Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 4
4 FRETTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1988 ERLENT INNLENT Fjárlag'a- irumvarp Ólafur R. Grímsson lagði fram Qárlagafrumvarp og lánsfjáráætl- un á þriðjudag. Raunaukning skatttekna er áætluð 2,5 milljarð- ar og tekjuafgangur ríkissjóðs 1,2 milljarðar. Skattheimta á næsta ári verður 28,1% af laijdsfram- leiðslu en er 26,2% í ár. Lánsfjár- þörf ríkissjóðs er áætluð 28,9 milljarðar. Nei við hundahaldi 60,2% höfn- uðu núverandi fyrirkomulagi hundahalds í Reykjavík en 39,4% tjáðu sig því fylgjandi í kosningum sem lauk síðastliðinn sunnudag. Að eins 12,8% atkvæðisbærra kusu. Búist er við að fyrir áramót verði sett ný reglugerð um bann við hundahaldi í borginni. ALDI kaupir íslenskt ALDI-samsteypan, stærsti kaupandi íslensks lagmetis í V- Þýskalandi, hyggst ekki láta hval- veiðar okkar hafa áhrif á viðskipt- in. Fjórbura- fæðing Fjórburar, allt stúlkur, komu í heiminn á Landspítalanum á þriðjudag. Þær voru 17-1800 grömm á þyngd og heilsast mæðgunum vel. Þetta var fyrsta fjórburafæðing hérlendis síðan 1957. íþróttir FH vann Stjörnuna, KR vann Fram, Valur vann UBK, KA vann Víking og ÍBV vann Gróttu í 1. umferð 1. deildar íslandsmótsins i handknattleik. UMFN leiðir A-riðil en ÍBK B-riðil Islandsmótsins í Körfu- knattleiks. 8 umferðum er nú lok- ið. Evans bauð Japön- um á eigin ábyrgð Utanríkisráðherra brást harka- lega við fregnum af tilboði hátt- setts bandarísks embættismanns, Bills Evans, til Japana um við- skiptafríðindi gegn stöðvun inn- flutnings hvalaafurða. í svari við fyrirspum Jóns Baldvins Hannib- alssonar utanríkisráðherra sögðu bandarísk stjómvöld að embættis- maðurinn hefði ekki talað í um- boði yfírmanna sinna og að staðið yrði Við samning þjóðanna um vísindaveiðar. Sovétkaupir saltsíld Sovétmenn munu kaupa a.m.k. 150 þúsund tunnur af hausskor- inni, slógdreginni saltsíld héðan á þessari vertíð, fyrir um 750 millj- ónir króna. Samdráttur Verði farið að tillögum Haf- rannsóknastofnunar, um minnk- andi • veiðar allra tegunda nema ýsu og ufsa, er fyrirsjáanlegur milljarðasamdráttur í verðmæti útfluttra sjávarafurða. ERLEIMT Kosið í Israel Hægrisinnaðir flokkar og sam- tök heittrúar- manna juku fylgi sitt í þingkosn- ingunum Israel. Stjómarflokk amir, Likud flokkurinn og Verka- mannaflokkurinn töpuðu fylgi. Yitzhak Shamir, forsætisráð- herra og leiðtogi Likud, lýsti því yfír á þriðjudagskvöld að hann gæti myndað nýja meirihluta- stjóm. Brottflutningi frestað Sovétstjómin skýrði frá því á föstudag að ákveðið hefði verið að fresta frekari brottflutningi herliðsins frá Afganistan þar eð ástandið í landinu hefði versnað til muna. Bandaríkjamenn skýrðu frá því á þriðjudag að stjómar- herinn í Afganistan hefði fengið eldflaugar af gerðinni „Scud" frá Sovétríkjunum. Valdaránstilraun Erlendir málaliðar reyndu á fimmtudag að steypa stjóminni á Maldív-eyjum á Indlandshafi. Ind- veijar ákváðu að senda 1.600 fall- hlífarhermenn til eyjanna. Á föstudag höfðu flestir málalið- anna verið handteknir en á laug- ardagsmorgun bárust þær fréttir að þeir hefðu enn nokkra gísla á valdi sínu. Vill hitta Gorbatsjov George Bush, frambjóðandi repúblikana í forsetakosningun- um í Bandaríkjunum, sagði á mið- vikudag að hann myndi leita eftir fundi með GorbatsjovSovétleið- toga sem fyrst næði hann kjöri. Samstöðu ögrað Stjómvöld í Póll- andi tilkynntu á mánudagsmorg- un að ákveðið hefði verið að loka Lenín-skip- asmfðastöðinni í Gdansk. Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, sagði tilganginn þann að ögra Sam- stöðu. Margaret Thatcher kom í opinbera heim- sókn til Póllands á miðvikudag og var vel fagnað. Valdaránstilraunin á Maldív-eyjum: Erlendu málaliðarnir hafa 30 gísla á valdi sínu Skip þeirra umkringt og viðræður hafriar Singapore. Reuter. ERLENDIR málaliðar sem reyndu á fimmtudag að steypa stjóm Maldív-eyja höfðu enn ekki verið yfirbugaðir í gærmorgun. Maumo- on Abdul Gayoom, forseti Maldív-eyja, sagði að málaliðarnir héldu enn nokkrum mönnum í gislingu um borð i flutningaskipi sem þeir hertóku er þeir fiúðu eyjamar en indverskar hersveitir vora sendar til höfuðborgarinnar til að bijóta valdaránstilraunina á bak aftur. Illioas Ibrahim, aðstoðarvamar- málaráðherra Maldív-eyja, sagði málaliðana halda 30 mönnum í gíslingu um borð í flutningaskipinu. Fimm eða sex indversk herskip hefðu umkringt skipið og samn- ingaviðræður væru hafnar. Kvað hann málaliðana, sem taldir eru um 400 talsins, vera tamíla frá Sri Lanka. Hann kvaðst ekki geta látið uppi hvort mennimir hefðu sett skilyrði fyrir því að sleppa gíslun- um. „Okkur er fyrst og fremst umhugað um að tryggja öryggi gíslanna. En ríkisstjómin hyggst ekki verða við neinum þeim kröfum sem fram kunna að verða settar," bætti hann við. Maumoon Gayoom sagði í sam- tali við fréttamann Reuters-frétta,- stofunnar að á meðal þeirrd sem enn væri haldið í gíslingu væm nokkrir útlendingar þar af tveir Svíar. Valdaránstilraunin hefði á hinn bóginn verið brotin á bak aft- ur og allt væri með eðlilegum hætti í höfuðborginni, Male. - Fjögurþús- und ný al- næmistilfelli Genf. Reuter. Alnæmissjúklingum Qölg- aði um 4.296 í októbermán- uði, samkvæmt upplýsingum Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar, WHO. Af nýjum sjúkdómstilfellum voru flest í Bandaríkjunum, eða 3.276. Alls voru skráðir 717 nýir alnæmissjúklingar í Evr- ópu í október og heildarfjöldi þeirra orðinn 15.340. Heil- brigðisráðherra Frakka hefur sagt að fari fram sem horfír muni fleiri látast af völdum al- næmis þar í landi^ á ári hveiju en í bilslysum. Á hveiju ári týna um 10.000 manns lífi í umferðinni í Frakklandi. Kína: Hungursneyð yfirvofandi Daily Telegraph. Fréttastofan Nýja Kína hefur skýrt frá því að hætta sé á að 20 milljónir Kínveija verði hungur- morða vegna þurrka og flóða á þessu ári og að matarskortur hrjái hundrað milljónir Kinveija til við- bótar. Óeirðir í Suður-Kóreu Námsmenn í Suður-Kóreu fara ómjúkum höndum og fótum um óeirðalögreglumann. Tíu þúsund stúdentar, andófsmenn og almennir borgarar söfnuðust saman í miðborg Seoul í gær, laugardag, og kröfðust Jjess að Chun Doo Hwan, fyrrum forseti landsins yrði hand- tekinn. Oeirðalögregla barðist við mótmælendur en tókst ekki að dreifa mannfjöldanum. Syíþjóð: Hafa tekið forystuna í réttindamálum húsdýra New York Times. SÆNSKA velferðarríkið hefur nú teygt anga sína inn i fjár- húsið, Qósið og hænsnakofann. Undanfarna mánuði hafa verið að taka gildi lög sem tryggja eiga húsdýrum mannúðlega meðferð og eru þau hin viðtæk- ustu sem um getur. Tilurð nýju laganna endurspeglar ekki ein- ungis áhyggjur Svía af rétt- indamálum húsdýra og gæðum landbúnaðarafurða heldur einnig mikil pólitísk áhrif skáldkonunnar Astrid Lind- gren, sem nú er orðin 81 árs gömul. Samkvæmt nýju lögunum er skylt að reka sænska nautgripi á beit. Bannað er að tjóðra svín og hvert þeirra verður að hafa sína stíu. Hleypa verður kjúklingum út úr þröngum búrum. Bannað er að nota lyf eða hormóna í kvikfjárrækt nema til að lækna skepnumar. Auk þessa verður öll slátrun að fara fram með mannúðlegum hætti. Hamingjan sanna Segja má að Astrid Lindgren Astrid Lindgren Ádeila skáldkonunnar reið bagga- muninn hafi vakið þjóðina til vitundar um ómannúðlega meðferð húsdýra með skrifum sínum í sænsk dagblöð. Ein sagan er skrifuð frá sjónarhóli Guðs sem „skapað hafði manninn til að gæta dýranna." Guð heim- sækir jörðina eftir langa fjarveru og er mjög vonsvikinn yfir því sem fyrir augu ber. „Faðir minn sem var bóndi unni skepnunum," segir Lindgren. „Og við vorum vinir þeirra." Hún er ekki par hrifin af einum þætti í nútíma landbúnaði sem nýju lögin taka þó ekki til, sæðingum. „Eg hef ætíð dáðst að kúnum,“ segir hún. „Þegar ég var yngri þá var kúnum séð fyrir að minnsta kosti einum hamingjuríkum degi á ári og það var þegar boli kom í heim- sókn." Ekki í fyrsta skipti En þetta er ekki í fyrsta skipti sem Astrid Lindgren skiptir sér af stjómmálum. Árið 1976, rétt fyrir kosningar, skrifaði hún nokkrar ádeilusögur um fólk sem varð að taka sér betlistaf í hönd vegna vel- meinandi ríkisstjórnar sem gekk of langt í skattamálum. Tilefnið var að á Lindgren, sem hefur dágóðar tekjur af skrifum sínum, var lagður 102% tekjuskattur eitt árið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.