Morgunblaðið - 05.11.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.11.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988 Fiskiþing; Kvótí á ísfiskútflutning í hlutfalli við aflakvóta FISKIÞING samþykkti í gær ályktun um að sterklega komi til greina að útflutningur ísfisks verði kvótaskiptur í hlutfalli við aflakvóta skipa meðan kvótakerfi er við lýði. Óeðlilegt sé að úthluta leyfúm til útflutnings á ísfiski miðað við reynslu eins árs, eins og gert hafi verið. Fellt verði niður álag á ísfiskútflutning annan en þorsk og karfa og ekki verði lagt álag á loðnu sem seld er erlendis. Þingið treysti sjávarútvegsráðherra til að framfylgja þeirri stefhu sem fylgt hafi verið f hvalveiðimálum. Fiskiþingi lauk í gær. í ályktunum Fiskiþings segir einnig, meðal annars: Heildarúttekt verði gerð á innflutningi og dreif- ingu oliu. Tekið verði tillit til hags- muna allra aðila og stefnt að því að olíuverð hérlendis verði í sem mestu samræmi við olíuverð í ná- grannalöndum okkar. Eitt skuli yfir allan fiskiðnað ganga f hugsanleg- um raforkuverðslækkunum. Ekki er ráð að breyta því grundvallarat- riði í fískveiðistefnunni að veiði- kvóti fylgi fiskiskipi, þrátt fyrir þá undantekningu sem nú gildir um skelfískbáta. Þess vegna getur þingið ekki fallist á að humarkvóti fylgi ekki bátum við sölu. Ekki verður hjá því komist að draga nokkuð úr veiðum á þorski við núverandi aðstæður. Fiskiþing leggur til að reglur um dragnóta- veiðar verði teknar til gagngerrar endurskoðunar og áhrif dragnóta- veiða á lífríki qávar verði rannsök- uðsem fyrst. í hugmyndum um veiðileyfasölu kemur fram veruleg vanþekking á íslenskum sjávarútvegi. Fiskiþing bendir stjómvöldum á þá staðreynd að sú stórfellda eignaupptaka, sem sjávarútvegurinn hefur mátt þola undanfarin ár, er ekkert annað en skattlagning á aðalatvinnuveg þjóð- arinnar. Fiskiþing hefur áhyggjur af minni meðalþunga landaðs fisks og leggur til að veiðieftirlit verði aukið og skyndilokanir gerðar virkari. Það beinir því til Hafrannsókna- stofnunar að athuga hvort ekki sé vænlegra til árangurs að beita skyndilokunum á afmörkuðum hrygningarsvæðum þorsksins við iandið, frekar en lokunum ákveð- inna svæða ár eftir ár. Þingið leggur til að úthlutun leyfa til útflutnings á ísfíski verði í höndum nefndar sem skipuð verði flórum mönnum: Einum frá Fiskifé- lagi íslands, einum frá Landssam- bandi íslenskra útvegsmanna, ein- um frá Farmanna- og fiskimanna- sambandinu og Sjómannasambandi íslands og einum frá utanríkisráðu- neytinu. Morgunblaðið/Bjami Til hægri situr Finnbogi Kjeld við hlið lögmanns síns, Guðmundar Jónssonar, á uppboðinu í gær. Fjær á myndinni setur Jónas Gústavs- son borgarfógeti upp gleraugu sín og Ingólfúr Sigurz fulltrúi bókar uppboðsskilmála. Eldvík og Hvalvík seldar á uppboði: Slj ómarformaður- inn átti hæstu tilboð Hallarekstur ríkissjóðs: TVÖ þriggja flutningaskipa Skipafélagsins Víkna hf., ms. Eldvík og ms. Hvalvík, voru seld á 2. og síðara nauðungaruppboði I gær. Hæsta boð í Eldvik var 32,5 milljónir króna, hæsta boð í Hvalvík var 32 mUljónir króna. Stjórnarformaður félagsins, Finnbogi Kjeld, bauð hæst í bæði skipin. Hann bauð í eigin nafiii. Finnbogi hefúr 14 daga tU að greiða uppboðshaldara fjórðung upphæðarinnar, að öðrum kosti verður næsthæsta tilboði tekið. kvaðst telja hæstu tilboð sín nærri markaðsverði, í hæsta lagi fyrir Eldvík en ívið of lágt fyrir Hvalvík. Aðspurður hvort honum tækist að greiða rúmar 16 milljónir fyrir 18. nóvember, sagði Finnbogi: „Það verður að koma í ljós, ég vona það.“ Olíklegt að innlend lán Qármagni hallann ÓLÍKLEGT er að hægt verði að fjármagna þriggja milljarða króna hallarekstur ríkissjóðs á þessu ári með lántökum innan- lands. Skuld ríkissjóðs við Seðla- bankann vegna þessa verður þvi væntanlega gerð upp með nýjum erlendum lánum. I lánsfiáráætl- un fyrir næsta ár er talið að erlendar lántökur ríkissjóðs á Leit stend- ur enn yf- ir í Nepal NEPALAR, af þjóðfiokki flalla- sherpa, leita nú líkamsleifa Þor- steins Guðjónssonar og Kristins Rúnarssonar, íslensku fiall- göngumannanna sem taldir eru af í Himalayaflöllum. Þyrla leitaði um síðustu helgi en án árangurs. Sherpamir, 3 eða 4 talsins, voru viðloðandi flokk sem leitar nú uppgöngu á Everest-tind. Þeir féllust á að leggja lykkju á leið sína og leita Þorsteins og Krist- ins. þessu ári verði 4,6 milljarðar króna í stað 900 milljóna eins og upphaflega var gert ráð fyr- ir. Geir Hallgrímsson, bankastjóri Seðlabankans, sagði að möguleikar á að taka innlend lán til að borga skuld ríkissjóðs við Seðlabankann færu eftir því hve mikið væri keypt af ríkisskuldabréfum, svo sem spariskírteinum ríkissjóðs, sem færi aftur eftir þvf hvort ávöxtun af þeim væri nægilega góð til að hvetja menn til að spara. Seðla- bankinn vildi helst að rekstrarfjár- þörf ríkissjóðs væri borgið með inn- lendum spamaði, en til þess að svo mætti verða yrði innlendur spam- aður að aukast og ríkissjóður að bjóða góð ávöxtunarkjör. Vextir af spariskírteinum ríkis- sjóðs hafa hins vegar lækkað og í lánsíjáráætlun er gert ráð fyrir að vextir af spariskírteinum ríkissjóðs lækki enn frekar í samræmi við stefnu ríkisstjómarinnar. Gert er ráð fyrir að spariskírteini ríkissjóðs verði seld fyrir 4,7 milljarða króna á næsta ári, sem er lítið eitt minna en á þessu ári, en hrein fjáröflun ríkissjóðs af sölunni lækki úr 1.500 milljónum króna í 600 milljónir. Uppboðin fóru fram að kröfu Tryggingastofnunar ríkisins og Landsbanka íslands. Sjóveðrétt- arkröfur í Eldvík námu 4,3 milljón- um en um 9,9 milljónum í Hvalvfk. Lögmaður Landsbankans, Stefán Pétursson, og Finnbogi buðu einir fjölmargra viðstaddra f skipin. Ekki fengust upplýsingar um skuldír skipafélagsins við Landsbankann. Eldvík var boðin upp á undan. Fyrst bauð Stefán Pétursson 4,5 milljón- ir, Finnbogi hækkaði í 5 milljónir og Stefán í 6. Eftir það hækkuðu þeir hvor annan um fimmhundruð þúsund hverju sinni, allt þar til Finnbogi hafði boðið 32,5 milljónir króna. Hærra tilboð barst ekki. Stefán Pétursson byijaði á 10 milljóna boði í Hvalvík og buðu þeir Finnbogi enn á víxl. Finnbogi átti 8. tilboðið, 32 milljónir, og „ÉG ER ekki sammála Seðla- bankanum," sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra f gær um álit Seðlabankans um breytingar á lánskjaravísi- tölunni. Seðlabankinn skilaði áliti sínu í gær. Steingrímur sagði Seðlabankann sjá öll tor- merki á breytingunni, sem felst í að taka launavísitölu inn í láns- kjaravísitölu og að afnema verð- tryggingu. Ríkisstjórnin mun þó halda sínu striki og gera það sem þarf til að koma breytingunum á, að sögn Steingríms. „Ég held að það sé engin laun- ung að þeir sjá alls konar þránda í götu, erfiðleika við það að breyta, en ríkisstjómin er auðvitað ákveðin í því að breyta og þetta verður rætt við Seðlabankann f næstu viku,“ sagði Steingrímur. Hann var spurður hvort leggja þurfi málið fyrir Alþingi. „Það er álitamál sem þarf að skoða. Það getur vel verið að þurfí að leggja hærra fór Stefán ekki. Við nauðungarsölu er venja að V* kaupverðs sé greiddur við sam- þykkt tilboðs en eftirstöðvar innan tveggja mánaða, að frádregnum veðskuldum þar sem um áfram- haldandi lán semst. Uppboðshald- ari, Jónas Gústavsson borgarfógeti, tilkynnti Finnboga Kjeld að greiddi hann ekki fjórðung hæsta tilboðs í sfðasta lagi á hádegi 18. nóvember, yrði tilboðum Landsbankans tekið. Stefán Pétursson óskaði eftir að fógeti véitti Finnboga styttri frest en víð því var ekki orðið. Finnbogi Kjeld hefur um nokkuð skeið unnið að því að skrá flutninga- skip félagsins, ms. Keflavík auk framangreindra, undir erlendum fána. Að loknu uppboði sagðist hann harma að það hefði ekki tek- ist í tæka tíð fyrir uppboðin. Hann það fyrir Alþingi." Steingrfmur kvaðst ekki vilja nefna dæmi um helstu þröskuldana sem Seðlabankinn telur vera í vegi þess að breyta lánskjaravísitölunni, sagði hann rétt að viðskiptaráð- herra greindi frá því. „En, ég get staðfest það að Seðlabankinn hefur loksins svarað og telur vera ýmsa erfiðleika í að breyta grundvellinum Þyrlan lagði af stað frá Reykjavík kl. 17.55 og var lent með manninn við Borgarspítalann 24 mínútum síðar. Það tekur hins vegar að minnsta kosti klukku- Hann sagðist enn eiga í viðræðum við aðila erlendis sem hefðu áhuga á að taka skipin í kaupleigu og ef saman gengi kvaðst hann telja sig geta reitt fram féð. Aðspurður hvort hann hygðist annars feta í fótspor eigenda Hótels Arkar og Gestgjaf- ans í Vestmannaeyjum, og leita allra leiða til að tefja að nauðungar- salan næði fram að ganga, kvaðst Finnbogi ekkert geta um það sagt; það yrði einnig að koma í ljós. Hvalvík er í Reykjavíkurhöfn en Eldvík er f Portúgal þar sem unnið hefur verið að viðgerðum á skipinu. Kostnaður vegna þeirra nemur um 300 þúsund Bandaríkjadölum, um 14 milljónum króna, og fellur á kaupandann. Skipin teljast í vörsl- um Skipafélagsins Víkna þar til uppboðshaldari hefur samþykkt til- boð. og það gengur þvert á það sem verðtryggingamefnd taldi." Steingrímur var spurður hvort ríkisstjómin væri eftir sem áður ákveðin í að framkvæma þessar breytingar á lánskjaravísitölunni. „Við erum það, það er í stjómarsátt- málanum og mun verða gert,“ sagði forsætisráðherra. Ekki náðist i viðskiptaráðherra í gær til að fá álit hans á svari Seðla- bankans. stund að aka hvora leið. Maðurinn mun ekki hafa verið lífshættulega slasaður, og að sögn lögreglunnar í Borgamesi gekk hann frá lög- reglubíl um borð í þyrluna. Verðkönnun á hárgreiðslu- og rakarastofiim: Allt að 327% verð- munur á hárþvotti VERÐLAGSSTOFNUN gerði verðkönnun í hárgreiðslu- og rak- arastofúm í september og október sl. og samkvæmt upplýsingum verðlagsstofiiunar er mikill verðmunur á þjónustunni hjá stofim- um, en mestur á hárþvotti, þar sem fjórnr stofiir taka allt að 327% hærra verð fyrir hann en sú stofa, sem ódýrust er. Lægsta verð á herraklippingu dýrari en verðið á þeirri stofu, var 660 krónur og það hæsta þar sem þessi þjónusta er ódýrust. 1.100 krónur eða 69% hærra verð. Sjá niðurstöður verðkönnun- Dýrasta dÖmuklippingin er 179% arinnar á bls. 29. Breytingar á lánskjaravísitölu: Seðlabankínn sér öll tormerki á að breyta Ósammála, segir forsætisráðherra Bílslys í Leirársveit HARÐUR árekstur varð milli jeppa og amerísks fólksbíls á veginum í Leirársveit um miðjan dag 1 gær. Báðir ökumenn voru fluttir í sjúkrahúsið á Akranesi, og var annar þeirra fluttur þaðan með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Bílarnir eru taldir ónýt- ir eftir áreksturinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.