Morgunblaðið - 05.11.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.11.1988, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988 Efnaskiptasjúklingur. Tilraimastöð- in á Keldum — Opið hús — Keldur: Hér eru Tilraunastöð háskólans í meinafræði og SauðQárveikivamir til húsa. í TILEFNI af Norrænu tækniári 1988 verður Tilraunastöð Há- skólans í meinafræði á Keldum við Vesturlandsveg' í Reykjavík, með Opið hús, sunnudaginn 6. nóvember, milli klukkan 13. og 17. Fólki er boðið að koma og skoða stofnunina, kynna sér það sem þar fer fram og þiggja veit- ingar. Tilraunastöð háskólans í meina- er því fjörutíu ára um þessar mund- ir. Starfsmönnum hennar er ætlað að vinna að rannsóknum á búfjár- sjúkdómum og skyldum verkefnum. Viðfangseftiin hafa allt frá upphafí verið æði fjölbreytt en skipta má þeim í nokkra aðalflokka: Grunnrannsóknir Grunnrannsóknir í sjúkdóma- fræði hafa einkum beinst að visnu og mæði í sauðfé, sem hafa aflað tilraunastöðinni alþjóðlegar viður- kenningar, en á Keldum tókst í fyrsta sinn að einangra veirur þær sem valda þessum sjúkdómi. Björn Sigurðsson læknir, fyrsti forstöðu- maður á Keldum, er upphafsmaður kenninga um svonefnda hæggenga smitsjúkdóma. Visna í sauðfé hefur þótt sérstak- lega forvitnilegt rannsóknarefni vegna ákveðinna þátta í vefja- skemmdum sem minna á heila- og mænusigg í fólki. Ahugi á visnu hefur stóraukist á allra síðustu árum eftir að ljós kom að eyðniveir- an er af sama veiruflokki og visnu- veira. NY ÞRÆÐING Instant Start tLoading Sysiem* ÞAÐ NÝJASTA FRÁ SAMYO ER VHR 4100, SEM ER ALGJÖR NÝUNG í VHS MYNDBÖNDUM Nýja þræðingin frá SANYO gerir það að verkum að tækið vinnur mun hraðar en önnur tæki. T.d. tekur aðeins 1 sek- úndu að fá myndina á skjáinn, eftir að ýtt hefur verið á "spilun", sem áður tók 6 sekúndur. Og tækið þitt slitnar minna við notkun, athugaðu það. Tækið býður einnig upp á: * Fullkomna fjarstýringu * Stafrænan teljara sem telur klst./min./sek. * Skyndiupptöku (QSR), óháða upptökuminni. * Nákvæma skoðun atriða með skrefspólun. * 39 rásir. * Sjálfvirkan stöðvaleitara. * Eins árs upptökuminni með átta skráningum. * Hraðspólun i báðar áttir, með mynd. * Endurtekningu á sama hlutinn (repeat), allt að fimm sinnum. * Sjálfvirka bakspólun. * Sjálfvirka gangsetningu við innsetningu spólu. * Hágæða mynd (High Quality). * Stafrænt stjórnborð lýsir öllum aðgerðum tækisins. * Scarttengi. FÁGAÐ ÚTLIT Stílhreinna og fyrirferðarminna tæki finnur þú varla. Tækið er 42 cm á breidd (passar í flesta hljómtækja- skápa), 7,9 cm á hæð og 31,7 cm á dýpt. SKREFI FRAMAR Gunnar Asgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 108 Reykjavík. Simi 680780. Hagnýtar rannsóknir Hér er átt við öflun nýrrar þekk- ingar á sjúkdómum, sem valda tjóni í búrekstri hérlendis, bæði í hefð- bundnum greinum; sauðíjárrækt, kúabúskap og hrossarækt og nýjum búgreinum; loðdýrarækt, fiskeldi, svína- og alifuglarækt. Engin tök eru á því að telja öll viðfangsefni hér, en nefna má bakt- eríusjúkdóma svo sem gamaveiki í sauðfé og kúm; Hvanneyrarveiki, kregðu, lambalát og unglamba- dauða. Umfangsmiklar rannsóknir hafa verið gerðar á efnaskipta- og hörgulsjúkdómum í nautgripum, sauðfé og hrossum. A síðari árum hefur verið lögð áhersla á ófrjósemi og hormóna- rannsónir á mjólkurkúm. Einnig má nefna að tekist hefur að útrýma veirusjúkdómnum plasmacytosis úr aliminkum hérlendis með hjálp blóð- prófa. Margvísleg sníkjudýr hijá búfé landsmanna og hafa umfangsmikl- ar rannsóknir verið gerðar á snikju- dýrum sauðfjár, nautgripa, hrossa, svína, loðdýra, alifugla og vatna- físka og leitað leiða til að draga úr afurðatjóni af þeirra völdum. Stórfelld aukning fískeldis hér- lendis hefur kallað á auknar rann- sóknir á sjúkdómum físka. Smitandi nýmaveiki og sérstakt afbrigði kýlaveiki, hvort tveggja bakteríu- sjúkdómar, eru á meðal rannsókn- arverkefna fisksjúkdómadeildar, sem hefur verið stórefld á síðustu árum, þó betur megi ef duga skal. Þjónusturannsóknir Hér er átt við sjúkdómagreining- ar fyrir bændur, dýralækna, lækna, sjúkrahús og fleiri aðila. Margvísleg sýni eru send til rannsóknar að Keldum; dýr til krufningar, líffæri, ve§a-, saur- og blóðsýni. Beitt er aðferðum meinafræði, bakteríu- fræði, sníklafræði, veirufræði, ónæmisfræði og efnagreiningum við athuganir á þessum sýnum. Auk þjónustu vegna búfjársjúk- dóma eru greind sníkjudýr í mönn- um og ýmis meindýr í húsum og matvælum. Verkefni vegna heil- brigðiseftirlits í fískeldisstöðvum eru ærin m.a. vegna vottorða, sem krafíst er til útflutnings afurða. Bóluefinafiramleiðsla Á tilraunastöðinni eru framleidd bóluefni við helstu bakteríusjúk- dómum í sauðfé hérlendis; garna- veiki, lambablóðsótt, gamapest, bráðapest og lungnapest, auk serm- is við lambablóðsótt. Til sermis- framleiðslu eru notuð að jafnaði um 30 hross. Einnig eru flutt inn ýmis ormalyf í sauðfé, nautgripi og hross 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.