Morgunblaðið - 05.11.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 05.11.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988 51 ÍÞrimR FOLK ■ COLIN Sugget, þjálfari New- castle, var í gær ráðinn fram- kvæmdastjóri liðsins. Hann kemur í stað Willie McFaul sem var rek- inn fyrir skömmu. Stjóm New- castle var í megnustu vandræðum, hafði boðið níu manns starfið, en allir höfnuðu. David Hay, fyrrum stjóri Celtic, var „heitur“, en missti áhugann í fyrrakvöld þegar ljóst var að hann átti aðeins að stjóma þar til annar hæfari væri tilbúinn að taka við. Bob Paisley var einn- ig boðin staðan, en hann svaraði strax: “Kemur ekki til mála, því ég fer ekki frá Anfield.“ ■ GABRIELA Sabatini gefur ekki kost á sér í lið Argentínu fyrir heimsmeistarakeppnina í tenn- is. Margar bestu tenniskonur heims hafa þegar ákveðið að taka ekki þátt í keppninni. Steffi Graf, mun ekki leika með liði V-Þjóðveija sem reynir nú að veija titilinn. Martina Navratilova og Chris Evert munu heldur ekki leika með iiði Banda- ríkjanna. Keppni fer fram í Ástr- alíu og hefst í desember. ■ HÁSKÓLALIÐ Kansas fær ekki tækifæri til að veija meistara- titil sinn bandarísku háskóladeild- inni í körfuknattleik. Háskólinn í. Kansas er sakaður um að hafa greitt nýliðum sínum rúmlega 50.000 kr. í formi fata og fiugmiða í því skyni að fá þá til skólans. Það er stranglega bannað í háskóla- deildinni og flokkað sem mútur. Því fær Kansas ekki að taka þátt $ keppni í vetur. I JOHN Robertson, sem New- castle keypti fyrir 750 þúsund pund frá Hearts í sumar, vill fara aftur til Skotlands. Iþróttirí sjónvarpi Bein útsending frá knatt- spymunni í V-Þýskalandi verður í ríkissjónvarpinu i dag. Dagskrá íþróttaþáttarins verður þannig: ■14.25 Numberg - Werder Bremen. Bein útsending. ■ 16.15 Enska knattspyman. Aðalieikir þáttarins em West Ham - Liverpool og Everton - Manchester United. ■ 17.10 Úrslit dagsins. Þess má geta að nýjustu tÖlum úr ensku knattspymunni verður skotið á skjáinn, þegar beina útsendingin fer fram frá V- Þýskalandi. ■ 17.20 Handknattleikur. ■ 17.50 Borðtennis. Um helgina Handknattleikur IHF-keppnin, sunnudag: FH-FSB/SKI........Hafnarfirði kl. 20.30 Kðrfuknattleikur íslandsmótið Sunnudafnir: Þór-UMFG ÍS-Valur UMFT-ÍBK Sauðárkróki kl. 16 ÍR-KR 1. deild kvenna Laugardagur: KR-Haukar Sunnudagur: ÍS-UMFN ...Kennaraháskóla kl. 21.30 ÍR-ÍBK Laugfardagur: 1. deild karia Þróttur Nes.-KA.. Blak Neskaupstaðkl. 17.15 1. deild kvenna í>róttur Nes.-KA.. Sunnudagur: 1. deild karla HK-ÍS I. deild kvenna UBK-HK Mánudagur: I. deild karla Fram-ÞrótturR... 1. deild kvenna ÍS-Víkingur KNATTSPYRNA / NOREGUR Ólafur Þórðarson í landsleik. Hann leikur næstu tvö árin undir stjóm Teits bróður síns með norska liðinu Brann. Ólafur skrffaði undir í Bergen Gerði tveggja ára samnnig við Brann ÓLAFUR Þórðarson, landsliðs- maður í knattspyrnu af Akra- nesi, skrifaði ígœr undir tveggja ára samning við norska félagið Brann, en þar er Teitur bróðir hans einmitt þjálfari. Eg er mjög ánægður með að hafa fengið Ólaf til félagsins. Ég reikna með að hann styrki liðið mikið," sagði Teitur í samtali við Morgunblaðið í gær. Óiafur var einnig ánægður: „Mér lýst vel á þetta. Eg flyt hingað út KORFUKNATTLEIKUR Norðurlandamótið á Suðurnesjum? KKÍ vill að Suðumesjaliðin þrjú taki að sér að halda Norðurlandamótið næsta vor „ÉG FINN fyrir miklum áhuga meðal Suðurnesjamanna og það er eitthvað stórkostlega athugavert ef vlð getum ekki tekið mótið að okkur,“ sagði Helgl Hólm formaður Iþrótta- félags Keflavíkur um beiðnl Körfuknattleikssambands ís- lands um að Suðurnesjaliðin, ÍBK, UMFN og UMFG taki að sér að halda Norðurlanda- mótið, Poiar Cup, f körf u- knattleik á nœsta ári. Liðin hafa skipað nefnd þriggja manna, Helga Hólm frá ÍBK, Stefán Bjarkason UMFN og Bjöm Birgisson UMFG til að kanna hvort geta og vilji mótið sem fram á að fara hér á landi f apríl og þarf svar að hafa borist KKÍ fyrir næstu heigi. Polar Cup hefur aðeins einu sinni farið fram hér á landi áður og var það fyrir 10 ámm, en mótið er haidið annað hvert ár og kemur því í hlut íslands að Bjöm Blöndal skrifarfrá Kefíavik halda það á 10 ára fresti. Helgi Hóim sagði að svo stórt mót í körfuknattieik hefði aldrei farið fram utan Reykjavíkur og þessi ósk KKÍ væri virðing við körfu- knattleikinn á Suðumesjum og stöðu hans. „Hér eru allar aðstæð- ur til að halda mót af þessu tagi, við erum með 3 íþróttahús og fyrsta flokks gistiaðstöðu og ekki hvað síst höfum við áhorfendur. Því tel ég yfírgnæfandi iíkur á að mótið verið haldið á Suðumesj- um,“ sagði Heigi ennfremur. HANDKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPNIN „Mætum reiðir í næsta deildarleik" - sagði Geir Hallsteinsson, þjálfari UBK, eftir sjö marka tap Breiðabliks í Stavanger Hans Quðmundsson var áberandi bestur hjá UBK í gærkvöldi og gerði sjö mörk (tvö víti). BREIÐABLIK tapaöi 30:23 fyrir Stavanger í gærkvöldi í seinni leik liðanna í Evrópukeppni bik- arhafa. Stavanger vann fyrri leikinn 29:25 í Kópavogi og heldur áfram í 2. umferð, en Breiðablik er úr leik. UBK tók tvo menn úr umferð í byijun rétt eins og f seinni hálfleik f fyrri leiknum og leiddi framan af. Heimamenn gripu þá til þess ráðs að setja tvo unga leik- menn inná, þá Austein Strei og Olav Vatne. Þeir hafa lítið fengið að spreyta sig, en gripu tækifærið fegins hendi og blómstruðu. Stavanger náði að rétta úr kútnum og var þremur morkum yfir í hálf- leik, 12:9. Sami munur hélst þar til 10 mínútur voru eftir, staðan 23:20, en þá gáfust gestimir upp. „Stavanger er einfaldlega með betra lið en við. Eðlilegt hefði verið að tapa hér með þremur til fjórum mörkum, en botninn datt úr þessu hjá okkur í lokin. En við stöndum uppi eftir þijá tapleiki í röð og strákana hungrar í sigur. Því mæt- um við reiðir í næsta deildarleik, staðráðnir í að gera betur en hing- að til," sagði Geir Hallsteinsson, þjálfari UBK, við Morgunblaðið eft- ir leikinn. Hans Guðmundsson var afger- andi bestur hjá UBK, en Flemming Hansen (7) og Olav Vatne (7) hjá Stavanger. Mörfc UBK: Hans Guðmundsson 9/2, Jón Þórir Jónsson 6/2, Ólafur Bjömsson 4, Sveinn Bragason 2, Magnús Magnússon 1, Þórður Daviðsson 1. strax eftir áramót," sagði hann í gær, eftir að hafa skrifað undir samninginn. Ólafur sagðist myndu vinna hálfan daginn — fram að hádegi — auk þess-að leika með félaginu. Ekki hefur enn verið gengið frá samningi miili Brann og LA en Teit- ur sagði að hann teidi það ekki verða neitt vandamál. Teitur hefur keypt tvo aðra leik- menn — miðvallarleikmanninn Karl Erik Karlsson frá Djerv 1919 og framheijann Einar Roodh frá Ále- sund i 2. deild. ÍÞRÚmR FOLK ■ DAVID Hay gerði f gær tveggja ára samning um að þjálfa Lillestrom, sem hafnaði f 2. sæti í 1. deild norsku knattspyrnunnar á sfðasta keppn- istímabili. ■ CHRIS Waddle, sem verður 28 ára í næsta mán- uði, verður næstu sjö árin hjá Totl> enham, en félagið keypti hann tief^ Newcastle f maí 1985 fyrir 590 þúsund pund. Waddle, sem átti eftir tvö ár af samningi sfnum við Spurs, undirritaði nýjan samning f gær, sem rennur út 1995 og trygg- ir honum 1,5 milijónir punda. „Von- andi lýk ég ferlinum hjá Spurs," sagði Waddle eftir undirritunina. Frá Bob Hennessy íEnglandi ■ KEMN MacDonald, sem Liverpool keypti frá Leicester 1984 fyrir 400 þúsund pund, hefur átt erfitt uppdráttar hjá meisturun- um. „Ég sé enga framtíð fyrir mig hjá Liverpool og þvf miður verð ég að fara eitthvað annað,“ sagði MacDonald f gær. ■ ALAN BaU, stjóri Portá- mouth, keypti Gavin Maguire frá QPR í gær fyrir 180 þúsund pund. Hann hefur einnig áhuga á að fá Gary Thompson, miðheija Aston villa til Portsmouth. ■ BILLY Bremner, sem var rekinn frá Leeds fyrir um fjórum vikum, hefur verið orðaður við framkvæmdastjórastói Chesterfi- eld, sem er á botni 3. deildar. Bremner vili ekki sækja um starf- ið, en bíður eftir tilboði. I MILLWALL hefur komið á óvart í 1. deild ensku knattspym- unnar og hefur verið í toppbarát- tunni allt tfmabilið, en iiðið koro upp úr 2. deild. Um aðra heigi leik- ur liðið gegn Liverpool á Anfield og vegna strangrar öryggisgseslu fær liðið aðeins 3.900 miða á leik- inn. Til að koma til móts við fjöl- marga stuðningsmenn iiðsins hefur stjóm Millwall ákveðið að sýna leikinn beint á heimavellinum, „The Den“ í London. HANDKNATTLEIKUR / IHF-KEPPNIN FH byrjarfimm mörkum undir Seinni leikur FH og Fredens- borg/SKI í IHF-keppninni í handknattieik fer fram í fþrótta- húsinu við Strandgötu í Hafnar- firði á morgun og hefst klukkan 20.30. FH-ingar byija fimm mörkum undir þar sem FSB/SKI vann fyrri leikinn 30:25. FH-ingar voru óiíkir sjálfum sér lengst af í Noregi. Norðmennimir nýttu sér mistök andstæðinganna og náðu mest 10 marka foiystu, en FH-ingar klóruðu í bakkann undir Iokin. „Við höfum sýnt í tveimur sfðustu ieikjum að barátt- an er í iagi þó á móti blási. Leik- ur okkar gegn Sljömunni var mun betri en Evrópuleikurinn og með sömu framförum samfara góðum stuðningi áhorfenda eigum við að ná takmarkinu — að sigra með nægjanlegum mun og komast áfram," sagði Þorgils Óttar Mathiesen við Morgunblaðið eftir sigurinn gegn Stjömunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.