Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 10
Guðjón B. Ólafsson Verður hann áfram hjá Sambandinu? Guðjón B. Ólafsson, forstjóri SÍS: „Ég tek enga ákvörðun um hvað ég geri, fyrr en það liggur ljóst fyrir hvert stefnt verður.“ Valur Arnþórsson, stjórnarformaður segir það ekki tímabært að ræða hvert valdsvið forstjórans verður, ef ráðist verður í meiriháttar uppskurð á Sambandinu. Axel eru sagðir þeirrar skoðunar að ráðast verði í allsheijar upp- skurð á rekstri Sambandsins. Þeir telja að rétt sé að stofna sérstök, sjálfstæð fyrirtæki um búvörurnar, sjávarafurðimar, iðnaðinn og skip- in. Þessar hugmyndir munu eiga hljómgrunn meðal ákveðinna stjómarmanna Sambandsins. Einn stjómarmaður sagði við mig að hann væri ekki viss um hvort slíkar tillögur hefðu meirihlutafylgi í Valur Amþórsson Ætlar hann að bylta SÍS fyrir áramót? Valur Amþórsson, stjórnarformaður Sambandsins er talinn vilja ganga frá því hvert framtíðarskipulag SÍS verður, áður en hann tekur við bankastjórastarfinu í Landsbankanum um næstu áramót. Hann er jafhvel talinn vilja koma lokahöggi á Guðjón, áður en hann missir völd sin hjá SÍS. stjóminni. Hann kvaðst telja að skiptingin í stjóminni yrði nokkuð jöfn og tvísýnt væri hver niðurstað- an yrði ef slíkar tillögur yrðu bom- ar undir atkvæði. Ólíklegt er talið að Guðjón B. Ólafsson geti fellt sig við slíka endurskipulagningu rekst- ursins, sem að vissu marki hefði það í för með sér að Sambandið, og meginhluti yfírbyggingar þess væri lagt niður í núverandi mynd. Yrði það ofan á að í þessar skipu- lagsbreytingar væri ráðist, þýddi FRÉTTASKÝRING Deilt um hugmyndir um grundvallar- breytingar á starfsemi og skipulagi SÍS eftir Agnesi Bragadóttur HAGUR Sambands íslenskra samvinnufélaga (SÍS) hefur aldrei verið verri en nú. Taprekstur er gífúrlegur, jafnframt því sem eiginfjárstaða fyrirtækisins hefúr stöðugt farið versnandi og er nú komin niður áþað sem fjármálasérfræðingar telja hættumörk. Erlendar skuldir eru gífúrlegar og fjármagnskostnaciurinn að sliga allan rekstur. Búist er við því að skipulagsnefnd sú sem er nú að störfúm geri tillögur sem muni þykja mjög byltingarkenndar og fela í sér allsheijar uppstokkun á rekstri SIS. Jaftivel er búist við þvi að nefíidin klofni í afstöðu sinni og að skilað verði til Sambandsstjórnar áliti meirihluta og minnihluta. Talið er að hugmyndir meirihiuta nefndarinnar muni falla í grýttan jarðveg hjá Guðjóni B. Ólafssyni forsfjóra Sambandsins og fleirum. Guðjón myndi með framkvæmd á slíkum breytingartillögum missa mikil áhrif og völd sem ekki er víst að hann væri reiðubúinn til þess að sætta sig við. Hugmyndirnar að breyttum rekstri ganga meðal annars út á að skera niðurvið trog yfirbygginguna og breyta rekstri ákveðinna þátta SÍ S á þann veg að um þá þætti verði ýmist stofnuð sjálfstæð fyrirtæki í formi hlutafélaga eða samvinnufélaga. Sambandið stæði þá eftir sem verzlunarsamband, búvörusölusamband og eignarhaldsfyrirtæki sjálfstæðu fyrirtækjanna. Axel Gíslason aðstoðarforsljóri SÍS sem nú er á förum til Samvinnutrygginga í forstjórastólinn þar, er sagður vera helsti hugmyndafræðingurinn á bak við tillögur um breytt skipulag og mun hann reyndar hafa verið talsmaður mikillar uppstokkunar um alllanga hríð. Hjá Sambandinu eru menn þeirrar skoðunar að hugmyndimar að breytingum séu enn ekki komnar á það stig að ræða beri þær opinberlega og vilja því ekki tjá sig um þær í smáat- riðum en hafa þó greint frá því í megindráttum hvað um ræðir. Val- ur Amþórsson, stjómarformaður og formaður ofangreindrar nefndar sagði í samtali við Morgunblaðið að hann teldi með öllu ótímabært að reifa þessar hugmyndir opin- berlega á þessu stigi, en hann sagði jafnframt að það væri rétt að hagur Sambandsins væri mjög slæmur nú, enda væri það alkunna að rekstur fyrirtækja í þjóðfélaginu væri mjög erfíður um þessar mundir. Einkum fyrirtækja í grundvallaratvinnuveg- unum. Sambandið hefði ekki farið varhluta af þessum erfíðleikum og reksturinn hefði aldrei verið jafnerf- iður. í sama streng tekur forstjóri SÍS, Guðjón B. Ólafsson og segir að vandamálin þegar hann tók við hafí verið fleiri og stærri en hann átti von á. Þau hafí orðið til á býsna löngum tíma. „Þar kemur ýmislegt til,“ segir Guðjón, „bæði hefur ver- ið skortur á samstöðu innan sam- vinnufélaganna - á milli kaupfélag- anna og Sambandsins. Þar hefði mátt vera meiri samvinna." Guðjón segir að skipulagsmál Sambandsins hafi verið til umræðu af og til um árabil. Vissar breyting- ar hafí þegar verið gerðar, sem einkum hafi falist í tilfærslum á milli deilda. í desember á síðastliðnu ári hafí nefnd sem starfaði að tillög- um um skipulagsmál lokið störfum og í dag væri verið að starfa eftir þeim ákvörðunum sem teknar voru fyrir tæpu ári. „Það er afar erfitt fyrir mig að fara að ,ræða mikið um annað skipulag á Sambandinu en það sem við störfum eftir i dag, og það sem hefur verið samþykkt af Sambandsstjóm,“ segir Guðjón. Þeir sem sæti eiga í nefndinni sem endurskoðar nú skipulagsmál Sambandsins eru Valur Amþórs- son, stjómarformaður, Ólafur Sverrisson, varaformaður Sam- bandsstjómar, Guðjón B. Ólafsson, forstjóri, Axel Gíslason, aðstoðar- forstjóri og fulltrúar stærstu kaup- félaganna í landshlutunum, þeir Þröstur Ólafsson, stjómarformaður KRON, Jóhannes Sigvaldason, formaður stjómar KEA og Þor- steinn Sveinsson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Héraðsbúa á Egilsstöð- um. Ákveðnir menn í þessari nefnd, þeirra á meðal Valur, Jóhannes og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.