Morgunblaðið - 05.11.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.11.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988 Olafía Eyjólfs- dóttir — Minning Fædd 1. september 1898 Dáin 27. október 1988 Foreldrar Ólafíu voru Halldóra Guðrún Jónsdóttir og Eyjólfur Er- lendsson. Þau fluttu sunnan úr Borgarfírði að Hundastapa í Hraun- hreppi árið 1906 og sama ár komu þau að Álftárstekk í Álftárlandi og byggðu sér þar lítinn bæ. Sá bær var hlýlegur og vinalegur, þótt ekki væri hann stór og þætti sjálfsagt knappur á nútíma mælikvarða, fyr- ir bammarga fjölskyldu. Að auki var svo talsverður gestagangur, því býlið lá um þjóðbraut þvera og flest- ir ferðuðust þá á hestum eða gang- andi og þama var því tilvalinn án- ingarstaður. Ekki bar á að í baðstof- unni væm nein teljandi þrengsli, ena er sagt að þar sem hjartarými er nóg sé alltaf nægilegt húsrúm. Enginn fór heldur úr hlaði án þess að hafa þegið góðgerðir, að íslensk- um sveitasið. Þó gæti maður hugs- að að ekki hafi alltaf verið til mikl- ar matarbirgðir í bænum. Ekki var búið stórt og segir það sig sjálft að bömin urðu að fara að heiman jafn ótt og þau gátu orðið að einhveiju liði. Frá heimili mínu, Álftá, var ör- stutt út í Álftárstekk, eða Stekk, eins og við sögðum venjulega, varla meira en tíu múnútna gangur og fengum við systkinin stundum að hlaupa þangað, til leikja við börnin þar. Þótt ég væri ekki nema fímm Fæddur 2. október 1910 Dáinn 25. október 1988 Þriðjudaginn 25. október sl. and- aðist okkar ástkæri afí í Sjúkrahúsi Keflavíkurlæknishéraðs. Lát hans kom okkur öllum á óvart, þó hann hafí verið veikur. Okkur fannst öll- um hann hafa verið hressari og glaðari þann dag er hann lést. Svona er lífíð og verðum við að sætta okkur við þetta, þótt erfítt sé. Seinustu mánuðir í lífi hans vom mjög erfiðir vegna veikinda hans, en það besta sem hægt var að hugsa sér fyrir hann var að sofna eins sæll og hann gerði. Afí fæddist í Ámhúsum á Skóg- arströnd og bjó þar með foreldrum sínum í tæp tvö ár. Þau fluttust síðan þaðan að Klettakoti á Skógar- strönd, þar sem afi ólst upp og var þar til ársins 1935, en þá fór hann á vertíð til Grindavíkur, en settist síðan að í Keflavík, þar sem hann kynntist ömmu. Í Keflavík bjó afí síðan til dauðadags. ára þegar Eyjólfur dó og heimilið leystist upp, man ég vel eftir svona leikferðum. Þetta var ekki lítil til- breyting frá því venjulega. Eitt man ég þó öðm fremur, sem mér fannst ævintýri líkast, en það var lítill hellisskúti í annarri klettaborginni, sem afmarkaði túnið. Inn í hann reyndum við að troðast sem flest og þá var þetta okkar litli bær þar sem við vomm allsráðandi. Þessar stundir, við ærsl og leiki, liðu alltof fljótt að okkar mati, en Iífíð var ekki eintómur leikur, sagði eldri kynslóðin og við gátum ekki verið eins lengi að heiman og okkur þóknaðist hveiju sinni. Aldrei leyfði þó Halldóra að við fæmm til baka fyrr en hún hafði gert okkur eitt- hvað gott. Ólafía var elst af systkinum sínum og fór innan við fermingu að vinna fyrir sér. Á unglingsárum réðst hún til foreldra minna, að Álftá og var þar um árabil. Urðu æ síðan hlý tengsl milli hennar og þeirra, meðan þeim entist aldur. Eg var að vísu ung þegar hún fór, en ég óx upp með þeirri tilfinningu, að við ættum góðan vin þar sem Olla var, en svo kölluðum við hana. Á því tímabili, sem hún var hjá okkur, kom þangað ungur vinnu- maður að nafni Pétur og var Péturs- son. Þau vom bæði á þeim aldri, þegar tilfinningarnar og vonir ráða rikjum og framtíðin er björt. Og þessi tvö ungmenni felldu hugi sam- an. Afí hóf vinnu við skipasmíðar við drátttarbrautina í Keflavík og vann þar um nokkurra ára skeið, þangað til að hann gerðist sjálfstæður verk- taki á Keflavíkurflugvelli, þegar uppbygging hófst þar. Hann vann við ýmis verkefni á flugvellinum m.a. sá hann um allt viðhald á flug- stöðinni og ýmis önnur verkefni fyrir íslenska ríkið, þangað til hann lét af störfum árið 1983. Laxveiði og bækur áttu hug hans allan í frístundum og safnaði hann fágætum bókum. Seinni ár ævi sinnar vann hann mikið við viðgerð- ir á gömlum bókum og batt þær jafnframt inn. Þetta gerði hann af mikilli list. Það var alltaf gaman að koma heim til afa og ömmu og alltaf vor- um við velkomin. Þau voru eins og okkar aðrir foreldrar. Seinast þegar við sáum afa sagðist hann ætla að láta sér batna og að hann ætlaði að koma heim fyrir helgina sem leið. Andlát hans var sárt fyrir okkur En síðla vetrar 1921 veiktist Pétur af taugaveiki og lést eftir skamma legu. Unnusta hans var þá orðin bamshafandi og hafði hann gert þær ráðstafanir að hún fengi framtíðar samastað hjá þeim hjón- um, Ingibjörgu og Þórði Gíslasyni, hreppstjóra í Mýrdal. En um þessar mundir vom mikil veikindi og heim- ilisástæður slæmar á Álftá. Eg man óljóst frá þessu tímabili að einhver lá fárveikur í gestaher- berginu og enginn mátti koma þar nálægt nema eldri maður úr sveit- inni, sem hjúkraði hinum sjúka. Sá maður kom oft til hjálpar á bæjun- um í sveitinni, þegar erfið veikindi bar að höndum. Eitthvað um svipað leyti minnist ég þess að ljósmóðirin kom með stóra tösku og sagði að ég mundi eftilvill eignast lítinn bróður, sem reyndist rétt vera. En Olla eignaðist son í Mýrdal síðla sumars þetta sama ár og hlaut hann nafnið Pétur. öll, 'því við lifðum í voninni, en sár- ast er það fyrir hana ömmu. Hún stóð með honum eins og hetja í gegnum veikindi hans. Um tíma var hún líka mikið veik, því hún gekk undir mjög alvarlegan hjartaupp- skurð. Það var sama hversu veik hún var hún hugsaði ekki um það heldur að afa liði vel. Við andlát afa höfum við misst mikið og nú fínnst okkur vera skarð þar sem afí var, en eina huggun höfum við þó, að hann verður alltaf með okk- ur og við viljum tileinka afa þessa bæn: Komið þið englar að rúmi hér. Sitji Guðs englar yfir mér, svo að ég megi sofa rótt. Guð almáttug- ur gefí mér góða nótt. Guð blessi hann og ömmu okkar. Blessuð sé minning hans. Barnabörn og barnabarnabarn Heimur bókanna er heimur út af fyrir sig, sér í lagi heimur gam- alla bóka. Þeir, sem með einhveijum hætti tengjast þessum heimi, hvort heldur þeir nú „taka bakteríuna“ og taka til óspilltra málanna við söfnun, með öllum þeim kostum og göllum sem þvi fylgja, eða á ein- hvem annan hátt í því undarlega samspili tilviljana — ef þær em þá til — sem líf okkar mannanna sam- anstendur af, þeir kynnast mörgu áhugaverðu fólki. Einn þessara manna, einn af þeim allra bestu var vinur okkar, Haraldur Ágústsson, sem við nú kveðjum í dag — alltof snemma. Eins og ég gat um man ég ekki margt frá þessu vori er Olla flutti að Mýrdal. En sambandið hélst á milli hennar og okkar, þótt enginn sími væri kominn og vegalengdir miklar. Stöku sinnum kom hún í heim- sókn og einhvem veginn fannst mér þá að ég væri uppáhaldið hennar, en kannske fannst öllum bömum, sem hún umgekkst, það sama og mér. Annan son eignaðist Olla löngu síðar, hann heitir Magnús og er Þorsteinsson. Ólst hann upp hjá fósturforeldrum. Olla flutti til Reykjavíkur um þær mundir, sem Pétur sonur hennar hleypti heimdraganum og fór til mennta. Hún var hraust, dugmikil og hafði létta lund og komu þessir eiginleikar sér vel í harðri lífsbar- áttu og við þrotlausa vinnu. Um árabil sá hún um kaffí fyrir starfsfólk Landssmiðjunnar. Síðar rak hún matsölu inn á Laugavegi og pijónaði jafnframt fatnað á pijónavél, eftir pöntunum. Við þetta starfaði hún allmörg ár, í fremur lélegu húsnæði og að mörgu leyti við fmmstæð skilyrði. En hún var ekkert að kvarta. — Og gott var að koma til hennar og fá heitan kaffísopa, ef maður átti leið um og það sama hygg ég að fleirum hafi fundist. Olla var afar trygglynd og vin- föst og engum hefði hún liðið að segja misjafnt orð um þá, sem henni vom kærir. Síðustu tíu árin átti hún athvarf á dvalarheimili aldraðra við Lönguhlíð 3. Þar hélt hún áfram að starfa við vélpijón og margskon- ar handavinnu til síðustu stundar. Hún tók á móti gestum, með góðri aðstoð afkomenda sinna og vensla- fólks, á níræðisafmælinu 1. septem- Haraldi var margt til lista lagt, en það sem hans mun lengst verða minnst í þessum hóp, var snilldar- handbragð hans á viðgerðum á gömlum bókum. Hrappseyjar-prent var hans uppáhald. Svo að segja til hinstu stundar safnaði hann því að það er víst að aldrei sá hann eftir þeim tíma sem fór í að gera við það og lagfæra, hvort heldur það var í hans eigu eða annarra. Það var unun að horfa á Harald handleika þessar gömlu bækur. Minnisstæðast mun verða þeim sem sáu titilblað á Steinsbiblíu, prentað á Hólum 1728, sem Haraldur fékk í hendur, upprúllað, skítugt og vant- aði í það miðjuna. Og sjá það svo aftur er viðgerð var lokið og blaðið nánast eins og beint úr prentsmiðj- unni. Þvílíkt undur! En hvað liggur svo að baki öðru eins og hvers virði er slíkt? „Þegar ég var búinn að skrifa 154 tíma, þá hætti ég að skrifa þá,“ sagði Haraldur. „En ég var að minnsta kosti annan eins tíma, ef ekki lengur," bætti hann við. Fjórar tegundir af letri þurfti að fínna, en erfíðast var að fínna pappírinn og skyldi engan undra, pappír frá 1728. Síðan, eftir að blaðið hafði fengið viðeigandi með- ferð, var að koma „bótinni" fyrir og þar á eftir að flytja stafína af pappímum og koma þeim fyrir á réttum stað beggja vegna á bót- inni. Árangurinn var hreint ótrúleg- ur og vonandi að slíkt listaverk sé metið að verðleikum. Þetta starf krefst slíkrar þolinmæði og úthalds, sem næstum óhugsandi er án þess að hafa yndi á starfinu. Og þetta blað var ekki einsdæmi frá hans hendi, þótt það muni vera tímafrekasta blaðið, enda ekkert venjulegt titilblað. Við munum sakna vinar í stað á laugardögum á Amtmannsstíg 2, þar sem nokkrir bókavinir em van- ir að safnast saman. Þar var ekki „kollheimt" fyrr en Haraldur úr Keflavík var kominn. Það smáfækkar í hópnum héma megin og gaman væri að hafa nægilegt ímyndunarafl til að sjá þá fyrir sér hinum megin, við sömu iðju. Það eru forréttindi sem við erum þakklát fyrir, að hafa fengið að kynnast Haraldi Ágústssyni og við sendum fjölskyldu hans dýpstu samúðarkveðjur. Sigríður Helgadóttir, Sindri Sigurjónsson. ber. Þá var hún glöð og hress og naut stundarinnar vel. x Eg á margar góðar minningar um Ollu, ekki síst frá bemskudög- um. Nú hefur hún kvatt þennan heim. Eg sendi henni þakkir og velfamaðaróskir yfir landamærin. Fjölskyldu hennar flyt ég samúðar- kveðjur. Lóa Þorkelsdóttir Mig langar til þess að minnast ástkærrar langömmu minnar Ólafíu Eyjólfsdóttur sem lögð verður til hinstu hvíldar í dag. Ekki gmnaði mig að það yrði okkar síðasti fundur þegar ég kvaddi ömmu Ollu 1. september sl. með þessum orðum: „Ámma mín, svo lít ég við einhvem daginn með stóra mynd sem ég ætla að gefa þér af Pálma litla.“ „Já hún verður þá að vera í ramma svo ég geti hengt hana upp á vegg,“ svaraði hún. Ég hélt að það væri nægur tími til stefnu, amma leit sko ekki út fyrir að á fömm frá okkur fyrr en kallið kom skyndilega, en dauð- inn er óumflýjanlegur, þó svo ömmu fyndist vera kominn tíminn fyrir löngu, þá veit ég að ekki em allir jafnsáttir við það að amma Olla skuli vera dáin. Við getum þó hugg- að okkur við það að nú er hún þar sem hún vildi vera, við hliðina á langafa sem dó fyrir nærri sjötíu ámm. Hún sem lifði fyrir það að láta öðmm líða vel, alltaf þegar ég kom til hennar stakk hún að mér kon- fekti, pijónadóti eða smáaur og nú sl. ár ullarbolum og buxum á litla langalangömmustrákinn sinn, sem því miður fær ekki að kynnast því hvað hún Olla amma var yndisleg kona. Eitt er víst að hann fær að heyra oft hve hún var góð. Ég man fyrst eftir ömmu þegar hún bjó á Laugarvegi 53b þá oftast við pijónavélina sína sem yfírleitt sá um að stytta henni stundimar, alltaf sá hún um að bamabörnum og okkur barnabamabömum yrði ekki kalt á vetuma þegar skólinn byijaði og hvað þá öllum hinum vinum og vandamönnum sem hún sá fyrir vetrarhlýjunni. Ég vil að lokum þakka langömmu fyrir allar stundimar sem ég átti með henni. Minningamar um ömmu Ollu verða aldrei frá mér teknar og koma til með að ylja mér um ókomna tíð. Far þú í ffiði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði. Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Guð blessi minningu elsku langömmu minnar. Við Jón Ari söknum hennar sárt. Sólveig + SIGRÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR frá Barðsnesi, Norðfirði, lést í sjúkrahúsinu í Neskaupstað laugardaginn 29. október. Útför veröurfrá Norðfjarðarkirkju laugardaginn 5. nóvemberkl. 14.00. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES GUÐBJARTSSON, Suðurvör 14, Gríndavfk, áður Steinholti, Vestmannaeyjum, lést 3. nóvember. Fríða Jónsdóttir, Guðrún H. Jóhannesdóttir, Guðmundur Einarsson, Jón Ólafur Jóhannesson, Ólöf Andrósdóttir, Ebba Jakobsdóttir, Jónas Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabarn. Haraldur Agústs- son — Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.