Morgunblaðið - 05.11.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.11.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988 43 Skautadrottning Þetta glæsilega fólk efndi til skrautsýningar á skautum í Ziirich í Sviss fyrir skömmu. Raunar þykir það almennt ekki í frásögur færandi úti í heimi, að fagurlega sé dansað á skautum en stúlkan fremst á mynd- inni heitir Katharina Witt og hefur hún til þessa stundað keppni í skautadansi og orðið tvöfaldur olympíumeistari og þrefaldur heimsmeistari. Nú er hún hætt keppni og tekin til við að sýna hæfni sína í atvinnuskyni með hópnum „Holdiday on Ice“. SJÓNVARP CNN til Sovétríkjanna Ted Turner ræðir við blaðamenn i Stokkhólmi, eftir að hafa verið í Moskvu og selt mönnum þar aðgang að sjónvarpsstöð sinni. Skammstöfunin CNN stendur fyrir Cable News Network, sem mætti þýða sem Kapalsjón- varps-fréttastöðin, enda sendir þessi stöð ekki annað en fréttir og fréttatengt efni um kapal allan sól- arhringinn. Hún er með höfuð- bækistöðvar í Atlanta í Banda- ríkjunum en starfar um heim alian og er meðal annars unnt að sjá sendingar hennar hér á landi. Nú ætlar hún- að færa út kvíamar til Sovétrílqanna. Stofnandi CNN og aðaleigandi er Bandaríkjamaðurinn Ted Tumer, sem á sínum tíma var í siglingaliði lands síns í keppninni um Ameríku- bikarinn. Hann var í Moskvu á dög- unum og skýrði síðan frá því, að frá og með næstu áramótum gætu menn séð CNN& hótelum í Moskvu. Þegar í dag geta Kremlveijar, starfsmenn TASS-fréttastofunnar og annarra sovéskra fréttastofnana horft á sendingar stöðvarinnar í Moskvu. Á hverjum degi notar sov- éska sjónvarpið nokkrar mínútur af efni frá CNN. Starfsmenn stöðv- arinnar fylgdust náið með líðan og björgun gráhvalanna við Alaska á dögunum og hver veit nema Kreml- veijar hafi ákveðið að senda ísbijót til að aðstoða við björgun þeirra, eftir að þeir sáu til hvalanna í CNN. Ted Tumer leggur sig nú fram um að auka áskrift að stöð sinni í Evrópu og hefur einkum leitað eftir ítökum í Svíþjóð og Hollandi. í þess- um löndum er verið að auka mjög útbreiðsiu kapalkerfa, en með áskrift að þeim geta notendur feng- ið aðgang að jafnvel tugum stöðva. CNN aflar sér einkum tekna með auglýsingum og því, sem á íslensku hefur verið kallað kostun, það er að fyrirtæki eða einstaklingar taka að sér að kosta gerð og útsendingu einstakra þátta. Eftir förina til Moskvu var Tum- er nokkra daga í Stokkhólmi. Reyndi hann meðal annars að selja sænskum fyrirtækjum auglýsingar í CNN og þá sérstaklega með Jap- ansmarkað í huga. Frá bústað norsku krónprinshjónanna að Skaugum. Hann iítur vel út, þótt býlið allt sé í niðurníðslu og nágrannar kvarti. NORSKA KONUNGSFJÖLSKYLDAN Jörðin að Skaugum til vandræða Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. Býli norsku krónprinshjónanna að Skaugum er svo illa farið, að nágrannamir eru byijaðir að kvarta. Nefnd frá Stórþinginu hef- ur verið að kanna málið og Harald- ur krónprins segir, að á næstu fimm ámm þurfi um 85 milljónir íslenskra króna til að koma jörð- inni og húsum á henni í viðunandi horf. Skaugum er stór búgarður í Asker um 20 kílómtera fyrir utan Ósló. Á sínum tíma gaf Hákon konungur syni sínum Olafi býlið í brúðargjöf, en Ólafur gaf það síðan syni sínum Harajdi og konu hans Sonju prinsessu. Á býlinu eru samtals 39 byggingar. Fé það sem krónprinshjónin fá árlega sér og sínum til framfæris úr norska ríkissjóðnum hefur ekki dugað til að kosta viðhald að Skaugum. Nágrannar hafa meðal annars kvartað undan því við Stór- þingið, að girðingar séu úr sér gengnar. Nú hefur verið frá því skýrt, að Haraldur krónprins hafi varið rúmlega 30 milljónum ísl.kr. af væntanlegum arfi sínum eftir Ólaf konung til endurreisnar að Skaugum, jafnfram hefur hann notað sjö milljónir ísl. kr. úr eigin vasa. Þetta fé hefur hins vegar ekki dugað tii að halda í horfínu. Opinber Qárveiting til krón- prinshjónanna verður um 60 millj- ónir ísl. kr. á næsta ári, en þau hafa nú beðið Stórþingið um auka- fjárveitingu vegna framkvæmda að Skaugum. Þess er vænst að komið verði til móts við þessar óskir og er lagt til að 5 milljónir ísl. kr. verði aukalega á íjárlögum næsta árs vegna þessa verkefnis. CÖSPER -Ég get ekki opnað strax, ég var að enda við að lakka neglurnar. Eigendur dieselbifreiða í tilefni af flutningi fyrirtækisins bjóðum við eigend- um dieselbifreiða og öðrum viðskiptavinum okkar að líta inn og skoða hin glæsilegu húsakynni. Kaffiveitingar á staðnum. Opið frá kl. 16.00-19.00. H.P.H. dieselvéíaviðgerðir, Eldshöfða 16. Viðtalstimi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum í vetur frá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurn- umogábendingum. Allir borgarbúar eru velkomnir. Laugardaginn 5. nóvember eru til viðtals Jóna Gróa Sigurðardóttir, formaður atvinnumálanefndar, í stjóm bygginganefndar aldraðra og SVR, Ingólfur Sveinsson, i stjórn heilbrigðisráðs og Sjúkrasam- lags Reykjavíkur, og Guðrún Zoéga, t stjóm veitustofnana, skólamálaráði og fræðsluráði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.