Morgunblaðið - 05.11.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.11.1988, Blaðsíða 12
I MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988 12 Eyjólfiir Konráð Jónsson í þingræðu: Nýir skattar auka halla ríkissjóðs Þjóðinltaki lán hjá sjálfri sér Á fimmtudag í siðustu viku fóru fram i Alþingi umræður utan dagskrár um stöðu rikis- Qármála. Eyjóifur Konráð Jóns- son kvaddi sér hljóðs meðan á umræðunum stóð og gerði at- hugasemdir við málflutning Jóns Baidvins Hannibalssonar og Ólafs Ragnars Grímssonar. Morgunblaðið birtir hér á eftir kafla úr ræðu hans. Utanríkisráðherra sagðist vilja gera hreint fyrir sínum dyrum. Hann gerði það. Hann gerði hreint fyrir sínum dyrum. Hann taldi upp og tíundaði allt sem hafði valdið því að fjárlögin eru ekki hallalaus. Þær upphæðir, eftir því sem ég gat náð niður voru kannski kringum 1 milljarður, þessir pinklar sem hann var að tína til og sem voru utan við það sem áður hafði verið áætl- að. Það er miklu meira, segir Matt- hías Á. Mathiesen. Ég heyrði ekki hærri tölur en þetta frá því sem hafði verið ákveðið í fjárlögum. Hins vegar voru allt aðrar tölur sem hann var að tala um að réttlættu mismuninn á júnítölunum og því sem þær voru í reynd. Ég býst við að þingmaðurinn eigi við það. Það voru allt aðrar tölur. Dæmið var nefnilega óreiknanlegt. Það er hægt að setja upp dæmi sem er ekki hægt að reikna, dæmi sem gengur ekki upp, ef það er bara tekið tillit til eins faktors í málinu, svo að ég noti nú ljótt mál. Auðvitað er alveg ljóst að fólk lætur ekki bjóða sér endalausa skattheimtu. Sem betur fer er það þannig í lýðræðisríkjum og nú ætla ég að koma að því sem menn virðast ekki vita hér. Það er ekki til eitt einasta vestrænt lýð- ræðisríki með svokallaðan halla- lausan ríkisbúskap, ekki mér vitan- lega. Það var að vísu bent á eitt land af hagfræðingunum sem ég spurði: Getið þið nefnt mér eitt ríki sem er með hallalausan ríkisbú- skap? Þeir sögðu Sviss. Ég hugsa að það sé rétt vegna þess að í Sviss eru kantónur eða fylki sem sjá svo til um allan rekstur ríkisins. Það er aðeins yfírstjóm ríkisins sem hefur sín ríkisfjármál og þarf þess vegna að skattleggja kantónumar mjög lítið til þess að hafa halla- lausan ríkisbúskap. Hvemig er þá farið að því að reka ríkið? Það er alls staðar gert þannig að fólkið fær að lána ríkinu svolítið af því fé sem ríkið þarf á að halda. T.d. hefur alla tíð, ég held öll árin frá aldamótum nema tvö, verið halli á fjárlögum Banda- ríkjanna. Þeir fjármögnuðu alla styrjöldina, t.d. með skuldabréfa- útgáfu. Þeir gefa út skuldabréf stanslaust og alltaf meira og meira. Heildarskuldimar em aldrei borg- aðar til baka. Heildampphæðin lækkar aldrei vegna þess að umsvif- in í þjóðfélaginu aukast. Þegar bamið fæðist er venjulega byijað að saftia fyrir skólagöngu í ríkis- skuldabréfum o.s.frv. En þessi tvö ár vom 1928 þegar Hoover kom af stað heimskreppunni, þá vom hallalaus fjárlög í Bandaríkjunum, og þegar Carter kóm af stað verð- bólgunni í Bandaríkjunum. Þá vom hallalaus fjárlög og þá varð vemleg verðbólga. í Japan sem hefur sótt hraðast fram var t.d. ef ég nefni árið 1981, halli á japönskum fjár- lögum 5%—6%, ekki af fjárlögun- um, heldur 5% af þjóðartekjum. Það þýddi þá svopa 20 milljarða á okkar fjárlögum. Ég skal ekki segja að það sé til fyrirmyndar, en alla vega sóttu þeir hraðast fram allra þjóða á þessum ámm. Þeir leyfðu nefni- lega fólkinu að eiga peningana, en ríkið fékk þá bara lánaða hjá því. Þeir gerðu sem sagt fólkið að ríku fólki. Þeir sögðu: Fyrst kemur fólk- ið, svo kemur ríkið. Auðvitað á ríkið að vera afgangsstærð á erfíðleika- tímum. Fyrst á auðvitað að sjá til þess að fólkið geti lifan sæmilega mannsæmandi lífí og síðan auðvitað að atvinnuvegimir gangi, eflist og treystist til þess að skaffa tekjumar í framtíðinni. Það mætti jafnvel fara að borga niður þessar skuldir sem þarf þó ekkert að borga, vegna þess að spumingin er svona: Nu spyr ég fjármálaráðherra, hvort hann geti t.d. bent mér á hver sé kröfuhafi ef ríkið er skuldari, við skulum segja að einhverri stórri og fallegri upphæð eins og einu hundr- aði milljarða, í innlendum skuldum, hefur tekið eitt hundrað milljarða að láni hjá borgurunum með skulda- bréfaútgáfu á einhveiju tímabili — ríkið er skuldari, hver er þá kröfu- hafí, hæstvirti ráðherra? Hver er kröfuhafi ef ríkið er skuldari að þessum milljarði borgaranna? Hver er kröfuhafinn að þessu? Einhver verður að vera móttakandi ef á að greiða það til baka. (Fjármálaráð- herra: Það vitum við báðir.) Já, hver er kröfuhafinn? (Fjármálaráð- herra: Fólkið í landinu.) Já. Fólkið í landinu er bæði skuldari og kröfu- hafí. Það skuldar sjálfu sér. Svona einfalt er dæmið. En munurinn er sá að fólkið í landinu er sjálfstætt fjárhagslega, á kröfu á ríkisauðinn, hver og einn á það. En hvað gerist þegar hæstvirtur ráðherra ætlar núna að hirða 3—4 milljarða í aukn- um sköttum? Það kaupir enginn kvittun sem hann gefur út. En ef hann gæfí út skuldabréf, þá yrðu það auðvitað peningar á markaði. Þetta eru peningar sem atvinnufyr- irtækin fengju. Skuldabréfín gengju kaupum og sölum. Fólkið öðlaðist hlutdeild í þjóðarauðnum. En nú á að minnka það, auka ríkisauðinn stanslaust. Það er verið að gera það með milljörðum á milljarða ofan, jafnvel milljarða í hveijum mánuði ef út í það væri farið eftir öllum mögulegum leiðum. Ekki bara í ríkiskassann beint, heldur öll sjóða- framlögin og fleira. Sjóðimir eiga núna meira og minna flotann t.d. og atvinnuvegina, frystihúsin og allt það, svo ekki sé nú talað um þennan blessaða sjóð sem á nú að fara að koma til viðbótar. Ég ætla nú ekki að fara að blanda honum inn í þessa umræðu, það er auðvit- að sérkapítuli sem við komum að við annað tækifæri. En utanríkisráðherra sagði: Mis- tökin voru að gera ekki ráð fyrir verulegum greiðsluafgangi. Það á íslenskt tónverk fær viður- kenningu á tónlistarhátíð Rómanza eftir Hjálmar H. Ragnarsson valin úr 140 verkum á alþjóðlegri tónlistarhátíð í Hong Kong Árlegri tónlistarhátíð ISCM, sem eru alþjóðasamtök um samtímatón- list, lauk í Hong Kong um síðustu helgi. 140 verk höfðu verið valin til flutnings á hátíðinni úr hópi 500-600 verka sem bárust dómnefiid hátíðarinnar til skoðunar. Á hátíðinni valdi siðan dómnefiid 10-12 athyglisverðustu verkin og var Romanza, kammerverk Hjálmars H. Ragnarssonar fyrir flautu, klarinett og píanó, eitt þeirra verka. jálmar sagði í samtali við Morgun- blaðið að það væri mikilsvert að verk hans hefði verið valið {þennan úrvalshóp. „Tilgangurinn með slíku úrvali er að velja verk sem samtök- unum ISCM er síðan falið að koma á framfæri eftir öllum leiðum á tónlistarhátíðir og annars staðar þar sem verið er að velja samtíma- tónlist til flutnings. Þá staðfestir þetta einnig listræna þátttöku ís- iands í þessum samtökum og sýnir að smáþjóð eins og okkur er ekki bara leyft að vera með til að auka Qölda aðildarlandanna," sagði Hjálmar H. Ragnarsson. Alþjóðasamtök um samtímatón- list voru stofnuð árið 1923 og hafa alþjóðlegar tónlistarhátíðir verið haldnar á vegum samtakanna nær árlega allar götur síðan að undan- skildum stríðsárunum 1939-1945. Tónlistarhátíð á vegum þessara samtaka hefur verið haldin einu sinni hérlendis, árið 1973. Aðildar- lönd að samtökunum eru nú tæp- lega 40. „Þetta er í fyrsta sinn sem þessi hátíð er haldin í Asíu og það var sannarlega gaman að sjá hversu mikil og Ijölbreytt samtímatónlistin er í þessum heimshluta. Þá bættust tvö Ásíulönd núna í samtökin, Kína og Tævan, og þama hittust tón- skáld frá Kína, Hong Kong og Tævan og sátu saman í mesta bróð- emi þrátt fyrir pólitískan fjandskap þessara landa. Mér fannst sérstak- lega athyglisvert að heyra þá tón- list sem Kínveijar og Japanir höfðu fram að færa. Svo virðist sem dyr séu að opnast í listunum inn í Kína og það er ljóst að framlag þeirra til alþjóðlegra lista mun aukast á næstu árurn." Hjálmar sagði að aðild að tónlist- arhátíðinni værí þannig háttað að hveiju aðildarlandi væri heimilt að senda inn 6 verk. Þá gætu einstakl- ingar einnig sent inn verk í eigin nafni. Sérstök dómnefnd á vegum samtakanna færi síðan yfír inn- sendu verkin og veldi úr til flutn- ings á hátíðinni. Alls bárust á milli 500 og 600 verk að þessu sinni og voru 140 valin til flutnings. „Þetta er í þriðja sinn sem ég hef komið verki inn á hátíðina og í fyrra átti Atli Heimir Sveinsson tónskáld verk á hátíðinni. Verkið mitt er kammer- verk, samið árið 1981 fyrir flautu, klarinett og píanó. Það var fmm- flutt á útvarpstónleikum í Stokk- hólmi árið 1981 af þeim Manuelu Wiesler, Einari Jóhannessyni og Þorkatli Sigurbjömssyni. Síðan hef- ur það verið flutt nokkrum sinnum hér heima. Flytjendur í Hong Kong voru félagar í Messiaen kammer- sveitinni frá París — framúrskar- andi hljóðfæraleikarar sem áttu áreiðanlega sinn þátt í því að verk- ið var valið í sérstakt úrval 10-12 verka. Þetta er í þriðja sinn sem dómnefnd velur úr verk á hátíðinni Eyjólfur Konráð Jónsson að vera borð fyrir báru, ef samdrátt- ur verður nú og mistök. Hann ráð- lagði núverandi fjármálaráðherra að hafa borð fyrir báru, ef nú yrði samdráttur mikill, þá þyrfti sko ríkið að eiga verulegan afgang. Jú, jú, ég get fallist á að það væri gott fyrir ríkið að eiga einhvem afgang, ef það verður mikið at- vinnuleysi, sem mér virðist nú að stefnt sé að vísvitandi, að skapa kreppu, þá þarf auðvitað að hjálpa fólkinu með einhveijum hætti. Én hvemig gengur þetta nú upp. Það þarf endilega að vera greiðsluaf- gangur til að koma í veg fyrir þenslu, en það verður líka að vera greiðsluafgangur til þess að bjarga hruninu. Þama eru tvær stefnur komnar, sem ganga sitt í hvora áttina. Það er ekki heil hugsun í þessu. Annað hvort er rétt, skulum við segja. Og ríkissjóður er auðvitað hagstjómartæki eins og þeir eru alltaf að tala um, þessi blessuð tæki. Þeir hafa nú ftillt af sleggjum og hömrum og jámkörlum og ég veit ekki hvað og hvað í öllum þess- um stofnunum til þess að koma kreppunni af stað og halda henni gangandi. Það hefur svo verið núna í hálfan annan áratug eða meira þetta hagstjómartæki. Það getur ekki verið rétt bæði í kreppu og líka í ofþenslu endilega að láta ríkis- sjóð ganga hallalausan, með ein- hvem tekjuafgang. Auðvitað er gamla hagfræði- kenningin sú að á samdráttartímum eigi að vera halli á flárlögum og hún er sjálfsagt að einhveiju leyti rétt, svona sem megindrættir. Allir fyrri hagfræðingar sögðu: Það er ekkert kappsmál eða sáluhjálparat- riði að ríkissjóður sé alltaf halla- laus. Þeir sögðu að á þenslutímum ætti ríkið kannski að auka sína skattheimtu eitthvað, taka eitthvað af borgurunum, þó auðvitað innan Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld. á þennan hátt og í fyrsta sinn sem íslenskt verk er valið," sagði Hjálm- ar H. Ragnarsson tónskáld. Þess má að lokum geta að nú um helgina verður fmmflutt í Laug- ardalshöll nýtt verk eftir Hjálmar, Áfangar, verk fyrir kór og hljóm- sveit, samið við hinn alþekkta ljóða- bálk Jóns Helgasonar. Flytjendur verða 1100 félagar í Landssam- bandi blandaðra kóra en sambandið heldur einmitt 50 ára afmæli sitt hátíðlegt nú um helgina. „Þetta verk er afmælisverk og einmitt þess vegna fannst mér tilvalið að nota ljóð Jóns Helgasonar því þar lýsir hann 11 stöðum á landinu og það á vel við því flytjendur eru hvað- anæva af landinu,“ sagði Hjálmar H. Ragnarsson að lokum. ákveðinna piarka þannig að fólkið sprengdi þetta ekki af sér, en á krepputímum ætti ríkið auðvitað að vera rekið með nægilega miklum halla til þess að halda atvinnuveg- unum gangandi. Auðvitað verða peningar að vera í umferð. Pening- ar eru ávísanir á auðlegð. Menn segja: Það eru engir peningar til á íslandi. Þrátt fyrir öll okkar mistök, t.d. síðasta hálfan annan áratuginn, eins og ég sagði, allt þetta kreppu- ástand, heimatilbúna kreppu, þá er ísland auðvitað ríkara í dag en nokkru sinni áður. Við erum' búnir að byggja hús fyrir svo til allan landslýð til 200 ára. Við erum bún- ir að ofbyggja í frystihúsum, í iðn- aðarhúsnæði, ekki bara í Reykjavík heldur úti um allt land. Nú í land- búnaði hefur verið ofljárfesting. Við erum komnir langt með vegina o.s.frv. Auðvitað er grundvöllur lagður að blómatíma hér. Þó er allt- af verið að skapa þessa kreppu með því að ríkissjóður eigi að ganga á undan öllum öðrum. En segjum nú sem svo að þetta yrði til þess að ríkissjóður yrði halla- laus, þá skyldi ég kannski fara að hugsa mitt ráð upp á nýtt. En þeg- ar maður sér það ár eftir ár að gatið stækkar stanslaust, nákvæm- lega í réttu hlutfalli við nýjar skatt- lagningar, og hugleiðið nú þetta mál, svona af því að þetta er nú rétt inngangur að því sem kemur þegar utanríkisráðherra verður hér mættur, þá ætla ég að reyna að rökræða við hann, einmitt hann, af því að það er gaman að rökræða við hann. Ég tek sérstaklega fram að ég hafði mjög mikla ángæju af að hlýða á hans ræðu, sérstaklega fyrri hlutann, áður en hann fór nú svolítið að slá um sig eins og ég geri stundum líka. Rökræðum þetta og hugsum um þetta á næstunni: Hvemig stendur á því að gatið stækkar alltaf eftir því sem skatt- amir hækka? Það er auðvitað vegna þess að dálkar fjárlaganna eru tveir og gjaldahliðin hækkar á undan tekjuhliðinni vegna þess að útgjöld ríkisins, og m.a.s. hagfræðingamir mótmæla því ekki, em bara tvennt þegar upp er staðið. Og hvað er það? Bein og óbein vinnulaun og gjaldeyrisnotkun. Ekkert annað. Og þegar launin hækka og gengið lækkar, hvað gerist þá? Þeir em búnir að lýsa því hér yfír ráðherr- amir hver sé skýringin á því að gatið sé stærra núna en það var í fyrra þrátt fyrir allar skattahækk- animar í fyrrahaust. Það var vegna þess að gjöldin hækkuðu á undan tekjunum, segja þeir. Og núna þeg- ar við emm að koma kreppunni á, koma henni í algleymi og fólk er að verða atvinnulaust, þá leiðir það af sjálfu sér að tekjuhliðin lækkar auðvitað enn þá meira. Og þeir vom báðir tveir, hæstvirtu ráð- herrar, réttilega að ræða um það að svo gæti farið að tekjumar yrðu enn þá minni og gatið enn þá stærra. Sem sagt: Þeir standa á gati. ______ _ _______ Sýning á leikföng- um og hús- gögnum HEILDVERSLUNIN ísklass hf. hyggst efiia tíl sýningar á leik- föngum og húsgögnum fyrir bamaheimili og aðrar stofiianir dagana 7.-9. nóvember næst- komandi. Sýningin er haldin í tilefni af búferlaflutningum fyrirtækisins, sem nú er til húsa að Reykjavíkurvegi 64 í Hafhar- firði. í fréttatilkynningu frá ísklass segir að heildverslunin sérhæfí sig aðallega í innflutningi á bamahús- gögnum, leikfongum og hjólum sérstaklega hönnuðum fyrir barnaheimili og aðrar stofnanir. Á sýningunni verða meðal ann- ars vömr frá dönsku fyrirtækjun- um HIKIT og AMICUS. Sýningin er opin frá kl. 10-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.