Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐŒ) FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1988 Karlmenn erusvona Við karlar erum óttalega for- dómafullir. Það er að segja um konur. Fijálslyndustu menn og dagfarsprúðustu umhverfast þegar karlremban nær tökum á þeim, til dæmis þegar þeir lenda í hættulegu návígi við „konu við stýrið“. Og sú hætta vofir ekki einungis yfir þeim eftir Sigurð G. heldur öllum sem Tómasson með Þeim eru ' bílnum. Yndisleg- ir karlar, löghlýðnir fram í fingur- góma, verða að forhertum smygl- urum ef þeir sjá konu í græna hliðinu í tollinum og þannig mætti lengi telja. Kynferðisfordómamir eru sem sé andleg ánauð karla sem erfitt er að brjótast úr. En hvað um konur? Ég kom þar að einu sinni sem nokkrar kunningjakonur sátu yfir bolla af jurtatei. Þær ræddu nokkra stund um hjúskaparmál þeirra sem þær þekktu og vitan- lega þróaðist umræðan yfir í al- mennar heimspekilegar vanga- veltur um grimmd karlmanna. Stebbi er farinn frá Gum', lætur hana ekkert fá með bömunum og svo tók hann bílinn, bölvaður. Stefanía er komin á kvennaat- hvarfið, hann barð’ana alltaf eins og fisk. Hér var skotið inn frásögn af amerískri félagsfræðirannsókn sem sýnir hve margir karlmenn beija konumar sínar og hve oft. Þá var röðin komin að Jónasi. Hann var í kjallaranum um helg- ina og var með henni Siddu. Stína, konan hans, auðvitað heima, enda komin á steypirinn. Það er ekki að spyija að skepnuskapnum. Og eftir þessa stuttu úttekt á eðli karlmanna rak svo ein vinkonan endahnútinn á þetta með setningu sem ég hef heyrt mörgum sinnum áður við svipuð tækifæri: „Karl- menn era svona.“ Jæja, hugsaði ég með mér, er ég svona, og var vitanlega sár yfir ranglæti heimsins. En nú vatt umræðunni að konum. Konum sem vora leiðinlegar á fundum, yfírgangssamar eða frekar í vinnunni. Ég gætti þess að láta lítið fara fyrir mér þangað til búið var að ræða um svo sem eins og þijár ómögulegar. Þá hváði ég eftir leiðindum einnar þeirrar, dæsti svo mæðulega og sagði „konur era svona“. Stuttu seinna lauk þessu teboði en kon- umar horfðu með vorkunnarsvip á mína: „Auminginn að eiga svona fordómafullt karlrembusvín fýrir mann.“ Erling ásamt sonum sinum vlA TF-KAN f FljótshlíAinnl.lngi Jóhannes er vlnstra megln og Erllng Pétur hœgra megln. FLUGVELAR Endurbyggir Stearmanvél á milli Grænlandstúra Erling Jóhannesson flugstjóri hjá Grænlandsflugi er búsett- ur í Garðabæ ,en í fríum hér heima vinnur hann m.a. að því að endur- byggja gamla flugvél af gerðinni Boeing Stearman PT Dash 17, en í daglegu tali er vélin kölluð Stear- man. Erling vinnur að þessu verki ásamt Matthíasi Matthíassyni verkstjóra hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Þeir félagar vinna við verkið í skýli 3 á Reykjavíkur- flugvelli og vonir standa til að vélin fari aftur á loft á næsta ári. Stearman vélin er ein þriggja flugvéla af þessari gerð sem var flogið til Islands árið 1941 frá bandaríska flugvélamóðurskipinu Wasp, sem þá var statt skammt undan ströndum Islands. Ein vél- anna eyðilagðist hérlendis, en hin- ar tvær komust í eigu Islendinga. Morgunblaðið/ Pétur Johnson. Erling vinnur viA endurbygglngu Stearman vélarinnar. Vélflugdeild svifflugfélagsins eignaðist þessa vél fyrst og hefur átt hana lengst af, en henni var síðast flogið árið 1953. Þá skemmdist hún í lendingu við Búðir á Snæfellsnesi. Erling hefur einnig komið við sögu annarrar merkrar flugvélar hér á landi, TF-KAN sem hann á ásamt Ama í Múlakoti í Fljótshlíð, en sú vél er sú eina sinnar tegund- ar í Evrópu. Þeir Ami gerðu hana upp á sínum tíma og hafði hún aldrei lent í neinum alvarlegum skakkaföllum. TF-KAN á flugi í Fljótshliðinni. MYNDLIST ERRÓ áfaraldsfæti fyrir austan Afríku Erró vlA uppsetningu mynda á sýningu í Norræna húsinu. Það er allt í lagi hjá mér, ég er ívinnustofunni 24 tíma á dag. Ég er að undirbúa sýningu á eynni Mauritíus nálægt Madagaskar fyrir austan Afríku," sagði Erró í símasamtali við Morgunblaðið fyrr í vikunni. Það er safnið á eynni sem býður mér að halda sýningu og hún verður opnuð 15. apríl. Eg hlakka til og ætla að nota tækifærið til þess að ferðast um eyjamar þarna. Madagaskar er fjórða stærsta eyja í heimi á eftir Grænlandi, eyja sem er fjóram sinnum stærri en Island. Þá hefur franska ríkið boðið mér til Rómar á næsta ári með sýningu í Villa Medice. Mér er boðið að dveljast tvo mánuði í Róm og það er spennandi því ég hef ekki komið til Rómar í 20 ár. Það er einnig ánægjulegt að í þessu boði franska ríkisins felst mikil viðurkenning og ég er fyrsti listamaðurinn af fjórum sem franska ríkið hyggst bjóða til Rómar á næstu tveimur árum. Annars er ég að keppast við áður LEIKARAR Orn með „Austantjaldsveiruna“ Leikhópur leikritsins „Hvar er hamarinn" kom fyrir skömmu úr vel heppnaðri leikferð til Þýska- lands. Einn leikaranna, Orn Ama- son varð fyrir því óhappi að næla sér í svokallaða „Austantjalds- veiru“ því hnútur kom á radd- böndin. „Ég fékk hnútinn vegna ofiiotk- unar, valdníðslu eða mengunar," segir Öm. Ég þurfti að þegja í heila viku og stunda gufuböð." „Rétt eins og langferðabílstjór- ar fá gyllinæð í stórum stíl geta allir leikarar fengið svona hnúta, en ég var orðinn leikþurfí eftir vikuna, því máttu trúa.“ en ég fer til Bangkok rétt fyrir jól- in. Fyrir sýninguna á Mauritíus er ég að mála myndir af „karakterum" frá þessari eyju. Þetta verða fjórar stórar myndir, ein er af frönskum . flugvélakappa. Þá er ljóst að þessar myndir verða eftir þama því þeir eiga nóg af peningum, vantar menningu og eru æstir í þetta. Það er því allt í góðu og ég er í tipp topp formi, losnaði við nokkur kíló í sumar. Fyrir liggur að mála myndir á stóra veggi í Vísdindaakademíunni í París, tvær myndir sem verða 4 x 20 metrar hvor. Önnur á að sýna vísindamenn og hin uppfinninga- menn. Hugmyndirnar era klárar og þá er að koma þeim á strigann. Einnig er ég að vinna litógrafíur fyrir franska ríkið. Þetta verða 30 lita myndir, seríur um 450 menn úr frönsku byltingunni, en franska ríkið ætlar að skenkja einhveijum vinaþjóðum sínum myndirnar. Jú, ég kem til Islands á næsta ári, verð með sýningu í september. Ólfna Þorvarðardóttlr NÁLARSTUNGUR Nálarnar hætta ekki að reykja fyrir mann Ibeinni útsendingu úr sjón- varpssal fyrir tæpum tveim- ur árum var kynnt ný aðferð fyrir þá sem hætta vilja reykingum. Það var nálar- stunguaðferðin, og er Ólína Þorvarðardóttir ein þeirra sem lagðist á bekk og lét stinga sig í eyru og undir nasavængi. „Fólki í fréttum“ lék forvitni á að vita hvort henni hefði tekist að hætta reykingum eftir þenn- an þátt. „Já, ég hætti að reykja í sex eða sjö mánuði, en ég held að nálamar hafi haft lítið að segja." —Ert þú kannski stórr- eykingarmanneskja í dag? „Já, það er ég. Það verður að skipta reykingarfólki niður í tvo hópa. Þá sem reykja öðra- hvoru og svo nikótínistana. Ég byijaði að reykja fjórtán ára og varð nikótínisti á fyrstu sígarrettunni".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.