Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐŒ) VEROLD/HLAÐVARPIIMN SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1988 Rukkarinn semá 1300 penna xíiLikkiirar eru sjaldnast í hópi vinsaelustu manna af skiljanlegum ástæðum, en undantekningar eru auðvitað á þeirri reglu eins og öðr- um. Og á Húsavík norður er ein slík undantekning, þar sem er Krist- bjöm Óskarsson, ákaflega vin-. margur og vinsæll rukkari. Kristbjöm vinnur hálfan daginn á skrifstofu Húsavíkurkaupstaðar en vinnur einnig sjálfstætt við inn- heimtu fyrir hin ýmsu fyrirtæki og félög í bænum. Helsta atvinnutæki Kristbjöms, eða Kidda, eins og hann er oftast kallaður, er að sjálfsögðu penninn sem hann notar til að kvitta þegar svo vel tekst til að skuldu- nautar greiða skuldir sínar. Og Kristbjöm hefur þá sérstöðu meðal innheimtumanna að hann á 1.300 mismunandi eintök af atvinnutæk- inu. Kiddi er sem sé pennasafnari. Penninn er því atvinnutæki hans en jafnframt áhugamál. „Ég safna eingöngu pennum sem eru merktir, fyrirtækjum, félögum eða öðrum. Ég byijaði á þessu í kringum áramótin 1980-1981 og ég á um 1.300 penna nú. Og það er svolítið gaman að því að ég hef ekki keypt einn einasta af þessum pennum. Það em margir sem vita af þessari söfnun minni og gauka Kristbjörn Óskarsson með stærsta og myndarlegasta penn- ann 1 safiiinu. að mér pennum, ég hef fengið sendar gjafir hvaðanæva af landinu og kunningjar mínir sem eru á ferðalögum erlendis grípa oft með sér áletraða penna og færa mér. T.d. sendi Amar Bjömsson, íþróttafréttamaður á útvarpinu, mér penna fyrir skömmu þegar hann kom frá Seoul _og ég vona að Jónas bróðir (Jónar Óskarsson, sundmað- ur) komi með penna frá ólympíuleik- um fatlaðra í Seoul. Einu ómerktu pennamir sem ég á eru 60-70 ára gamlir pennar sem sr. Sigurður Guðmundsson, vígslubiskup, færði mér. Mér þykir mjög vænt um þá.“ Kristbjöm dregur nú upp helj- armikinn penna og er sá gerður úr 50 sm langri tijágrein og með áletr- un á spænsku. „Þennan færði veitu- stjórinn á Húsavík mér þegar hann kom frá útlöndum á dögunum, þetta er glæsilegt tæki, og svo er hægt að skrifa með honum í þokkabót." Við skjótum því að Kidda að hann sé líklega ekki á flæðiskeri staddur að geta valið úr 1.300 pennum þeg- ar hann fer í rukkunarleiðangra. „Ég fer aldrei með penna úr safninu í vinnuna og nota eingöngu venju- leg^a penna. Og reyndar er ekki leng- ur hægt að skrifa með öllum penn- um í safninu, blekið í þeim elstu hefur þomað upp.“ En er hann í sambandi við aðra safnara á þessu sviði?" Ég veit að- eins um einn safnara, það er kona í Reykjavík sem safnar pennum, en síðast þegar ég vissi þá átti hún ekki jafn marga penna og ég.“ Flugeldar hins himneska friðar Það er liðið á haust hér I Peking. Nætumar verða kaldari og kaldari — þó það sé enn sæmilega hlýtt yfir daginn; föllnum laufblöðum á gangstéttunum flölgar dag frá degi; lífíð á strætunum er að missa af sér kæruleysissvipinn sem einkenndi það fyrir aðeins nokkrum vikum. Framundan er veturinn. Vestrið úr fjarlægð A fundi miðstjómar kínverska kommúnistaflokksins sem haldinn var í Peking í lok september voru lagðar línumar fyrir komandi miss- eri: Árangur „opnunarstefnu" síðustu tíu ára var lofaður; en jafn- framt var bent á að einmitt núna væri rétti tíminn til að safna saman reynslunni sem fengist hefði af umbótunum til að reyna að koma á betra skipulagi i efnahagsmálum — m.ö.o. nú verður tekin upp var- kárari „opnunarstefna". Það á síðan eftir að koma í Ijós hvemig almenningur tekur þessari stefnubreytingu — en víst er að margir Kínveijar bíða óþreyjufullir þess tima þegar þeir geta hellt sér út í lífsgæðakapphlaupið af sama krafti og flestir Vesturlandabúar. Þjóðhátíð í Kína Þann 1. október var haldið upp á að 39 ár em liðin frá því Mao Zedong lýsti yfir stofnun Kínverska alþýðulýðveldisins. Mikið var iim dýrðir í Peking þennan dag. í hliðum allra helstu nkisstofnana var rauði fáninn dreg- inn að húni; stræti og torg skreytt fallegum blómabeðum, gosbmnn- um og drekaeftirlíkingum. Mestur var þó íburðurinn á aðaltorginu Tian An Men. Á Hliði hins him- neska friðar hangir stór mynd af Mao. Gegnt honum, undir minnis- varðanum um hetjur alþýðunnar, hafði verið komið fyrir annarri stórri mynd af Sun Yat-sen (for- ingja byltingarinnar gegn keisara- stjóminni 1911); og sitt hvom meg- in við torgið vom einnig myndir af þeim Marx og Engels og Lenín og Stalín. Um 80.000 pottaplöntum hafði verið raðað upp á torginu til að mynda tvo risastóra dreka, pandabjöm og naut — sem snerast í hringi á sérstökum pöllum — og nítján blómabeð. Ótal gosbmnnar af öllum stærðum og gerðum vom svo látnir þeyta vatni tignarlega upp í loftið. I ágætu veðri streymdi verkafólk, bændur, hermenn og stúdentar nið- ur á torg — áætlað er að um í hátíðarskapi Pekingbúar fagna á 39 ára aftnæli Kínverska alþýðulýðveldisins og sumir settust niður á gangstéttunum og snæddu nestisbita. 800.000 manns hafi farið þar um yfir daginn. Umferðin gekk rólega fyrir sig: Fólk rápaði um og skoð- aði skrautið og tók myndir af fjöl- skyldunni; og svo settist það kannski niður á gangstéttimar og borðaði nestið sitt. Um kvöldið vom flestir heima hjá sér og snæddu veislumat og horfðu á sjónvarpið — en bein út- sending var frá íþróttaleikvangi verkamanna þar sem leiðtogar kommúnistaflokksins komu saman ásamt 30.000 manns úr öllum greinum samfélagsins og fylgdust með hátíðardagskrá í tilefni dags- ins. Að vísu sáust engir flugeldar á lofti um miðnættið — en hér og þar mátti þó heyra hvelli i litlum sprengjum sem fögnuðu 40. ári Nýja-Kína. HðSBflHGftR okkar á miUi... ■ í SUMAR var málað þak kirkjunnar á Mýrum og sýndist sitt hveijum um þá framkvæmd, nema hvað eitthvað þótti „helgi- dögum“ kirkjunnar hafa fjölgað. Hafði formaður sóknarnefiidar kirkjunnar á orði að ef messa ætti á öllum þessum helgidögum færi söfituðurinn líklega aldrei úr sparifötunum. — kj ■ ÞEIR sem telja sig þekkja muninn á himnaríki og hinu neðra eru að ræða það sin á milli þessa dagana, að munurinn sé m.a. fólginn i því að i himna- riki eldar Frakkinn, Bretinn þjónar til borðs.Þjóðverjinn sjkipuleggur og ítalinn skemmtir. Á hinum staðnum er þessu hins vegar þannig varið að þar eldar Bretinn, Frakkinn þjónar til borðs, Þjóðveijinn skemmtir og Italinn skipuleggur ... — öþá ■ RAGNAR Jörundsson bóndi á Hellu í Steingr ímsfirði var eitt sinn spurður að þvi hvernig hon- um litist á veðurfarið næsta vet- ur. Hann svaraði því til, að um haustið yrði tið nokkuð rysjótt, fram að jólum gengi á með éljum af og til, en eftir áramót færi veður batnandi. Þetta er kaliað bjartsýni, en bjartsýnn maður hefur Ragnar á HeUu alltaf þótt vera.-BRS ■ NEYSLUVATNSMÁL Akurnesinga hafa lengi verið í ólestri og meðal annars hafa fuglar sótt mikið í vatnsbólið, sem er nærri öskuhaugum staðarins. Nýlega var starfsmaður bæjarins spurður að þvi hvort búið væri að fyrirbyggja að fuglar kæmust í vatnsbólið. Sagði hann svo vera. En um daginn hefði hins vegar fundist dauð rolla þar. Varð spyrjandanum þá á orði að það væri þá fljótlegt að laga kjötsúpuna á Skaganum — sjóðandi heitt vatn úr öðrum krananum og kjötseyði úr þeim kalda. —tkþ. Þrír þóttu ekki félagshæfir Valdimar Kristinsson, fyrrum skipstjóri og nú bóndi á Núpi í Dýrafírði, tók því ekki fjarri þeg- ar ég spurði hann á dögunum hvort hann hefði ekki einhvem tíma á sjómannsferli sínum orðið var við „skilaboð að handan" eins og stundum er sagt. Ekki var nú alveg laust við það. „Ég var með Jökul frá Vest- mannaeyjum," sagði hann mér, „fimmtíu smálesta skip og við vomm á síld. Við lágum saman mörg skip inni á Raufarhöfn fyrir veðri. Þegar veður hægir keyrir hver sem betur getur og stefnan er tekin vestur fyrir Sléttu og á haf út og eltir hver annan. Jökull er þá frekar framarlega í flokki þessara skipa, logn á sjó og kvöld- sett orðið. Ég sit uppi í hábrú í bassaskýli, aleinn. Finnst mér sem ýtt sé við mér og lít við, held að einhver strákanna sé kominn þar upp en sé engan. Þá fer ég að hugsa hvað'við séum eiginlega að gera, allir að elta eitthvað út í vitleysu, dreg mig út úr hópnum og læt reka. Aðrir sem á eftir komu sigldu hjá og em nánast að hverfa sjónum þegar kemur upp þessi gríðarstóra síldartorfa. Við fengum þama 5-600 mál og vomm rétt að fylla skipið þegar aðrir komu þar að og höfðu frétt af okkur í talstöðinni og snúið við. Þetta er mér alveg óskiljanlegt en ég túlka það sem einskonar ábendingu. Við fengum 14.600 mál á Jökli þetta sumarið og þótti það mikil veiði á ekki stærri bát.“ Valdimar, sem fyllir 85 árin þann 4. janúar næstkomandi, hef- ur frá mörgu að segja af langri og viðburðaríkri starfsævi. Hann stundar búskapinn ennþá þó að sauðfjárstofninn sé orðinn heldur smár miðað við hvað áður var. Æðarvarpið er í dag eitt af áhuga- málum hans, og lét hann sig ekki muna um að skjóta tófu í vor í Lækjarvarpinu. Hann er raunar fyrmm oddviti hreppsnefndar og formaður Kaupfélags Dýrfírðinga, en sjósóknina hóf hann aðeins níu ára gamall frá Fjallaskaga yst í Dýrafirði. Um það segir hann: „Við fómm þangað fótgangandi frá Amar- nesi, faðir minn og Haukur bróð- Skyttan: Valdimar með skollann frá því í vor. ir, síðla nætur til að vera mættir klárir í skip morguninn eftir, en þetta er nokkuð erfið ganga og tekur fulla þijá tíma. Þama vomm við síðan í eina viku og það man ég að heldur þótti körlunum sjó- mennimir orðnir smáir þegar þeir sáu okkur bræður mæta til skips þama um morguninn.“ Valdimar stundaði sjóinn frá Skaga fram yfir fermingu og var síðan á seglskútu, en fyrsta vél- bátinn sem gerður var út frá Mýrahreppi lét hann smíða og gerði út frá Skaga. Hlaðvarpamaður bað hann um eina góða sögu frá gömlu ámnum svona í veganesti. „Það er af svo mörgu að taka,“ ansaði bóndinn á Núpi, „en í sam- bandi við vegagerðarframkvæmd- ir á Lambadalsodda þá minnist ég skemmtilegra ummæla um „von- lausa" vegagerð í sveitinni þegar nútímavélar og tæki vora ekki til og menn óraði ekki fyrir að hægt yrði að framkvæma það sem í dag þykir sjálfsagt. Þetta var 1917 á fúndi í ný- stofnuðu málfundafélagi hér í út- sveitinni. Menn vom að ræða væntanlega vegagerð yfir Garð- sálana sem þá vora svo blautar mýrar að víða var vart hestfært þar yfir. Þá rís upp Helgi nokkur Bjamason einsetumaður á Núpi og lýsir sig með öllu mótfallinn fynrhuguðum framkvæmdum. Þetta yrði eins og vegurinn yfir Alviðmmýrar, kvað ræðumaður og sagði síðan orðrétt: „Þó það stæði fortöpuð sál á annan veginn en skrattinn sjálfur á hinn, þá færi það Kelvískt að hann þyrði að sækja hana.“ Valdimar minnir að félagið hafi einungis starfað þennan eina vet- ur. Hann upplýsir: „Við stofnun þess var þremur mönnum meinað- ur aðgangur, nefnilega skólastjór- anum á Núpi, oddvitanum bróður hans og ennfremur aðalkennara Núpsskóla. Og ástæðan var sú að menn vora hræddir um að þeir tækju allan ræðutímann frá hin- um.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.