Morgunblaðið - 05.11.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.11.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988 19 Unnið við bakteríurannsóknir. Rannsóknir í fisksjúkdómadeild. og dreift til söluaðila um landið. Tekjur af sölu bóluefna, sermis og lyfla hafa verið mikilvægur tekjustofn tilraunastöðvarinnar en fer hlutfallslega minnkandi vegna fækkunar sauðfjár. Líftækniiðnaður o g sameindaiíffræði Sérfræðingar tilraunastöðvar- innar hafa átt þátt í undirbúningi vinnslu á hormónalyfí úr hryssu- blóði til útflutnings sem fyrirtækið G. Ólafsson hefur nú hafið. Jafn- framt sjá þeir um ýmsar prófanir á þessu lyfí, sem erlendir kaupend- ur kreQast. Áhersla hefur verið lögð á að innleiða nýjustu aðferðir erfðatækni á stofrmninni og þar fór fram fýrsta raðgreining erfðaefnis hérlendis á RNA úr hitakærum örveirum. Að- ferðum erfðatæki er einnig beitt við grundvallarrannsóknir á visnu og mæðiveirun, sem þykja nú sérlega áhugaverðar vegna samanburðar- gildis við eyðniveirur manna. Opna húsið í Opna húsinu munu starfsmenn taka á móti gestum, sýna tæki og kynna rannsóknir sínar. Þarna mun einnig gefast kostur á að skoða til- raunadýr og boðið verður upp á veitingar i bókasafni stofnunarinn- ar. Námskeið um gróðurhúsaáhrif í tilefni af Norrænu tækniári heldur Háskóli íslands námskeið er neftiist „Gróðurhúsaáhrif: Náttúru- hamfarir eða nýir möguleikar". Leiðbeinandi er Dean Abrahamson, prófessor við Minnesota-háskóla og aðjúnkt við Háskóla íslands. Nám- skeiðið verður haldið dagana 9.—11. nóvember, kl. 13-18, og er það ætlað öllu áhugafólki um þetta mik- ilvæga málefni. Markmið Ætlunin með námskeiðinu er að veita undirstöðuþekkingu á einum alvarlegasta umhverfís- og efna- hagsvanda okkar tíma, svokölluð- um gróðurhúsaáhrifum, en afleið- ingum þeirra hefur verið líkt við áhrif kj amorkustyij aldar. Fjallað verður um hvemig orku- notkun, eyðing skóga og iðnaður eru að breyta andrúmslofti jarðar, þannig að leiða mun til hlýrra lofts- Iags en verið hefur í þúsundir ára. Sérstaklega verður fjallað um N-Atlanthafssvæðið en áhrifín þar eru talin geta orðið sérlega mikiL Efiii Námskeiðinu er skipt í þijá hluta. FVrsti hluti: Gróðurhúsaáhrifín; breytingar á hitafari jarðar, úr- komu, sjávarborði, veðurfari og hafstraumum. Gróðurhúsaloftteg- undimar, hvemig og í hve ríkum mæli myndast þær, og hvað verður um þær í andrúmsloftinu? Annar hluti: Hugsanleg áhrif hraðrar hlýnunar, breytinga á úr- komu, hækkunar sjávarborðs og annarra veðurfarsþátta á vistkerfí náttúrannar og lifnaðarhætti manna. Þriðji hluti: Hugsanleg stefnu- mörkun. Aðgerðarleysi ' og áhrif þess. Hugsanlegur möguleiki á að takmarka veðurfarsbreytingar. Að- lögun að veðurfarsbreytingum sem virðast óumflýjanlegar. Aðgerðir sem era f undirbúningi eða hafa verið framkvæmdar í einstökum löndum eða á alþjóðavettvangi. Skráning Innritun á námskeiðið fer fram á aðalskrifstofu Háskóla íslands í síma 23712 og 687664. Verð er kr. 5.500. Unnið að líðæraskoðun og sýnatöku. Riðuveik kind, reytt og særð á síðu. Sauðflárveikivarnir — Opið hús í tilefni af Norrænu tækniári 1988 verða SauðQárveikivamir með Opið hús á Keldum við Vesturlands- veg í Reykjavík, sunnudaginn 6. nóvember, milli klukkan 13 og 17. Pólki er boðið að koma og kynna sér það sem þar fer fram. FYá því að tilraunastöðin tók til starfa hafa Sauðfjárveikivamir ver- ið til húsa á Keldum. Áður fóru rannsóknir á sauðfjársjúkdómum fram á Rannsóknarstofu háskólans við Barónsstíg. Verkefioi Viðfangsefni Sauðfjárveikivama á Keldum hafa verið að kanna og skilgreina ýmsa búflársjúkdóma og hénda reiður á útbreiðslu þeirra, gefa ráð um vamaraðgerðir og fylgjast með framkvæmd þeirra. Ennfremur hefur verið reynt að fá sem flesta bændur til að taka virk- an þátt í vömunum með þvi m.a. að stofna til sjúkdómanefnda eða riðunefnda, og hefur það víða gefíð mjög góða raun. Útbreiðsla riðu í sauðfé 1988. Kraftiingar á sauðfé og öðrum húsdýram era framkvæmdar hjá Sauðfi'árveikivömum og berst ár- lega mikið af slíku til úrvinnslu. Einnig ýmiss konar sýni, sem send era vegna sjúkdómagreininga frá dýralæknum, bændum eða öðram aðilum. SauðQárveikivamir hafa einnig fengist við greiningar á sjúk- dómum í villtum dýram. Karakúlsjúkdómarnir Árið 1933 vora fluttar til lands- ins 20 kindur af karakúlstofni frá Þýskalandi. Þessi innflutningur reyndist afdrifaríkur fyrir íslenskan landbúnað og afleiðingar hans köll- uðu á stórauknar rannsóknir á sauðfjársjúkdómum. Með fénu bár- ust til landsins karakúlsjúkdómam- ir svokölluðu, þ.e. gamaveiki, vota- mæði, þurramæði og visna. Þessir sjúkdómar vóru óþekktir hér á landi og lítt skilgreindir í öðram iöndum. íslenska féð var mótstöðulaust gegn þeim og því varð útbreiðsla þeirra mjög hröð og tjónið var orðið gifurlegt áður en unnt var að grípa til aðgerða sem að gagni kæmu og var óbú- andi við slíkt ástand á mörgum svæðum. Riðuveiki Talið er að riðuveiki hafi borist til landsins með enskum hrút, sem fluttur var frá Danmörku árið 1978. Veildn var þekkt um Norðurland og olli talsverðu Ijóni á vissum svæðum frá Eyjafirði til Miðflarðar. Menn vonuðu þó að aðgerðir þær, sem gripið yrði til gegn karakúl- sjúkdómunum myndu kveða niður riðuveikina. Þetta brást. Veikin hélst við á Norðurlandi og fór síðan að fínnast á nýjum landsvæðum og valda mun meira tjóni en áður hafði verið. Hringskyrfi Húðsjúkdómurinn hringskyrfí, sem getur smitað í ýmsar dýrateg- undir, m.a. sauðfé og fólk, hefur einnig lent á verkefnalista Sauð- Qárveikivama, en hann barst hing- að sL sumar og sýkti nautgripi á 4 bæjum undir Eyjafjöllum. Hann ætlar að vera erfíður viðfangs og hefur ekki enn tekist að uppræta hann. Aðgerðir Með markvissum fi'árskiptum og skiptingu landsins í vamarsvæði, m.a. með miklum girðingafram- kvæmdum, tókst að útrýma vota- mæði, þurramæði og visnu. - Gamaveiki lagðist á nautgripi auk sauðfjár og geita. Víxlsmitun milli þessara dýrategunda varð til þess að baráttan gegn gamaveiki hefur orðið langvinnari og erfíðari en baráttan við mæðiveikina, sem ekki sýkti nautgripi. Vonir standa til þess að einnig verði unnt að uppræta riðuveiki með svipuðum aðgerðum, en barátt- an við hana stendur nú víða um land, þar sem hún hafði náð að magnast með áður óþekktum hraða og stórfelldara tjóni en áður sást. Opna liúsið Starfsmenn Sauðíjárveikivama munu segja gestum frá rannsókn- um og annarri starfsemi, á Opna húsinu á Keldum á sunnudaginn. Ailir era boðnir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.