verið lítið minnst á yfir- stjórn hersins sem af hörku hefir hegnt þeim hermönnum sem staðn- ir hafa verið að hrottalegum að- förum. Mér var bent á af Palestínumönn- um fyrir nokkrum vikum, þar sem ég var staddur í ísrael, hve undar- legt það var að í hvert skipti sem uppþot áttu sér stað voru alltaf erlendir sjónvarpsmenn til staðar, hvort sem það var á Gasa-svæðinu eða í norðurhluta ísraels við landa- mæri Sýrlands eða við Jeríkó rétt hjá Jerúsalem ... Að mér hvarflar óljós grunur um sviðsetningu. Ekki ætlast ég til að þessi grein gefi í skyn að allt sé gott sem gyðingar gera, og allt sé illt sem andstæðing- ar þeirra vinna að. Gætum okkar að falla ekki í þá gryfju sem einn bréfritari þessa dálks er kominn í, en það er, sjúk- legt gyðingahatur. Slíkum mönnum er vorkunn og að sjálfsögðu eru þeir alger tímaskekkja .. . Við getum ekki leyst vandamál Miðausturlanda hér á norðurhveli með því að vera með eða á móti einhveijum. Ég vil enda þessa grein með því að hvetja alla kristna menn og kon- ur til að biðja friðarins Guð um blessun, ekki aðeins í Jerúsalem, heldur öllu ísrael. Einnig að kristinn kærleikur megi opinberast meðal gyðinga og araba. Þetta er bæn að Guðs vilja. Ólafur Jóhannsson Yíkverji skrifar Víkveija fannst það stórt spor inn í samtímann þegar Stöð 2 hóf starfsemi. Samkeppnin tryggði fjölbreytni og aðstöðu fólks til að velja og hafna. Þessi skoðun hefur ekkert breytzt. Þegar Víkveiji stóð hinsvegar frammi fyrir vali á milli dagskrár- efna á tveimur stöðvum varð honum oftlega ljóst — og þeim mun oftar sem reynslutíminn lengdist — að hann gat hvort tveggja dagskrár- efninu sleppt. Hann tók í vaxandi mæli aðra kosti fram yfir sjónvarpið: góða bók, samræður við heimilisfólk eða gestkomandi, leikhús og fleiri tóm- stundakosti. Víkveiji ver mun styttri tíma í sjónvarpsáhorf eftir að stöðvarnar urðu tvær. Af viðræðum við kunn- ingja er honum og Ijóst, að fleiri hafa svipaða sögu að segja. xxx Víkveiji hefur oft furðað sig á því hvað íslendingasögur eiga ríkan þátt í hugarheimi og við- horfum samtímafólks. Hluti þjóðar- innar — og hann ósmár — kann góð skil á persónum og söguþræði þessara fornu bókmennta okkar. Hrafnkell Helgason, yfirlæknir á Vífilsstöðum, sat fyrir svörum í smá spumingaleik í viðtalsþætti Hemma Gunn í Ríkissjónvarpinu síðastliðinn miðvikudag. Spurt var um atburði og persónur í Sturlungu. Og yfir- læknirinn svaraði öllum spurning- um spyrilsins kórrétt. Engu var líkara en hann væri að greina frá atburðum gærdagsins, sem hann hefði sjálfur upplifað. Ekki veit Víkveiji hvort sú víðfeðma sagnaþekking, sem roskið fólk hefur, nær til hinna yngri. Satt bezt að segja óttast hann að ýmis þjóðleg verðmæti hafi ekki sömu stöðu í fræðslukerfinu sem fyrr. Hinsvegar sér hann ástæðu til að lofa vandaða útgáfu Svarts á hvítu á Islendingasögum, Sturlungu og Eddukvæðum í mjög aðgengileg- um búningi fyrir nútímafólk. Hann gengur svo langt að staðhæfa að forlagið hafi lyft Grettistökum í þágu þjóðlegrar menningar. xxx að er mikið skrifað og skrafað um skatta þessa dagana. Víkveiji telur sig hafa orðið varan við það að fólk er engan veginn ásátt við þau áform stjórnvalda að seilast enn dýpra í launaumslög fólks en áður. Skattar líðandi stundar eiga sér hinsvegar rætur í löngu liðinni sögu þjóðarinnar. Við vórum þegar á ell- eftu öld „feti framar" grannþjóðum í skattheimtu. Tíund var lögtekin á íslandi árið 1096, fyrir rúmum 890 árum. Skattheimta af þessu tagi var fyrr á ferð hér en á hinum Norðurlönd- unum. Þannig var tíund ekki lög- leidd í Noregi fyrr en eftir 1120. Krafan um tíund mun upphaflega hafa verið fram sett af kaþólsku kirkjunni, sem þá var þjóðkirkja íslendinga, m.a. til áð styrkja fjár- hagslegt sjálfstæði hennar. Erlendis var tíund 10% tekju- skattur, eins og nafnið segir raunar til um, en hér var hún eignaskatt- ur. Við það var miðað að menn hefðu 10% tekjur af skuldlausri eign, og af þeim áætluðu tekjum bæri þeim að greiða 10%, eða 1% eignaskatt af skuldlausri eign. Skattskylda miðaðist sum sé við tiltekna skuldlausa eign kvenna og karla eldri en 16 ára. Tíund af eign, sem nam fimm hundruðum eða sex hundruð álnum vaðmála eða meira, nefndist skipti- tíund eða lögtíund, þar eð henni var skipt jafnt í fjóra staði af hrepp- stjórnarmönnum: 1) til biskups- stóla, 2) til presta, 3) til kirkna og 4) til þurfamanna. Presta- og kirkjutíund mun hafa verið greidd til kirkjubænda, sem guldu prestum laun og sáu um viðhald kirknanna. Tíund tók síðan ýmsum breytingum í tímans rás. Skattheimtan hefur vaxið mjög frá því tíund var fyrst tekin af landsmönnum. En það er önnur saga( sem Víkveiji_ jeiðir hjá _sér. _, /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.