Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 1
128 SÍÐUR B/C/D 255. tbl. 76. árg.________________________________SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1988_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Akvörðun Sovétmanna mótmælt Peking. Reuter. Stjórnvöld í Kina hvöttu Sovétmenn í gær til að standa við gerða samn- inga varðandi brottflutning herliðsins frá Afganistan. Sovétmenn tilkynntu á föstudag að frekari brottflutningi hefði verið frestað vegna styrjaldar- ástandsins í landinu. í tilkynningu kinverska utanríkisráðuneytisins sagði að stjórnvöld þar S landi vonuð- ust til þess að staðið yrði við áætlun um heimkvaðningu herliðsins og henni yrði ekki frestað sökum tilbú- inna ástæðna. Reykvíking- ar til umræðu Ziirich. Frá önnu Bjarna- dóttur, fréttarit- ara Morgun- blaðsins. SÚ viljayfir- lýsing Reyk- víkinga að banna eigi hundahald í borginni á ný hefur vakið athygli Qölmiðla og almennings i Evrópu. íslendingur sem búsettur er í Sviss sagðist hafa orðið var við að afstaða Reykvíkinga vekti mikla athygli: „Gamlar fréttir um að Reyk- víkingar dræpu ólöglega hunda hafa riíjast upp í huga fólks og það er undrandi og hneykslað'*. Söguleg frum- sýning í Vín Vín. Reuter. FRUMSÝNING leikritsins Hetjutorg (Heldenplatz) á föstudagskvöld i Vinarborg varð söguleg. I leikritinu eru Austurrikismenn sakaðir um nas- isma og gyðingahatur. Leikendur áttu i erfiðleikum með að flytja rullu sina vegna frammikalla áhorfenda. Eftir fjögurra stunda sýningu voru höfiind- urinn og leikstjórinn ýmist hylltir eða hrakyrtir í þrjá stundarfjórðunga samfleytt. Kurt Waldheim hafði for- dæmt leikritið fyrirfram. „í skólanum, í skólanum er skemmtilegt að vera,“ gæti hnát- an litla í ísaksskóla verið að Morgunblaðið/RAX hugsa. Eftir kennslustund er gam- an að lyfta sér á kreik og hoppa og skoppa á skólalóðinni. Dukakis vinnur á Washington. Reuter. MICHAEL Dukakis, frambjóð- andi Demókrataflokksins i for- setakosningunum í Bandaríkjun- um, hefur náð að saxa á forskot repúblikanans George Bush, ef marka má nýjustu skoðanakönn- un CBS-sjónvarpsstöðvarinnar. Bush er talinn njóta fylgis 51 prósents kjós- enda en fylgi Dukakis mældist 44 prósent. Skekkjumörk voru sögð vera__________ þrjú prósent. í Dukakis sambærilegri skoðanakönnun, sem birt var á miðvikudagskvöld, reyndist Bush hafa 12 prósenta forystu. Forseta- kosningamar fara fram á þriðju- dag. Hittir Deng Gorbatsjov? Tókýó. Reuter. ZHAO Ziyang, formaður Kínverska kommúnista- flokksins, lét þau orð falla í viðtali við kínverskt dagblað að fundur leiðtoga Kina og Sovétríkjanna væri möguleg- ur á fyrri hluta næsta árs. Æskilegur fundarstaður Dengs Xiaopings og Míkhaíls Gorbatsjovs væri í Peking. Kosningar umNýju Kaledóníu París. Reuter. Þjódaratkvædagreiðsla fer fram í Frakklandi í dag, sunnu- dag, um framtið Nýju Kaledóníu. Er þetta í sjöunda sinn á árinu sem Frakkar ganga að lq'ör- borðinu og er búist við minnstu kjör- sókn í áratugi, jafnvel minni en 40%. Bæði Francois Mitterrand Frakklandsforseti og Michel Rocard forsætisráðherra hafa lagt hart að löndum sínum að greiða atkvæði um tillögu stjómarinnar sem felur í sér allmikla sjálfsstjóm fyrir Nýju Kaledóníu í nokkur ár en árið 1998 verði gengið þar til allsherjarat- kvæðagreiðslu um fullt sjálfstæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.