Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐH) VEROLD/H LAÐVARPINIM SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1988 25 Tveir í þungum þönkum. Mr. John Stow og Mr. Michael Trollope í miðju leiksins. Tívolíiö í Kaupmannahöfn — Leyfið til að nota uppskriftina að þess- um heimsfræga vinsæla stað er til sölu. Tívolí til útflutnings Fró Páli Pálssyni í KHÖFH | Já, það hljómar ævintýralega — og minnir í fyrstu óneitanlega á Einar Ben. og norðurljósin — en er engu að síður undirskrifuð og þinglýst staðreynd: nýjasta útflutn- ingsvara Dana er Tívolíið í Kaup- mannahöfn. Vitaskuld þó ekki þannig að svæðið verði bókstaflega stungið upp og flutt úr landi með tilheyr- andi bátatjöm, rússibana og hljóm- leikahöll — nei, það er að sjálfsögðu aðeins leyfið til að nota uppskriftina að þessum heimsfræga vinsæla stað sem er til sölu. En það getur ekki hver sem er orðið sér úti um þetta leyfí. Reynd- ar er það svo, að þrátt fyrir hátt á þriðja tug tilboða, hefur Niels- Jergen Kaiser, fprstjóri Tívolí, ákveðið að fyrst um sinn muni að- eins rísa þrjú Kaupmannahafnar- tívolí í heiminum. Hið fyrsta, sem þegar hefur verið samið um og far- ið að vinna að, verður í japönsku hafnarborginni Okavama. Næsta — og samningar um það eru á loka- stigi — verður í Louis Armstrong- garðinum í New Orleans. Og hið þriðja verður að öllum líkindum í Ástralíu. Annað Kaupmannahafn- artívolí í Evrópu kemur aldrei til greina, segir hann. Burt með um- ferðarskiKin! Hraðakstur er alvarlegt vandamál í mörgum bæjarfélögum — sér í lagi þeim sem þjóðvegir fara í gegnum. Þrátt fyrir hraðatakmarkanir og viðvörunarskilti draga margir ökumenn ekkert úr hraðanum og stefna þar með lífi sínu og þorpsbúa í verulega hættu. Frá Steingrími Sigurgeirssyni í IRIEI Ibúar í þorpinu Langenpreising bei Erding í Bæjaralandi voru orðnir langþreyttir á þessum ós- kunda og kröfðust þess af kjömum fulltrúum sínum að þeir gripu til að aðgerða til að stemma stigu við hraðakstrinum. Hinir kjömu reyndu að sjálfsögðu að bregðast við þess- ari kröfu umbjóðenda sinna. Lausn- in sem varð ofan á hefur reynst afar árangursrík í baráttunni við hraðakónga þjóðvegarins — þó óhefðbundin sé. Eftir fjölmenn mótmæli þorpsbúa árið 1986 veltu bæjarstjórnarmenn fyrst fyrir sér hinum vanalegu úr- ræðum á borð við uppsteyptar hraðahindranir sem myndu neyða ökumenn til að draga úr hraðanum. Dag einn fékk hins vegar Walde- mar Komor, sem sér um umferðar- mál af hálfu lögreglunnar í Langen- Ekki er öll krossgátan eins Þeir sem hafa aldrei leyst krossgátur geta ekki skilið hvað rekur fólk til þeirrar tímaeyðslu að leita að órðum og fylla þau síðan inn í þartilgerða reiti. En þessi dularfulla iðja er í raun ekkert annað en saklaus afslöppun með nokkurri hugarleikfimi. Krossgátur í íslenskum blöðum eru ekki svo meðfærilegar, að hægt sé að leysa þær hvort sem maður stendur i strætisvagni eða situr í makindum heima hjá sér. Og svo eru þær einungis framreiddar um helgar. í Bretlandi sést fólk aftur á móti leysa krossgátur dagblaðanna, sem birtast daglega á baksíðum þeirra, í neðanjarðarlestum og strætisvögnum á morgnana. Og löng og þreytandi leið í vinn- una verður þar með að skottúr. Fró Guðrúnu Nordal í LONDON Krossgátur í íslenskum blöð- um eru svipaðar frá degi til dags, sömu orðin koma fyrir aft- ur og aftur, og vanur kross- gátuleysandi þekkir oftast lausn ina án þess að þurfa að fletta mikið í orðabók heilans. En krossgátur breskra blaða eru af öðrum toga. Fyrir Islending er ekki aðal- höfuðverkurinn að um erlent tungumál er að ræða, heldur er hver vísbending gáta í sjálfu sér. Krossgátan á baksíðu The Ti- mes er líklega frægasta kross- gáta í heimi. Hún birtist fyrst í blaðinu fyrsta febrúar 1930. íhaldssamir les- endur mótmæltu þessari óvæntu innrás í blaðið sitt, en þó leið ekki á löngu áð- ur en bréf les- enda streymdu inn sem upplýstu alheiminn hve fljótir þeir væru að leysa krossgátuna. Kross- gátan varð síðan fljótt að einum vinsælasta og rótgrónasta þætti blaðsins og á nú sína tryggu aðdáendur sem láta ekki einn dag svo líða að ekki sé glímt við krossgátuna. Stjómendur The Times ákváðu því árið 1970 að verðlauna þennan trausta les- endahóp og efndu til keppni til að skera úr um hver fyrstur væri til að fylla inn í alla reitina. Sunnudaginn ellefta septem- ber síðastliðinn fór átjánda úrsli- takeppni í The Times Collins Dic- tionaries Crossword Champion- ship fram í Park Lane-hótelinu í London. Fjölmargir snillingar lögðu langa leið að baki til að mæta til leiks í þessu óvenjulega kapphlaupi við klukkuna. Eftir spennandi keppni var ljóst að sig- urvegarinn yrði annað árið í röð William Pilkington starfsmaður íjármáladeildar Cleveland-bæj- ar. Hann var að meðaltali níu mínútur að leysa hveija kross- gátu, sem er dá- góður millitími ef krossgátum- ar em grannt skoðaðar. Einn áhorfandi keppninnar, Paul Henderson embættismaður í innanríkisráðu- neytinu, setti aftur á móti nýtt hraðamet. Hann leysti fyrstu gát- una í keppninni af þremur á hálfri mínútu, einni og hálfri minútu skemur en skjótasti kepp- andinn. Enda sat hann ekki með skeiðklukkuna fyrir framan sig. Svo ekki er öll vitleysan eins. Sá skjótasti. Mr. William Pilkinton. Fyrir þetta eftirsótta leyfí greiða hinir lánsömu borgarsjóðir gjfurleg- ar fjárupphæðir, og skilyrðin sem uppfylla þarf era geysilega ströng. Ekki nóg með að staðurinn verði að vera fallegur og liggja í hjarta miðborgar með nálægum alþjóða- flugvelli. Þar sem um er að ræða eftirlíkingu og útfærslu á Kaup- mannahafnartívolíinu, verður að láta Dönum að mestu leyti eftir dýrastu vinnuna við uppsetninguna. Öll hönnun verður þannig unnin í Kaupmannahöfn, undir stjóm Bo Christoffersen, arkitekts Tívolí til margra ára. Teikningar að hljóm- leikahöllunum, veitingahúsunum, gosbrannunum, leiktækjasölunum o.s.frv. verða að vera danskar og fyrir utan stofnkostnað — fyrsti áfangi við Tívolíið í Okavama á að kosta 1,5 danskan milljarð — verð- ur að greiða af þeim afnotagjald um ókomna tíð. Tívolí fær prósent- ur af öllu saman. En hvað er verið að kaupa? H^að gerir uppskriftina að Tívolíinu í Kaupmannahöfn svona sérstaka? Lystigarður þar sem allir aldurs- hópar geta átt skemmtilegan dag, saman eða hver í sínu lagi. Leikir og þrautir við allra hæfí. Fjölbreytt tónlistarlíf, diskó, klassík og allt þar á milli. Leikrit, ballettar, rev- íur, trúarleikar, akróbatík. Afstaða fyrir þá sem kjósa að taka með sér nesti, skyndibitastaðir, lúxusmat- sölustaðir. Allt saman í fallegu, gróðursælu umhverfí. — Mottóið er: vönduð afþreying. Það er því fyrst og fremst upp- skrift að vandaðri afþreyingu sem borgarstjórnin í Okavama segist hafa verið að kaupa. Japan er eitt fremsta iðnríki heims, þar er sjálf- virknin í framleiðslunni lengst á veg komin, þar eykst frítími fólks mest. Japanir hafa mikið hugsað um hvaða félagslegu afleiðingar aukinn frítími getur haft í för með sér og komist að þeirri djúpvitra niður- stöðu, að til þess að bjarga fólki frá alkóhólisma, geðveiki og annarri óáran sem aðgerðarleysi getur or- sakað, verði, hvað sem það kostar; að fínna leiðir til að hafa ofanaf fyrir fólki á jákvæðan, uppbyggileg- an hátt. Og nú er sem sagt ein þerra fund- in: Tívolíið í Kaupmannahöfn. Þau eru bara til trafala þessi___ preising þá hugmynd að taka niður öll umferðarskilti í þorpinu og láta einungis grandvallarregluna um hægrirétt gilda. Þjóðvegurinn yrði þar með ekki lendur aðalbraut held- ur þyrftu vegfarendur um hann að taka tillit til annarrar umferðar. Þetta var að mati Komors eðlileg- asta lausnin á vanda þorpsbúa. Rudolf Weiss, bæjarstjóri Lang- enpreising og bamaskólakennari, sem tilheyrir Kristilega sambands- flokkknun, CSU, féllst á að gera tilraun í anda hugmynda lögreglu- mannsins. Öll umferðarskilti vora því tekin niður og eina skiltið í bænum var nýtt skilti við bæjar- mörkin sem tilkynnti að hægriréttur gilti í Langenpreising. Nokkra eftir að tilraunin hófst vora framkvæmd- ar radarmælingar á umferðarhraða sem sýndu að meðallíraði umferðar í gegnum þorpið var á bilinu 42-48 km á klukkustund eða rétt undir 50 km mörkunum. Þetta voru mjög ánægjuleg tíðindi fyrir þorpsbúa því að sambærilegar mælingar í ná- grannabæjum sýndu fram á um 20 km hærri meðalhraða. Gagnrýnis- raddir sem heyrst höfðu í upphafí þögnuðu og ákveðið var að þetta fyrirkomulag myndi gilda til fram- búðar, frá og með janúar í fyrra. Umferðaróhöpp era nú að meðal- tali þijú á ári í stað fimm áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.