Morgunblaðið - 05.11.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.11.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988 23 Reuter Tannburstun Starfsmaður skemmtisýningar, sem opnuð verður um þessar mundir í Hamborg í Vestur-Þýzkalandi, burstar tennur risastórr- ar hauskúpu, sem skipar ákveðinn sess á sýningunni. Danmörk: Víðtæk leit gerð að póst- ræningjum Kaupmannahöfn. Reuter. DANSKA lögreglan leitar nú um alla Danmörku að Qórum mönn- um sem firömdu mesta rán í sögu landsins og skutu lögreglumann til ólífis. Ræningjamir, sem voru klæddir einkennisfötum lögreglunnar, stöðvuðu póstbíl fyrir utan aðal- pósthúsið í Kaupmannahöfn á fimmtudag, og borgaralega klædd- ir aðstoðarmenn tóku 30 póstpoka með um 8,6 milljónum danskra króna í reiðufé (rúmar 57,6 millj- ónir ísl. kr.) og 1,3 milljónir (rúm- ar 8,7 milljónir Isl. kr.) í verð- bréfum. Talsmaður dönsku lögreglunnar sagði í gær að Jesper Egtved Hans- en, 22 ára gamall lögreglumaður, hefði verið skotinn þegar hann steig út úr bíl sínum og ætlaði að stöðva ræningjana með því að draga fram skammbyssu. Hansen lést af völdum skotsáranna á fimmtudagskvöld. Andespil (bingó) Foreningen Dannebrog heldur sitt árlega matarbingó í Risinu, Hverfisgötu 105, 4. hæð, sunnudaginn 6. nóvember. Húsið opnað kl. 20.00. Stjórnin. N0RGE £\{ OPPLAND FYLKESKOMMUNE PRESTESETER PSYKIATISK SYKEHUS I N0RGE óskar eftir að ráða hjúkrunarkonur Gætir þú hugsað þér að nýta hjúkrunarkunnáttu þína, til styttri eða lengri tíma, í Noregi? Við bjóðum frábæra starfsaðstöðu í sveitarlegu um- hverfi ca 11 mílur norður af Osló. Góðir möguleikar til útivistar jafnt sumar sem vetur. Bæirnir Gjevik og Lille- hammer eru einnig skammt undan. Stofnunin getur verið innan handar með húsnæði. Umsækjendur þurfa að tala einhverja norsku/sænsku/d- önsku. Ef þú hefur áhuga, hafðu þá samband við yfir- hjúkrunarkonuna, Victoriu Brekke, í síma 9047-61- 97730 eða skrifið til: Presteseter sykehus, Personalkontoret, N-2840 Reinsvoll, Norge. Indland: 17 mannsláta lífið í spreng- ingum síkka Chandigarh. Reuter. ÞRJÁR eða fjórar sprengjur sprungu í gær á útimarkaði í bænum Batala í Norður-Indlandi og urðu 17 manns að bana. Fjöldi manns var í verslunarerindum á markaðnum því í næstu viku hefst ljósahátíð hindúa. Að sögn lögreglu virðist sem sprengingamar séu verk Babbar Khalsa, hóps herskárra síkka, sem berst fyrir sjálfstæði Punjab-hér- aðs. Þijár sprengjur sprungu á Ind- landi síðastliðinn þriðjudag sem urðu 21 manni að bana. Tværþeirra sprungu í bænum Pathankot og sú þriðja í áætlunarbíl sem lagði upp frá bæ í Punjab-héraði. Indversk fréttastofa greindi frá því að fjórða sprengjan hefði fundist í fórum öfgamanns nálægt Pathankot á þriðjudag. Við yfirheyrslur sagði hann að samviska sín hefði meinað sér að koma sprengjunni fyrir í áætlunarbíl, eins og ráðgert hafði verið. Samkvæmt óstaðfestum tölum hafa 2.200 manns látist í herferð aðskilnaðarsamtaka síkka á þessu ári. Danmörk: Loðdýrarækt- endur sektaðir Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Framkvæmdastjórn Evrópu- bandalagsins hefur ákveðið að sekta samtök danskra loðdýra- ræktenda fyrir ólögmæta við- skiptahætti. Sektin nemur um það bil 26 milfjónum íslenskra króna. Danskir loðdýraræktendur eru sakaðir um brot á Rómarsáttmálan- um fyrst og fremst vegna þess að þeir skylda meðlimi samtaka sinna til að selja öll skinn á uppboðsmörk- uðum samtakanna. Samkvæmt nið- urstöðum framkvæmdastjómarinn- ar dregur slíkt úr fijálsri sam- keppni og takmarkar verslunar- frelsi m.a. vegna stórrar markaðs- hlutdeildar danskra framleiðenda en í Danmörku er boðinn upp u.þ.b. þriðjungur allra skinna í Evrópu. Daihatsu Charade var upphaflega hannaður til að mæta gífurlegri hækkun bensínverðs í orku- kreppu og að draga úr útgjöldum heimilanna. Nú, þegar kreppir að í íslensku efnahagslífi og bensínverðshækkun liggur í loftinu, ásamt öðrum auknum álögum, sannar Charade enn einu sinni ágæti sitt sem einn albesti kosturinn á markaðnum þegar hugað er að bílakaupum. Kynntu þér hönnun, útlit og rekstrargrund- völl Daihatsu Charade áður en þú velur annað. Daihatsuþjónustan er svo í kaupbæti, sú besta sem völ er á. Við eigum fyrirliggjandi árgerð 1988 á besta verði sem við höfum nokkrum sinni boðið uppá. í því eru engar blekkingar um vexti, einfald- lega lágmarksverð á gæðabíl. Árgerð 1989 er á leiðinni fyrir þá sem vilja bíða, en á töluvert hærra verði. íarade Verðfrákr. ■ m m Éfc: M ® % Ul f Innifalið hágæða útvarps- og segulbandstæki. Við bjóðum kjör við allra hæfi og erum opnir fyrir alls konar skiptum. Úrval notaðra bíla. 0P\Ð' 9-1» YaU9A0'^6 BRIMBORG HF. SKEIFUNNI 1 5 - SÍMI 685870. Daihatsu - Volvo - Viðurkennd gæðamerki NÝ SÍMANÚMER: Söludeild 685870 Verkstæði: 673600 Varahlutir: 673900 1 l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.