Morgunblaðið - 05.11.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.11.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988 Rannsókn á Filippseyjum: Áhöfii olíuskips kennt um mannskætt feriuslys Manila. Reuter. ** Manila. Reuter. ÁHÖFN og útgerðarfélag olíuskips, sem var án haffærnisskírteinis, með ólöglegan skipstjóra og var siglt án þess að nokkur væri á vakt i brúnni, átti sök á mannskæðasta sjóslysi sem orðið hefur á frið- artímum. Þetta var niðurstaða rannsóknar sem gerð var af fiiippínsk- um yfirvöldum á slysinu er varð í desember síðastliðnum þegar feij- an Dona Paz og rúmlega 600 tonna olíuskip, Vector, rákust á. Eldur braust út og er talið að allt að 3.000 manns hafi farist. er hún lenti í hvirfílbyl o’g meira en 60 fórust, að sögn útgerðarfé- lagsins. Félagið á um ijórðung alls ferjuflota Filippseyja. Reuter Michael Dukakis varð 55 ára á fimmtudaginn og var þá efiit tiul veislu honum til heiður i Newark í New Jersey. Sharpe James, borg- arstjóri í Newark, er hér að færa Dukakis afinælistertuna. Skýrsla um rannsóknina var gerð opinber í gær. Þar kemur fram að við áreksturinn hafí kviknað í farmi olíuskipsins og eldurinn komist í feijuna með fyrrgreindum afleið- ingum. Sagt er að Sulpicio Lines, útgerðarfélag Donu Paz, hafí enga sök átt á slysinu; ekkert hafí verið hægt að fínna að búnaði feijunnar sem var um 2.200 tonn að stærð og gerð fyrir um 1.500 farþega. Samkvæmt farþegalista voru þeir ekki fleiri. í skýrslunní er engu sleg- ið föstu um fjölda farþega um borð en í febrúar skýrði opinber upplýs- ingastofnun frá því að meira en 3.000 manns hefðu týnt lífí í slys- inu. Sulpicio Lines hefur verið bannað að stunda siglingar um hrfð vegna slyss er varð 24. október síðastlið- inn. Þá sökk feijan Dona Marilyn Lokasprettur kosningabaráttunnar í Bandaríkjunum: Dukakis einbeitir sér að stærstu ríkjunum - en Bush tíundar verðleika meðframbj óðanda síns Washington. Reuter. Kosningabaráttan i Bandaríkjunum er nú að renna sitt skeið og þessa síðustu daga reynir Michael Dukakis, forsetaframbjóðandi demókrata, að einbeita sér að stærstu og mikilvægustu rikjunum. George Bush, frambjóðandi repúblikana, sem hefiir enn 10% forskot á keppinaut sinn samkvæmt skoðanakönnunum, hefiir hins vegar gert sér far um það á lokasprettinum að sannfæra kjósendur um verðleika varaforse^aefiiisins, Dans Quayle. Dukakis hefur átt hvert sjón- Bush, sem virðist vera öruggur varpsviðtalið á fætur öðru nú að með að verða næsti forseti Banda- undanfömu í þeim tilgangi að ná ríkjanna, hefur tekið upp hanskann til sem flestra fyrir kjördag en þótt hann sé rámur og þreytulegur að sjá lætur hann engan bilbug á sér fínna. „Við sælg'um á um landið allt. Við ætlum að sigra," sagði hann á útifundi f Fíladelfíu og f gær ætlaði hann auk sjónvarpsviðtala að tala á fundum í New York„Illino- is og Kentucky. í skoðanakönnun- um kemur fram, að mjótt geti orð- ið á mununum í New York og Illino- is og öðrum mikilvægum ríkjum eins og Kalifomíu, Ohio, Michigan og Pennsylvaníu. Frá þessum sex rfkjum koma 175 kjörmenn af þeim 270, sem forseti þarf að hafa á bak við sig. fyrir varaforsetaefni sitt, Dan Qua- yle, en demókratar hafa um hann hin verstu orð og segja, að f stjóm- málunum sé hann ekki einu sinni gjaldgengur f §aðurvigtarflokkn- um. „Eins og allir vita herðist stálið í eldinum. Meðframbjóðandi minn hefur verið ausinn eldi og eimyiju, sem ekki á sinn neinn lfka, en hann hefur eflst við þessa raun,“ sagði Bush á fimmtudag en fram að þessu hefur hann stundum ekki minnst einu orði á Quayle í ræðum sínum. í kosningabaráttunni hefur Qua- yle aðallega komið fram í bæjum og smáborgum, sem ekki eru undir smásjá fjölmiðlanna, og af þvf til- efni birti dagblaðið Washington Post frétt á forsíðu með fyrirsögn- inni: „Quayle ekki lengur umdeild- ur, heldur gleymdur." Hafa þeir Bush og Quayle sjaldan komið fram saman síðan á flokksþinginu f ágúst. Þar sem almennt er búist við, að Bush sigri eru menn famir að velta fyrir sér líklegum ráðherrum í næstu stjóm. Telja flestir senni- legt, að James Baker, fyrmrn fjár- málaráðherra og kosningastjóri Bush, verði utanríkisráðherra og John Tower, fyrrverandi öldunga- deildarþingmaður frá Texas, vam- armálaráðherra. John Sununu, sem lætur nú af ríkisstjóraembætti í New Hampshire, er ekki talinn ólfk- legur sem starfsmannastjóri í Hvíta húsinu en einnig er búist við, að einhveijir úr núverandi stjóm sitji áfram, til dæmis Nicholas Brady fjármálaráðherra. Mexíkó: Blóðug- orr- usta á hóteli Mexíkóborg;. Reuter. BYSSUBOFAR frá tveim stríðandi stéttarfélögum hófii skothríð í móttökusal glæsihót- elsins Presidente Chapultepec í Mexíkóborg á fimmtudagskvöld. Að sögn embættismanna Rauða krossins féllu tveir og allt að 15 særðust en stjórnvöld töldu að- eins átta hafa særst. Ástæðan fyrir bardaganum mun hafá ver- ið deila um það hvort félagið ætti að annast kjaramál starfs- fólks á hótelinu. „Fyrst heyrði ég gler brotna, þar næst skothríð og síðan sá ég fólk hlaupa burt, skelfíngu lostið," sagði hótelstjórinn sem var staddur við afgreiðsluborðið er átökin hófust. Sjálfur flýði hann inn í bakherbergi ásamt 15 öðrum starfsmönnum og földu þeir sig í hálfa klukkustund þar til ólætin hjöðnuðu. Talsmaður lögreglu sagði að 173 hefðu verið handteknir vegna máls- ins. Starfsmenn á hótelinu sögðu félaga í öðru stéttarfélaginu hafa angrað hljómlistarmenn úr hinu félaginu er þeir vom að störfum. Skyndilega hafí deilan farið úr böndunum með fyrrgreindum af- leiðingum. Israel: Ósigurinn mikið áfall fyrir Shimon Peres Ný herþota reynist dýr Stokkhólmi. Reuter. SÆNSK stjómvöld segjast nú íhuga að hætta við metnaðarfyllstu og dýrustu áætlun sina á sviði hermála, smiði mjög háþróaðrar orr- ustuþotu. Kostnaður við smíðina hefur farið fram úr áætlunum. Talsmenn fyrirtækjanna, er annast smíðina, bera sig þó vel og segj- ast hafa unnið bug á helstu tæknivandamálum við smíði þotunnar. Talsmaður sænska vamarmála- ráðuneytisins, Nils Gunnar Billin- ger, sagði fréttamönnum Reuters á fímmtudag að nauðsynlegt hefði reynst að endurskoða áætlunina þegar reikningar frá fyrirtækjum sem standa að smíðinni, bárust, en þeir reyndust mun hærri en gert var ráð fyrir. Hönnun þotunnar, sem er kölluð JAS-39 Gripen, átti upphaflega að kosta 40.8 milljarða sænskra króna (rúma 303 milljarða ísl. króna). Fjögur fyrirtæki, undir forystu Sa- ab-Scania fyrirtækisins, smíða þot- una. Önnur fyrirtæki sem taka þátt í smíði hennar eru Volvo, L.M. Ericsson og ríkisrekna vopnafyrir- tækið FFV. Rolf Erichs, talsmaður Saab- Scania, sagði fréttamanni Reuters að þotan yrði send í fyrsta tilrauna- flugið fyrir árslok og jafnframt að menn gerðu sér vonir um að geta afhent þotuna á umsömdum tíma. Heimildarmenn hjá Saab sögðu að hótanir yfírvalda væru aðeins bragð til að reyna að fá fyrirtækin til þess að lækka verðið. Vamarmálas- éifræðingar álíta að sænska þotan verði mun ódýrari en svipuð her- þota, svonefnd Eurofighter, sem nú 'er verið að smíða af Bretum, Vest- ur-Þjóðveijum, ítölum og Spán- veijum í sameiningu. Jérúsalem. Reuter. LOKATÖLUR i ísraelsku kosn- ingunum voru birtar i gær og ljóst er að Verkamannafiokkur- inn undir stjóm Shimon Peres utanríkisráðherra beið ósigur. Verkamannafiokkurinn hlaut 39 þingsæti en Likud-flokkurinn undir stjórn Yitzhak Shamirs hlaut 40 þingsæti. Shamir reynir nú að mynda stjórn með þátttöku hægrifiokka og strangtrúar- flokka. Ósigur Verkamanna- flokksins er talið mikið áfall fyr- ir Shimon Peres sem Qórum sinn- um hefur mistekist að leiða flokk sinn til sigurs i þingkosningum frá árinu 1977. Peres, sem setti tillögur um frið- arráðstefnu fyrir botni Miðjarðar- hafsins á oddinn í kosningabarátt- unni, verður nú að gera það upp við sig hvort hann sækist eftir valdaminni embættum í samstjóm Líkud-flokksins og Verkamanna- flokksins, ef til kæmi, eða fara í stjómarandstöðu og eiga það á hættu að verða vikið til hliðar sem formanni Verkamannaflokksins. Peres sagði í viðtali við dag- blaðið Yedioth Ahronoth að það væri ekki slæmt fyrir flokkinn að fara í stjómarandstöðu en það væri afleitt fyrir hagsmuni landsins og að hann ætlaði sér ekki að láta það gerast. Vinstri armur flokksins hefur hvatt Peres til að hætta öllum Reuter Frank Carlucci, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er nú I opin- berri heimsókn i ísrael. í gær hitti hann Yitzhak Shamir, forsætisráð- herra ísraels, að máli í Jerúsalem. stjómarumleitunum við stjóma- málaöfl strangtrúaðra. „Það er al- veg ljóst að það er enginn grund- völlur fyrir því að mynda sam- steypustjóm við trúarflokkana, þeir hafa ekki í hyggju að starfa með okkur," sagði Haim Ramon, þmg- maður af vinstri armi Verkamanná- flokksins. Stjómmálaskýrendur telja að enn sé hugsanlegt að Shamir bjóði Verkamannaflokknum að fara með valdaminni embætti í næstu ríkis- stjóm, að því tilskildu að flokkurinn falli frá tillögum um friðarráð- stefnu' Peres sagði í gær að hann hyggð- ist ekki segja af sér sem formaður Verkamannaflokksins og skoraði á andstæðinga sína að koma úr fel- um. „Ég var kosinn til að gegna formannsémbætti I flokknum og ég mun skilyrðislaust halda áfram að sinna skyldum rnínutn," sagði Per- es.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.