Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1988 son að framkvæmdastjóra fjárhags- deildar Sambandsins og hefur sú ráðning farið fyrir bijóstið á ýmsum mönnum innan sem utan Sam- bandsins. Jafnframt mun Kjartan vera einn helsti ráðunautur forstjór- ans og er sú skoðun útbreidd að Kjartan hafi hvórki hæfileika né þekkingu til slíks ábyrgðarstarfs. Kunnugir segja á hinn bóginn að kunningsskapur, að ekki sé talað um vinskapur þeirra Guðjóns og Kjartans hafi nánast enginn verið fram til þess tíma er þeir störfuðu saman hjá Sambandinu, Kjartan í Skipadeild og Guðjón í Sjávaraf- urðadeild. Guðjón hafi þurft að leggja hart að Kjartani að taka að sér það starf sem hann er í núna og það hafi hann gert því hann hafi haft trú á þvi að Kjartan myndi reynast starfinu fyllilega vaxinn. Ekki eru allir sannfærðir um að fagleg sjónarmið hafi verið látin ráða við ráðningu framkvæmda- stjóra verzlunardeildarinnar, en það starf fékk Ólafur Friðriksson síðast- liðið vor. Að vísu hafí hann tekið við erfiðu búi af Hjalta Pálssyni, en þess frekar hafi verið ástæða til að ráða að þessari deild reynslu- meiri kaupsýslumann til þess að taka við þessum erfiða rekstri. Ólaf- ur var áður kaupfélagsstjóri á Sauð- árkróki og þar áður á Kópaskeri. Tap verzlunardeildarinnar á þessu ári er áætlað að verði á milli 200 og 300 milljónir króna. Kunnugir segja þó að mikil breyting til hins betra hafí orðið á rekstri verzlunar- deildarinnar og að þó erfiðlega hafi gengið í rekstri þessarar deildar, séu talsverðar líkur á að það takist að snúa þróuninni við þar. Aðrir telja að gagmýni á ráðn- ingu Ólafs sé mjög óréttmæt. For- stjórinn hafi staðið frammi fyrir því að Sambandið vantaði sárlega sterkari tengsl við kaupfélögin í landinu, sem þyrftu að vera hvað traustust í þessari deild. Ólafur njóti trausts kaupfélagsstjóra um land allt og sé í góðum metum bæði hjá Sambandinu og kaupfélögfunum. VANT-I VITAMIN VERÐUR SVARIÐ NÁTTÚRULEGA —I—SEVEN —r SEAS 3 TEGUNDIR AF 18 MÖGULEGUM 'Berrce^j. ^VitaminC :Vh( JARN Seven Seas 60 B-KOMPLEX VITAMIN-C PLUS ^FVFN ERU NÁTTÚRULEG VÍTAMÍN — ÁN SYKURS — ÁN ROTVARN AREFN A — ÁN GERFIEFNA SE AS “ ÖLL1 þægilegum BELGJUM — BESTA OG HAGKVÆMASTA VIÐBÓTIN VIÐ DAGLEGAN KOST ði orenco HEILDSOLUDREIFING Laugavegi 16, sími 24057. Það hafi tvímælalaust verið rétt ákvörðun að velja ungan og dugm- ikinn kaupfélagsstjóra til þess að taka við þessu starfi, enda hafi hann þegar sýnt að hann sé þvi vaxinn. Jafnframt hefur Guðjón verið gagniýndur fyrir það að tímasetja ákvarðanir sínar illa. Sumir telja að hús Sambandsins við SölvhólsT götu hafi verið selt of snemma á of lágu verði . Enn sé Sambandið með höfuðstöðvar sínar þar en borgi ríkinu nú rándýra leigu fyrir aðstöð- una. Á sama tíma séu framkvæmd- ir við nýbyggingu Sambandsins við Kirkjusand í fullum gangi, en öll kostnaðaráætlun sé löngu komin úr böndunum. Upphaflega hafi byggingarkostnaður verið áætlaður um 220 milljónir króna, en síðustu kostnaðaráætlanir gefi hins vegar til kynna að nýbyggingin muni kosta um 350 milljónir. Guðjón seg- ist vonast til þess að þessar nýjustu áætlanir eigi eftir að standast, þannig að kostnaðurinn við nýbygg- inguna, sem taka á í notkun á vor- dögum næsta árs, verði ekki enn hærri. Á hinn bóginn er því haldið fram að hér hafi verið um hárrétta ákvörðun að ræða, þar sem Sam- bandið hafí ekki getað gengið út frá því sem vísu að annar kaupandi en ríkið fengist að húseigninni við Sölvhólsgötu. Enn eitt ádeiluatriðið á Guðjón er það hvemig hann gekk fram í fyrirhuguðum kaupum Sambands- ins á Utvegsbankanum. Gagnrýn- endur hans innan Sambandsins telja að hann hafi litið fram hjá þeirri staðreynd að SÍS hafi einfaldlega getað keypt stóran hlut í bankanum á verðbréfamörkuðum, án þess að nokkur vissi um hver kaupandinn væri. Auk þess áfellast margir Guð- jón fyrir að Sambandið missti af Smárahvammslandinu í Kópavogi. „Það var fádæma klaufaskapur að Sambandið skyldi missa af þessum kaupum," segir einn SÍS-toppurinn. Hann segir að röng tímasetning með Sambandshúsið og Kirkjusand hafi haft áhrif í þessu máli og spillt fyrir því hjá bæjarstjórn Kópavogs. Þó er alls ekki hægt að segja að Guðjón hafi tapað tiltrú meirihluta starfsmanna Sambandsins eftir tæp tvö ár á forstjórastól. Þvert á móti eru ýmsir starfsmenn SÍS sem benda á að Guðjón hafi hrint í fram- kvæmd umtalsverðum breytingum innan Sambandsins sem allar miði að því að draga úr miðstýringu yfir- stjómar þess og auka völd og ábyrgð einstakra rekstrarþátta og deilda. Þannig sé markvisst unnið að því að draga úr yfirbyggingunni og ef ráðist verði í þær breytingar sem verið sé að ræða um, þá sé það einungis áframhald þess verks sem þegar hafí verið hafið. Er verið að ganga að samvinnuhugsjóninni dauðri? Fylgismenn þeirrar uppstokkun- ar sem nú er rædd meðal Sam- bands-toppa telja að ekki væri ver- ið að ganga að samvinnuhugsjón- inni dauðri, ef hugmyndum þeirra verður hrint í framkvæmd. Segja þeir að samvinnustarfið sé fyrst og fremst unnið í kaupfélögunum og að Sambandið sé ekkert annað en þjónustutæki kaupfélaganna. Sam- bandið reki ekkert annað fyrir kaupfélögin en það sem sé hag- kvæmt að rekið sé sameiginlega á hveijum tíma. Benda þeir á að sala á smjöri og ostum hafi á sínum tíma verið tekin út úr Sambandinu og sett í Osta og smjörsöluna, án þess að slíkt hafi á nokkum hátt skaðað samvinnustarfið - þvert á móti hafi það styrkst við þá breytingu. Telja þeir að sama myndi gilda um sölu á búvörum, sjávarafurðum og fleiru. Efasemdir um ágæti þeirra breytinga sem ræddar hafa verið eru meðal annars til komnar vegna þess að menn eru ekki fullvissir um að þær myndu draga úr yfirbygg- ingu Sambandsins. Yfirstjórnunin gæti hugsanlega einungis flust til. Það þarf ekki að vera að nokkur trygging verði fyrir því að í þeim fjórum sjálfstæðu fyrirtækjum sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.