Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 8
 8 MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1988 [ \ er sunnudagur 6. nóvember311.dagur A -L/xjLvJ árisns 1988. ALLRA heilagra messa. 23. sd. eftir Trínitatis. Árdegisflóð kl. 4.33 og síðdegisflóð kl. 16.38. Sólarupprás í Rvík. kl. 9.27 og sólarlag kl. 16.54. Myrkurkl. 17.49. Sólin er í hádegisstað kl. 13.11 ogtunglið er í suðri kl. 10.53 (Almanak Háskóla íslands). Æ, að þú vildir gefa gaum að boðorðum minum, þá mundi heill þín verða sem fljót og réttlæti þitt sem bylgjur sjávarins. (Jes. 48,18.) ÞETTA GERÐIST ERLENDIS: 1860: Abraham Lineon kos- inn forseti Bandaríkjanna. 1936: Borgarastytjöldin á Spáni. Umsátrið um Madrid hefst og spænska stjómi flýr þaðan til Valencia. 1937: ítalir ganga í And- komintem-bandalag Þjóð- veijaogJapana. 1942:1 Bengal drukknuðu 10.000 manns í flóðbylgju. 1956: Vopnahlé í Suezstríð- inu. 1962: Allsheijarþingið hvet- ur til efnahagslegra refsiað- gerða gegn S-Afríku. 1968: í París hefjast við- ræður um frið í Víetnam. 1974: Rússar hvetja til stofnunar Palestínuríkis. Afmæli: Jonas Lei, norskur rithöfundur (1833-1908). Tónskáldið J.P. Sousa, bandarískt tónskáld (1854- 1932). James Jones, banda- rískur rithöfundur (1921- 1978). HÉRLENDIS: 1796: Vígsla kirkju við Að- alstræti í Reykjavík. Fæddur Jón Halldórsson prófastur í Hítardal 1665. 1723: Fensmark fv. bæjar- stjóri á ísafirði náðaður. 1932: Mótmæli gegn kaup- lækkun í atvinnubótavinnu í Reykjavík. 1940: Bjami Sæmundsson fiskifræðingur lést. KROSSGÁTAN LÁRÉTT: -1 vatnafískur, 5 þáttur, 8 önugur, 9 mikið, 11 lýkur, 14 undirstaða, 15 skógardýrin, 16 drögum, 17 sefí, 19 lækur, 21 komljár, 22 syndafyrirgefning, 25 gyðja, 26 tijátegund, 27 leðja. LÓÐRÉTT: - 2 blóm, 3 guð, 4 hindrar, 5 bolta, 6 elska, 7 fugl, 10 Ioginn, 12 áfallið, 13 lofaður, 18 eignar- jörð, 20 burt, 21 tveir eins, 23 sjór, 24 hér um bil. FRÉTTIR______________ Á morgun hefst 45. viðskiptavika yfir- standandi árs. í Háskólanum í tilk. frá menntamálaráðu- neytinu í Lögbirtingablaðinu segir að Alan Boucher Ph.D. hafí verið veitt lausn frá pró- fessorsembætti í ensku við Háskóla íslands, að eigin ósk, frá næstu áramótum. Ráðu- neytið augl. í Lögbirtingi þessa prófessorstöðu lausa með umsóknarfresti til 15. desember. Sem kunnugt er eru prófessorsembætti veitt af forseta íslands. Staðalráð íslands sem hefur aðsetur hjá Iðn- tæknistofnun íslands, birtir í nýju Lögbirtingablaði auglýs- ingar er varða staðla. SKIPIN Reykjavíkurhöfii: í fyrrinótt kom togarinn Ögri úr söluferð. í dag er Goða- foss væntanlegur af strönd- inni. Skógafoss er væntan- legur aðfaranótt mánudags að utan. Á morgun er togar- inn Ásgeir væntanegur inn til löndunar. Leiguskipið Litz- en er væntanlegt um helgina til að lesta brotajám. HafiiarQarðarhöfii: í fyrrakvöld kom Svanur af ströndinni. Væntanleg eru á morgun þjú erlend leiguskip að utan. ÁRNAÐ HEILLA -j AA ára afinæli. í dag, X UU 6. nóv., er eitt- hundrað ára Ingibjörg Al- bertsdótdr Hrappsstöðum í Vopnafirði, nú vistmaður í Sunnubúð, dvalarheimili aldr- aðra, þar eystra. Hún ólst upp á Guðmundarstöðum í Vopna- fírði hjá Stefaníu Jónsdóttur. Var þar fram á fullorðins ár. Hún var ráðskona á Hrapps- stöðum fram til ársins 1981. Tvíburabróðir hennar var Al- bert Albertsson. Hann lést 1966. n p ára afinæli. í dag, I tJ sunnudaginn 6. þ.m. er 75 ára Hallgrímur Sig- fússon fyrrum bóndi í Hvalsá í Hrútafírði, Stekkjarhvammi 58 í Hafnarfírði. Hann ætlar að taka á móti gestum á heim- ili sínu í dag, afmælisdaginn kl. 15-18. Waahington. Reuter. RONALD Rea'^an BanSd, ríkjaforseti SP.^ði I gær að rifa þyrfli niður byggingu bandariska sendiráðsips i Moskvu og reisa nýja i stað- inn vegna þess að ekki væri hægt að losna við hlustunar- , tæki sem þar hefði verið , /Á a komiðfyrir ' ' ,/’GMUAJO Eg hef aldrei kunnað að meta þennan rússneska arkitektúr, Gorbatsjov minn_ MANNAMÓT Málstofa í lyfjafræði Á morgun, mánudag, verður málstofa í lyfjafræði í Odda, hugvísindahúsi Háskójans, stofu 101. Dr. Helga Ög- mundsdóttir flytur erindi um rannsónir á bijóstkrabba- meini og kynnir Lífsýnabanka Krabbameinsfélags Islands. Fyrirlesturinn hefst kl. 20. ára afinæli. Á morg- un, mánudag, 7. þ.m. er 60 ára Garðar Jónsson Háaleiti 25, Keflavik. Hann og kona hans, Eygló Gísla- dóttir, eru vestur í Banda- ríkjunum í borginni Austin í Texasfylki. Leiðrétting Við guðsþjónustu í Lang- holtskirkju í dag sunnudag kl. 14 verður fermd Þórdís Claessen. Nafn hennar misrit- aðist í blaðinu í gær og leið- réttist það hér. Prestafélag Suðurlands heldur fund f safnaðarheimili Lágafellssóknar í Þverholti 3 Mosfellsbæ, á morgun, mánu- daginn 7. þ.m., kl. 20.30. Fundarefni: Kirkja íslands — Breytt prestakallaskipun og starfsmannahald. Frummæl- endur eru þeir sr. Heimir Steinsson og sr. Ólafur Skúlason vigslubiskup. Hádegisverðarfimdur presta verður á morgun, mánudaginn 7. þ.m. í safnað- arheimili Bústaðakirkju. Kvenf. Lágafellssóknar heldur fund í Hlégarði annað kvöld, mánudag, kl. 20.30. Konur úr Kvenfélagi Bessa- staðahrepps koma í heim- sókn. Fjölbreytt dagskrá. Fél. Svæðameðferð hefur opin hús á Holiday Inn á morgun, mánud. kl. 20. Gestur félagsins verður Ragnhildur Þormar. Mun hún tala um bamanudd. Kvennad. Styrktarfé- lags lamaðra og fatiaðra heldur fund annað kvöld, mánudag- inn, kl. 20.30 á Háaleitisbr. 11. Á fundinn koma þær Lára Björnsdóttir fram- kvæmdastjóri Svæðisstjómar Reykjavíkur og Guðrún Waage, sem kemur með silki- blóm. Lauf Landssamtök áhugafólks um flogaveiki heldur fyrsta fund- inn á vetrinum annað kvöld, mánudag í Menningarmið- stöðinni Gerðubergi kl. 20.30. Gestur félagsins verður Ás- geir B. EUetsson yfirlæknir Qallar um hinar ýmsu hliðar flogaveikinnar. Hann mun svara fyrirspumum að erind- inu loknu. Félag eldri borgara hefur opið hús í dag í Goð- heimum Sigtúni 3 og verður frjálst spil og tafl kl. 14 og byijað að danska kl. 20. A morgun mánudag er opið hús í Tónabæ og spiluð félagsvist kl. 14. Kvennadeild Barðstrendingafélagsins heldur fund fyrir félagsmenn og gesti þeirra nk. þriðjudag, 8. þ.m., á Hallveigarstöðum kl. 20.30. Gestur félagsins verður Guðrún Guðvarðar- dóttir sem ætlar að sýna ljós- myndir að vestan. Styrktarf. vangefinna heldur sameiginlegan fund for- eldra, forráðamanna- og starfs- manna félagsins annað kvöld í Bjarkarási kl. 20.30. Þar ætlar formaður félagsins Magnús Krístinsson að greina frá helstu verkefnum þess og Stef- án Hreiðarsson læknir, for- stöðumaður Greiningarstöðvar ríkisins, segir frá starfeemi hennar. Kaffi verður borið fram. Kvenfélag Breiðholts heldur fúnd í Breiðholtskirkju nk. þriðjudagskvöld kl. 20.30. Sýnd verða silkiblóm og tré. Kvenfél. Arbæjarsóknar heldur nk. þriðjudagskvöld, 8. þ.m., fund í safnaðarheim- ilinu. Þar verður sagt frá kvennaráðstefunni í Osló í sumar er leið. ORÐABÓKIN í þættinum íslenzkt mál í Ríkisútvarpinu 22. f.m. var meðal annars rætt um þann rugling, sem virðist vera að skjóta upp kollinum í sambandi við orðasam- bandið að eiga hvergi höfði sfnu að að halla. Var nefnt nýlegt dæmi um það, að menn virð- ast vera famir að segja; Hann á hvergi höfði sínu að halla, þegar hann á hvergi húsa- skjól. í OH eru mörg dæmi um þetta orða- samband allt frá 17. öld og öll á einn veg: Hann á hvergi höfði sínu að að halla. Eins er ein- ungis sú gerð í orðabók Blöndals. Nú vill svo til, að í blaðaviðtali í Mbl. 30. okt., þar sem segir frá búskap í Viðey snemma á þessari öld, bregður þessu enn fýrir. Þar segir svo: „í heimilinu voru venjulega um 20 manns á vetrum, enda var eins og þá var siður tekið fólk sem ekki átti annars staðar höfði sínu að hallau Svo er að skilja sem viðmæl- andinn hafí sjálfur not- að þetta orðalag, en það sýnir væntanlega um leið, að blaðamaðurinn hefur ekkert fundið at- hugavert við það. En hér ber að virða upp- runann og segja: Hann á hvergi höfði sínu að að halla. - JAJ MOLAR______________________________________ í EVRÓPU var fyrst farið að nota vagna um 100 ár e. Kr. Austur í Assyríu ca. 2000 f. Kr. notuðu menn vagna. FALLHLÍFIN var fundin upp um 1480. Það var ítalski málarinn, höggmyndarinn, skáldið og verkfræðingurinn Leonardo da VXLnci sem það gerði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.