Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ VEROLD/HLAÐVARPIIMN SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1988 ÞEGAR kosningaslagurinn hófst i Bandaríkjunum stóð George Bush varaforseti, forsetaframbj óðandi repúblikana, í skugga Ronalds Reagans forseta og var sakaður um roluhátt. Hæðzt var að honum vegna mismæla og klaufalegrar framkomu og hann stóð höllum fæti í skoðanakönnunum. Síðan hefur hann forðazt mistök og vaxið í áliti. Nú hefiir hann allgott forskot og flestir spá honum sigri, hvernig sem allt veltist. Flestum yfirsást að Bush hefur alltaf verið mikill keppnismaður. Hann var íþróttahetja, þegar Reagan lýsti kappleikj- um í útvarpi, og stríðshetja, þegar Reagan lét sig dreyma um hetju- dáðir — í kvikmyndum. Nú er svo komið að fundið er að því að Bush og kosningastarfsrhenn hans hafi verið of aðgangsharðir við keppinaut hans, Michael Duk- akis og verið með skítkast, en hann hefur heldur ekki farið var- hluta af slíku og stjómmálabar- áttan í Bandaríkjunum hefur allt- af verið hörð. Tilraunir til að bendla Bush við vopnasölumálið og Noriega Pana- maleiðtoga, „verndara eitur- lyfjabraska- ranna", virðast hafa _ misst marks. Óheppi- legt val hans á ungæðislegu varaforsetaefni, Dan Quayle, virðist hafa gleymzt. Hann„kom betur út“ í síðara sjónvarpseinvíginu við Dukakis vegna pólitískra hæfi- leika sinna og reynslu og frammi- staða hans virtist valda tryggja honum sigur. Honum hefur ekki orðið verulega á í messunni á loka- stigi baráttunnar, eins og ýmsir m FORSETAKOSNINGAR í BANDARÍKJUNUM Á ÞRIÐJUDAG REPÚBLIKANINN GEORGE BUSH Teikning/Pétur Halldórsson um í Texas, þótt hann væri demó- krati, með því að neita að styðja framboð flokksbróður síns. Skömmu síðar fékk Richard Nix- on álit á honum og íhugaði þann möguleika að gera hann að vara- forsetaefni 1968. Bush varð einn dyggasti stuðningsmaður Nixons í suðvesturríkjunum. Árið 1970 bauð Bush sig’aftur fram til öldungadeildarinnar og var vongóður um sigur, en tapaði fyrir hægrimanninum Lloyd Bentsen, sem nú er varaforseta- efni Dukakis. Bush hlaut rúmlega 100,000 dala styrk úr leynisjóði Nixons í kosningabaráttunni. Nix- on hafði lofað honum góðu emb- ætti, ef hann biði ósigur, og hann varð sendiherra hjá SÞ að eigin ósk. Þar barðist hann hetjulega fyrir áframhaldandi aðild Taiw- ans, en komst síðan að því að Nixon og Henry Kissinger stöðu í leynisamningum við stjórnina í Peking að honum fornspurðum. Hann hefur sjaldan orðið fyrir eins mikilli niðurlægingu. Næst bauð Nixon honum stöðu formanns landstjórnar repúblik- ana. Hann lét tilleiðast, þótt hann hefði ekki áhuga. Það féll í hans hlut að verða einn helzti veijandi stjómarinnar þegar Watergate- hneykslið komst í hámæli, en hann studdi Nixon dyggilega unz yfir lauk. Launin voru þau að Gerald Ford gekk fram hjá honum þegar hann valdi varaforsetaefni. Líklega stóð Ford ekki á sama um hálfólögleg kosningaframlög Nixons til Bushs. Öllum á óvart bað Bush um stöðu sendiherra í Peking, sem hann fékk. Yfírmaður CIA Síðan varð Bush yfirmaður CIA og þótti standa sig allvel. Að vísu var hann gagnrýndur fyrir að leyfa rannsókn utanaðkomandi aðila á leyniþjónustunni vegna þrýstings frá hægri mönnum, sem vildu fá sannanir fyrir því að Sov- óttuðust eða vonuðu. Hann hefur haft gott lag á ijölmiðlum og no- tið góðs af vinsældum Reagans. Hann hefur getað treyst því að stór hluti kjósenda vill ekki breyt- ingar (og auknar álögur) í sæmi- legu góðæri og á tíma „þíðu“ í samskiptum risaveldanna. Les Tom Clancy Þar sem það þykir há Bush nokkuð að hann er af yfirstéttar- fólki kominn hefur hann reynt að sýnast alþýðlegur. Hann hefur áhuga á íþróttum, dáir Greer Garson mest allra leikkvenna, sofnaði eitt sinn út frá kvikmynd með Reagan og les fátt annað en Tom Clancy (eins og Regan), Eft- irlætisrit hans er Bassmaster, sem fjallar um veiðimál. Hann hefur sveitatónlist í hávegum, auk kór- söngs og söngleikja, og hlustar á snældu með Oak Ridge Boys í bíl embættisins. Stundum þykir hann ókurteis og dónalegur og hann bregður fyrir sig gömlu, torskildu stúdentaslangri. George Herbert Walker Bush fæddist 1924 og bjó í Greenwich í Connecticut, úthverfi New York-borgar, þar sem efnafólk átti heima. Faðir hans, Prescott Bush, var virtur og auðugur bankastjóri í Wall Street. „Poppy", eins og Georg var kall- aður, átti fjóra bræður og eina systur og þau þurftu að mæta á hveiju kvöldi í bókaherberginu til að tilkynna hvernig þau hefðu staðið sig um daginn. Þau undu „Stríðshetja þegar Reagan lék í kvik- myndum." „Dyggur þjónn valdamanna; reynir að standa á eigin fótum.“ „Hvatti ekki til var úðar í vopnasölu- málinu.“ aðallega að þakka fé, sem frændi hans safnaði saman. I Texas urðu Bush-hjónin fyrir því áfalli að þriggja ára dóttir þeirra dó úr hvítblæði. Þau þögðu um þennan sorgaratburð, þar til á þessu ári. Nú hefur Bush minnzt á hann á kosningafundum og sagt að hann hafi „fært sig nær Jesú.“ Bush fékk áhuga á stjóm- málum um 1960, þegar faðir hans hafði verið kosinn í öldungadeild- ina. Þá höfðu repúblikanar lítil sem engin áhrif í Texas og Bush ákvað að leita eftir stuðningi óán- ægðra demókrata með því að færa sigtil hægri. Árið 1964 bauð hann sig fram til öldungadeildar- innar sem stuðningsmaður hægri- mannsins Barry Goldwaters og barðist gegn samningum um til- raunabann og lögum um aukin borgararéttindi, en náði ekki kjöri. Þá hætti hann störfum í olíuiðnað- inum og seldi hlut sinn fyrir að- eins 1,1 milljón Bandaríkjadala. Tveimur árum síðar var hann kjörinn í fulltrúadeildina fyrir kjördæmi í Houston. Skjólstæðingfur Nixons í Washington reyndi Bush strax að koma sér vel við valdam- ikla menn, m.a. Lyndon B. Jo- hnson. Forsetinn gat hjálpað hon- étríkin hefðu náð talsverðum hemaðaryfirburðum, þótt það stangaðist á við mat CIA. Bush vildi hvorugan aðilann styggja og tók ekki afstöðu. Hann losnaði úr þessari klípu þegar Jimmy Carter var kjörinn forseti 1976. . Segja má að þá hafi barátta Bushs fyrir því að verða forseti hafizt. Ronald Reagan, sem hann kallaði leikara er ofléki, sigraði hann auðveldlega í forkosningum repúblikana 1980. Reagan bauð honum varaforsetaembættið til að friða fijálslynda repúblikana. Bush tók því boði, þótt hann hefði kallað stefnu Reagans „vúdú“- eða galdra-hagfræði. Afstaða hans breyttist fljótt og hann þjón- aði forsetanum af meiri trú- mennsku en nokkur annar sam- starfsmaður hans. Bush var svo dyggur stuðnings- maður Reagans að hann vildi ekki styggja hann með því að hvetja til varúðar í vopnasölumálinu og hlýtur að hafa borið hluta ábyrgð- arinnar, þótt hann kunni að hafa látið efasemdir í ljós. Á síðustu vikum hefur kosningabaráttan harðnað til muna og Bush hefur verið sakaður um að hafa reynt að semja við írana um skipti á gíslum og hergögnum þegar í október 1980. Bush telur þessa og aðrar síðbúnar árásir andstæð- inganna bera vott um örvæntingu og er sigurviss. Eftir á að koma í ljós hvemig honum gengur að standa á eigin fótum, ef hann verður kjörinn 41. forseti Banda- ríkjanna. sér við tennis, golf, knattspymu, homabolta, kotru, brids og „21“ og lítill tími gafst til lestrar, en þau vom gefín fyrir tónlist, léku á hljóðfæri og sungu - þó ekki Bush. Á sumrin dvaldist fjölskyld- an í Kennebunkport, fínum stað í Maine, og þangað fluttist Bush seinna með konu og böm. Að loknu námi'í kunnum einka- skóla, Andover í Massachusetts, gekk Bush í sjó- herinn og 18 ára gamall varð hann yngsti flugliðsforingi flotans. Tvívegis nauðlenda á hann eignaðist nokkra sína beztu víni. Til Texas Bush, sem er fimm barna fað- ir, er maður alúðlegur og annálað- ur fyrir trygglyndi. Fjölskyldan er samheldin og vingjarnleg og nýtur mikilla vinsælda. Það hefur þótt eitt helzta einkenni Bushs MANNSMYNP ejtir Guðm. Halldórsson varð hann að sjónum, í seinna skiptið vegna skothríðar Japana. Hann missti alla áhöfnina og gat talizt heppinn að honum var bjargað. Um þetta vill hann ekki ræða, en hins vegar hreykir hann sér af sigmm í viðureignum við fjölmiðlafólk, t.d. Don Rather. Þegar Bush fékk frí frá stríðinu gekk hann að eiga æskuunn- ustuna Barböm Pierce, sem var einnig af auðugu fólki komin. Síðan gekk hann í Yale-háskóla að dæmi föður síns, varð fyrirliði í hafnarbolta, þjóðaríþrótt Banda- ríkjamanna, og gekk í hauskúpu- félagið Skuli and Bones, þar sem að hann vilji falla öðmm í geð og þjóna valdamikl- um mönnum af trúmennsku. Fullyrðingar demókrata um að hann hafi tvisvar haldið fram hjá konu sinni komu á óvart. Eftir brautskráningu frá Yale 1948 fór Bush til Texas með fjöl- skylduna til að freista gæfunnar á olíusvæðunum þar, í stað þess að leggja fyrir sig róleg banka- störf eins og faðir hans hafði gert. Ekkert hafði eins mótandi áhrif á hann og þessi tími að hans sögn og hann taldi sig sýna að hann væri „harðsnúinn einstaklings- hyggjumaður". Raunar fékk hann bíl frá föður sínum til að aka til Texas, bezti vinur föður hans út- vegaði honum starf og Þegar hann varð meðeigandi í nýju olíu- fyrirtæki 1953 var það aðallega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.